Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 33 mm, „Ég hef verið að byggja mig upp og hefþess vegna lagt áherslu á að fá aukin tækifæri til að spila meira. Ég tel mig hafa verið heppinn á ferlinum og að ég hafi tekið réttar ákvarðnir. Ég hef þurft að hafa fyrir hlutunum, en öll fyrirhöfnin og puðið hefur nú loks skilað sér og ég kominn þangað sem ég ætlaði mér," segir Sebastian Alexandersson. Sebastín Alexandersson, markvörður og fyrirliði ný- krýndra bikarmeistara Fram í handknattleik á óvenjulegan feril að baki í boltanum, þar sem hann hefur leikið með fimm félagsliðum á ellefu ára ferli. Þegar gamla félagið hans, ÍBV, varð bikarmeistari árið 1991, hét hann því sem áhorf- andi að einhvern tíma skyldi hann sjálfur standa í sömu sporum. Þegar Framarar urðu bikarmeistarar í handknattleik karla um sfðustu helgi, eft- ir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik, var auð- séð að Sebastían Alexandersson, var manna kátastur þegar titillinn var í höfn. Hann fagnaði innilega og átti erfitt með að hemja tillinningar sfnar þegar hann sem íyrirliði tók við bikarnum. Það er kannski ekkert skrítið þegar ferillinn og langur aðdragandi að settu marki er skoð- aður. Byrjaði sjö ára í fótbolta hjá Fram Að sögn Sebastínas, sem er af íslensku bergi brotinn í móðurætt og júgóslvnesku í föðurætt, byrjaði hann að æfa íþróttir þegar hann var sjö ára og þá í öðrum bekk í Álftamýrarskóla. „Við bjuggum í Safamýrinni og ég byrjaði að æfa fótbolta með Fram. Eg æfði með félaginu í þrjú ár og keppti einhverja leiki, en þá fluttum við í Breiðholtið og bjuggum þar í eitt ár áður en við fluttum til Vestmannaeyja. I Breiðholtinu byijaði ég í körfubolta og æfði með Val. Eg var á tólfta ári þegar við fluttumst til Vestmannaeyja og þar fór ég að æfa fótbolta, þar sem enginn körfu- bolti var í boði. Ég man að ég var alveg í öngum mínum yfir því að geta ekki æft körfubolta í Eyjum og snéri mér því aftur að fótboltanum. Á fótboltaæfingu heyrði ég svo af einhverju sem kallað var hand- bolti, sem ég vissi varla hvað var. Ég byrj- aði þó ekki að æfa handbolta fyrr en ég var fjórtán ára og spilaði þá til skiptis fyr- ir utan og í marki.“ Örlögin ráðin eftir puttabrot „Ég varð ekki fastur við markið fyrr en ég var 19 ára, en það kom til vegna þess að ég hafði puttabrotnað um sumarið í fót- boltanum og það tók nokkurn tíma að gróa og lagast. Þetta geriðst í síðasta leik sumarsins og ef ég mann rétt á móti Grindvíkingum í öðrum flokki og aðeins kortér eftir af leiknum. Þetta var slæmt brot og ég átti lengi á eftir mjög erfitt með að góma boltann. Ég hafði ætlað mér að verða markmaður í fótboltanum, en þetta hafði þau áhrif að ég snéri mér að handboltamarkinu, veturinn eftir slys- ið. Ég hafði veturinn áður, sem var fyrsta árið mitt með öðrum flokki í handboltan- um, spilað sem útileikmaður og hafði ætlað mér að gera það áfram, kannski að- ailega vegna þess að ég var jafnvígur á báðar hendur. En auðvitað gekk það ekki upp vegna puttans og ég varð í staðinn að fara í markið. Þar með voru örlög mfn ráðin, því síðan hef ég verið f handbolta- markinu. Ég reyndi að byrja í fótbolta- markinu aftur sumarið eftir en það gekk ekki, þar sem ég var bæði aumur í putt- anum og gat heldur ekki beygt hann al- mennilega. Þetta lagaðist svo þegar leið á sumarið og veturinn eftir var ég kominn á fullt með meistaraflokki í handboltanum og þá auðvitað í markinu.“ Hét því að verða bikarmeistari „Þetta var árið 1989, en Sigmar Þröstur var þá aðalmarkvörður Eyjamanna, en ég númer þrjú. Eftir þann vetur hélt ég upp á fastalandið og var eitt ár í Reykjavík. Þar spilaði ég með IR-ingum í annari deildinni undir stjórn Eyjólfs Bragasonar, sem verið hafði þjálfari ÍBV veturinn á undan. Eftir ársveru í Reykjavík, þar sem ég var að vinna og leika mér, hélt ég svo aftur til Eyja og byrjaði þá aftur að æfa með IBV. Það var árið 1991 þegar þeir urðu bikarmeistarar. Það var eiginlega fyrsta árið sem ég æfði af einhverri alvöru og náði þá að spila eina þrjá leiki í deild- inni. Ég var samt ennþá þriðji markmað- ur og var því Iátinn spila með B-liðinu í bikarnum. Það varð til þess að ég gat ekki leikið með A-liðinu í bikarkeppninni og ekki gjaldgengur þó ég hefði átt kost á því að komast í Iiðið. En úrslitaleikurinn var engu að síður mjög minnisstæður, enda frábær stemmning og ólýsanleg tilfinning þegar strákarnir tóku á móti bikarnum. Það var yndisleg upplifun og þá hét ég því að einhvern tímann myndi ég sjálfur standa í þessum sporum. Það hefur nú ræst og þess vegna var bikarsigurinn um helgina mér enn kærari en elia,“ Fyrsta skipt í almennilegt form „Árið eftir bikarsigur IBV hélt ég svo aft- ur til Reykjavíkur, þar sem ég stundaði sálfræðnám við Háskóla Islands. Þá lá beinás’t við að fara aftur í IR og þar var ég svo næstu fjögur árin. Það var mikið að gera í skólanum fyrsta árið og þcss vegna gat ég ekki æft á fullu, en þá var Gunnar Einarsson með liðið í annari deild og við unnum okkur upp. Hallgrfmur Jónasson var þá aðalmarkvörður liðsins, en gekk yfir í Fram árið eftir. Þá tók Brynjar Kvar- an við IR-liðinu og segja má að það hafi verið í fyrsta skipti sem ég komst virkilega f almennilegt líkamlegt form á ævinni. Magnús Sigmundsson gekk þá til Iiðs vdð ÍR úr FH og það var heilmikil barátta um markmannsstöðuna á milli okka, en góð samkeppni. Við bættum hvern annan upp, en Magnús hafði þó vinninginn, enda að spila sín bestu leiktímabil á ferl- inurn með IR. Við komumst í undanúrslit á móti FH, en vorum slegnir út. Ég var áfram með IR árið eftir, en þá tók félagið í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni og þar spilaði ég mína fyrstu Evrópuleiki." Góð ár hjá Aftureldingu „Eftir fjögur ár hjá 1R var komið að því að mig langaði til að spreyta mig sem aðal- markvörður einhvers staðar annars staðar og öðlast þannig meiri reynslu. Ég gekk því til liðs við Fylki sem þá spilaði í ann- ari deild og var þar í eitt ár. I annari deildinni spiluðu þá Iið eins og Fram, Grótta, Breiðablik, ÍBV og Þór á Akur- eyri, þannig að deildin hefur líklega aldrei verið sterkari. Spiluð var sex liða úrslitakeppni um sæti í efstu deild, þar sem við komumst inn sem sjötta Iið. Gróttan vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild ásamt ÍBV, sem varð í öðru sæti. Þar fékk ég góða reynslu, sem kom sér vel þegar ég skipti yfir í Aftureldingu fyrir næsta tímabil. Einar Þorvarðarson, var þá að þjálfa Aftureldingu, en hann hafði samband og bað mig að koma og vera varamarkvörð með Bergsveini Berg- sveinssyni. Ég sló til, en lenti þar auðvit- að í sama hlutverkinu og hjá IR. Þetta voru þó góð ár hjá Aftureldingu og þar átti ég oft ágætar innkomur og þó ég segi sjálfur frá, þá var ég nokkuð traustur þeg- ar á reyndi. Það hefur kannski orðið til þess að ég festist í þessu hlutverki hjá Aftureldingu, en þar var ég í þrjú ár.“ Fyrsti landsleikurinn gegn Saudí Arabíu „Þá var komið að þeim tímapunkti á ferl- inum að ég vildi fara að komast að sem aðalmarkvörður í efstu deild og var þá svo heppinn að lenda hjá Fram. Þar hefur mér gengið vel og er nú á öðru ári sem aðalmarkvörður félagsins. Mér hefur gengið það vel að strax á lýrra árinu valdi Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari mig í landsliðshópinn og ég spilaði minn (ýrsta Iandsleik gegn Saudí Arabíu hér heima síðastliðið vor. Síðan fékk ég annað tæki- færi gegn Sviss í undankeppni Evrópu- mótsins og hef síðan verið í hópnum.“ Kominn heim -Hvað viltti segja um þessi tíðu félaga- skipti? „Ég verð að viðurkenna að ég hef kom- ið víða við, en ástæðan er sú að ég hef vcrið að byggja mig upp og hef þess vegna lagt áherslu á að fá aukin tækifæri til að spila meira. Ég tel mig hafa verið heppinn á ferlinum og að ég hafi tekið réttar ákvarðnir. Ég hef þurft að hafa fyrir hlutunum, en öll fyrirhöfnin og puðið hefur nú loks skilað sér og ég kominn þangað sem ég ætlaði mér. Það má segja að árin á undan hafi einkennst af ákveð- inni leit að heimili, en eins og einn stjórnarmaður handknattleiksdeildarinn- ar, sem er gamall bekkjarfélagi minn úr Álftamýrarskóla, sagði, þá er ég loksins kominn heim aftur." í öðru hlutverki -Hvemig tilfinning er það að vinna bikar- inn? „Það cr erfítt að lýsa því. Fyrir mig er þetta kannski enn meira virði, þar sem ég hét því fyrir mörgum árum að standa í þessum sporum. Auk þess hef ég þurft að fara óvenjulega langa leið að settu marki, þannig að þetta var mikið tilfinningamál fýrir mig og erfitt að ráða við sig í sigur- vímunni. Ég varð reyndar deildarmeistari með Aftureldingu árið 1997, þannig að þetta er ekki fýrsti titillinn, en bikarmeist- aratitill er allt annað. Deildarmeistaratitill- innn vinnst eftir lengri aðdraganda og það er öðru vísi. Bikarinn kemur aftur á móti meira f einum hvelli og öll stemmningin í kringum úrslitaleikinn er miklu meiri. Nú var ég líka í öðru hlutverki, sem gerir þetta allt meira spennandi." Er ánægður hjá Fram -Hver eru framtíðaráfonnin í boltanum og hefur þú hugleitt að komast í atvinnu- mennsku erlendis? „I dag hef ég það á tilfinningunni að loksins sé ég kominn heim, eins og gamli skólafélaginn úr Álftamýarskólanum sagði. Mér Iíður vel hjá félaginu og von- andi fæ ég áfram tækifæri til að spreyta mig með liðinu og vinna til fleiri titla. Við höfum auðvitað sett stefnuna á Islands- meistaratitilinn og það er næsta stóra mál á dagskrá. Atvinnumennska í útlöndum er ekki ofarlega í huganum þessa stund- ina og þar sem ég cr fjölskyldumaður og í góðu starfi, þá á ég ekki von á að fara út í það. Það þyrfti alla vega að berast mjög freistandi boð til að ég færi að skoða mál- ið, en auðvitað mynda ég þá gera það með opnum hug,“ sagði Sebastían að lok- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.