Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 31 Saga brjóstahaldarans Það heldur vel að og kemur í veg fyrirað fellingar sjáist Púð- ar inni í korselettinu ýta brjóst- unum upp. Hægt erað taka hlíra og sokkabönd af. Verð: 8A50 krónur. Úlympía. Vatn inni í brjóstahaldaranum gerirþað að verkum að hann virkar eðlilegrí en brjósta- haldarí með púðum. Gefur hámarksfyllingu, stækkar og ýtirupp. Verð: 4.990 krónur. Úlympía. Vatteraður brjóstahaldari sem ýtir brjóstunum vel upp og gefur fyllingu, böndin eru breið. Mjög þægilegur. Verð 2.900 krónur. Útympía. Stærsti höfuðverkur kvenna er að velja brjóstahaldara sem passar og endist og er um leið sexí og smart. Það er enginn leikur því að brjóstahaldarar eru með flóknustu flíkum stærðina þegar hún er 18 og þegar hún er orðin 45 ára. „Þetta breytist rosalega. Bilið milli brjóstanna breytist og brjóstin forma sig allt öðruvísi. Þegar ung stúlka byrjar að nota brjóstahaldara þá byrjar hún venjulega í A-stærðum og fer svo upp í B, jafnvel C eða D. Þegar stúlkan verður vanfær breytast brjóstin svo að stærðin getur verið mjög breytileg.11 sem fyrirfinnast. „Kona sem fer inn í verslun Þrengri milli brjóstanna og lægri, ýtir brjóstunum meira saman. Saumurinn kemur á ská og ýtir 34 B er gera rétt. I 50- 75 prósent til- fella er hún að kaupa brjósta- haldara sem passar henni ekki, brjóstahaldarinn þarf að passa svo vel. Flinkar af- greiðslustúlkur sjá eins og skot hvað konunni hentar. Þegar konur fóru aftur í brjóstahaldara eftir hippatíma- bilið kunnu þær það ekki, þær kunnu ekki að stytta í hlírum og fá brjóstahaldara til að passa,“ seg- ir Sigurður Hjart- arson. Erfið afgreiðsluvara Sigurður dvaldist Danmörku einn vet- ur á unglingsárum sínum, lærði þar í lífstykkj averk- smiðju og var svo settur á sníðaborð- ið hjá móður sinni í lífstykkjaverksmiðj- unni Lady og starfaði með henni í verslun- inni Olympíu í Reykja- vík. Með tíð og tíma tók hann reksturinn yfir og hefur sinnt honum síðan. Sig- urður segir að hrjóstahaldara- fræði séu mikil „stúdía" og brjóstahaldarar séu „ein alerfið- asta afgreiðslu- vara sem hægt að hugsa sér. Það er engin kona eins og brjósta- haldarar þurfa að passa ná- kvæmlega. Stærðakerfið er afskaplega flókið svo að þetta er afar flókin grein,' hann. Eins og flestar konur vita þurfa þær bæði að vita brjóst- málið, það er sentimetramálið undir brjóstunum, og skála- stærðina þegar þær máta og kaupa brjósta- |jf haldara. Skála- stærðirnar koma í A, B, C, D, DD, E, F og G og ummálið er frá 75 sentimetr- um upp í 105 eða jafnvel meira. Sigurður segir að sama kon- an noti ekki sömu Konur urðu feimnar Stór hluti kvenna sem nota stóra brjóstahald- ara er í of litl- um brjósta- höldurum, að sögn Sigurð- ar, því að þær hafa kannski byijað að nota stærð 34 B og ekki breytt um stærð eftir því sem brjóstin hafa stækkað og breytt um lögun. Með tímanum verður brjósta- haldarinn því þröngur og frekar óþægilegur og þegar þessar kon- ur komast í brjóstahaldara í réttri stærð með réttum skálum finna þær mun- inn. Það er því áríðandi að fá af- greiðslustúlku til að aðstoða sig og máta nokkra brjóstahald- ara. Það er ekki víst að sá fyrsti passi. - En eru konur ekki dúlíiið feimnar við að máta og tala um hrjóstahaldara eða hafa viðhorfin kannski breyst? „Þau hafa mikið breyst. Ef ég gekk inn í búðina fyrir 15 árum og þar voru eldri konur þá urðu þær feimnar. I dag eru konur ekki feimnar. En ef vel á að vera þá þurfa konur sem eru að kaupa brjóstahaldara mikla og ná- kvæma af- greiðslu. Það er algengt að kona máti fimm og upp í 15 brjósta- haldara og er aldrei ánægð. Það er eins með ungu stúlkuna. Það þarf að Ieið- beina henni mjög vel,“ svarar hann. Fylltur með vatni og olíu Brjóstahaldarar eru settir saman úr 49 hlutum, hlíraböndum, hlúndum, tvinna. spöngum, hekturum svo lengi og mætti telja. Vandaverk er að sauma og setja saman brjóstahald- ara og saum má ekki skeika Wonderbra brjóstahaldari. Plunsch-snið semýtir brjóstunum saman. Púðana erhægtað taka úr. Verð: 2.699 krónur. Knickerbox. Brjóstahaldarinn ermeð fyllingu og heldur vel að brjóstunum. Hann gefur ekkert eftir. Verð er 2.999 krónur. Knickerbox. . íþróttatoppurinn er stífur og heldur vel við brjóstin. Verð: 3.499 krónur. Knickerbox. j Þórleif Sigurðardóttir og Sigurður Hjartarson: „Með tímanum verður brjóstahald- arinn því þröngur og frekar óþægilegur og þegar þessar konur komast i brjósta- haldara i réttri stærð með réttum skálum finna þær muninn." Brjóstahaldarar fást nú til dags í fjölbreytilegum litum og sniðum. Bína Torfadóttir og Birna Dís Úlafsdóttir í Knickerbox. segir Sigurður sem sannarlega er hafsjór af fróðleik um brjósta- haldara. Teinarnir voru hvalskíði Hann rifjar upp að korselett hafi verið nokkurs konar forveri brjóstahaldarans, fyrst úr járni og svo smám saman úr efnum með til dæmis hvalskíði fyrir teina til að halda korselettunum uppi. Um tíma voru kor- selettin reimuð í bakið og voru reimarnar tæpir sex metrar. „Það þurfti aðstoðar- mann til að reima saman til að kon- urnar yrðu mjóar í mittið. Svo þró- aðist þetta. Kon- ur fór að geta ver- ið í síðum hlíra- lausum brjósta- höldurum, sem náðu niður undir mitti, og síðan komu hrjóstahaldar- ar sem var bæði hægt að hafa hlíralausa og með hlírum. Það var eigin- lega ekki fyrr en rétt eftir stríð sem konur fóru að nota brjóstahaldara eins ' og við þekkjum þá í 'v dag. Áður voru það '\ , bara aðalskonur sem notuðu brjóstahald- ara.“ -GHS því að þá er brjóstahaldarinn orðinn skakkur. „Þetta er það al- erfiðasta sem er framleitt í fatn- aði. Þetta er svo mikil samsetn- ing og stærðakerfið er svo flók- ið,“ segir hann. Mestu framfar- irnar í framleiðslunni urðu eftir stríð þegar góðar teygjur og létt- ari og betri efni komu á markað- inn. Stærðakerfið einfaldaðist, sniðunum Ijölgaði og ýmsar nýj- ungar komu fram. Nú er til að mynda hægt að fá brjóstahald- ara í ýmsum litum og mynstrum með kúptum skálum, totu, fiðri og ýmsu skrauti. Innlegg geta þrýst brjóstum upp eða saman allt eftir vild. I smekklegum brjóstahaldara, sem passar vel, verða brjóstin óhjákvæmilega falleg. „Seinna komu wonderbra hrjóstahaldarar með innleggi, við erum búin að vera með hann í 30 ár. Wonderbra brjóstahald- arinn þrýstir brjóstunum saman þannig að það myndast meiri fylling. Waterbra brjóstahaldar- inn er fylltur með vatni og olíu, hann er það nýjasta, og á að gera það sama og wonderbra," Þegar brjóstahaldari er keyptur... 1. Þó að þú vitir hvaða stærð þú notar skaltu prófa marg- ar gerðir og stærðir. Stærð- in getur breyst með þér auk þess sem sniðið passar mis- jafnlega. 2. Gættu þess að brjóstahald- arinn sé ekki of þröngur þegar þú festir hann að aft- an. Það er ekki fallegt þegar hann skerst inn í holdið auk þess -sem það er hræðilega óþægilegt. 3. Lagfærðu brjóstin í skálun- um með höndunum þannig að þau sitji vel. Skálarnar mega ekki vera of þröngar en heldur ekki of stórar. 4. Bandið aftan á bakinu á að liggja í beinni línu þvert yfir bakið. Það má hvorki lyftast upp né vera mjög laust ef brjóstahaldarinn á að passa. 5. Brjóstin eiga að vera í mátulegum skorðum þegar þú lyftir handleggjunum eða hoppar. Það er alveg hægt að taka létta æfingu í mátunarklefanum til að sannreyna þetta. Endist hversu lengi? I erlendu tímariti birtust ný- lega upplýsingar um að brjóstahaldarar entust venju- Iega aðeins þrjá til sex mánuði eftir því hversu oft þeir eru notaðir. Ekki skal neitt sagt um það en þó er ljóst að heppilegur þvottur eykur líf- tíma brjóstahaldaranna. Brjóstahaldara er best að þvo í þvottapoka svo að spangirnar stingist ekki í tromluna. Sápan verður að vera fyrir viðkvæm- an þvott og best er að hengja brjóstahaldarann upp til að hann þorni. Skrautbrjóstahaldari, Ijósbleikur og hvitur eins og sést ef litirnir prent- ast vel. Verð: 2.699 krónur. Knickerbox.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.