Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 23
Tfc^nr. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 2000 -J39 SKAKMOLAR UMSJON: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Meistaramót Hellis Meistaramót Hellis er stærsti viðburður skáklífsins á íslandi þessa dagana. Þeg- ar fimm umferðum af sjö er lokið hefur Sævar. Bjarnason staðið sig frábærlega, unnið allar sínar skdkir!' í fimmtu umferðinni iágði hann Dav- íð Kjartansson að velli, en Davíð er í öðru til fimmta sæti ásamt þeim Pétri Atla Lárussyni sem vann Þorvarð F. Óiafsson, Róberti. Harð- arssyni sem lagði Vigfús Ó. Vigfússon og Sigurbirni Björnssyni Sem vann Jón Árna Halldórsson með fjóra vinninga. í sjöttu og næst- síðustu umferð mætir svo Sævar Róberti í skák sem getur ráðið miklu um loka- stöðuna. Líklega má segja að það óvæntasta hingað tii sé slæleg frammistaða Guð- jóns Valgarðssonar, en ár- angur hans er langtum ié- legri en stigin segja til um. Frammistaða Páls Sigurðs- sonar er hins vegar mjög svo athygliverð en hann hefur meðal annars unnið sér allt að 600 stigum hærri mann! Margt að gerast á næstunni! Mikið verður um að vera í íslensku skáklífi næstu vikur og mánuði. Helgina 10.-11. mars verður haldið Atskák- mót íslands í Hellisheimil- inu. Þátttakendur á mótinu verða flestir okkar sterkustu skákmenn enda til mikils að vinna því að sex efstu menn mótsins öðlast þátttökurétt á ofurmóti í skák sem haldið verður í Kópavogi í aprílbyrj- un en meðal þátttakenda á því móti, sem verður það sterkasta sem haldið hefur verið hér á landi til fjölda ára, verða meðal annarra tveir sterkustu skákmenn heims um þessar rnundir, þeir Garry Kasparov og Viswanathan Anand. 1 fyrstu umferð íslandsmótsins, sem er með útsláttarfyrirkomu- lagi mætast eftirtaldir: Hannes Hlífar Stefánsson - Sigurður Daníelsson Margeir Pétursson - Björn Þortinnsson Jóhann Hjartarson - Stefán Kristjánsson Helgi Ólafsson - Gylfi Þórhallsson Þröstur Þórhallsson - Hlíðar Þór Hreinsson Friðrik Ólafsson - Kristján Eðvarðsson . Jón L. Árnason - Sigurbjörn Björnsson Jón G. Viðarsson - Áskell Örn Kárason Svo er nú vert að minnast á Reykjavíkurskákmótið er haldið verður 5.-13. apríl en meðal þátttakenda þar verða margir heimsþekktir skák- menn og má þar riefna með- al annarra þá Nigel Short, Viktor Korchnoi, Jan Timm- an og Ivan Sokolov auk fjölda stórmeistara og al- þjóðlegra meistara, þeirra á meðal flesta þá íslensku. Skákdálkurinn hér f Degi mun að sjálfsögðu fylgjast vel með þessum heimsvið- burðurn. Rose og Sviss Leikkonan Rene Russo hafði lengi leit- að að hinu fullkomna gæludýri handa sex árá dóttur sinni Rose. En svo kom leikkonan fram í sjónvarpsþætti Jay Leno og sagði að Rose langaði afar mik- jð í hvolp. Hún sagði að þau hjónin leituðu nú að hvolpi af sér- stakri tegund sviss- neskra hunda en Ieitin hefði ekki enn borið árangur. Svissneskur ritstjóri sá þáttinn og átti einmitt hvolp af réttri tegund. Hann Sá um að hvolpurinn . fékk far á Saga Class frá Zurich til Los Ang- eles þar sem Rose litlá tók fagnandi á móti honum. Hvolpurinn sem hét Wita von der Schnerlen fékk nýtt nafn frá hinum sex ára gamla nýja eig- anda sínum og heitir nú vitanlega Sviss. Vel fór á með Rose og Sviss strax við fyrsta fund og ólíklegt er annað en að kærleikurinn mum vara. Fiskar Geturðu fundið út hvaða tveir fiskar eru eins? KRAKKAHQRNIÐ Brandarar „Eg hef ekki unnið eitt einasta dagsverk eftir að ég komst á þrítugsaldurinn." „Hvernig stendur á þvf? Ertu atvinnulaus?“ „Nei, alls ekki. Eg er næturvörður." „Þegar ég var lítill sagði amma, að ef ég hætti ekki að naga neglurnar yrði ég algjör auli með tímanum." „En samt gastu ekki stillt þig.“ Addi: „Ég frétti að tengdamóðir þín hefði ver- ið hættulega veik um daginn." Keli: „Já, en nú er hún orðin hættulega heil- brigð aftur.“ Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupósturr pjetur@dagur.is ORNUSPA Vatnsberinn Ekki misskilja (sak Newton. Það er alls ekki náttúru- lögmál að falla á prófum. .. . . Fiskarnir Loðnan ríður ekki við einteyming þegar síldin er á næstu grösum. Hrúturinn Farðu í HÍ eða flyttu til USA. Þar er kosningaþátt- taka hin sama og demókratar við völd. cem i Nautið Jörðin snýst ekki í kringum þig. En að sjálfsögðu ætti hún að gera það. Tvíburarnir íþróttir efla alla dáð. Þú verður aldrei heims- stjarna en hér- aðsmótin bíða þín. Krabbinn Fyrr en varir mætast er koss inn úti. Ástin kemst sjaldan á upphafsreit. Ljónið Enginn er svara- maður í eigin brúðkaupi en traustur vinur getur gert krafta- verk. Meyjan Blómálfarnir borga ekki skatta. Láttu þá telja fram fyrir Þig- Vogin Þú hittir mannætu á ball inu í kvöld. Gættu þín glókollur minn. Sporðdrekinn Það er skamm- góður vermir að fela hjartað í rassvasanum þegar til setunnar er boðið. Bogamaðurinn Lambakjötið verður á uppboði í kvöld. Hafðu með þér hluta- bréfin og vatns- greiðuna. Steingeitin Sjaldan dvelur geit í gollurshúsi. Ertu viss um að þú sért á réttri hillu í lífinu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.