Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 10
^LÍPJÐ JlAj'JÐJMU /
26
LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 2000
Haldið upp á sjö-
tugsafmæli föður-
ins, Jóhanns Gísla-
sonar á Örkinni.
Hálfbróðirinn Krist-
ján G. Þorvaldz,
Sigríður, Jóhann
eldri, Jóhann yngri
og Þuriður
í Bólstaðarhlíðinni við
„bjölluna“ hans pabba
Engin minnimáttar-
kennd í nafninu
Bróðirinn er eldhugi en systirin
jarðbundnari. Saman reka þau
fýrirtæki og gengur vel. Jóhann
og Sigríður Jóhannsbörn segj-
ast alltaf hafa getað leitað
hvort til annars og síðan þau
stofnuðu Evrópu bílasölu fyrir
tveimur árum hefur vinskapur-
inn vaxið.
- Áður en við byrjum ctð grúska í upp-
runanum. Af hverju heitir btlasalan ykkar
Evrópa, er einhver sérstök saga bak við
það?
Jóhann: „Nei, þetta nafn kom bara upp
í hugann eitt kvöldið. Evrópa var mikið í
umræðunni þá. Þegar við vorum að opna
hana eftir að hafa pískað alla okkar vini
og vandamenn út í ólaunaðri vinnu og
bytjuðum með tölvur sem við höfðum
fengið að gjöf og láni hraut einum vini
mínum af vörum: „Það er engin minni-
máttarkennd í nafninu."
Bæði Blikar
Systkinin eru bæði fædd í Bólstaðarhlíð-
inni en fluttu ung í Kópavoginn ‘71 og
segjast bæði hafa tengst mikið íþróttalíf-
inu þar.
Jóhann: „Við erum Breiðabliksfólk.
Sigga er margfaldur Islandsmeistari og
landsliðskona í fótbolta, þannig að
keppnisskapið er til staðar. Eg var for-
maður handknattlciksdeildar Breiðabliks
um tíma og við höldum ákveðnum tengsl-
um við félagið enn og förum á völlinn
þótt við séum bæði flutt inn í Reykjavík
aftur.“
Sigrfður: „Við bjuggum í Vallargerðinu,
við eina völlinn sem var í Kópavogi þá.
Þegar við fluttum suður eftir var þetta
hálfgerð sveit. Moldargötur um allt. Hús-
in voru olíukynt og olíubílarnir komu
vikulega að fylla á tankana. Við fluttum
úr Bólstaðarhlíðinni í Reykajvík og þar
hefur umhverfið nú líka breyst. Þá var
Kringlumýrin autt svæði, þar sem Kringl-
an og Borgarleikhúsið er nú.“
Jóhann: „Við náðum við í rassinn á því
frjálsræði sem þá var ríkjandi hjá krökk-
um. Maður fór út á morgnana og kom
inn þegar maður var orðinn svangur. Við
áttum mömmu sem var heima þegar við
vorum lítil og eigum alveg ofsalega góðar
minningar úr Kópavoginum."
Sigríður: „Við vorum alltaf í íþróttun-
um á sumrin þannig að þær héldu okkur
föngnum og áttum hvort sinn vinahóp-
inn. Það voru stelpur sér og strákar sér.“
Krafturinn og skynsemin
Það eru tvö ár á milli þeirra Jóhanns og
Sigríðar. Þau eiga eldri hálfbróður og
yngri systur.
Sigriður: „Við erum miðjubörn og í
raun hefur alltaf verið eitthvað sérstakt á
milli okkar. Þótt komið hafi tímabil sem
við höfum verið aðeins fjær hvort öðru
höfum við samt alltaf verið miklir vinir.“
Jóhann: „Eg hef átt hauk í horni þar
sem Sigga hefur verið. Þótt margt tengi
okkur þá erum við líka mjög ólík. Ef við
tökum sem dæmi reksturinn á fyrirtæk-
inu þá er hún akkerið. Hún heldur utan
um öll fjármál. Eg er oft meira fyrir að
framkvæma fyrst og hugsa svo en hún
þveröfugt. Þetta kemur ágætlega út. Mig
vantar ekki kraftinn en hún tekur meira
skynsemina inn í dæmið.“
Fimm ára við stýrið
Þau segja stofnun fyrirtækisins hafa átt
sér skamman aðdraganda þótt sjálfstæð
bílasala sé búinn að vera draumur Jó-
hanns alla tíð. Þau séu af „bílaætt" því
föðurbróðir þeirra og fjölskylda hans eigi
Bifreiðar og landbúnaðarvélar og þar hafi
Jóhann byrjað að vinna 16 ára gamall.
„Eg var byrjaður að fara í reynsluakstur
með fólki og aðstoða í söludeild áður en
ég fékk bílpróf. Pabbi segir reyndar að ég
hafi verið alveg til vandræða þegar ég var
lítill, vildi fara inn í alla bíla og toga í
alla takka svo ég læsti mig gjarnan inni.
Ég var fimm ára þegar ég fór í mfna
fyrstu ökuferð einn sem endaði á brú
uppi í Hvalfirði. Við vorum stödd þar
uppfrá og ég fór inn í bíl, reif hann úr
handbremsu og hann rann af stað.“
Sigrfður segist ekki vera með bíladellu
en þó hafi hún alltaf haft gaman af bíl-
um. „Þetta er í blóðinu. Afi okkar var
mikill bílakarl og bauð okkur oft í bíltúr.
Hann fór helst eldsnemma á morgnana
en þegar umferðin byrjaði var hann kom-
inn heim, búinn að dusta af bílnum og
setja hann inn í skúr. Hann var skipstjóri
og tók ekki bílpróf fyrr en hann varð 64
ára.“
Fyrsta konan í bflasölurekstri
Upphaflega ætlaði Sigríður bara að aðstoða
Jóhann með bókhald bílasölunnar á kvöld-
in. „Ég var í góðri vinnu og þegar ég sagði
vinnuveitanda mínum hvað til stæði tók ég
það skýrt fram að ég væri ekkert að hætta
hjá honum. Svo liðu ekki nema sex mán-
uðir þar til ég var komin til Jóhanns. Þá var
mynstrið búið að vera þannig að ég mætti
hjá honum kl. 8 á morgnana, fór til hans í
hádeginu og klukkan 5 síðdegis. Þetta er
búin að vera botnlaus vinna."
Jóhann: „Þróunin er sú að fólk vill al-
mennilega þjónustu. Fólk á að geta treyst
bílasölunum en sú stétt er ekki sú best
þokkaða á landinu. Þar er oí mikið af sól-
strandargæjum með farsíma upp úr vösun-
um og lappirnar uppi á borðum sem eru
svo uppteknir af sjálfum sér að þeir hafa
varla tíma til að sinna kúnnanum."
Sigríður: „Við erum komin með þvotta-
og bónþjónustu þannig að fólk getur komið
með bílinn eins og hann er, við þrífum
hann og fylgjum honum eftir þar til hann
selst.“
Þau segja Sigrfði vera íyrstu konu á ís-
landi til að reka bílasölu en hún kveðst oft
hafa rekið sig á veggi þegar hún hafi verið
að biðja um íyrirgreiðslu vegna rekstursins.
„Ég hafði sterklega á tilfinningunni að
hefði ég verið að stofna hárgreiðslustofu
eða saumastofu hefði verið litið öðru vísi á
það. Bílasala hefur haft slæmt orð á sér.
Okkar verkefni er enn meira ögrandi og
spennandi fyrir vikið, það er að koma sölu
notaðra bíla á hærra plan en hefur verið.“
GUN