Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 11
t^MT' LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 27 MATARGATIÐ Garðar Gíslason menntaskólakennari er mikill áhugamaður um Indland. Hann segist stundum elda indverskan mat heima hjá sér en verði matur- inn ofsterkturþá sé höfð súrmjólk með honum. Súrmjólkin slekkur brunann Forseti íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson er á leiðinni til Indlands á þessu ári, en þeir sem ekki komast með geta bara dregið fýrir glugg- ann, kveikt á reykelsi og eld- að indverskan mat. „Mér finnst Indland ákaflega spenn- andi, þetta er svo viðfemt. Um Ieið og maður kemst í kynni við fólk frá þessum menningar- heimi þá vekur það áhuga á þeirra menningu, ekki bara mat, heldur li'ka tónlist og öðru slíku,“ segir Garðar Gíslason, mennta- skólakennari en hann er áhugamað- ur um indverska matargerð. Hann segist gjarnan fara á indverska veitinga- staði og þegar hann bjó í Osló í fyrravet- ur stundaði hann þá grimmt. Brauð með súrmjólk Garðar hefur aldrei komið til Indlands nema bara í huganum. „Eg hef kynnst Indverjum í gegnum búsetu erlendis. Það er viðfeldið og gott fólk, reyndar þekki ég nokkra Pakistana líka. Eg hef lesið mér töluvert til um Indland og það hefur verið á dagskrá um þó nokkurn tfma að fara þangað. Eg hefði farið með forsetanum okkar þangað ef ég væri ekki bundinn hérna yfir kennslu. Ind- land er land andstæðanna. Þarna er fólk á steinaldarstigi og svo eru Indverjar frægir fyrir að smíða gervihnetti og eld- flaugar og tækniháskólinn þeirra fram- leiðir bestu tölvufræðinga í heimi. Reyndar er lítið um tölvur í Delí vegna þess að rafmagnið þar er svo óstöðugt. Indverjar eru mestu ritvélaframleiðend- ur í heimi.“ Indverskur matur er stundum talinn svolítið heitur en Garðar segist ekki vera mikið fyrir mjög kryddaðan mat, það sé hægt að fá margar útgáfur af honum. „Eg lærði það í fyrravetur að ef að þetta er mjög sterkt þá bera þeir gjarnan súr- mjólk fram með matnum og hún er miklu betri en vatn til þess að slökkva brunann. Það er yf- irleitt borðað nan- brauð með ind- verskum mat og því er dýft ofan í súr- mjólkina. Súrmjólk er gulls í gildi. Eg átti einu sinni pakistanskan vin sem bauð mér í mat. Ég báð hann að krydda matinn Iftið. Þarna var Al- sírbúi líka og þessi reynsla var eins og að verða fyrir járn- brautalest. Það spratt allt fram af vökva sem gat sprottið fram,“ segir Garðar. Veitingahús í skólanum Garðar segist alltaf hafa haft gaman að því elda og gert mikið af því gegnum æv- ina. „Eg hef prófað þessar indverku uppskiftir. Annars er þetta voðalega lítið mál þú getur steikt þér hakk og farið út í búð og kevpt þér krukku af einhverju góðu og þar með ertu kornin með fínan Ijúffengan indverskan rétt. Hér á síðunni birtast nokkrar upp- skriftir og segist Garðar hafa prófað hluta af þeim. Það var í tengslum við svokallað „íslenskt dagsverk „að ég tók saman efni um Indland árið 1997. Þar var fjallað um tvö syðstu fylki Indlands, Tamil Nardu og Andre Prades. Matar- gerð er svo ólík eftir því hvar þú ert, hún fer Iíka eftir trúarbrögðum. lndland er svo víðfemt og fjölbreytt. Þar má jafn- vel finna borgir sem eru franskari en París. Stéttleysingjararnir mega borða kýr en aðrir Indverjar borða ekki nauta- kjöt. I tengslum við tyllidaga settu nem- endur upp eldhús eða Iitinn veitingastað þar sem boðið var uppá indverskan mat. Það mæltist mjög vel fyrir. Eg held að fólk sé almennt áhugasamt um þetta og heimurinn er kominn svo nálægt okkar." -PJESTA Gobi ki Foogath Fyrir 4 3 msk olía 1 laukur, fínsneiddur 2 hvítlauksgeirar, marðir 3 græn chílipiparaldin, kjörnuð og fínsöxuð 2.5 sm engiferbiti, fínsaxaður 500 g hvítkál, fínsneitt salt * Hitið olfuna í stórum potti, bæt- ið við lauk og kraumið. Bætið við hvítlauk, chílipipar og engifer og matreiðið í 1 mín. * Bætið við kálinu, þerrið ekki, saltið. Hrærið vel í, lokið og mat- reiðið í 1 5 mín. * Kálið á að vera örlítið stökkt. Ef vökvi safnast fyrir er matreitt síðustu 5 mín. loklaust svo vökvinn geti gufað upp. Shisj Kebab Fyrir4 500 g lambahakk 2 msk fínsöxuð blaðseljublöð 2 msk söxuð steinselja 2 laukar, fínsaxaðir 1 tsk turmerik salt og pipar TIL SKRAUTS: söxuð steinselja fínsaxaður laukur * Blandið öllu hráefninu saman og krjddið vel með salti og pipar eftir smekk. * Mótið úr blöndunni pylsur og glóðarsteik- ið undir heitu grilli í um 10 mínútur. * Snúið við nokkrum sinnum. * Skreytið með steinselju og söxuðum lauk. KjúMingatikka Fyrir 4 150 g hrein jógúrt 1 msk rifínn engifer 2 hvítlauksgeirar, marðir I tsk chíliduft 1 msk mulin kóríanderfræ 1/2 tsk salt safi úr 1 sítrónu 2 msk olía 750 g kjúklingabringur, TIL SKRAUTS 1 laukur, sneiddur 2 tómatar, skornir í fernt 4 sítrónubátar * Blandið öllu hráefninu í skál, nema kjúklingakjötinu. * Skerið kjötið í bíta og leggið í kryddlöginn. * Breiðið yfir og geymið í kæliskáp yfír nótt. * Þræðið kjúklingabitana upp á Ijóra teina og glóðarsteikið undir vel heitu grilli í 4-6 mínútur. Snúið teininum oft. * Fjarlægið bitana af teininum og raðið á diska. Skreytið með lauk, tómötum og sítrónubátum og bcrið fram. Kheema Do Pyaza Fyrir4 500 g laukur 4 msk olía 2.5 sm engiferbiti, fínsaxaður 1 hvítlauksgeiri, fi'nsaxaður 2 græn chílipiparaldin, fínsöxuð I tsk turmerik I tsk möluð kóríanderfræ 1 tsk möluð ostakúmenfræ 750 g lambahakk 150 g hrein jógúrt 1 dós (227g) tómatar salt * Fínsaxið 350 g af lauknum og sneiðið fínt afganginn. * Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið saxaða laukinn þar til gylltur. Bætið engifer, hvítlauk, chílialdinum og ktyddi útí og steikið í 2 mín. Bætið hakkinu saman við, hrærið vel og brúnið. * Hrærið jógúrtina saman við, einni skeið í einu, látið blandast vel og bætið þá tómöt- um og safa útí og saltið. Látið suðuna koma upp, látið lok á og mallið í 20 mín. * Steikið afganginn af lauknum stökkan og brúnan. * Flytjið kjötblönduna yfír á heitt fat og stráið steikta lauknum yfír. Kartöflur meö sinnepsfræjum Fyrtr4 4 msk olía 1 tsk sinnepsfræ 1 tsk turmerik 1-2 græn chílipiparaldin, söxuð 500 g kartöflur, soðnar safi úr 1 sítrónu salt * Hitið olíuna á steikarpönnu og bætið við sinnepsfræjum. * Þegar þau byija að springa er turmeriki og chílipipar hrært saman við og soðið í nokkr- ar sekúndur. * Skerið kartöflurnar í teninga, blandið þeim gætilega útí. * Hellið yfir sítrónusafa og saltið eftir smckk. * Hrærið í pönnunni og hitið í gegn. Garðar er ekki mikið fyrir kryddaðan mat og telur að indverskur matur þurfi ekki að vera svo „heitur“. Hann mælir með því að bera fram súr- mjóik með matnum og dýfa nan-brauði í hana. Þannig er gott að slökkva brunann ef maturinn er sterkur. £ iMtt k *.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.