Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 21
„Nú er það alkunna að vel samin og hugs-
uð leikritþurfa ekki að verða áhrifarík á
sviðinu. En hér hefur sro vel tekist til að
leikstjóri og leikendur hafa náð, með fullri
trúmennsku við verkið, að búa til einkar
fallega og heilsteypta sýningu, “ segir
Gunnar Stefánsson um Hægan Elektra eftir
Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur.
Leiklistin í lífinu
HÆGAN, EL-
EKTRA eftir
Hrafnhildi
Hagalín Guð-
mundsdóttur.
Leikstjóri: Við-
ar Eggertsson.
Leikmynd og
búningar:
Snorri Freyr
Hilmarsson.
Tónlist: Valgeir
Sigurðsson.
Lýsing: Björn B. Guðmunds-
son.
Frumsýnt á Litla sviðinu 24.
febrúar.
Þetta nýja verk Hrafnhildar
Hagalín sætir verulegum tíðind-
um. Um langt skeið hefur ís-
lenskur höfundur ekki sent frá
sér leikrit sem jafnast á við
þetta. Og það er vissulega sér-
stætt meðal Ieikverka okkar í
seinni tíð. Fyrsta leikrit Hrafn-
hildar, Eg er meistarinn, þótti
glæsileg byrjun höfundarferils,
sjálfur sá ég ekki þá sýningu, en
augljóst virðist að hér hefur
höfundur tekið nýja stefnu.
Enda mörg ár liðin og nýja leik-
ritið ávöxtur langrar umhugs-
unar, menntunar og vinnu.
Sjaldgæft er að ungur höfundur
leggi á sig sh'kan aga, en hér
hefur það borið góðan ávöxt.
Leikurinn fjallar um mæðgur,
spunaleikkonur, og samspil
þeirra, í ýmsum skilningi. Leik-
ritið fer fram á nokkrum plön-
um og það veitir því dýpt. A ysta
borði er þetta mynd leikhúss,
þar sem brugðið er ljósi á leik-
listina sjálfa. Það er gert annars
vegar með sýningu á sviði, hins
vegar með leikatriði á tjaldinu
sem í senn er kvikmynd og
sviðsleikur, - raunar skýrist það
ekki fyrr en f lokin. En þetta at-
riði á tjaldinu kallast á við leik-
inn á sviðinu, samspil mæðgn-
anna og hin sálrænu átök
þeirra. Að lokum stöndum við
frammi fyrir hinni eilífu spurn-
ingu: Hvað er leikur og hvað líf,
veruleiki? Atti það sem við sáum
sér stað annars staðar en í
„þykjustunni" eins og börnin
segja? Hvar eru mörk lífs og list-
ar? Við þvf er ekkert svar, það er
hinn innri veruleiki sem öllu
skiptir. Um verkið má segja að
þar er ekki allt sem sýnist, - og
það er einmitt sú tilfinning
sem leikhúsið á að vekja. Hrafn-
hildur Hagalín hefur sem höf-
undur vald og kunnáttu til þess
í senn að leika við áhorfandann
og leika á hann.
Nafnið vísar á goðsögnina um
Elektru, Orestes og móðurmorð-
ið sem grísku harmleikjaskáldin
ortu um . Ekki þannig að áhorf-
andinn þurfi stöðugt að hafa þá
sögn í huga, en úr henni er unn-
ið á sjálfstæðan hátt, hún gefur
leiknum dýpt án þess að þrúga
hann á nokkurn hátt. En hér er
fólginn leyndardómur kynferðis-
ins sem spilað er á í verkinu.
Hver er Orestes, og hvers vegna
leikur dóttirin karlmann í sýn-
ingunni á tjaldinu? Þessi og aðr-
ar skírskotanir Ieiksins þjóna
heildarmyndinni sem smám
saman raðast upp fyrir sjónum
áhorfandans. Nú er það al-
kunna að vel samin og hugsuð
leikrit þurfa ekki að verða
áhrifarík á sviðinu. En hér hefur
svo vel tekist til að leikstjóri og
Ieikendur hafa náð, með fullri
trúmennsku við verkið, að búa
til einkar fallega og heilsteypta
sýningu. Viðar Eggertsson hefur
valið einfaldan, nokkuð hæg-
gengan stíl sem á stundum reyn-
ir nokkuð á þol áhorfanda sem
vanist hefur hröðum gangi
myndmiðlanna. Þegar upp er
staðið sést þó að einmitt þessi
stíll hæfir verkinu best. Leikur-
inn er stað- og tímalaus og í
samræmi við það er leikmyndin
alveg nakin, flekar á veggjum,
aðeins tveir stólar á sviðinu, hóf-
samleg og dul tónlist og mark-
viss lýsing sjá um að skapa þá
stemningu sem leikurinn fer
fram í. Öllu skiptir að leikkon-
urnar tvær séu samvaldar í hlut-
verk sín. Fyrirfram mætti ætla
að aldursmunur þeirra Eddu
Heiðrúnar Backman og Stein-
unnar Olínu Þorsteinsdóttur sé
minni en svo að þær reynist
heppilegar í hlutverkum
mæðgna. En það kemur ekki að
sök. Enda leggur móðirin allt
kapp á unglegt útlit, en dóttirin
hugsar um annað, eins og hún
segir. Meginatriðið er að þeim
tekst í sameiningu að bregða
upp blæbrigða- og andstæðuríkri
mynd mæðgnanna sem í sífellu
Iaðast hvor að annarri og hrinda
hvor annarri frá sér.
Móðirin, eldri leikkonan, er
úthverf persóna, eins og stereó-
mynd sjálfselskrar konu sem lifir
í draumaheimi og vísar frá sér
byrðum Iífsins. Raddbeiting, lík-
amstjáning og öll túlkun Eddu
Heiðrúnar á þessari konu var af-
bragðsgóð. Hún hefur kúgað
dótturina, ekki síst með því að
höfða til meðaumkunar hennar.
Dóttirin, unga leikkonan, í senn
hinn sterki og kúgaði aðili í
sambandinu, er allt annars kon-
ar. Hún birtist í dökkum lit og
tónum sem Steinunn Olína skil-
aði með einkar sannfærandi
hætti, ekki síður í þögulum Ieik.
Hún málaði þessa konu upp fyr-
ir augum okkar svo vel að hún
hefur tæpast áður betur gert.
Hér verður líka að hafa í huga
leikatriðið á tjaldinu, eins og
tekið út úr gamalli amerískri
bíómynd. Þar leikur móðirin
unga stúlku, sem kallast á við
æskuþrá hennar, og dóttirin
hinn dularfulla karlmann sem
einnig skiptir miklu í sviðsleikn-
um. - Atli Rafn Sigurðarson er
öruggur í þögulu hlutverki sviðs-
stjórans sem ætíð er nálægur,
minnir stöðugt á návist leiksins
í leiknum - og návist karlmanns-
ins í lífi kvennanna. Sýningin er
án hlés og á það út af fyrir sig
mikinn þátt í áhrifum hennar,
þess samfellda spuna sem hún
er. I Hægan, Elektra er farið
inn á nýjar brautir í íslenskri
leikritun. Þegar af þeirri ástæðu
er verk Hrafnhildar Hagalín
Guðmundsdóttur fagnaðarefni.
Meiru skiptir að sýningin ber
vott um vönduð vinnubrögð
allra sem að henni standa.
Metnaður sá, áræðni og alúð
sem felst í þessu verki hrósar
sigri. Þeir sem í alvöru vilja
fylgjast með Ieikrænu sköpunar-
starfi láta þessa sýningu ekki
fara fram hjá sér.
LEIKLIST
áB^LEIKFÉLAG fcsiÉL
©^reykjavíkurj©
BORGARLEIKHÚSiÐ
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Kysstu mig Kata
Söngleikur eftir Cole Porter
Frumsýndur í mars
Djöflarnir
-eftir Fjodor Dostojevskí,
leikgerð í 2 þáttum.
lau 26/02 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
lau 26/02 formáli að
leiksýningu kl. 18:00,
sun 05/03 kl. 19:00
Litla hryllingsbúðin
-eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
Fös 03/03 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
Fös 10/03 kl. 19:00,
Lau 18/03 kl. 14:00,
Lau 18/03 kl. 14:00.
Allra síðustu sýningar.
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Aukasýning vegna
mikillar aðsóknar
Lau 04/03 kl. 19:00
nokkur sæti laus,
Sun 12/3 kl. 19:00
Ath! Síðustu sýningar.
Afi flytur sig á stóra sviðið
Afaspil
-Höf. og leikstj.: Örn Árnason
Sun 27/02 kl. 14:00, uppselt,
Sun 27/02 kl. 17:00, uppselt,
Lau 04/03 kl. 14:00,
nokkur sæti laus,
Sun 05/03 kl. 14:00,
örfá sæti laus,
Sun 12/03 kl. 14:00, uppselt,
Fegurðadrottningin
frá Línakri
-eftir Martin McDonagh
Fim 02/03 kl. 20:00,
Fös 10/03 kl. 19:00
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf í
alheiminum
-eftir Jane Wagner
Lau 26/02 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
Fös 03/03 kl. 19:00,
nokkur sæti laus.
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
Diaghiev: Goðsagnirnar
eftir Jochen Ulrich
Tónlist eftir Bryars,
Górecki, Vine, Kancheli.
Lifandi tónlist: Gusgus.
Sun. 27/2 kl. 19.00 rauð kort,
fim 02/03 kl. 20:00 blá kort,
fim 09/03 kl. 20:00 gul kort.
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Leikhúsið 10 fingur og
Leikfélag Akureyrar frumsýna
leikbrúðusýninguna
„Gosi“
eftir Helgu Arnalds
laugard. 4. mars kl. 14.00
Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
Ljósahönnun Ingvar Björnsson
Hljóðmynd: Kristján Edelstein.
Leikendur: Helga Arnalds, Herdís
Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal
Jólakorta-
samkeppnin!
Þeir sem voru svo
vinsamlegir að senda inn
kort í samkeppnina geta
nálgast þau í leikhúsinu á
miðasölutíma.
GJAFAKORT -
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Munið gjafakortin
okkar
- frábær tækifærisgjöf!
Hul.ili jui«nllvln,*.:iiiÍÍTn il
lEdúEnrirof__________
ILE1KFELA6 AKUREYRARl
Sa msta rf sver kef n i
Leikfélags
Akureyrar og
leikhópsins
Norðanljós
Skækjan Rósa
-eftir José Luis Martín Descalzo
Þýðandi Örnólfur Árnason
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðmynd: Kristján Edelstein
Leikmynd og búningar:
Edward Fuglo
Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir
Leikari: Saga Jónsdóttir
(...Skækjur verða á undan yður
inni guðsríki. Matt. 21 - 31)
Sýningar
laugardagur 26. febrúar
kl. 20:00
laugardagur 4. mars.
AÐEINS 10 SÝNINGAR
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is