Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 HELGARPOTTURINN Galdrafár og gjörningar verða meðal viðburóa hér á sögueyjunni í sumar. Munu Stranda- menn viðhalda sínum menningararfi með því að rifja upp galdarbrennur og ofsóknir og í Lónkoti í Skagafirði verða gjörningar af ýmsu tagi í allt sumar og fara þeir fram í tjaldi galdramannsins. í Lónkoti verður líka reistur minnisvarði um landám Höfða-Þórðar og verður það sjáifur allsherjargoðinn Jör- mundur Ingi Hansen sem helgar þann minnisvarða um hvítasunnuhelgina. Töluverð leynd ríkir um viðburði bókavikunn- ar sem er að ganga í garð. Kannski vegna þess að heyrst hefur að leynilögreglu- og glæpasögur verði í öndvegi þessa viku og meðal annars verði gefin út glæpasaga sem margir höfundar eru að. Fleiri uppátæki munu vera á döfinni hjá bókafólkinu, til dæmis gefst almenningi kostur á að fara inn á Netið og botna sögu sem Steinunn Sig- urðardóttir er byrjuð á. Annars er það að frétta af Steinunni að hún mun á næstunni fara með sitt hafurtask út til Frakklands þar sem hún ætlar að dveljast næsta árið við ritstörf, einsog hún hefur raunar gert á Selfossi þar sem hún hefur verið búsett síðustu árin. Önnur Steinunn Sigurðardóttir er búsett á Akureyri og hefur gjarnan verið fengin sem upplesari á samkomum og í útvarpið, enda skýrmælt vel. Var hún síðast í þessu hlutverki í þættinum Sagnaslóð, sem var á dagskrá Rásar 1 í gærmorgun og sagði þulur í kynningu að Steinunn væri lesari í þættinum. Stundum hefur það gerst að Stein- unni er ruglað saman við nöfnu sína, rithöfundinn, sem er reyndar mjög eðlilegt. Því hefur stundum verið gripið til þeirrar sundurgreining- ar að nefna Steinunni Sigurðardóttur rithöfund og Steinunni Sigurð- ardóttur les - og þá vita allir hvora er um að ræða. Enda þótt viðkvæmar sálir séu varaðar við leikýningu Þjóðleikhússins, Komdu nær þar sem Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Brynhildur Guðjónsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir leika línudans á gráum svæðum, eru alltaf einhverjir siðprúð- ir borgarar sem ganga út af hverri sýningu. Kannski það sé rétt sem Sigtryggur Magnason heldur fram í Stúdentablaðinu að „biðukollar“ ættu ekki að hætta sér á sýn- inguna því hún höfði einkum til yngra fólks. Arvid Kro eiginmaður Valgerðar Sverr- isdóttur ráðherra, sem til fjölda ára hefur verið loðdýraræktarráðunautur Bændasam- taka íslands, skipti á dögunum um starfs- vettvang og hefur nú ekki lengur að aðal- starfi að tala um læður og högna. Arvid star- far nú sem smiður hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars og er að vinna við nýbyggingar í Síðumúla í Reykjavík, sem þjóta upp eins og gorkúlur á haug. Arvid Kro. Ingvar £ Sigurðsson. Steinunn Sigurðar- dóttir, rithöfundur. Mikið verður umleikis á Brodway á fimmtu- dagskvöldið í næstu viku þegar Fegurðar- drottning Reykjavíkur verður valin. Mikið er lagt uppúr sviðsetningu og umgjörð - og dansarar munu líða engilblítt um sviðið. Úrslit í keppninni verða kveðin upp um miðnætti, en þann stóra dóm um hver sé fegurst reyk- vískra kvenna kveður dómnefnd sem skipa þau Þórunn Lárusdóttir leikari, Hákon Hákonarson kaupmaður, Elva Björk Barkardóttir Miss Teen Tourism World 1999, Þórarinn Jón Magnússon útgef- andi og Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands. Þórarinn Jón Magnússon. Hermt er að glímuskjálfti fari nú um Jóhann Pál Valdimarsson og félaga hans í hinu nýja forlagi Gen.is, eftir að kunngert var um væntanlegan samruna Vöku-Helgafells og Máls og menningar. Menn velta fyrir sér hver staða hins nýja forlags sem Jóhann veitir forstöðu verði þegar út í glímuna sjálfa kemur, en Ijóst er að hið nýja sameinaða for- lag mun mikinn styrk hafa. Og þó helstu fyr- irtæki Kolkrabbans hafi lagt í púkkió í Gen.is segja menn að það þurfi ekki að ráða úrslit- um, minnugir sögu Almenna bókafélagsins. Blaðamönnum hefur öllum verið stefnt í Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg á mánudaginn. Flestir munu þó skunda þangað af fúsum og frjálsum vilja enda er kvaðningin komin frá bókaútgefendum og þeir þykja ekki hafa á sér sérlega hrellandi yfirbragð. Liklegast þykir að þeir séu að kynna nýja og spennandi glæpasöguútgáfu og finnist hegningarhúsið tilhlýðilegur staður til slíkrar athafnar. Trúlegt er því að blaðamenn sleppi við að verða hlekkjaðir að þessu sinni, nema þá hlekkjum hugarfarsins. „Námsframboðið er svo gífurlega mikið að það er nauðsynlegt að gefa þeim sem hafa hug á að hefja háskólanám tækifæri til að kynna sér almennilega inntak námsins, “ segir Valdís Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Háskóla íslands. mynd: hilmar Þór Sameinuð há- skólakynning Þeir sem eru að útskrifast úr framhaldsskólum eru margir hverjir að velta því fýrir sér hvað þá tekur við. Á sunnudaginn verður kynning á því námi á háskólastigi sem boðið er upp á hérlendis. „Það hefur verið gríðarlegur áhugi á þessum kynningum undanfarin ár og í íyrra mættu um 5.000 manns á námkynninguna. Við þurfum ekki að vera með neinar gulrætur til þess að draga fólk að, þannig að þúsundasti gesturinn fái bíl eða niðurfelld skrán- ingargjöld," segir Valdís Gunnars- dóttir, kynningarfulltrúi Háskóla Is- lands. Yfirskrift námskynningarinnar er Hvað ætlar þú að verða? og er hún hugsuð fyrir alla þá sem hafa hug á að hefja háskólanám. Valdís segir að kynningin sé þó aðallega miðuð við þá sem eru að útskrifast úr fram- haldsskólum; nýstúdentana. „Mark- miðið er fyrst og fremst að kynna væntanlegum nemendum þá mögu- leika sem í boði eru. Námsffamboð- ið er svo gífurlega mikið að það er nauðsynlegt að gefa þeim sem hafa hug á að hefja háskólanám tækifæri til að kynna sér almennilega inntak námsins annarsvegar og hinsvegar hvað tekur við að loknu námi. Hér í Háskólanum skiptir ótrúlega hátt hlutfall nemenda um námsbraut, sem bendir til þess að þeir hafi ekki gert sér nægilega grein íyrir því íyrir- fram í hverju námið felst. Það verður að leggja áherslu á vandaða kynn- ingu á nárninu." Níu háskólar Kynningin fer fram í tveimur húsum á Háskólasvæðinu. I aðalbyggingu Háskólans kynnir Háskóli Islands sitt námsframboð. Hinsvegar verður kynningin í Odda og þar verða Há- skólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Tækniskóli Islands, Lista- háskólinn, Samvinnuháskólinn á Bifföst og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Tónlistarskólinn í Reykjavík verður svo með kynningu í eigin húsakynnum að Skipholti 33. Þetta er annað árið sem skólar há- skólastigsins taka sig saman og efna til sameiginlegrar námskynningar. Aður hafði kynningin verið haldin annað hvert ár og allir sérskólar kom- ið að henni að auki. Að sögn Valdísar þóttu þær kynn- ingar orðnar of umfangsmiklar og ákveðið að miða námskynninguna einungis við nám á háskólastigi en það eru níu skólar á landinu sem bjóða upp á slíkt nám. Valdís segir að mikill fjöldi kennara og nemenda komi að undirbúningi og fram- kvæmd kynningarinnar. „Það eru ör- ugglega nokkur hundruð manns allt í allt. A kynningunni sjálfri sitja bæði nemendur og kennarar úr öllum skorum, allra deilda fyrir svörum og er það náttúrulega einstakt að fá tækifæri til að nálgast þá alla á einu bretti." Aðspurð segist Valdís búast við því að einhver skemmtiaðriði verði. Það hafi verið rætt um að Há- skólakórinn mæti á svæðið og svo verði eitthvað til skemmtunar gest- um en hún eigi ekki von á að fólki leiðist á kynningunni. Kynningin hefst klukkan 13 á sunnudag og stendur til kl. 17. -PJESTA MENN VIKUNNAR ERU MARGIR EN KLOFNIR! Stærsti viðburður vikunnar var án efa dómur Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu þar sem fimm dómarar björguðu núverandi kvótakerfi með kostum sínum og göllum en tveir töldu núverandi fyrirkomulag brjóta gegn stjórnarskránni. Flestir geta þannig fundið eitthvað við sitt hæfi í þeim forsendum sem meirihluti eða minnihluti réttarins sendi frá sér, enda endurspegla þau saman þann mikla ágreining um málið sem er meðal þjóðarinnar. Allir teljast þeir því menn vikunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.