Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 17
 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 33 LÍFiÐ f LAND/NU Sameining á eignar- haldi fjögurra íslenskra upplýsingatæknifyrir- tækja og tveggja danskra nýlega hefur vakið athygli. Fyrirtækin munu áfram starfa í óbreyttri mynd en sam- vinna verður mikil. Sólcn á erlenda markaði er mark- miðið og samnefnari þessara stór- huga áforma er Ólafur Daðason sem hefur margt til málanna að leggja á þessu sviði. I þessum pakka eru íslensku fyrirtækin Hugvit, Þekking upplýsingatækni, Tristan og Þróun en þau dðnsku eru SCIO og F8-Data. Með þessu verður til eining með 280 starfsmenn og veltu upp á yfir 1,5 miljarða. Ólafur er einn af stofn- endum lslenska hugbúnaðar- sjóðsins og Hugvits hf., situr í stjórnum nokkurra af öflugustu hugbúnaðarfyrirtækja landsins og var nýlega valinn í hóp 500 mestu frumkvöðla Evrópu af GrowthPlus svo fátt eitt sé nefnt. Ólafur er í hópi þeirra manna sem lítið ber á opinberlega en vinna um þessar mundir að því að byggja upp upplýsingatæknifyrirtæki fram- tfðarinnar sem mörg hvcr eru þegar í hópi öflugustu fyrirtækja landsins. Lækir verða ár, ár verða fljót Sýn Ólafs á þessa sameiningu er skemmtilega skáldleg: „Ég hef kosið að líta á þessa sameiningu eins og læki og ár. Hver á og hver Iækur hefur sfn „karakterein- kenni“ og sína sérstöðu og getur boðið upp á eitthvað sérstakt sem höfðað getur til eins fremur en annars. En til þess að fleyta sldp- um þurfa menn fljót sem verður til í okkar tilviki þegar lækirnir og árnar koma saman, sameiginlega búa fyrirtækin til afl sem við get- um notað til að sækja fram er- lendis," segir Ólafur. Sókn inn á erlenda markaði, þar sem stóru tækifærin eru, krefst mikillar sér- hæfingar á hveiju sviði þannig að fyrirtæki með nokkra starfsmenn ráða einfaldlega ekki við slíkt að mati Ólafs. Ólafur er ekki í vafa um að við höfum fulla burði og hæfileika til þess að sækja fram. Hann rifjar upp líkingu sem Ólafur Ragnar Grímsson notaði um þennan iðn- að og að hann virtist henta ís- lendingum mjög vel sem skáld- skapur nútímans. „Þetta eru okk- ar ljóð, tækniljóðið," segir Ólafur Daðason. Hann segir stærðina nauðsynlega Ieið til að geta íjár- magnað þróunarstarfsemi og Ijyggt upp lausnir sem eru það sterkar að þær eiga alvöru útrás- artækifæri. „Ég hef aldrei skilið þá sem hafa talað um að nýsköpun á ís- landi fari fram í tveggja til þriggja manna fyrirtækjum," bætir hann við. Mikil verðmætaaukning Fram hefur komið að með sam- eiginlegri starfsmannastefnu verði starfsmönnum þessara fyrir- tækja sem þarna ganga til sam- starfs gert kleift að flytjast á milli eininga ef áhugi er fyrir hendi og að sameiginlegt kaupréttarkerfi tryggi skiptingu ábata af góðu gengi milli starfsmanna og hlut- hafa. Ólafur segir þetta nauðsyn- lcgt til þess að hægt sé til dæmis að gefa starfsmönnum tækifæri að flytjast milli eininganna til að takast á við verkefni. Samræmd launastefna muni þó frekar Ieiða til þess að launin í fyrirtækjunum ytra muni hækka, heldur en öf- ugt, enda virðist reynslan sú að Ólafur Daðason er i hápi þeirra manna sem lítið ber á opinberlega en vinna um þessar mundir að því að byggja upp upplýsingatæknifyrirtæki framtíðarinnar sem mörg hver eru þegar i hópi öflugustu fyrirtækja iandsins. laun í tæknigeiranum á íslandi í dag séu hærri en í nágrannalönd- unum. Hins vegar segir hann meira spennandi við upplýsinga- tæknigeirann að hann virðist vera að fara meira út á þá braut að gera kaupréttarsamninga við starfsmenn. „Það sem er spenn- andi við þá er að menn létta af áherslunní á launin og færa hana dálítið yfir á það að velta fyrir sér með hvaða hætti fyrirtækið skiptir arði af starfseminni milli (járfesta og starfsfólks.'1 Ólafur segist skynja markaðinn hér sem svo lítinn í hinu alþjóð- lega samhengi að hann eigi ekki von á mikilli samkeppni um út- rásina, heldur muni menn frekar eiga samleið í hcnni. En mögu- Icikarnir eru mildir. „Það sem er svo einstakt við þennan iðnað er, svo ég nefni dæmi, að við erum að klára að þróa verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og í það er búið að eyða um 350 millj- ónum. Síðan verður til út úr þessu einhver vara sem kemst fyr- ir á einum geisladisk. Það kostar okkur kannski 300-400 krónur að búa til eitt eintak af þessum geisladisk en hvert eintak af þess- ari vöru kostar kannski frá tíu upp í um 100 milljónir. Jaðar- framlegð á þessa vöru er svo gríð- arleg. Verkefnið er því að selja fleiri eintök, sækja fram á fleiri markaði." Ekki bara tölvufræðingar Sem dæmi um ágæti stærðarinn- ar á þessu sviði nefnir Ólafur mikilvægi sérhæfingar. „Ég held að almenningur telji upplýsinga- tæknifyrirtæki séu stútfull af for- riturum eingöngu. Hin litlu hug- búnaðarfyrirtæki gærdagins voru þannig en fyrirtæki morgundags- ins eru allt öðruvísi. Þau skipa fólk með víðtæka þekkingu," segir Ólafur. Þessu til stuðnings bend- ir hann á að nú starfa sex eða sjö kennarar hjá Hugviti vegna þess að þeir eru miklu betri í að kenna fólki á hugbúnaðinn heldur en tölvufræðingarnir. Þar starfa hönnuðir og teiknarar af því að þeir eru betri í að hanna og teikna en tölvufræðingar. Verk- fræðingar koma líka við sögu „...af því að þeir af einhverjum ástæðum eiga mjög auðvelt með að skipuleggja og verkstýra. Þegar þekkingarfyrirtæki ná stærðinni þá gefst okkur kostur á að ráða til okkar fólk á svo ótal öðrum svið- um. Við fáum miklu sterkari fyrir- tæki þar sem-er spilað á svo miklu fleiri strengi. Tæknin ein og sér virkar ekki lengur, hún er ekki nóg. Þessvegna stækkum við ein- ingarnar, og ég held að þetta módel sem við erum að gera núna sé líklegt til árangurs. Við sameinum eignarhaldið, höldum einingunum sjálfstæðum og vinn- um saman að ákveðnum þáttum. Tækifærið í þessum stærri eining- um er fyrst og fremst fyrir sér- fræðinga á víðari sviðum heldur en hefur verið áður. Þegar við vorum með þrjátíu manns í vinnu þá vorum við með tvo sem ekki voru tæknimenntaðir. Þegar komnir eru hundrað starfsmenn þá erum við kannski með ljórð- ung af starfsfólkinu sem ekki verður tæknimenntað. Þá er verkaskiptingin orðin skýrari og fagmennskan meiri." Af því að... Ólafur rifj ar í lokin upp samtal sitt við lslending, Jón Georg Aðal- steinsson, sem starfar hjá PriceWaterHouse Coopers í Sviss. Þá var Hugvit að stofna úti- bú á Akureyri, þar sem tveir menn starfa nú. „Þá segir Jón Ge- org við mig: Það er ekki upplýs- ingatækniiðnaður á Akureyri vegna þess að það er ékki upplýs- ingatækniiðnaður á Akureyri," segir Ólafur og útskýrir þessa kennningu nánar. Af því að það er ekki sterkur upplýsingatækniiðn- aður á Akureyri þá leggja fyrirtæki ekki leið sína til Akureyrar til að kynna nýjungar þar sem enginn er til að kynna þær fyrir. Og af því að engar kynningar eru þá byggja menn ekki upp fyrirtæki á þessu sviði á Akureyri. „Verkefnið að því að byggja upp stórt og öflugt samfélag upplýs- ingatæknifyrirtækja sem hvetja mun til enn frekari uppbyggingar og sóknarfæra. Við þurfum að trúa á að við getum leyst verkefni af allt annarri stærðargráðu en hingað til og þora að takast á við verkefnið," segir Ólafur. Rökin virðast við fyrstu sýn virka eins og hringrök, það er að upplýsingatækniiðnaður sé ekki á einhverjum stað af því að hann er það ekki. En samt hljómar þetta skynsamlega því uppbygging kall- ar á enn meiri upphyggingu, eða: Al' hverju varð Siíicon Valley til? Af því að í Silicon Valley voru komin öflug tölvufyrirtæki sem kölluðu á enn meiri uppbyggingu. Silicon Valley varð til af því að Silicon Valley varð til! - m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.