Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 14
LIF OG HEILSA Thypr 30 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Víða á veraldarvefn- um má finna upplýs- ingar um heilsumál- efni og heilbrigðis- mál. Ritstjóri Net- doktors varar við því að fólk sjúkdóms- greini sjálft sig á grundelli þeirra upp- lýsinga. „Netdoktorinn er alvöru læknavísindi en á aðgengi- legu máli. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er viðkvæmur mála- flokkur og það eru engir sénsar teknir," segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, rit- stjóri vefsetursins netdokt- or.is. Það er fyrirtækið Vef- „Það kemur fram á netdoktor.is og við tökum það fram vel skýrt víðsvegar á vefnum að við erum ekki að koma í stað iækna eða annarra fagaðiia. Markmiðið með Net- doktor.is er almenningsfræðsla," segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, ristjóri vefsetursins Netdoktor.is sjúkdómsgreina sig sjálft. „Það kemur fram á Net- Doktor.is og við tökum það fram vel skýrt víðs- vegar á vefnum að við erum ekki að koma í stað Iækna eða annars fag- fólks. Markmiðið með NetDoktor.is er almenn- ingsfræðsla. Eins svörum við fyrirspurnum og við fáum alveg ógrynni af þeim. Það eru læknar og aðrir fagaðilar og ráðgjaf- ar sem svara því sem kemur inn. Vefsetrið er í þróun og alltaf er eithvað að bæt- ast við. Fólk er f ríkari mæli farið að hugsa al- mennt um heilsuna og við viljum koma til móts við að auka aðgengi að upplýsingum um þennan málaflokk. Við erum að bæta við nýjum hnöppum í þessum mánuði, eins og miðlun ehf. sem stendur að baki vefset- ursins NetDoktor.is sem opnað var í nóv- ember á síðasta ári og segir Jóna Fanney að heimsóknir séu um 40 þúsund í hverj- um mánuði. Hentug vefútgáfa Á vefsetri NetDoktor.is má lesa Islensku lyfjabókina. Jóna Fanney segir það vera hentugt að vera með vefútgáfu af bók- inni þá sé hægt að uppfæra hana jafnóð- um og breytingar verði á upplýsingum um lyfin. Hún segir að auk upplýsinga um sjúkdóma og lyf sé heilmikið Iesefni á vefnum um heilsufarsleg málefni. „Við erum meðal annars með pistil vikunnar sem skipt er út á föstudögum. Þá rita læknar, aðrir fagaðilar eða fólk með víð- tæka þekkingu á viðkomandi málefnum pistil um hin ýmsu mál. I gær birtist síð- an nýr pistill eftir Guðborgu Auði Guð- jónsdóttur, lyfjafræðing, um börn og eitrun, Guðborg starfar hjá eitrunarmið- stöðinni en í fyrra bárust um 500 fyrir- spurnir varðandi börn og eitranir af völd- um ýmiss konar efna. Ef smellt er á hnappinn pistlar á NetDoktor.is er hægt að lesa þá pistla sem birst hafa á vefsetr- inu. Landlæknir opnaði það formlega í nóvember og reið á vaðið með að skrifa fyrsta pistilinn. Við höfum meðal annars fjallað um fjarlækningar, ristruflanir eða getuleysi karlmanna, pistil um næringu barna, heilahimnubólgu, brjóstastækk- anir og ýmislegt fleira." Ekki í stað lækna Jóna Fanney segir upplýsingarnar á net- doktor áreiðanlegar, þær séu unnar af fag- fólki en hún varar við því að fólk fari að hnapp um aukakílóin og líkama og nær- ingu. Verið er að vinna heilmikið efni um meðgöngu og fæðingu og um hvítvoðunga og börn. Þessir fjórir hnappar eru á döf- inni hjá okkur.“ Vefstetrið er fjármagnað með auglýs- ingaborðum. Jóna Fanney segir fjölda heimsókna sýna það að mikil þörf sé fyr- ir þessa þjónustu. „Eg hef heyrt af iækn- um sem benda sjúklingum sínum að fara inná NetDoktor.is til þess að lesa sér svolítið til um viðkomandi sjúkdóm. Ég er fullviss um að NetDoktor.is er kominn til að vera. Það er mikið til af góðum og aðgengilegum upplýsingum og til að mynda er heimasíða Landlæknisembætt- isins með ýmsan fróðleik fyrir almenn- ing. Kannski má segja að við segjum að greiða úr flækjunni eða auðvelda för al- mennings um frumskóg Netsins." SMÁAUGLÝSINGAR HEILSA Vertu með í heilsuátaki! Losaðu þig við vetrarslen og þreytu og aukakilóin í leiðinni. Sjálfstæðir Herbalife dreifendur. Ragnhildur og Kristján. Símar 453 7015 og 897 7822 agga@vor- tex.is Frábær vara! Aukakílóin burt. Ég missti 11 kg á 9 vikum. Betra útlit, bætt heilsa, meiri orka. Hafðu samband. Stefania 453 5665 GSM 862 6193 Biddu um það sem þú vilt. Biddu um hjálp, biddu um ráðleggingar og hugmyndir - en vertu aldrei hræddur um að biðja um hjálp. Guðmundur, sími 899 4662 Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri. Ég missti 7 kg. á 5 vikum. Síðasta sending seldist strax upp. Frábær vara sem vinnur á appelsínuhúð. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. iris 898 9995, iris@mmedia.is Visa/Euro INTERNET Hefur þú áhuga á að taka þátt í stæðsta viðskita- tækifæri 21. aldarinnar í gegnum INTERNETIÐ. Árið *98 velti internetið 7 billjónum $ Árið '99 velti internetið 200 billjónum $. Ensku kunnátta nauðsynleg. Uppl. á www.Iifechanging.com Hafðu samband við mig ef þig vantat vörur. Lilja Stefánsdóttir, sjálfstæður Herbalife dreifiaðili. (visa/euro) vs. 462 4123 hs. 462 3450 GSM 695 1293 INTERNET-HRAÐLESTIN MEÐ FYRIRTÆKIÐ OKKAR UM BORÐ HYGGUR Á HNATTFERÐ. Ef þú átt tölvu, þá eigum við farmiðann. Vilt þú koma með í stórkostlegustu viðskiptaferð nýrrar aldar? Hafðu samband við Stefán og Sólveigu sjálfstæða HERBALIFE- dr.aðila. S. 461- 4161 899-9192 stef@simnet.is Er offita og næringatengdir sjúkdómar stærsta heilbrigðisvandamál á nýrri öld? Eiga íslendingar feitustu börn í Evrópu? Hundruð islendinga hafa verið að ná frábærum árangri á síðustu árum. Vertu einn þeirra og komdu þér í þitt rétta líkamsform. Hringdu og ég aðstoða þig samkvæmt þínum þörfum. Aðhald og 100% trún- aður. Takmarkaður fjöldi. visa/euro Sími 462-1458 Jóhanna Ertu að missa vitið? Viltu grennast á auðveldan og fljótlegan hátt. 100% nátturulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Snjólaug og Gunnar. Sími 483 4699 og 695 5677, sendum frítt í póstkröfu. Visa/Euro. E-mail gunnarmagg@islandis.is www.richfromnet.com Margir karl- Já, haldvillur, því það er beinlínis menn, þá sér- rangt að magn sæðisvökva eða staldega þeir sem tippastærð sé á einhvern hátt þjást af mjög lim- mælikvarði á karlmennsku við- lægri hugsun, komandi, hvort sem litið er á ganga með þá frammistöðu kauða í bóli eða glóru í höfðinu testósterónmagnið sem líkami að sæðismagnið hans framleiðir. Maður getur sem þeir skjóta í framleitt hreina ofgnótt af testó- hverju sáðláti steróni en haft lítið tippi og skot- standi í beinu ið rétt rúmum millilítra í hverju línulegu sam- sáðláti. bandi við karl- mennsku þeirra. Þetta er kannski Hvernig á þetta vegna þess að greyin hafa horft á þá að vera? aðeins of margar klámmyndir þar Meðalsáðlát er 3-6 ml, sem er nú sem limdýrkun er algjör og mikið ósköp lítið, varla ein matskeið. Ef havarí verður í hvert sinn sem getnaður er takmark samfaranna karlleikari skýtur út sæðisvökva, skipta gæði vökvans öllu máli, og sem lendir í öllum tilfellum utan þá er mælikvarðinn annars vegar á konunni (eða karlinum) en Fjöldi sáðfruma í hveijum milli- aldrei inni í henni (honum), og lítra sæðisvökva og heilbrigði allra helst í andliti hennar (hans sáðfrumanna hins vegar. Meðal- held ég líka, en get samt ekki ver- sáðfrumufjöldi í sæði meðalkarl- ið viss því ég hef ekki séð margar manns er 60-150 milljónir sæðis- hommaklámmyndir). Þetta getur fruma í hverjum millilítra. Ef kíkt auðveldlega stimplað inn er á frumurnar í smásjá er einnig ákveðnar haldvillur í viðkvæmar hægt að meta heilbrigði þeirra en og áhrifagjarnar karlmannssálir. þær eiga að vera sáðfrumulegar f KYNLIF laginu með einn haus og spræk- an spriklandi hala. Vanskapaðar og latar sáðfrumur eru í flestum tilfellum til staðar en þær mega bara ekki vera of margar. Svoleið- is frumur eru kannski með tvo ljóta hausa og slappa hala og synda á hlið eins og bjánar. Þess vegna gildir það hér eins og svo víða annars staðar að það eru gæðin sem ráða úrslitum en ekki magnið. Svo á sæði að vera grá- hvítt að lit, ekki með neitt sér- staklega afgerandi lykt, bragðið er frekar salt en eftirbragðið beiskt (er mér sagt). Þykkt sæðis- vökvans er mismunandi eftir því hver á í hlut og ekki eins f hverju skoti hjá sama manninum, allt frá því að vera frekar þunnfljót- andi og að því að vera næstum hlaupkennt. Danir með dúndursæði I Danmörku var fyrir fáeinum árum gerð rannsókn á gæðum sæðis í karlmönnum víða um danskar sveitir og fjöldinn allur af fórnfúsum körlum rúnkuðu „Ef kíkt er á frumurnar í smásjá er einnig hægt að meta heilbrigði þeirra en þær eiga að vera sáðfrumulegar í iaginu með einn haus og sprækan spriklandi hala. sér í glas í þágu vísindanna. Nið- urstöðumar leiddu í Ijós að það voru bændur f lífrænum búskap sem höfðu langbesta sæðið í sér. Menn sem borða lítið annað en lífrænt ræktaðan mat og halda eiturefnum í umhverfi sínu í al- gjöru Iágmarki. Umhverfið getur nefnilega haft mikil áhrif á gæði sæðis og á síðustu áratugum 20. aldar fóru menn að gera sér grein fyrir áhrifum sem mengun og eit- urefni í matvælum og umhverfi geta haft. Það er skemmst frá því að segja að sæði nútímakarl- mannsins er mun lakara að gæð- um en fyrir nokkrum áratugum síðan. Strákar vinsamlegast farið að borða meira af lífrænt ræktuð- um mat, drekkið meira vatn, stundið líkamsþjálfun að minnsta kosti þrisvar í viku og njótið ásta sem oftast. Með því móti getið þið lagt ykkar af mörkum til að tryggja afkomu mannkyns. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunaifræðingur kynlifspistill@hotmail.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.