Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 1 Fluguveiðar að vetri (162) Veitt á svartan sauð íslenska sauð- kindin er komin í fluguhnýtingar- efni. Löng svört ullarhár af gæru eru komin í hill- ur til að full- komna hið ís- lenska afbrigði af Collie dog eða gera mönnum kleift að hnýta hina alíslensku straumflugu: Svartan sauð. Gæran er komin í nýja línu fluguhnýtingaefnis sem á upptök í Aðaldal, þar sem Jón Asgeir hönnuður setti „The last hope“ á laggirnar. Nýlega keypti Ami Baldurssson vörumerkið og jók við framleiðsluna. Verslunin Veiðilist er nú í eigu Arna og má segja að stórveldi hans þekki fá takmörk. Ami ætlar til dæmis að auka mjög við framboð af Loop vömm. Meðal þess sem þar gætir eru veiðistangir sem eflaust eiga eftir að valda hærri blóðþrýstingi meðal veiðimana. Loop setur á markaðinn skærgular veiðistangir, og heiðbláar. Þær minna helst á plasthylkin sem krakkamir skipta um daglega á GSM símunum. Spuming hvort nú sé að koma fram ný kynslóð veiðimanna sem heimta að veiðistöngin sé í sama Iit og gemsinn? Efni í maur og meira I Veiðihorninu eru margar nýj- ungar í hnýtingaefni. Fyrst ber að telja að marglitir kúlubausar eru komnir á markað og stafa ljóma, minna helst á jólin. Þá eru kúlur komnar úr tungsten efni sem er margfalt þyngra en blý eða kopar, og gerir því kúpurnar mun sökk- hraðari. Greinilegur munur ef sökkva þarf snarlega. Þá má geta þess að Ólafur í Veiðihorninu hefur á boðstólum mjúkar tungst- en pjötlur sem klippa má til og hnýta beint á öngullegg til að þyngja flugur. Allt annarrar nátt- úm eru efriismilldar svartar pjötl- ur sem auðvelt er að klippa til í flugur eins og maurinn. Efnið hefur flotmagn og býður af sér góðan þokka. Ólafrir hefur kynnt ýmislegt fleira, til dæmis mjög loðið ullarband til að gera úr bú- stna búka. Gull og silfur? Ur heimi laxveiða er vel þekkt að bregða fyrir sig gull- og silfuröngl- um þegar á að heilla laxinn, en ekki jafn algengt hjá silungsveiði- mönnum að grípa til eðalmálma. Nú er hægt að fá silfur- og gull- Ieita púpu- og fluguöngla sem ég tel vera spennandi, íbjúga vel og hentuga til að búa til afkasta- hvetjandi flugur. Sjálfur er ég harðákveðinn að prófa slíkt í sumar, eins og reyndar svo margt annað. lOflugna box En á hvað veiðir verslunarmaður í veiðibúð? Ólafur valdi „tíuflugna- box“ fyrir lesendur til að gefa inn- sýn í hvað hann myndi helst bjóða laxfiskum næsta sumar. Hann segir: „Boxið mitt ber þess merki að ég er enn á laxveiðiþroskastiginu en þó fljóta með nokkrar silunga- flugur sem við byrjurri á. 1) Peacock með kúlu. Ekki spuming, alhliða púpa sem veiðir alltaf allsstaðar. Má gjarnan hafa svolítið flúrljómað rautt, annað- hvort í rassi eða rönd aftan við kúlu. 2) Tékkpúpur. Þessar flugur kynnti ég fyrst í búðinni minni fyrir bráðum tveimur árum eftir að hafa lesið um þær í enskum magasínum. Leynivopn frá Tékk- um og Pólveijum sem vestur- landabúar uppgötvuðu við fall múrsins. Notkun á þessum púp- um hefur farið mjög í vöxt og heyrði ég ógrynni af veiðisögum f fyrrasumar frá viðskiptavinum mínum auk þess sem þessar púp- ur hafa reynst mér vel víða. 3) Eina votflugu í silung verð ég að nefna en það er Teal and Black. Af öllum votflugum stend- ur þessi uppúr. 4) Ef við vindum okkur í straumflugur skal fyrst nefna Black Ghost. Enga flugu ræðst urriðinn á með meiri áfergju en þessa ég tala nú ekki um ef þú setur ísbjöm í vænginn. Og þessi fluga er ekki síðri í laxveiði. Um það geta þeir borið vitni margir Íaxamir í Vatnsdalsá. 5) Ein alglæsilegasta íslenska flugan er tvímælalaust Flæðar- músin hans Sigga. Og hún veiðir, maður. 6) Ég var svo lánsamur að kynnast Agli heitnum málara og komast með honum nokkrum sinnum í Stóru Laxá og Sogið. Hans vegna em alltaf tvær laxafl- ugur í boxinu mínu þó ég hafi ekki íéngið á þær marga fiska. Sú fyrri er Stardust. Glæsileg Iluga, alltof lítið notuð. 7) Seinni flugan er Undertaker. Ekki síður glæsileg fluga en Star- dust. Hefur gefið mér fleiri fiska, til dæmis í Stóm Laxá. 8) Ef þú ferð með eina flugu f Elliðaárnar, Óli, sagði Guðjón Tómasson einhverntíman við mig, taktu þá litla Black Brahan á silfurþríkrækju. Ég hlýddi og átti dag skömmu síðar. 4 lágu. Hún klikkar ekki þessi í Fljótinu þegar gárar örlítið. 9) Leonardo er mín hugarsmíð og handavinna. Ég veiddi einmitt fýrsta flugulaxinn minn á þessa flugu í Lækjarvíkinni í Sogi fyrir landi Alviðru (eftir að hafa út- skrifast af hnýtinganámskeiði hjá Sigga Páls.). Þetta var vel við hæfi því þetta var afmælisdagurinn minn. Tilviljun, hélt ég í fyrstu en þær eru fáar flugumar sem hafa gefið mér fleiri laxa. 10) Ekkert er skemmtilegra en kasta flotlínu með nettri stöng fyrir lax og beita agnarsmárri flugu #14 og #16. Að „strippa" upp fisk á „micro túbu“. Eina slíka verð ég að nefna og það er Teal and Black. Bilar aldrei á sól- ríkum sumardegi. 11) Nú ellefta flugan (voru þær ekki 11 annars?) er Frances. Ég reyndi að koma mér upp sérvisku og nefna hana ekki sem eina af topp 10. Það er þó ekki hægt að Iíta framhjá því að Frances er Peacock laxveiðanna." Af hógværð nefnir Ólafur ekki uppskriftina af Leonardo. Hún er: Með búk úr perlu flashabou, 4-6 þræði af dökkbláu crystal hair, hár úr svörtum íkoma. Sannarlega trúverðug. Mætti jafnvel hnýta stóra með hámm úr svörtum sauð?! FLUGUR M\ Stefán Jón Hafstein skrifar CORTLAND , FLUGU LINURNAR .. HÆFA OLLUM AÐSTÆDUM Cortland 444 flugulfnurnar fást 110 geröum sem hæfa sérhverjum aöstæöum. Framþungu flugulfnurnar fást í 2 gerðum af flotlfnum, 3 geröum af sökk-odds Ifnum, Intermediate ásamt 4 gerðum af sökklínum. Þvl ekki aö byrja meö Cortland, þú endar þar hvort eö erI Fæst í næstu velölverslun. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383 Helgarkrossgáta 181 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 181), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-61 71. Lausnarorð 179 var „þröskuldur". Vinningshafi er Ingibjörg Jónsdóttir, Drápuhlíð 44 í Reykjavík og fær hún senda bókina Hefnd, eftir Sidney Sheldon. Skjaldborg gefur út. Verðlaun: Ekkert varir að eilífu, eftir Sidney Sheldon. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.