Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 23 hér var í upphafi síðasta áratugar, þá mældist ég í hópi vinsælustu ráðherra í könnunum Gallup. Nú er öldin önnur og sem betur fer þarf þjóðin ekki lengur að hafa áhyggjur af atvinnuleysi og kreppu, að minnsta kosti ekki þessa stundina, og því eiga fram- kvæmdir eins og stóriðjufram- kvæmdir ekki mikinn hljóm- grunn, en það er oft betra að huga að framtíðinni. Ovinsældír sem ég hef fengið á mig vegna þessara framkvæmda hafa engin áhrif á mig. Stjórnmálamaður sem eingöngu hugsar um vin- sældir sínar og útlit og lætur allar gerðir sínar ráðast af því mun ekki skila miklum árangri í starfi ráðherra. Farsæll ráðherra sem ekkert gerði eru eftirmæli sem ég sóttist ekki eftir. Eg er sannfærður um að þau umdeildu mál sem ég barðist íyrir í ráðherratíð minni séu þau mál sem mestu muni skila þjóðinni þegar fram líða stundir. Aðalatrið- ið er að hafa sannfæringu fyrir því að verið sé að gera rétt. Ég hafði þá sannfæringu og það hjálpaði mér mikið í þeim leiðind- um sem það óneitanlega er að fá slæma útreið í skoðanakönnun." Sannfæringá að ráða - En er ekki einmitt hætta á þvt' að stjómmálamenn láti stjómast af skoðanakönnunum af ótta við að glata vinsældum? „Það er mikil hætta, en ég ein- setti mér það strax að láta ekki stjórnast af þeim því þá vissi ég að ég kæmi fáu í verk. Ég lærði margt af því að verða ráðherra. Ég var tiltölulega nýbyrjaður þegar tekin var ákvörðun um að reisa álver á Grundartanga, það var mitt að fylgja þeirri ákvörð- un eftir og berjast fyrir fram- kvæmdunum. Fyrir vikið bárust mér hatursbréf og jafnvel lífláts- hótanir. Til stóð að Hvalfirðing- ar kæmu akandi í bflalest að heimili mínu til að gera að mér aðsúg en af því varð þó ekki. Fyrir stjórnmálamann sem vildi ekki baka sér óvinsældir og var tiltölulega nýbyrjaður í starfi hefði verið þægilegra að hætta við þessi áform. En ég er bara ekki þannig maður. Ég var ekki að velta vinsældunum mikið fyr- ir mér heldur ákvað að vinna að þeim málum sem ég hafði sann- færingu fyrir og taldi geta skilað þjóðinni miklu.“ - En átti mótbyrinn ekki stóran þátt í þvi að þú ákvaðst að hæita í pólitík? „Nei, hins vegar spurði maður sig vissulega oft að því hvort það væri þess virði að vera að berjast fyrir málum sem maður hafði trú á og leggðu grunn að varan- Iega bættum lífskjörum þjóðar- innar og á móti kæmi ekkert nema vanþakklæti. Það er hins- vegar hlutverk stjórnmálamann- anna að veita leiðarljós og varða leiðina til framtíðar. Um þá leið geta hinsvegar verið skiptar skoðanir en hver og pinn stjórn- málamaður verður að láta eigin sannfæringu ráða því fyrir hverju hann vill berjast. En það voru ckki þessi mál sem úrslit- um réðu um ákvörðun mína og fjölskyldunnar að ég drægi mig í hlé frá stjórnmálunum. Ég var búinn að vera tuttugu og fimm ár í pólitík og margir orðnir þreyttir á mér og ég orðinn leið- ur á mörgu og mörgum, því spurði ég sjálfan mig að þvf hvað ég ætti að vera lengi f þessu enn. Ég hefði getað setið eitt kjörtímabil enn og svo hugsan- lega orðið formaður Framsókn- arflokksins í fjögur til fimm ár. Þá væri ég orðinn hálfsextugur og hvað tæki þá við? Sennilega enn meiri Ieiðindi og jafnvel orðinn fangi eigin ákvarðana. Þá hefði kannski einhver komið og séð hversu aumur ég var orðinn og aumkað sig yfir mig og boðið mér sendiherrastarf. Þreyttur og leiður sendiherra er starf sem heillar mig ekki. Ég vil vera á ís- landi því hér er best að vera, hér eru mínar rætur. Ég er á þessum tímapunkti á ævi minni í mjög góðu starfslegu þreki til að takast á við ný verkefni og af þeim er nóg hér f bankanum. Ég er sannarlega ekki að fara í þetta starf til að setja tærnar upp í Ioftið og bíða eftir að verða sjö- tugur. Þetta starf er hluti af starfsferli mínum. Pólitíkin er að baki, skemmtilegur, lærdóms- ríkur og um margt árangursríkur tfmi. Nú hefst nýr tími í nýju starfi." Sé ekki eftir neinu - Nú er gjörbreytt áætlun uppi í sambandi við virkjanir á Austur- landi sem var eitt helsta baráttu- mál þitt í ráðherratíð þinni. Varstu ekki að veifa röngu tré? „Oll mál geta tekið óvænta stefnu hvort sem þau eru stór eða smá. Virkjana- og álmálið á Austurlandi hefur tekið allt aðra stefnu en ég átti von á og útilok- að var að segja fyrir um. Nú er ég ekki í návígi við málið og þekki því ekki hvað hefur gerst í einstökum smáatriðum. Því treysti ég mér ekki til að leggja mat á það sem gerst hefur. Enda ekki mitt þar sem ég er hættur og á því síður en nokkur annar að tjá mig um málið, treysti því einfaldlega að áfram verði vel haldið á því máli. Því hér er um eitt stærsta byggðamál að ræða sem upp hefur komið í seinni tíð og mun hafa veruleg áhrif á Austurlandi sem og í landinu í heild, því það leggur grunn að varanleg- um lífskjarabótum fyrir Is- lendinga alla. Það hefði auðvitað eng- inn stjórnmálamaður, stjórnmálaflokkur né ríkis- tjórn farið af stað með svona umdeilt og stórt mál eins og Eyjabakkamálið nema hafa fulla sannfær- ingu og trú á því að það gæti gengið upp. Ég hafði þá sannfæringu og hef enn.“ - En varstu ekki varaður við þvt að það þyrfti að byggja stærra ver? „Allar tölur sem ég sá um hagkvæmni af bygg- ingu 120 þúsund tonna ál- vers sýndu arðsemi sem Ijárfestar ættu að vera mjög vel sáttir við. Það kemur mér þess vegna á óvart þegar menn telja að arðurinn af slíku álveri sé ekki nægjanlegur og ekki síst í ljósi þess að nú höf- um við fengið reynslu af rekstri lítilla álvera hér á landi, Isal lengst af rekið með miklum hagnað en var ekki nema 100 þúsund tonn og nú Norðurál 60 þúsund tonn. Það var alltaf vitað að menn þyrftu að stíga stærri skref en þau verða ekki stigin nema að undangengnu mati á um- hverfisáhrifum og öðrum virkjunarkostum fyrir aust- an. Það er mun skynsam- legra að byrja að reisa 120 þúsund tonna álver og stækka síðan við sig í stað þess að stíga stóra stökkið strax í upphafi. Stórar framkvæmdir, eins og 240 þúsund tonna álver, reyna mjög á efnahagslffið. Ég er til dæmis sannfærður um að á sínum tíma ætl- uðu menn sér um of með áldraumum á Keilisnesi, það var áform sem var óframkvæman- Iegt og íslenskt efnahagslff hefði ekki þolað það. Það er mun vit- urlegra að fara í þessar fram- kvæmdir í smærri áföngum fremur en risaframkvæmdir sem „Ég er sannfærður um að þau umdeildu mál sem ég barðist fýrir í ráð- herratíð minni séu þau mál sem mestu muni skila þjóðinni þegar fram líða stundir. Aðalatriðið er að hafa sannfæringu fýrir því að verið sé að gera rétL Ég hafði þá sannfæringu og það hjálpaði mér mikið í þeim leiðindum sem það óneitanlega er að fá slæma útreið í skoðana- könnun.“ geta sett efnahagslífið í upp- nám.“ - Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í starfi þtnu sem ráðherra og hvað finnst þér standa upp úr? „Auðvitað eru það einhver smáatriði sem maður hefði vilj- að gera öðru vísi en í öllum að- alatriðum er ég sáttur. Það er tvennt sem ég vildi nefna sem mér er minnisstætt. Að rjúfa þá kyrrstöðu sem hafði verið í orku- frekum iðnaði á undanförnum áratugum með byggingu álvers- ins á Grundartanga, stækkun ál- versins í Straumsvík og stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Þetta voru tfma- mótasamningar, ekki síst í Ijósi þeirra gríðarlegu áhrifa sem þeir höfðu á íslenskt efnahags- og at- vinnulíf. Hitt eru þau atriði sem snúa að fjármagnsmarkaðnum, en á honum hafa á síðastliðnum fimm árum orðið róttækari og stórstígari framfarir en nokkru sinni íyrr. I fimmtán ár töluðu menn um að sameina fjárfest- ingalánasjóðina en ekkert gerð- ist. Mér tókst það með góðri að- stoð ríkisstjórnarinnar. Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins varð til og olli hér straumhvörfum í samkeppni á markaðnum sem hefur skapað fólki og fyrirtækj- um betri og ódýrari þjónustu en áður var og þegar hann var seld- ur fékk þjóðin 15 milijarða fyrir hann, verðmæti sem margir töldu lítils virði og vildu setja inn í bankana. Það er því gaman að fylgjast með því núna að allir þeir sem harðast börðust gegn þessari breytingu lofa hana mest núna og eru hreyknir af því að komast í samstarf við þetta framsækna fyr- irtæki sem FBA er. í tíu ár töluðu menn um að breyta ríkisviðskiptabönkunum f hlutafélög en ekkert gerðist fyrr en í ráðherratíð minni. Hvorki Landsbanki né Búnaðarbanki höfðu nokkru sinni skilað eig- endum sfnum arði, en nú eftir breytinguna skila þeir fólkinu í landinu arði svo hundruðum milljóna skiptir. Gjörbreytt rekstrarskipulag, nýir stjórnend- ur og breyting yfir í hlutafélög ásamt skráningu á Verðbréfa- þinginu hefur þýtt að verðmæti þjóðarinnar í þessum fyrirtækj- um hefur aukist um tugi millj- arða króna. Þegar ég horfi til baka er ég mjög ánægður að hafa beitt mér fyrir þessum breytingum. Ég sé ekki eftir neinu.“ Enginn endapunktur - Stundum er talað um starf seðlabankastjóra eins og það sé með ómerkilegri snobbstörfum í þjóðfélaginu. „Ef sú mynd sem menn hafa af bankanum er sú sem þú bendir á þá er hún röng. Það er mjög mikilvægt að breyta þeirri mynd, við erum að vinna að því og ætlum að gera enn meira til þess. Hingað koma skólanem- endur til að kynna sér starfsemi bankans og bankinn þarf að gera meira af því að kynna sín mál út á við svo fólk átti sig á því hvaða hlutverki hann hefur að gegna. Það hefur vissulega margt verið sagt um Seðlabankann í niðrandi merkingu og þeir sem það gera tala af mikilli vanþekkingu. Ég var yfir- maður bankans í fimm ár en þegar ég kom hingað til starfa áttaði ég mig enn betur á því en áður hversu mikilvægu hlut- verki bankinn hefur að gegna við stjórn efnahags- mála. A næstunni mun reyna mjög á bankann í samstarfi við ríkisstjórn- ina við að takast á við þensluna í þjóðfélaginu." - Hefurðu áhyggjur af þemlu í þjóðfélaginu? „Já, ég hef það. Það eru viss hættumerki á lofti en ég held samt að við mun- um ná tökum á efnahags- málunum. Verðbólga hefur vaxið en með vaxtahækk- ununum sem hafa bein áhrif á gengið tel ég að okkur muni takast að hafa hemil á henni.“ - Hvað ætlarðu að sitja lengi í stól Seðlabanka- stjóra? „Það veit enginn ævi sína fyrr en öll er og ég hef ekki sett mér nein tíma- mörk í þeim efnum. Aðal- atriðið er að ég ætla að vera í starfinu meðan ég hef kraft, getu og ánægju af að sinna því, hef gaman af því og tel mig geta feng- ið einhverju áorkað. En starf seðlabankastjóra þarf ekki að vera endapunktur á mínum starfsferli." - Utilokarðu að þú snúir aftur í pólitík? „Maður á aldrei að úti- loka nokkurn hlut. I apr- ílgabbi á Vísir.is var sagt að ég væri að snúa aftur í pólitík. Það hringdu í mig tveir félagar mínir. Annar þeirra sagði að þetta væri sérlega gott og skynsam- legt hjá mér en hinn sagði mig vera kolruglaðan að ætla aftur í þessa úlfagryfju. Ég er í Seðla- bankanum núna og kann þar afskaplega vel við mig og engar breytingar eru þar væntanlegar." „Ég er sannartega ekki að fara iþetta starf til að setja tærnar upp í loftið og biða eftir að verða sjötugur. Þetta starf er hluti af starfsferli mínum"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.