Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 11
MATARGATIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 27 „AÖ bera eintómar kökur á borð finnst mér svipað og að bera eingöngu áfenga drykki á borð þegar fullt er af óvirkum ölkum og öðru bindindisfóiki á staðnum, “ segir Guð- rún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur mynd: hari Veisla fyrir sykursjúka Þegar fermingarveisl- urnar eru undirbúnar getur þurft að taka tillit til einhverra sem þjást af sykursýki. Við leituð- um til Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur næringar- fræðings sem þekkir slík vandamál af eigin reynslu og lét hún okkur í té ráðleggingar og uppskriftir. Sé matarboð í uppsiglingu er Iítil hætta að sykumeyslan verði óhóf- leg. Þá er það helst eftirrétturinn sem þarf að spá í. Málið vandast hinsvegar þegar kaffiveisla er annars vegar. Það sem mér finnst skipta máli, ekki bara í fermingar- veislum heldur öllum öðrum kaffiboðum er að alltaf sé eitt- hvað ósætt á borðum. Brauðrétt- ur, snittur eða ostar og kex. Þeir eru fjölmargir sem verða að snið- ganga sætindi af einhverjum or- sökum og svo eru ekki allir sem vilja sætar kökur, jafnvel þótt þeir hafi engin sérstök heilsufarsleg vandamál. Því er mjög mikið atriði að fólk hafi val. Að bera ein- tómar kökur á borð finnst mér svipað og að bera eingöngu áfenga drykki á borð þegar fullt er af óvirkum ölkum og öðru bindindisfólki á staðnum. Kolvetnin skipta öllu máli Svo við snúum okkur að veislu fýrir sykursjúka er vert að hafa í huga að það eru alltaf kolvetnin í fæðunni sem skipta máli og þau eru ekki bara í sykri heldur Iíka í ósætu brauði, kexi og ávöxtum. Sykursjúklingar eiga að fá ákveð- ið kolvetnamagn í hverri máltfð og á hverjum degi og þurfa að taka tillit til þess því flest telur, annað en grænmeti, fiskur og kjöt. Maður verður að hafa aug- un opin því allt kolvetni hækkar blóðsykurinn, bara misjafnlega hratt og hvítur sykur hækkar hann mjög hratt. Ekki má gleyma því að fylgikvillar sykursýki hjá eldra fólki eru hjartasjúkdómar og þá er fitan jafnslæm sykrin- um. Ostakökur er hægt að búa til með gervisykri og Hermezetas strásætu er hægt að nota í vissan bakstur. Þá notar maður bolla af henni í stað bolla af sykri, mat- skeið móti matskeið. Vigtar ekki, heldur mælir. Strásætuna getur maður notað í þeytt krem og ís en ekki í marengs eða kökur nema á móti sykri. Auðvitað deyr enginn þótt hann syndgi svolítið í einni fermingarveislu en hér eru uppskriftir að góðgæti sem upp- lagt er að bera á borð fyrir þá sem þurfa að passa upp á blóð- sykurinn. Ávaxtasalat iyrir 6 5Ö0 g jarðaber I hunangsmelóna meðalstór 4 kiwi Lögur: 2 msk. sítrónusafi 2 msk. kalt vatn 'A tsk. fljótandi sætuefni Skerið jarðaberin í tvennt eða femt eftir stærð berjanna. Sker- ið melónuna í tvennt, fjarlægið kjarnann og skerið melónukjötið í bita. Afhýðið kiwiávöxtin, sker- ið í 4 báta og skerið bátanna í sneiðar. Blandið öllu varlega saman og hellið leginum yfir. Kælið. Vetrar- ávaxtasalat fyrir 6 2 rauð meðalstór epli 2 meðalstórar appelsínur 1 lítil dós niðursoðinn ananas í eigin safa (227 g) 1 lítill banani 10-12 blá vínber (60 g) ___________Lögur:______________ 1 dl appelsínusafi 1 msk. sítrónusafi 'á tsk. fljótandi sætuefni Skolið eplin, fjarlægið kjarn- ann og skerið í bita. Afhýðið appelsínurnar og bananann og skerið í bita. Hellið safanum af ananasnum og skerið hringina í Iitla bita. Skolið vínberin skerið í tvennt og fjarlægið steinana. Blandið öllum ávöxtunum sam- an í skál nema vínberjunum. Hrærið saman appelsínu- og sítrónusafa og sykrið eftir smekk. Hellið safanum yfir ávextina og setjið vínberin ofan á. Kælið. _________Mokkaterta____________ 100 g smjörlíki 1 dl (90 g) sykur 2 tsk. fljótandi sætuefni 2 eggjarauður 3 dl (180g) hveiti 2 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilla 1 dl kalt sterkt kaffi 2 eggjahvítur stífþeyttar 30 g hnetukjarnar, saxaðar ___________Krem________________ 2 blöð matarlím 1 msk. maisena 1 msk. kakó 1 'A dl kaffiijómi 1 eggjarauða / dl sterkt kaffi 1 tsk. fljótandi sætuefni 1 eggjahvíta stífþeytt Hrærið saman smjörlíki, sykur og sætuefni þar til það er létt og ljóst. Hrærið eggjarauðunum út í einni í einu. Blandið hveiti og kakó út í ásamt kaffi og vanillu. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við. Hellið í smurt kringlótt mót (22 cm í þvermál). Stráið söxuðum hnetunum yfir. Bakið neðst í ofni við 175° C i 45 mínútur. Skerið kökuna í tvennt og setjið krem á milli. Kremið Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Hitið saman í þykk- botna potti maisena, kakó og rjóma, blandið eggjarauðinni út í hitið þar til þykknar. Hrærið í á meðan. Takið pottinn af hell- unni. Takið matarlímsblöðin upp úr kalda vatninu og bræðið það í kreminu. Bætið að síðustu kaff- inu og sætuefninu. Kælið, hrær- ið við og við. Þegar kremið er orðið kalt bætið þá stífþeyttri eggjahvítunni saman við. Kælið kremið í kæliskáp. Smyrjið kremið á neðri botninn og leggið efri hlutan ofan á. Sprautið hlið- ar kökunnar með þeyttum rjóma ef vill. Heitur brauðréttur Hveitibrauð eða heilhveitibrauð 200 g ekta skinka - raftaskinka - góð 1 dós grænn spergill í bitum (stór dós) 200 g léttsteiktir sveppir í sneiðum 200 g pizzaostur ____________Lðgur_____________ 1 'A dl spergilsoð 2 dl rjómi ____________2 egg_____________ Season all Skerið skorpuna af brauðinu, raðið brauðsneiðunum þétt í eldfast mót, skerið skinkuna í teninga og raðið yfir brauðið, ásamt sperglinum og sveppun- um. Sláið eggin í sundur með gaffli og blandið rjóma og soði saman við. Kryddið. Hellið leg- inum yfir brauðið. Brauðið á að blotna, ef mótið er of stórt þarf að auka löginn. Stráið osti yfir og bakið við 170° C í 40-50 mín (ekki í blæstri) Skyrterta 1 bolli mulið hafrakex 3 msk. sykur 3 msk. brætt smjör Blandið saman kexmylsnu, sykri og smjöri. Setjið í botn á lausbotna kringlóttu formi. Bak- ið í 5 mínútur við 225° C. Kælið. Fylling 2 eggjarauður 1 'A bolli strásæta 80 g smjör 500 g skyr 1 'A msk. sítrónusafi 2 eggjahvítur A lítri rjómi 8 blöð matarlím 1 tsk. vanilla Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Hrærið saman skyri, strásætu, smjöri, vanillu, eggja- rauðum og sítrónusafa. Bætið stífþeyttum eggjahvftunum og þeyttum rjómanum út í. Bræð- ið matarlímið í vatnsbaði og hellið varlega út í hræruna. Hellið fyllingunni yfir kaldan botninn. Kælið. Skreytið að vild. -GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.