Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 31 I’ 0 Förðun, hárgreiðsla, fatnaður og um- gjörð, frá tímum Egypta fram til dags- ins í dag var á sýningu sem nemend- ur á snyrtibraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti héldu nýlega. Auk þess var aðeins spáð í framtíðina. Hagkaupssloppatímabilið er mörgum í fersku minni. FB var skipt upp í 21 bás þar sem líta mátti ákveðin tímabil, svo sem endurreisnartímabilið, óhófstímabilið, Viktoríutímabilið, Hagkaupssloppatímabilið, tölvutíma- bilið og svo framvegis. Alls tóku tæplega 40 nemendur snyrtibrautar þátt í sýningunni sem skipulögð var af Osk Harrýs Vilhjálms- dóttir, kennara brautarinnar. Þessar stúlkur sýndu hvernig framtíðartískan kynni að vera íslensku bændurnir voru með sinn eigin stíl í kringum 1900. Sýningin sem bar heitið „Andi Iiðinna tíma“ þótti takast frábærlega. Vel á fjórða hundrað manns komu til að sjá yfir 50 módel sem voru snyrt, klædd og förðuð sam- kvæmt tísku þess tíma sem kynntur var og með ýmsa fylgihluti sem tengdust viðkomandi timabili. Hátíðarsal Andi liðinna tíma í FB 1 Sfl ■ X* <y;J HREINLE KBYD0JURTAHJÚPAÐ INNANLÆRI MEÐ TÓMAT-BASILSÓSU 800 gr lamba- innanlærí (2 vöðvar) Kryddhjúpur Tómat - basilsósa 1 búnt basilikum 1/2 búnt steinselja 2 - 3 hvítlauksgeirar 3 mtsk. ferskur parmesan, rifinn 1/2 dl ólífuolía 2-4 mtsk. brauðraspur salt og pipar úr kvörn Brúnið lambavöðvana á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið allt hráefni í kryddhjúpinn í matarvinnsluvél og látið maukast vel. Þekjið kjötið með kryddhjúpnum og bakið í ofni við 180° í 13-15 mínútur. (65° á kjöthitamæli). 3 mtsk. ferskt basil saxað kjöt af þremur tómötum skorið í teninga 1 mtsk. ólífuolía 1 shallottulaukur, fínt saxaður 2 - 3 geirar hvítlaukur, fínt saxaður 1 dl hvítvín (má vera óáfengt) 3 dl gott lambasoð salt og pipar úr kvörn 2 mtsk. smjör sósujafnari Léttsteikið laukinn í ólífuolíu, hellið víninu yfir og sjóðið niður um helming. Hellið soðinu yfir og sjóðið niður um 1/4. Setjið basil og tómata út í og kryddiö með salti og pipar. Þykkið sósuna örlítið með jafnara og hrærið smjörinu rólega saman við. Uppskrift fyrir fjóra ÍSLENSKT LAMBAKJÖT ER EINSTÖK AFURÐ Ól GÆÐI KJÖTSINS ERU VEL VARÐVEITT í MATREIÐS' BASILIKUM, GRASLAUKUR, STEINSELJA OG SALVÍA AR NATTURU OG VISTV ERSKUM KRYDDJURTUI U TILVALIN KRYDD SBÍ HfyA BUSK ROSMARÍh LAÐA FRA RHÁTTA. NATTURULEG -OÐBERG, FAFNISGRAS, IRAGÐGÆÐI KJOTSINS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.