Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Aðalfundur Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tiltögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á KefLavíkurflugvelli og í Hátúni 6a, Reykjavik, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aóalfund. Aógöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbytjun. Stjórn íslenskra aðalverktaka hf. Slt f§§jll} }'■ " h Frá kl. 22.00 - 24. munu professional eritísku dansararnir Antonyo frá Italíu oq Dominikfrá Portuqal halda uppi fjörinu. Opid fyrir alla eftir midnætti enus ERÓTÍSKUR SKEMMTISTAÐUR RAÐHUSTORGI 7 mk k. Askriftarsíminn er 80 0 7080 Ráðhildur Inga- dóttir og Biogen unnu saman í mið- rými Kjarvals- staða i þrjár vikur. Á meðan gerðist ýmislegt skrýtið sem enginn veit um Nú hafa fjórir listamenn fengið að prófa hvernig það er að hafa vinnu- stofu á Kjarvalsstöðum í tengslum við verkefnið Veg(g)ir. Ráðhildur Inga- dóttir var sú fjórða til að máta sig við vegginn en hún fékk til liðs við sig tónlistarmanninn Sigur- bjöm Þorgrímsson, Biogen. Við hér á Degi höfum fylgst með því hvernig myndlistarmönnum hefur vegnað í glímunni við Veg(g)i á Kjarvalsstöðum frá því í janúar. Hlynur skráði dagbók, Daði málaði á vegginn og Katrín „opnaði“ hann til norðurs og bjó til borgarlíkön. Ráðhildur Inga- dóttir hefur valið enn aðra leið í samkrulli við Sigurbjörn Þor- grímsson tónlistarmann, sem hef- ur deilt með henni plássinu síð- ustu þrjár vikur. Ráðhildur var aðeins búin að ákveða tvennt, þegar hún mætti inn á Kjarvalsstaði íyrir þremur vikum til að setja þar upp vinnu- stofu til að heíja verkefnið Veg(g)i. Hún ætlaði að skipta veggnum í tvennt með gleiðboga og mála annan flötinn bláan en hinn grænbrúnan. A bláa vegginn hafði hún hugsað sér að skrá Katrín Sigurðardóttir tekur við veggnum afDaða Guö- björnssyni. dagdrauma í formi teikninga, en nota grænbrúna flötinn til að skissa upp hugmyndir. Þetta hef- ur að mestu gengið eftir nema hvað Ráðhildur segist íljótlega hafa áttað sig á því að hún gat með engu móti unnið hugmynda- vinnuna á Kjarvalsstöðum. Þar er kannski ekki alltaf fullt út úr dyrum á hverjum degi, en engu að síður er reglulegur straumur fólks inn á sýningar og á kaffi- stofuna, seni er inn af rými veggsins. „Eg sá að það var miklu hetra að vinna hug- myndavinnuna ein heima í baði eða á meðan ég drakk inorgun- kaffið,“ segir Ráðhildur. „Það er eiginlega það eina sem var öðruvísi en að vinna heima hjá Út úr veggnum Þó Ráðhildur hafi gert mikið af því að teikna beint á veggi í ýms- um stærðum í gegnum tíðina, finnst henni ekki spennandi að einskorða sig við þá. „Eg hugsa þetta ekki bara sem vegg heldur allt plássið sem nær frá honum og út á stéttina. Enda er veggur- inn í rauninni hugsaður sem hluti af umhverfinu fyrir utan. Fleyg- boginn hefur einnig áhrif á rýmið og hvernig það er í laginu svo ég er í rauninni búin að losa mig við vegginn sem slíkan.“ En þetta er líka dæmigert fyrir Ráðhildi sem bindur verk sín yfirleitt ekki ákveðnum stað og tíma. Tónlist Biogene gefur rýminu síðan aukna vídd, en hún ómar um úr hátölurum sem standa ná- lægt gluggunum. „Við byrjuðum á að tala um að þetta væri opið, enda ekki hægt að koma með al- gerlega mótaðar hugmyndir í um- hverfi sem maður veit ekki hvem- ig á eftir að verða,“ segir Sigur- bjöm og gefur í skyn að ekki hafi allar yfirlýsingar þeirra frá því í byijun staðist. Það er líka hluti af Ieiknum, að leyfa verkinu að þró- ast og taka breytingum, eins og verk gera á vinnutímanum. Ráð- hildur undirstrikar enn fremur að hér sé ekki um endanlegt verk að ræða. Tónlist við verkin Þegar þau eru spurð nánar um samvinnuna verða þau dularfull á svipinn. Þau hafa aldrei unnið saman áður, en Ráðhildur fékk þá hugmynd að bjóða Sigurbirni með sér þegar hún heyrði tónlist hans við hlið verka sinn á sýn- ingu í Gallerí One o one fyrr í vetur. „Tónlistin hans fór eitthvað svo vel við verkin mín,“ segir hún og það kemur í ljós að samvinna myndlistarkonu og tónlistarmanns felst ekld síst í því að skapa ákveðið andrúmsloft sem gestir ganga inn í og hafa áhrif á. „Svo þegar enginn er hérna för- um við í handahlaup og svona, þannig að þegar fólk kemur hér inn veit það ekki hvað við vorum að gera en veltir því samt fyrir sér,“ segir Sigurbjöm. Þetta hefur þó ekki fælt alla ffá því að gefa sig að þeirn. „Hér rekst maður á margt fólk sem er ekki að gera neitt svipaða hluti og maður sjálf- ur eða þeir sem maður umgengst. Þannig neyðist maður til að færa útskýringar sínar í þann búning að þær skiljist. Þetta er því gott og þroskandi fyrir mann sjálfan," segir Sigurbjörn og Ráðhildur tekur undir það. MEÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.