Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 LÍFIÐ í LANDINU „Það hefði auðvitað enginn stjórnmálamaður, stjórnmálaflokkur né ríkistjórn farið afstað með svona umdeilt og stórt mál eins og Eyjabakkamálið nema hafa fulla sannfæringu og trú á því að það gæti gengið upp. Ég hafði þá sannfæringu og hef enn.“ Að varða leið til framtíðar Finnur Ing- ólfsson nú- verandi Seðlabanka- stjórí var umdeildur ráðherra. í viðtali ræðir hann um átakaárín, ástæður þess að hann hætti í pólitík og nýtt starf í Seðlabankan- um. - Brotthvarf þitt úr pólitík skildi eflir tómarúm hjá Framsóknar- flokknum í Reykjavtk. Var ekki illa gert gagnvart félögunum að yf- irgefa stjómmálin með svo stutlum fyrirvara? „Nei, ég held að breyting eins og þessi hafi þurft að gerast mjög hratt. Ef undirbúningurinn hefði verið langur hefði verið hætta á að margir hefðu farið af stað í kapphlaup um ráðherrastól sem þeir teldu sig eiga heimtingu á og fyrir vikið skapast mikill órói sem annars hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Allar svona breytingar í pólitík eiga að gerast hratt og koma á óvart, þannig að þær valdi sem minnstri röskun, en þær þurfa hinsvegar að vera mjög vel undirbúnar eins og þessi var. Hún var á fárra vitorði og kom því á óvart. Eg held Iíka að ákvörðun- in hafi komið á réttum tíma. Það er langt í næstu kosningar og þeir sem fyrir eru sýna nú hvað í þeim býr og nýtt fólk hefur tíma til að sanna sig. En ég kvíði því ekki að menn muni ekki fóta sig hér í Reykjavík á breyttum aðstæðum. Sem þingmaður tekur við af mér Jónfna Bjartmarz, kona sem ég hef mikla trú á og hefur allt scm til þarf til að verða góður forystu- maður. Eg óska Reykvíkingum allra heilla og skal viðurkenna að það er nokkur eftirsjá í því að slíta pólitísku tengslin við þá mörgu góðu vini sem ég hafði eignast í gegnum þátttökuna í stjórnmál- unum.“ - Eg hef heyrt þá henningu að þú haflr hætt í pólitik vegna þess að þú hafir ekki séð fram á að verða formaðurflokksins. „Eg held að ég hafí haft býsna mikil tækifæri til að taka við flokknum þegar Halldór hætti, hvenær sem það yrði. En ástæðan fyrir því að ég hætti í pólitík er ekki sú að ég hafí gefist upp á því að bíða eftir að hann Iéti af for- mennsku. Síður en svo. Um þetta atriði var talað milli okkar Hall- dórs, mig skorti einfaldlega áhug- ann. Margir hafa sjálfsagt haldið að ég væri í hópi þeirra stjórn- málamanna sem væru blindir af metnaði fyrir eigin frama og vilja sífellt komast lengra, en svo var bara ekki. Eg var í pólitík í tutt- ugu og fímm ár. Eg fór í prófkjör og kosningar og fór undantekn- ingarlítið með sigur af hólmi. Eg þurfti alltaf að berjast fyrir því sem ég vildi ná, hafði reyndar mjög gaman af því. Stjórnmála- menn eiga ekki að fá hlutina á silfurfati. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ná flestu því sem stjómmálamaður getur sóst eftir, alþingismaður, ráðherra í mjög skemmtilegu ráðuneyti og vera treyst til allra helstu trúnaðar- starfa innan flokks. Fyrir þetta er ég þeim sem mig studdu alveg sérstaldega þakklátur." - Nú kom á stnum tíma skoð- anakönnum í DV þar sem fullyrt var að þú hefðir slegið óvinsældar- met. Þetta reyndist stðan alrangt. Hver voru viðhrögð þtn við þessu? „Eg vissi reyndar um leið og ég sá fyrirsögnina um að ég hefði slegið met í óvinsældum að þetta var bara eins og annar fréttaflutn- ingur blaðsins, óvandaður. Eg mundi eftir Jóni Baldvin Hanni- balssyni, Olafí Ragnari Grfmssyni og Davíð Oddssyni sem allir hafa hlotið titilinn óvinsælasti stjórn- máfamaður þjóðarinnar. Mér er heiður að því að vera í hópi með þeim. Því þegar saga stjórnmál- anna verður skoðuð munu menn sjá að þau mál sem þeir beittu sér fyrir, þegar þeir voru hvað óvin- sælastir, eru máf sem marka tíma- mót í sögunni, eins og EES samningurinn og það gjörbreytta efnahagsumhverfi sem hér var skapað á síðasta áratug. Eg hitti Cesil Parkinson, fyrr- verandi iðnaðarráðherra Breta, ekki alls fyrir Iöngu úti í London. Hann sagði mér að það hefði ekki verið vandamál að einkavæða British Airways og British Telecome en þegar kom að því að einka- væða í raforkugeiranum þá varð allt vitlaust. Það voru ekki nema um 12 prósent þjóðarinnar sem studdu þá einkavæðingu. Þá sagðist Thatcher vera viss um að ríkisstjórnin væri á réttri braut. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálunum. Þegar við vorum að berjast fýrir stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers á Grundartanga, til að komast út úr atvinnuleysinu og kreppunni sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.