Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 23
Tfc^ur SKAKMOLAR UMSJÓN: HALUDÓR B. HALLDÓRSSON Reykjavíkurskákmótið Það er fjör í lofti í íslensku skáklífi um þessar mundir og þessi vikulegi pistill langt frá því að vera nóg á þessum aesi- legu tímum í skákinni hér á landi. Heimsmótinu í Kópavogi er Iokið og nú er sterkasta opna mót í heiminum á þessu ári, 19. Reykjavíkurskákmótið haf- ið! Þessar tvær skemmtilegu umferðir sem búnar eru hafa haft allt sem gott skákmót býð- ur upp á. Skemmtilegar sókn- arskákir, óvænt úrslit og æsileg tímahrök. Ellefu einstaklingar hafa unnið báðar skákir sínar og þeirra á meðal eru Hannes Hlífar Stefánsson og undra- bömin Bu Xiangzhi frá Kfna og Luke Mcshane frá Bretlandi. Bu er aðeins 14 ára og Mcs- hane 16! Luke Mcshane hafði hvítt í annarri umferð gegn bandaríska stórmeistaranum Larry Christiansen og fylgir sú skák hér á eftir. Eg hvet menn eindregið til að draga fram töfl- in og skoða skákirnar því trúið mér, það er sko vel þess virði! Hvítt: Luke McshaneAM Svart: Larry Cristiansen SM Pirc vöm. 1.e4 g6 2.d4 Bg7 3.Rc3 d6 4.Í4 Rc6 5.Be3 e6 6.Rf3 Rf6 7.Dd2 b6 8.0-0-0 Re7 9.h3 Bb7 10.Bb5+ c6 11.Bd3 b5 12.e5 b4 13.Re4 Rxe4 14.Bxe4 a5 15.g4... Það er greinilegt á taflmennsku Mcshane að þarna er enginn nýgræðingur á ferð, þrátt fyrir ungan aldur hefur hann teflt á alþjóðlegum mótum í sex ár eða frá tíu ára aldri og greini- legt er að hann ber enga virð- ingu fyrir bandaríska stórmeist- aranum. 15...d5 16.Bd3 Ba6 17.Bxa6 Hxa6 18.Re1 c5 19,dxc5 Rc6 20.De2 Da8 21.Kb1 a4 22.Rd3 b3 23,a3 bxc2+ 24.Dxc2 0-0 25.h4 Hb8 26.h5 g5 27.h6 Bh8 28.Hh5 gxf4 29.Bc1 f6 30.exf6 Bxf6 31.g5 Bh8 32,g6 Bf6 33.Rxf4 Re7 34.gxh7+ Kh8 35.Rg6+ Rx64 36.Dxg6 Hf8 37.HÍ1 Bd4 38.Hg5l 1-0 Á þessari taflmennsku er ljóst að við eigum eftir að sjá meira af þesum dreng í fram- tíðinni og í þriðju umferð mæt- ir hann einmitt hinu undra- baminu, Bu Xiangzhi, og það verður sko gaman að fylgjast með þeirri viðureign. En við Is- Iendingar eigum nú líka okkar undrabörn. Hér á eftir fylgir skák úr fyrstu umferð þar sem hinn tólf ára gamli Guðmund- ur Kjartansson sýndi hvað í honum býr. Oll úrslit, stöðu og allar skákir mótsins er hægt að nálgst í gegnum nýju skáksíð- una á netinu, en slóðin er www.skak.is. Hvítt: Guðmundur Kjart- ansson Svart: Sigurbjörn Björnsson (2280) Kóngsindversk vöm. 1 ,d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 Bg7 4.e4 d6 5.f4 0-0 6.Rf3 c5 7.d5 e6 8.Be2 exd5 9.cxd5 Bg410.0- 0 Rbd7 11.h3 Bxf3 12.Bxf3 a6 13.a4 He8 14 Be3 Da5 15.Dc2 c4 16.Hfe1 Rc5 17.Bxc5 Dxc5+ 18.Kh1 Rd7 19.Bg4 Rf6 20.Bf3 Dc7 21.Hac1 Rd7 22.Be2 Hab8 23.Rb1 b5 24.b4 He7 25.a5 Bd4 26.Bf3 Heb8 27.Dd2 Da7 28.He2 Rf6 29.Hce1 g5 30.e5 Rd7 31 .e6 fxe6 32.dxe6 Rf8 33.f5 Bf6 34.Rc3 Dd4 35.Rd5 Kg7 36.Dxd4 Bxd4 37.Bh5 Bf6 38.Bxe8 Hxe8 39.e7 Rd7 40.Rc7 Kf7 41.Rxe8 Kxe8 42.He6 Be5 43f6 Bxf6 44.Hxd6 Bc3 45.He3 og Sigurbjörn gafst upp hér enda staðan löngu töpuð. Mót um helgina Fyrir utan Reykjavíkurmótið er Iitið um að vera um helgina. Skákfélag Altureyrar verður þó með 10 mínútna mót á fimmtudagskvöld og er það það síðasta í mótaröðinni sem staðið hefur yfir í vetur. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 39 LÍFIÐ í LANDINU Hin sanna Erin Julia Roberts hefur fengið mikið Iof gagnrýnenda fyrir leik sinn í Erin Brockovich sem segir sanna sögu þriggja barna einstæðrar móður sem fletti ofan af fyrirtæki sem hleypti úrgangi í vatnsból og bar með því ábyrgð á veikindum og jafnvel dauða nokkurra manna. Hún fór í mál við fyrir- tækið og vann málið. Hin raunverulega Erin Brockovich er nú orðin heimsffæg vegna kvik- myndarinnar. Hún giftist nýlega í þriðja sinn og nýtur velgengninnar eftir mörg erfið og átakasöm ár. Erin Brockovich ásamt eiginmanni sínum. Vatnsberinn Er Flóabanda- lagssamningurinn sambærilegur við ráðningasamn- inga nektardans- meyja? Berstríp- aður launataxti, í orðsins fyllstu merkingu? Fiskarnir Göngin til gleð- innar eru ekki á vegaáætlun og verða aðeins graf- in með handafli. Hrúturinn Kraftaverk eiga sér stað á hverj- um degi. M.a. í prentsmiðjum á landsbyggðinni. Nautið Farðu i skaða- bótamál við aldr- aða foreldra þína. Getnaður var upphaf ógæfu þinnar. Tvíburarnir Brenndu allar brýr að baki þér og brjóttu alla sleða. Farðu svo með flugi til Húsavíkur. KRAKKAHQRNIB Tveir eins Bangsarnir eru ansi líkir enda sex-burar. Ef grannt er skoðað kemur þó í ljós að einungis eru tveir þeirra eins. Hjálpið flugmanninum Hvaða leið á þyrluflugmaðurinn að fara í gegnum völ- undarhúsið til þess að sækja forstjórann í vinnuna? Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is Krabbinn Meint tap þitt er bóhaldsiegt en ekki raunveru- legt. Það er því engin ástæða til að heimta launa- hækkun. Ljónið Er ekki kominn tími til að snúa frá villu þíns vinstri vegar og viðurkenna að búið er að lög- festa hægri um- ferð fyrir löngu. Meyjan Það getur verið strembið fyrir strút á miðjum Vatnajökli að stinga höfðinu í sandinn. Hug- leiddu það. 4. Viðhaldsóreiðan er bókhaldsóreið- unni verri. Fækk- aður hjákonum og lækkaðu við- haldskostnaðinn. Sporðdrekinn Það sárnar svín- inu mest sem sótraftinn gleður. Bogamaðurinn Það var kátt hérna um laugar- dagskvöldið á Gili, en það hefur heldur dregið úr fjörinu upp á síðkastið. Steingeitin Tengdamóðir þín fyrrverandi er fyrrverandi nekt- ardansmær. Láttu það ekki fara lengra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.