Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 8
Ð í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 á bakvið í Nýló Það hefur ýmislegt verið að gerjast í Nýlistasafninu á undanförnum mán- uðum. Núverandi stjórn Nýlistasafns- ins hefur metnað- arfullar hugmyndir um framtíð safnsins og hefur komið með ákveðnar áherslubreytingar á starfsemi þess. Þetta leiddi beint og óbeint til þess að skipt var um framkvæmda- stjóra í vetur. I byrjun þessa árs var skipt um fram- kvæmdastjóra í Nýlistasafninu. Ragn- heiður Ragnarsdóttir lét af störfum um áramótin og Rirna Kristjánsdóttir tók við þann ]. febrúar. Þessar mannabreytingar fóru ekki hátt og fjölmiðlar sögðu ekki frá þeim nema í skömmtum, nokkru eftir að þær voru orðnar að veruleika. Astæðan fyrir pukrinu var einfaldlega sú að litlu munaði að allt færi í háa loft þegar ganga átti frá starfslokasamningi Ragnheiðar. Það er i sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að Nýlistasafnið skipti um framkvæmda- stjóra. Heimildarmönnum blaðsins ber meira að segja saman um að kominn hafi verið tími til að skipta. Ragnheiður var búin að starfa í sjö ár, og kannski aðeins lengur en æskilegt er fyrir hvern þann er gegnir hennar starfi. Stjórnin og framkvæmdastjórinn Framkvæmdastjórinn er eini launaði starfsmaður safnsins, sem hefur ekki bol- magn til að greiða fleirum Iaun. Hann starfar því við hlið sex manna stjórnar, sem vinnur í sjálfboðavinnu. Stjórnin er kosin til eins árs f senn á árlegum aðal- fundi Félags Nýlistasafnsins. Meðlimir geta gefið kost á sér til endurkjörs og sitja flestir í tvö til þrjú ár, aðrir sitja skemur og einstaka aðeins lengur. Hún er því aldrei nákvæmlega eins skipuð frá ári til árs. Stjórnin gegnir lykilatriði í starfi Ný- Iistasafnins, sem hefur engan forstöðu- mann. Henni er ætlað að rækja hlutverk þess, reka það sómasamlega og skipu- leggja sýningar. Hún þarf að komast að samkomulagi um allar meiriháttar ákvað- arnir varðandi reksturinn, í náinni sam- vinnu við framkvæmdastjóra. Hann situr stjórnarfundi, hefur tillögu- og atkvæða- rétt, sér um daglegan rekstur og að koma öllum ákvörðunum í framkvæmd. Með því að ráða Birnu Kristjánsdóttur til fjög- urra ára með möguleika á endurnýjun samnings til eins eða tveggja ára, virðist stjórnin vilja reyna að koma í veg fyrir óæskilegt ójafnvægi milli reynslu og þekkingar framkvæmdastjóra annars veg- ar og stjórnar hins vegar, sem leitt getur til togstreitu eins og þeirrar sem skapað- ist á síðasta ári. Stórar hugmyndir Togstreitu þessa er ekki aðeins hægt að skrifa á reikning framkvæmdastjórans, sem hefur unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu Nýlistasafnsins á starfsferli sínum. Framkvæmdastjórinn var búinn að starfa lengi og hafði eflaust fengið sinn skammt af tilraunastarfsemi. Núver- Margrét E. Ólafsdóttir skrifar Stjórn Nýlistasafnsins bauð ingóifi Arnarssyni að sýna. Hann fékk að hafa fleiri með sér á sýningu sem kallast Hvít og stendur tii 16. apríi. Samræður við safnaeign var hugmynd stjórnar útfærð af nokkrum félagsmönnum Nýiistasafnsins. Hér sjáum við framlag Einars Garibaidi. andi stjórn tilheyrir annarri kynslóð með önnur viðhorf auk þess sem hún er skipuð fólki sem ekki hefur unnið lengi við safnið. Hún getur því leyft sér að hafa stórar og miklar hugmyndir um starf- semina, sem framkvæmda- stjórinn þarf að stýra f jarð- bundinn farveg án þess að kæfa þær. Slíkar stjórnir hafa auðvitað setið áður en það sem einkennir þessa stjórn er ákveðinn stórhugur, nútímaleg hugsun og framsýni. Stjórnin vill koma starfsemi Nýlistsafnsins í form sem er í takt við tímann ef svo má segja. Hana langar til að breyta húsnæðinu, gera safnið áhuga- vert fyrir breiðari hóp fólks og safnaeignina sýnilega. Þetta er enn draumar, en það sem stjórnin hefur áorkað fyrir þetta ár er að gera starf sitt meira skapandi. Hún lætur sér ekki lengur nægja að sitja fundi til að fara yfir umsóknir, en henni berast ógrynni af þeim frá innlendum og erlendum lista- mönnum. Þetta gerðist að vísu ekki skyndilega því fyrir tveimur árum var ákveðið, að skipa sérstaka sýningarnefnd til að fara f gegnum þau ósköp. Það hefur gefist vel en stjórnin virðist engu að síður taka áfram sameiginlegar lokaákvarðanir. Boðssýningar og sýningarstjórar I fyrra datt stjórnin í þá gryfju að taka inn of margar skiptisýningar. Þær voru þess eðlis að hópur erlendra listamanna sýndi í safninu, oftast í samfloti við íslenska Iistamenn, sem fengu í staðinn að fara út og halda aðra sýningu þar. En þessar sýn- ingar urðu of margar sem leiddi til þess að sýningarárið varð einsleitt. Ahugi fólks á safninu minnkaði og fjölmiðlar hættu að mæta. I Ijósi þessarar reynslu var ákveðið að endurskipuleggja sýningar- haldið í þá veru að leggja meiri áherslu á boðssýningar. Stjórnin hefur þannig lagst í ákveðna hugmyndavinnu, sem felst í því að hugsa upp ramma utan um sýningar, en fela þær síðan í hendurnar á sýningarstjóra. Sú stétt er ekki fjölmenn á Islandi, en Nýlistasafnið hefur á undanförnum árum sett upp nokkrar sýningar með sýningar- stjórum, þar á meðal Flögð og fögur skinn og Snarkinn. Sýningarstjóri er sá sem velur verk á sýningu og setur hana upp. Sýningarstjórar í Nýlistasafninu á þessu ári koma úr ýmsum áttum og sumir eru jafnvel úr stjórninni, sem finnst skipta máli að einhver einn beri ábyrgð á útliti sýningarinnar. Það sem af er þessu ári hafa eingöngu verið settar upp slíkar boðssýningar. Sam- ræður við safnaeign var lögð í hendur nokkurra félagsmanna, sem fengu hver um sig einn sal til umráða. Böðvar Bjarki Pétursson og Bjargey Ólafsdóttir völdu myndir á kvikmyndahátíðina Kvikar myndir að beiðni stjórnar og Ingólfi Arn- arssyni myndlistarmanni var boðið að setja upp sýninguna Hvft. Pétur Arason hafði milligöngu með að fá bresku stjörn- urnar Lucas og Wearing á Blá í sumar, Ósk Vilhjálmsdóttir á hugmyndina að Grasrótinni sem kemur á eftir og í haust er Róskusýningin Rauð í umsjón Hjálrn- ars Sveinssonar. Með þessu vonast stjórnin til að sýningarnar fái heilsteypt- ara yfirbragð og séu faglegar settar upp. Legið á verðmætum Samtímis þessu fær sýningarárið í heild sinni ákveðið yfirbragð. Kvikmyndasýn- ingin var hugsuð sem skammdegissýning auk þess sem hún dró að sér alveg nýja gesti. Sumarsýningin Blá nær yfir lengra tímabil en gerist og gegnur, og á eftir henni kemur sýning af nýjum toga í ís- lensku safni með verkum nýútskrifaðra myndlistarmanna. Með þessu vonast stjórnin til að fá meiri breidd í sýningar- haldið og stækka gestahópinn. Hún gerir sér grein fyrir því að Nýlista- safnið hefur orð á sér fyrir að tilheyra þröngum hópi fólks á íslandi, þótt það sé frægt í útlöndum. Stjórnin virðist hafa áhuga á að ná þessum stimpli af safninu, meðal annars til að gera það girnilegt í augum hugsanlegra kostunaraðila úti í bæ. Þannig fylgir það þróun sem hefur átt sér stað í menningarlífinu á undan- förnum árum, en tók kipp með Menning- arborginni. Eins og stendur fær Nýló styrki frá ríki og borg upp á sex milljónir króna á ári. Þær rétt duga fyrir daglegum rekstri, nauðsynlegasta viðhaldi á heilsu- spillandi húsnæði og launagreiðslum til framkvæmdastjórans. Viðgerðir og endurskipulag húsnæðis er eitt af draumaverkefnum stjórnarinnar. Hún hefur kastað fram ýmsum hugmynd- um um hvernig hægt væri að nýta plássið betur og skapa þannig svigrúm fyrir kaffi- stofu og aðstöðu til að hafa alltaf uppi einhver verk úr safnaeigninni. Nýlista- safnið á gríðarlega verðmætt safn nú- tímalistaverka sem liggja innpökkuð í geymslu og eru aldrei til sýnis. Þetta eru allt gjafir frá listamönnum, en f upphafi var þeim sem sýndu gert að gefa verk eft- ir sig. Vegna skorts á rými hefur þessi regla verið aflögð, en meðal þeirra sem safnið á mörg verk eftir er Dieter Roth. Verk hans eru ekki aðeins verðmæt, þau vekja einnig áhuga niargra, meðal annars þeirra sem stunda rannsóknir. Stjórn og félagsmenn Nýlistasafnsins hafa því skilj- anlega áhyggjur af þessari eign og því hve illa hún nýtist þar sem hún hefur einnig mikið menningarlegt gildi. Listaskólanemar aðstoða Nemendum og kennurum Listaháskóla Islands þætti örugglega mikill fengur í að geta gengið að þessum verkum á svipað- an hátt og þeir hafa geta reglulega skoðað safnaeign Listasafns Islands og Kjarvals- staða á sýningum. Þarna er möguleiki á samstarfi, sem nýi framkvæmdastjórinn sá reyndar strax hvernig hægt var að nýta á allt annan hátt. Hann stakk upp á því að fá nemendur á öðru ári til að hjálpa til við uppsetningu sýninga og hafa umsjón með þeim. Þannig fær framkvæmdastjór- inn betri vinnufrið og nemendur fá þjálf- un í að tala um listaverk auk þess sem þeir kynnast vinnunni við uppsetningu sýninga og Iistamönnum sjálfum. Annað sem þegar sjást merki um að eigi eftir að breytast er útgáfa Fréttabréfsins. I tilefni Samræða við safnaeign var gefin sérút- gáfa, en stjórnin hefur fullan hug á að reyna að stækka bréfið með birtingu greina er gætu komið af stað umræðu um myndlist. Þá er ótalinn draumurinn um að koma sér upp gestavinnustofu, sem gerði Nýlistasafninu fært að nýta sér bet- ur þau sambönd sem það hefur við lista- menn og stofnanir erlendis. Það er því Ijóst að hræringar í tengslum við framkvæmdastjórasldptin í vetur eru merki þess að Nýlistasafnið er fyrst og fremst lifandi stofnun sem hefur í hyggju að vera það áfram. Nýló hefur fyrir löngu skapað sér ákveðna sérstöðu, sem sýning- arstaður fyrir íslenska og erlenda framúr- stefnulistamenn með aðrar áherslur en „hin“ söfnin í borginni, Kjarvalsstaðir og Listasafn Islands. Enginn virðist hafa áhuga á að breyta þessari sérstöðu, þó starfsemi safnsins verði færð í nútíma- legra horf. Enda væri meiri ástæða til að hafa áhyggjur af stöðnun og sinnuleysi þegar Nýlistasafnið er annars vegar en af umræðu og átökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.