Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 20
36- LAUGARDAGUB 8. APRÍL 2000 R A Ð i U G L Ý S I l\ 1 G A R ATVINNA AT V 1 N N A AT V 1 N N A Akureyrarbær Auglýsing um lausar byggingalóðir. Norðurgata 5-7: Lóðin er ætluð fyrir parhús á tveimur hæðum. Þrastalundur 1: Lóðin er ætluð fyrir einbýlishús á einni hæð. Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar og skipulags- og byggingaskilmálar liggja frammi á skrifstofu byggingafulltrúa, Geislagötu 9. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa Geislagötu 9, 3. hæð fyrir 26. apríl n.k. Eldri umsóknir skal endurnýja. Eftirtaldar lóðir eru einnig lausar til umsóknar. Einbýlishús Bakkasíða 6 Urðargil 2-8 Bakkasíða 16 Urðargil 24 Borgarsíða 22 Valagil 2-14 Borgarsíða 23 Valagil 11-23 Borgarsíða 29 Vesturgil 1-9 Borgarsíða 39 Vesturgil 14-20 Brekkusíða 6 Víkurgil 2-6 Brekkusíða 8 Stórholt 14 Brekkusíða 10 Miðteigur 10 Brekkusíða 16 Mosateigur 4 ein hæð ein hæð ein - ein og hálf hæð ein hæð ein og hálf hæð tvær hæðir hæð og ris tvær hæðir hæð og ris tvær hæðir ein og hálf til tvær tvær hæðir ein hæð tvær hæðir ein hæð tvær hæðir ein hæð tvær hæðir hæð og ris tvær hæðir Raðhús- parhús Valagil 1 -9 tvær hæðir Fjölbýlishús Skessugil 7-11 2 hæðir Iðnaðar og þjónustulóðir utan miðbæjarsvæðis Baldursnes 2 Kiðagil 1 Baldursnes 4 Óseyri 24 Freyjunes 4 Sandgerðisbót Njarðarnes 14 iðnaður/þjónusta/verslun þjónusta/verslun / 6 íbúðir iðnaður/þjónusta/verslun Lóð á hafnarsvæði iðnaður/þjónusta/verslun verbúðir iðnaður/þjónusta/verslun Starfsmaður óskast Óskum eftir vönum starfsmanni í kjötafgreiðslu frá kl. 8.00 - 14.00 alla virka daga. Upplýsingar í síma 460 3379 eða 897 0379 Friðrik Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn. Hún var stofnuð 29. mars sl. Stofnendur eru helstu menntastofnanir á Eyjafjarðarsvæðinu, Akureyrarbær, sveitarfélög í Eyjafirði, stéttarfélög í Eyjafirði, fyrirtæki og stofnanir í Eyjafirði ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Markmið hennar er fyrst og fremst að efla símenntun á svæðinu og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skóiastigum. Einnig að veita ráðgjöf til fyrirtækja um símenntun og einstaklingum starfs- og námsráðgjöf. FORSTÖÐUMAÐUR Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ EYJAFJARÐAR óskar eftir að ráða forstöðumann miðstöðvarinnar. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf. Leitað er eftir jákvæðum, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur getu til að vinna sjálfstætt og er tilbúinn að taka þátt í þróun, uppbyggingu og vexti miðstöðvarinnar. Starfssvið Menntunar- og hæfniskröfur • Daglegur rekstur miðstöðvarinnar • Fjáröflun og reikningsskil • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun • Samstarf við fræðsluaðila, fyrirtæki og félög um skipulagningu símenntunarmála í Eyjarfirði • Þekking og áhugi á fræðslumálum, þ.m.t. á fullorðinsfræðslu • Reynsla/þekking á fjármálalegri umsýslu • Markaðssetning á símenntun • Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar • Ábyrgð og umsjón kynningarefnis og heimasíðu • Metnaður til að ná árangri í starfi • Tölvuþekking • Seta á stjórnarfundum • Þátttaka í mótun miðstöðvarinnar • Önnur verkefni í samráði við stjórn • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti • Sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar, baldur@fsa.is í síma 463-0820 og 862-1282 og Heiðrún Jónsdóttir, varaformaður stjórnar, heidrun@kea.is í símum 461-2341 og 895-2556. Vinsamlegast sendið umsóknir til Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, b.t. Heiðrúnar Jónsdóttur, Pósthólf 58, 602 Akureyri, fyrir miðvikudaginn 19. apríl nk. Skógræktarráðunautur Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skógræktarráðunaut á Norðurlandi. Skógræktarráðunautur á Norðurlandi hefur aðsetur á Akureyri. Starfið felst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti og fræðslu til þeirra aðila sem stunda skógrækt á Norðurlandi, ásamt að vera tengiliður landshlutans við skógræktarrannsóknir. Óskað er eftir einstaklingi með háskólagráðu í skógfræði eða tilsvarandi menntun og reynslu. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2000. Nánari upplýsingar veita Jón Loftsson skógræktarstjóri, eða Þröstur Eysteinsson, Egilsstöðum, sími 471-2100 Akureyrarbær Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Við Tónlistarskólann á Akureyri vantar okkur kennara í eftirtaldar stöður: Tréblásarakennara með aðaláherslu á þverflautu (100% staða) Söngkennara sem einnig getur tekið að sér kórstjórn (100% staða) Fiðlukennara/lágfiðlukennara (100% staða) Tónlistarskólinn á Akureyri er einn stærsti tónlistarskóli landsins með fjölbreytta og metnaðarfulla starfsemi. Hér starfa um 30 kennarar og kennt er á 30 mismunandi hljóðfæri. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands starfar í náinni samvinnu við skólann og eru margir kennarar skólans þátttakendur í hljómsveitinni. Við leitum að áhugasömum og vel menntuðum kennurum sem eiga gott með að vinna með öðrum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við tónlistarkennara. Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf fást í Upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og skal skila öllum umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2000. Nánari upplýsingar veitir Helgi Þ. Svavarsson skólastjóri í síma 462-1788. HÁSKÓLINN AAKUREYRi Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri: Hálf staða verkefnisstjóra í iðjuþjálfun - möguleiki er að skipta starfinu milli tveggja einstaklinga. Hálf til heil staða lektors í iðjuþjálfun. Hálf staða lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á heilsugæslu. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf, stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur störf. Með umsóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri á sama tíma skal hann láta fullnægjandi gögn fylgja báðum/öllum umsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri. Upplýsingar um störfin gefa Árún K. Sigurðardóttir og Guðrún Pálmadóttir í síma 463 0900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 1. maí 2000.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.