Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 9
Xfc^iir LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000- 25 Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur telur málfarsreglur á íslandi allt of strangar og segir hreintungustefnuna mállega þjóðernis- hyggju, nokkurs konar veraldleg trúarbrögð. Óhollusta við þá stefnu nálgist helgispjöll að mati þeirra sem völdin hafi í þessum málum. „Eg lít á tungumálið sem tæki til að koma skilaboðum á framfæri og túlka þann veruleika sem við búum við en tel strangar mál- farsreglur skerða frelsi þegn- anna til að nýta það tæki,“ segir Hallfríður og heldur áfram: „Við höfum sett tungumálið á oddinn sem afgerandi viðmið um það hvað það er að vera Islendingur. Það er ekki endilega þar með sagt að allir aðrir geri það og ég vil taka íslenskuna niður af þeim stalli sem hún hefur verið sett á. Meta innihaldið meira en um- gjörðina. Eg veit ég er að tefla fram nýju sjónarhorni sem geng- ur út frá allt öðrum forsendum en áður hefur verið gert og legg annan skilning í þjóðarhugtakið og þar með hlutverk þjóðtung- unnar." Hristi upp i hreintungumönnum Hallfríður hélt nýlega fýrirlestur um sínar kenningar sem olli miklum titringi hjá íslensku- fræðingum og ýmsum öðrum sem láta sig meðferð málsins skipta. Flestir sem til máls tóku í fyrirspurnartíma á eftir lýstu harðri andstöðu við þær. Aðrir sáust hrista höfuðin. Tryggvi Gíslason, fyrrum skólameistari kvað frelsi þegnanna ekki síst felast í því að allir skildu alla og til þess yrði að halda uppi mark- vissri kennslu í meðferð máls- ins. Ari Páll Kristinsson mál- fræðingur varði líka málhreins- unarstefnuna og taldi mikilvægt að íslensk gagnsæ og auðskilin orð næðu yfir sem allra flest. í framhaldi af því kemur spurn- ingin: - Hallfríður, ertu á móti því að búin séu til orð af íslenskum stofnum yfir ný hugtök og nýja hluti eða erlend orð sveigð að ts- lensku beygingarkerfi? „Já, ég geng út frá þeirri grundvallarhugmynd að ekkert sé til sem heitir upprunalegt mál, eitthvað sem sé hreinna en annað.“ - Verður íslenskan ekki að telj- ast nokkuð upprunaleg úr því hún hefur verið töluð hér svo öldum skiptir? „Jú upprunaleg í þeim skiln- ingi að hún er gömul en er það gamla betra en nýrra? Það er það sem ég set spurningamerki við. A nýtt orð meiri tilverurétt í töluðu og skrifuðu máli í ís- lensku vegna þess að það er búið til á stofni sem hefur verið skilgreindur sem hreinn fslensk- ur málstofn?" Hreint mál aldrei verið til „I fyrirlestrinum rakti ég að nokkru hugmyndir okkar um þjóðarímyndina. Saga þeirra á rætur í þjóðernishyggju sem barst hingað til lands á síðustu öld. Horfði til baka í sögunni til þess tíma er verið var að festa þessar hugmyndir í sessi. Þá höfðu málvöndunarmenn til við- miðunar þær hugmyndir að ís- lenskt sveitamál væri ómengað Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur„Ég veit ég er að tefla fram nýju sjónarhorni sem gengur út frá allt öðrum forsendum en áður hefur verið gert og legg annan skilning íþjóðarhugtakið og þar með hlutverk þjóðtungunnar." og hreint og tært og næst þeirri uppsprettulind sem þeir höfðu í huga. Samt kom það á daginn að kenna þurfti alþýðu fólks að tala hreint mál. Þá sjáum við að hreint mál hefur aldrei verið til, heldur var búið til og síðan þarf alltaf að aðlaga fólk að viðmið- inu.“ - Telur þú að áhrif Fjölnis- manna og Rasumsar Kristjáns Rask haft verið aðför að íslensku máli? „Já, í vissum sldlningi því þeir breyttu tungumálinu. Hinsvegar er engin Ieið að gera sér grein fyrir því nú hvernig það hefði þróast hefðu þeirra áhrif ekki komið til. En það sem ég er að gagnrýna er að hreintungustefn- an útilokar öll önnur málaf- brigði og hún er sett í efsta sæti sem besta og lögmætasta mál- afbrigði íslenskunnar meðan önnur málafbrigði falla sjálf- krafa neðar.“ - Mér finnst ekki alveg Ijóst hvaða málafbrigði þú ert að tala um. „Vissulega tölum við að meira eða minna leyti sama mál en þó er til stéttamunur í máli hér. Eg er til dæmis að tala um það sem kallað hefur verið þágufallssýki, flámæli, slettur og fleira. Við eigum kannski ekki nöfn yfir það allt.“ - En er ekki eðlilegt að fólk noti mismunandi málsnið eftir tilefnum. Unglingar tali kannski annað mál sín í milli en við kennarann og svo framvegis? „Jú, jú, það er eðlilegt. Við setjum okkur öll í einhverjar stellingar eftir aðstæðum. Hins- vegar er ég kannski að tala um þetta í stærra samhengi. Ef þetta afbrigði sem ég kalla hreintunga er íslenska þá stend- ur henni ógn af slettum og vit- lausum beygingum en vitlausar beygingar og slettur og annað lifa samt góðu lífi í talmáli fólks. Við heyrum bara svo lítið í því fólki sem talar „vitlaust" því það heldur sig til hlés. Hreintungu- stefnan er nefnilega líka höfð til viðmiðunar þegar gáfur eru „Hreintungustefnan er nefnilega líka höfð til viðmiðunar þegar gáfur eru metnar og greind og þeir sem ekki falla inn í hreintungurammann þeir komast ekki til áhrifa í okkar þjóðfé- lagi.“ metnar og greind og þeir sem ekki falla inn f hrein- tungurammann þeir komast ekki til áhrifa í okkar þjóðfélagi.11 Umgjörð málsins verour aðalatriði Hallfríður segir stöðugar breyt- ingar eiga sér stað í málinu eins og vera beri. „Breytingarnar eru teknar inn í talað mál en þær hljóta ekki viðurkenningu þeirra sem stjórna málpólitíkinni. Sú málstefna sem hér hefur verið ríkjandi leggur að jöfnu íslenska tungu annars vegar og hrein- tungu hins vegar. Þegar verið er að tala um að vernda íslenska tungu þá er ekki átt við það mál- far sem notað er dags daglega víðast hvar í þjóðfélaginu. Fólk sem slettir algengum erlendum orðum inn á milli er ekki talið tala nógu „hreina íslensku" og því er það ekki mál sem verið er að vernda." - Finnst þér það óeðlilegt? „Já, og það er ég að gagnrýna. Þetta geta verið orð sem mjög oft eru notuð í daglegu máli en teljast bara ekki íslensk sam- kvæmt opinberri málstefnu. Málstefnan hefur verið sú að segja fólki hvernig það eigi að tala.“ - Viltu að hætt verði að kenna tslensku? „Nei, alls ekki en hinsvegar getum við farið að endurhugsa þau viðmið sem við notum yfir hvað er íslenska og hvað er ekki íslenska." - Á að gefa grænt Ijós á hvaða slettu eða ambögu sem er eða hvar viltu setja mörkin? „Það er alltaf álitamál. Ég er að gagnrýna þá hugmyndafræði sem Iiggur til grundvallar ís- lenskri málpólitík. Ég held því fram að hér séu „íslenskur" sem ekki njóta sömu virðingar og hin eina sanna, ýmis málafbrigði, hvort sem þau eru skilgreind eða ekki. Stundum er bara talað um „Ijótt mál“ eða „mál sem er fullt af slettum". Fólk sem talar opinberlega vandar sig sumt svo mikið við að tala samkvæmt kennisetningunni að það gleym- ir að gæða efnið lífi. Umgjörð málsins verður aðalatriði. 1 verstu tilfellum þorir fólk ekki að opna munninn af ótta við að beygja vitlaust eða nota orð af erlendum stofni." - Finnst þér ekki sjálfri þægi- legra að hlusta á mál sem er skipulega fram sett og eftir þeim beygingarreglum sem viður- kenndar eru? „Jú, en persónulega finnst mér frjóar og skemmtilegar hug- myndir fólks skipta meira máli en hitt hvort þær eru settar fram eftir íslenskum málfræðiregl- um.“ Einstrengingsháttur meiri hér en annarsstaðar - Er ekki allstaðar í heiminum verið að kenna fólki að tala og skrifa rétt mál. Erum við íslend- ingar eitthvað frábrugðnir öðrum að þessu leyti? „Jú, en stífnin er miklu meir hér en víðast annars staðar og einstrengingshátturinn á sér varla hliðstæðu. íslenskan er skilgreind svo þröngt. Samt not- ar fólk hér í daglegu tali ótal orð sem ekki er hefð fyrir. Ef ég væri til dæmis popptónlistamaður þá væri ég í „bandi“ og væri ég að fara að spila í klúbbi úti í bæ þá mundi ég „sándtékka" salinn áður en ég byrjaði að spila. Þessi orð skiljast vel £ popptónlistar- heiminum en stuða hreintungu- menn. Til samanburðar get ég tekið annað dæmi. Bróðir minn er hestamaður og notar hin ýmsu orð sem lúta að hestum og hestamennsku. Eflaust allt orð af íslenskum stofnum en ég skil þau ekki af því ég þekki ekki fag- ið. Þau orð njóta samt virðingar hreintungumanna.“ - Mundir þú skilja bróðurinn betur ef hann notaði erlend orð? „Ekkert endilega en við eigum bara ekki að hengja okkur í orð- in og mér finnst það ekkert lykil- atriði fyrir þjóðarímyndina að hér sé her fóíks á launum við að þýða hugtök yfir á íslensku." - Hefurðu áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu? „Nei, ekki nokkrar. Hrein- tungan er vonandi á undanhaldi - en ekki íslenskan." GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.