Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 10
^LÍfJÐ' J LAjJDJj'JU LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Systkinin ingibjörg, Isólfur Gylfi og Guð- riöur ásamt fore/drum sínum Margréti ís- leifsdóttur og Pálma Eyjólfssyni. stórfinlskvldan samamumin „Við vorum pólitísk sem krakkar og höfðum gaman af umræðum um stjórnmál" Vonaði að hann væri hani Þau ólust upp saman í anda Framsóknar austur á Hvolsvelli en héldu svo hvort í sína áttina. Systk- inin Ingibjörg og ísólfur Gylfi Pálmabörn samein- uðust aftur sem fullorðið fólk þegar þau voru bæði komin Alþingiundir merkjum síns flokks og Ingibjörg var orðin ráð- herra. ísólfur: „Svo við byijum á byijun- inni þá fæddumst við í foreldra- húsum því móðir okkar er af þeirri kynslóð kvenna sem ól bömin sín heima. Við erum þijú systkinin. Guðríður er elst, næst er Ingibjörg og ég yngstur og það er fátt verra sagt við mig en þegar ég er spurður að því hvort ég sé eldri en Ingibjörg!“ Ingibjörg: „Hann er nefnilega 5 árum yngri og ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar hann kom í heiminn. Eg Iá inni í stofu og hlustaði á veinin í móður minni og varð ósjálfrátt í nöp við þetta barn sem Iét hana finna svona til. Ég sá Ijósmóðurina fara inn til hennar með lýsólflösku og bekken og að síðustu hættu vein- in og við tók barnsgrátur. Þá fékk ég að kíkja inn. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja hvaða hugs- anir brutust um í mínum Iitla kolli. Ég sé að ísólfur er voða áhyggjufullur! Það var þannig að við vorum með hænur eins og flestir voru á Hvolsvelli á þessum árum og ég vonaði satt að segja að þetta litla kríli sem bæst hafði á heimilið væri bara hani sem ég gæti farið með strax út í kofa.“ Isólfur Gylfí: „Þú heyrir hvað hún lýsir nákvæmlega þessum hjúkrunargögnum sem ijósmóðir- in var með, „bekken og lýsól". Þarna var hún strax komin með tilfinningu fyrir þeim hlutum þó hún gerði ekki greinarmun á mér og hana.“ Ingibjörg: „Ég man að pabbi var voða ánægður þennan dag því hann setti mig á háhest og Iahb- aði flautandi með mig austur um allt þorp, kom við í hveiju húsi og sagði „strákur fæddur, strákur fæddur!" ísólfur Gylfi: „Þá voru húsin á Hvolsvelli ekki eins mörg og í dag. Hvolsvöllur byijaði ekki að byggjast fýrr en 1930 og óx hægt í fyrstu. Afi okkar og amma sem fluttu þangað úr Fljótshliðinni voru ein af frumbyggjum staðar- ins og foreldrar okkar, Pálmi Eyj- ólfsson og Margrét ísleifsdóttir í rauninni líka. Þau byggðu sitt hús 1944 og búa i því enn.“ Ingibjörg: „Við ólumst upp í skemmtilegu umhverfi og miklu öryggi. Afi og amma á næsta leiti og líka systkini móður okkar. Ég fór hinsvegar ung að heiman, fýrst í gagnfræðaskólann á Skóg- um, svo til Danmerkur, síðan í Hjúkrunarskólann og settist svo að á Akranesi en Isólfur Gylfi er trúrri upprunanum því hann býr á Hvolsvelli. En þeir sem þekkja Harald minn skilja vel að ég fór á Akranes." Isólfur Gylfi: „Já, ég bjó annars staðar í 20 ár en flutti aftur á Hvolsvöll um áramótin 1989-90 til að gerast þar sveitarstjóri. Því embætti gegndi ég í 5 ár en hef síðan verið þingmaður og Iíf mitt ekki ósvipað Iífi sjómannsins að því Ieyti að fjölskyldan mín er oft alltof langt frá mér. Ingibjörg var hinsvegar svo heppin að fá göng sem styttu leiðina heim til hennar svo hún getur sofið hjá sínum manni á hverri nóttu.“ Ingibjörg: „Já, það er auðvitað alger lúxus. Ég saknaði þess áður að komast ekki heim á hverju kvöldi en þá varð sá tími til þess- að ég kynntist Isólfi Gylfa bróður mínum betur. Eins og ég sagði áðan fór ég snemma að heiman og við systkinin vorum dálítið sitt í hvorri áttinni þar til við Ientum á sama vinnustaðnum 1995. Þá fórum við líka að eyða fleiri stundum saman, til dæmis borða saman á kvöldin." Isólfur: „Þegar hún hafði sem mest að gera í ráðuneytinu eldaði ég stundum fýrír hana og þá höfðum við oft mat sem fjölskyld- umar okkar á Hvolsvelli og Akra- nesi voru ekki ýkja hrifnar af en var í uppáhaldi hjá okkur.“ Ingibjörg: „Eins og svið og salt- kjöt, kótelettur í raspi með græn- um baunum og rauðkáli og fleira sem ekki telst til hollustufæðis í dag. Oft var það þannig að ég hringdi í Isólf og spurði: „Viltu ekki koma að trimma með mér“ en tilgangurinn var auðvitað und- ir niðri að Iokka hann til að elda eitthvað gott með mér.“ Isólfur: „En við trimmuðum líka oft og einu sinni sem oftar vorum við í hjólatúr, efslaust þungt hugsi um einhver þjóðar- vandamál. Heilbrigðisráðherrann lenti utan í gangstéttarkanti og slengdist í götuna og það sem verra var: bróðirinn hjólaði yfir hana! Sem betur fór náðu póli- tískir andstæðingar ekki myndum af þessu!" - En var mikil pólitísk ttmræða d ykkar æskuheimili? Ingibjörg: „Já, foreldrar okkar voru vel hugsandi fólk og fýlgdu framsókn að málum. Sér í Iagi var móðir okkar heittrúuð. Það lýsti sér ekki síst í hollustu við Kaupfé- lag Rangæinga því verslunarpóli- tíkin endurspeglaði flokkspólitík- ina. Ef eitthvað fékkst ekki í kaupfélginu þá var viðkvæðið hjá mömmu að okkur vantaði það ekki. Þarna fýrir austan voru tveir pólar. Annars vegar Ingólfur Jóns- son á Hellu, sjálfstæðismaður og síðar ráðherra og Bjöm Björns- son, sýslumaður Rangæinga sem bjó á Hvolsvelli og foreldrar okkar unnu hjá. Hann var á þingi fýrir framsókn og maður stóð með sín- um manni alveg frá því maður man eftir sér.“ Isólfur: „Við vorum pólitísk sem krakkar og höfðum gaman af um- ræðum um stjórnmál. Síðan of- mettaðist ég á pólitík og forðaðist hana eins og heitan eld um tíma en tók upp þráðinn aftur.“ ísólfur, finnst þér erfitl þegar systir þín er gagnrýnd sem heil- hrigðismðherra? Isólfur: „Nei. Hún hefur sýnt það að hún hefur munninn fyrir neðan nefið og svo hefur hún það sem mér finnst marga skorta en það er réttlætiskenndin. En krakkamir okkar eru miklir vinir og Ijölskylduböndin sterk svo við tökum öll nærri okkur ef erfitt er hjá Ingibjörgu en gleðjumst að sama slvapi þegar hlutirnir ganga vel.“ GUN. l'sólfur Gylfi og Ingibjörg. „Við systkinin vorum dálítið sitt i hvorri áttinni þar til við lentum á sama vinnustaðnum 1995. Þá fórum við lika að eyða fleiri stundum sam- an, til dæmis borða saman á kvöldin." mynd: þúk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.