Dagur - 29.09.2000, Qupperneq 1
Föstudagur 29. september 2000
83. og 84. árgangur- 185. tölublað
Bákslag í álvers-
mál á Austurlandi
Óvænt yfirlýsing frá
Norðmönnum veldur
titringi hjá virkjunar-
sinnum austanlands.
Erfitt en ekki óyfirstíg-
anlegt segir stjómar-
formaður Reyðaráls.
Samfélagsleg athugun
hefst hrátt.
Viðtal norska dagblaðsins Dagens
Næringsliv við Eivind Reiten hefur
vakið mikla athygli hérlendis og
ýmis viðbrögð. Reiten er yfírmaður
Hydro Aluminium, áldeildar Norsk
Hydro og lýsir áhyggjum af að-
stæðum á Austurlandi vegna fyrir-
hugaðrar álbræðslu. Ummælin
hafa verið túlkuð á þann veg að
Norsk Hydro Iítist vel á að byggja
álver á Islandi, en ekki á Austur-
landi. Titringur er í virkjunarsinn-
um en menn tala varlega.
Reiten segir að Norðmenn muni
nota tímann vel fram í febrúar
2002 til að skoða sinn gang.
„Markaðs- og kostnaðarlega horfir
vel með þetta verkefni en við verð-
um að skoða aðra hluti,“ segir
Reiten. „Það verður ekki nægjan-
legt hæft vinnuafl á Austurlandi
heldur verður að
flytja fólk á
svæðið. Þjón-
ustuþátturinn er
líka vanda-
mál....Sam-
starfsaðilar okk-
ar á Islandi hafa
ekki áhyggjur af
þessu en við
erum mjög upp-
teknir af þessum
máium," segir Eivind Reiten með-
al annars. Hann ræðir einnig fé-
lagsleg vandmál sem upp kunni að
koma.
„Þetta sagði ég“
Hjörleifur Guttormsson segir að
sér komi ummæli Reitens ekki á
óvart. „Þetta er nákvæmlega það
sem ég hef bent á, einn þáttur af
mörgum sem talar gegn þessari
framkvæmd í Reyðarfirði. Ég tel að
svona stórt fyrirtæki falli mjög illa
inn í félagslegan grunn þessa
svæðis. Uppbygging þess yrði af-
skaplega óvænleg fyrir svæðið
vegna þess atvinnumynsturs sem
þarna skapaðist. Eitt fyrirtæki
yfirskyggja allt annað og í
raun og veru
myndu menn
þurfa að sitja og
standa eins og
fyrirtækinu
þóknaöist," segir
Hjörleifur.
Tolvumynd af 240 þúsund tonn álverl
við Reyðarfjörð.
Tóm vitleysa
Hann túlkar orð
___________ Reitens seni svo
að Norðmenn-
irnir séu að segja að Island geti
áfram verið góður kostur en stórt
spurningamerki sé sett við Austur-
land. Fagnar Hjörleifur því ef sú
verður reyndin? „Ég tel hvað varð-
ar orkuþörf í framtíðinni að það sé
tóm vitleysa yfirhöfuð að vera að
ráðstafa orku í þungaiðnað af
þessu tagi, hvar sem er á landinu.
Orkulindir okkar eru takmarkaðar
og menn eru á röngu spori með því
að binda sig afhendingu orku til
mjög langs tíma. Sennilega ekki
einu sinni á góðu verði ef horft er
til framtíðar.“
Engin breyting
Geir Gunnlaugsson, stjórnarfor-
maður Reyðaráls og framkvæmda-
stjóri Hæfis, hafnar því að orð
Reitens hljóti að kalla á bakslag í
fjármögnun. „Það hefur engin
breyting komið fram á þeirra af-
stöðu í viðskiptum okkar við Norsk
Hydro. Það hefur alltaf Iegið fyrir
að það er heilmikið mál að setja
svona stórt fyrirtæki niður á Aust-
urlandi en nú er að fara í gang
samfélagsleg athugun sem leiða
mun í ljós til hvaða ráðstafana þarf
að grípa til að þetta fari vel. Þetta
er ekki óyfirstíganlegt verkefni,"
segir Geir og bætir við að hin sam-
félagslega athugun muni liggja fyr-
ir áður en farið verður út í fjár-
mögnun.
Einar Rafh Haraldsson, virkjun-
arsinni á Austurlandi, segist vilja
bíða með viðbrögð. Hann minnir á
frétt sem birst hafi í fyrra um að
Norðmenn væru hættir við álver í
Reyðarfirði en hún hafi verið bor-
in til baka daginn eftir. ,/Etli sé
ekld rétt að bíða morguns. Eg læt
segja mér þetta oftar en einu
sinni,“ segir Einar Rafn. - BÞ
Krónan
hélt velli
Danska ríkisstjórnin beið mikinn
ósigur í gær þegar Danir felldu í
þjóðaratkvæðagreiðsu með af-
gerandi hætti að taka upp evruna
sem gjaldmiðil. Krónan hélt því
velli en óvíst er hver viðbrögð
ríkisstjórnarinnar verða og hvort
hún heldur velli eftir þetta áfall.
Ljóst er að ríkisstjórnin telur sig
þurfa að grípa til mjög harka-
legra aðgerða til að halda gegni
krónunnar stöðugu, m.a. muni
vextir hækka. Stjórnmála-
skýrendur voru margir á því í
gærkvöldi að í raun hafi Danir
verið að stilla upp þeirri spurn-
ingu gagnvart sjálfum sér hvaða
erindi þeir ættu yfirhöfuð í Evr-
ópusambandið. Talsmenn Júní-
hreyfingarinnar sem farið hefur í
fylkingarbrjósti andstæðinga evr-
unnar útiloka þó ekki að rétt geti
veri að kjósa aftur, fari svo að
Bretar og Svíar gangi inn í mynt-
bandalagið.
Dómur héraðsdóms Suðurlands yfir Eggerti Haukdal, fyrrum alþingismanni var dæmdur ómerkur í hæstarétti í
gær og málinu var vfsað aftur heim í hérað. Bjóst við þessu segir Eggert. sem hér sést með sambýliskonu sinni
Guðrúnu Bogadóttur og lögfræðingi sínum, Ragnari Aðalsteinssyni, eftir að dómur hæstaréttar féll I gær. Nánar
er fjallað um málið á blaðsíðu 5. - mynd: eól
Jón Bjarnason alþingismaður kref-
st fundar í samgöngunefnd alþing-
is vegna ástandsins í flugsam-
göngum við landsbyggðina.
Krefst
fundar
„Það er að sjálfsögðu stórmál ef
flugsamgöngur við landsbyggðina
eru að hrynja niður og í ljós kemur
að hægt er að leggja niður flugleið-
ir í landinu fyrirvaralaust eins og nú
er að gerast,“ sagði Jón Bjarnason,
þingmaður VG, en hann hefur kraf-
ist fundar í samgöngunefnd alþing-
is.
Astæðan er sú að ákveðið hefur
verið að leggja niður flug frá Reykja-
vík til Siglufjarðar og Húsavíkur frá
og með 1. október að öllu óbreyttu.
Sömuleiðis er áætlunarflug til
Hornaijaröar í mikilli óvissu og flug
til Sauðárkróks, Patreksfjarðar og
Bíldudals stendur tæpt. Jón Bjama-
son segir að úrlausn þessara mála
þoli enga bið og þess vegna hafi
hann óskað eftir fundi í samgöngu-
nefnd um málið.
Þolir enga bið
Jón bendir á að alltaf sé verið að tala
um að gera allt sem hægt er til að
styrkja landsbyggðina. Það sé sann-
arlega ekki liður í þeirri viðleitni að
leggja niður flug til sumra staða og
halda síðan heilu landshlutunum í
algerri óvissu í flugsamgöngumál-
um. Hann segir að þess vegna sé
full ástæða til þess að samgöngu-
nefnd fái upplýsingar um hvað ver-
ið er að gera í þessum málum.
Hann segir að sig gruni að Iítið sem
ekkert sé verið að gera í málunum.
Jón Bjamason segist vilja að full-
trúar sveitarstjórna á viðkomandi
stöðum, fulltrúar þeirra flugfélaga
sem hlut eiga að máli og fulltrúar
samgönguráðuneytisins, verði kall-
aðir á fund samgöngunefndar.
„Það er alveg sama hvernig á mál-
ið er litið úrlausn þess þolir enga
bið og þess vegna er það nauðsyn-
legt að samgöngunefud komi sam-
an til að íjalla um málið,“ segir Jón
Bjamason. — S.DÓR
Sjd einnig umjjöllun ú bls. 13.
mm