Dagur - 29.09.2000, Síða 16
16- FÖSTUn/iGUR 29. SEPTEMBF.lt 2000
(ANDlWfc)
X^ur
Karlamir eru ekkert
Krístín Ástgeirsdóttir
sagnfræðingur hefur
undanfama sex mán-
uði unnið a vegum ut-
anríkisráðuneytisins í
Kosovo.
Þar starfar hún hjá UNIFEM,
sem er þróunarsjóður Samein-
uðu þjóðanna fyrir konur. Hún
hefur skipulagt áætlun sem
hefur það að markmiði að
þjálfa og undirbúa konur til
forystustarfa.
„Verkefnið sem við erum að
sinna þarna er reyndar mjög í
takt við það sem Unifem er að
gera annars staðar í heimin-
um,“ segir Kristín. Hún segir
að verkefnið sé í meginatriðum
þríþætt. „í fyrsta lagi er verið
að vinna að atvinnusköpun fyr-
ir konur. Það er gert með nám-
skeiðum og þjálfun og þannig
er reynt að opna nýja mögu-
leika fyrir konur. “
„Síðan er það verkefni sem
ég er að vinna við, sem lýtur
að því að auka hlut kvenna í
stjórnunarstörfum og auka
þátttöku þeirra í stjórnmálum
og forystu í félagslífi hvers
konar,“ segir Kristín. „Þar er
sömu aðferðinni beitt, að halda
námskeið og þjálfa konur. Við
höfum verið með námskeið í
sjálfstyrkingu og námskeið
sem ganga út á það að ræða
stöðu kvenna í Kosovo og
hvernig sé hægt að taka á
þeim,“ segir Kristín.
Konum haldið niðri
Hún segir þau vandamál sem
konur eiga við að strxða þarna
vera gífurleg. „Sem stafar ekki
síst af því að þeim hefur gegn-
um aldirnar verið haldið ger-
samlega innan dyra. Það hefur
reyndar aðeins verið að breyt-
ast,“ segir Kristín. „en það
hafa verið afskaplega fáar kon-
ur verið áberandi þarna.“
Kristín segir þriðja verkefn-
ið sem UNIFEM er að fást við
þarna lúta að ofbeldi gegn
konum. „Unifem lét gera rann-
sókn á ofbeldi gegn konum,
sem leiddi í Ijós að heimilisof-
beldi er býsna útbreitt. Og
einnig er vaxandi ofbeldi utan
dyra.“ Kristín segir þetta of-
beldi kannski eiga að einhverju
leyti rætur í andlegu ástandi
fólks þarna. „Þetta getur verið
einhvers konar eftirstríðsá-
stand, eða hvað maður á að
kalla það,“ segir Kristín.
Kristín segir alveg augljóst
að það sé gífurleg þörf fyrir
uppbyggingu og aðstoð í
Kosovo. „Og ekki síst aðstoð
sem snýr að lýðræðisþróun,"
segir hún.
Kristín Ástgeirsdóttir segir uppiausnarástandið í Kosovo opna ýmis tækifæri tii þess að breyta rótgrónu ástandi
konum í hag.
Tækifærið er
einmitt núna
„Ég lít á mitt starf
sem í raun og veru
hluta af lýðræðis-
þróuninni þarna.
Við erum hreinlega
að útskýra stjórn-
kerfið fyrir konun-
um, hvernig það
vinnur, hverjar eru
grundvallarhug-
myndir lýðræðisins,
þrískipting valds-
ins, hlutverk sveit-
arstjórna og hvers
vegna það er mjög
mikilvægt að konur
taki jafnmikinn
þátt í stjórnmálum
og karla. Og fara í
gegnum möguleik-
ana, hvað þær geta
gert.“
- / Kosovo virð-
ast vandamálin
vera óþrjótandi. Fellur þessi
aðstoð við konur ekki hrein-
lega í skuggann af öllu hinu
sem þarf að gera þarna?
„Ég held að þessi vinna með
konunum sé gríðarlega mikil-
væg,“ segir Kristín. „Og tæki-
Ungar stúlkur í Kosovo.
færið er núna. Einmitt núna,
meðan þetta upplausnarástand
ríkir, sem um leið er uppbygg-
ingartímabil. Ég er mjög
hrædd um að þegar jafnvægi
kemst á þá muni nú karlarnir
reyna að ýta þeim aftur inn á
heimilin, því þeirra skilningur
er nánast enginn. Þeir eru
bara að hlýða því sem alþjóða-
samtökin segja. En þeir eru
ekkert par hrifnir. Þetta er
gamaldags og íhaldsamt sam-
félag á þessu sviði.“
- Hefurðu séð dœmi um að
þetta starf hafi borið árangur?
„Já. Til dæmis tókst að fá
samþykktan 30% kvóta á fram-
boðslistum fyrir kosningarnar.
Það þurfa að vera 30% konur í
15 efstu sætunum. Það er auð-
vitað mjög sýnileg aðgerð og
árangursrík. Mér finnst ég líka
hafa séð mikinn árangur af
mínu starfi, bara þegar maður
sér augun opnast og skilning-
inn eflast," segir Kristín.
- Eru konur í Kosovo al-
mennt reiðubúnar til að fara
út ífélagsstörf og stjórnmál?
„Það eru fjölmargar konur
reiðubúnar til þess,“ segir
Kristín. Hins vegar bendir hún
á að í Kosovo sé gríðarlega
mikill munur á milli borganna
og sveitanna.
Nútíminn og miðaldir
„Þetta eru nánast eins og tveir
heimar. Þegar maður fer þarna
út í þorpin þá er það eins og að
ganga inn í miðaldir. Þar eru
konurnar í þessum tyrknesku
buxum, síðum kápum með
skýluklúta á höfðinu. Þær eru
að þvo þvotta í lækjum og
tæknistigið allt er eins og að
fara aftur á miðaldir. En í
borgunum þar sem fólk hefur
haft tækifæri til að mennta sig,
þar er staðan allt önnur. Þar
eru gervihnattardiskar á nán-
ast hverri íbúð og fólk er að
einhverju leyti að fylgjast með
því sem er að gerast í heimin-
um. Og unga fólkið vill auðvit-
að breyta Kosovo, vill halda í
átt til Evrópu frá Tyrklandi, því
menningin er greinilega gegn-
sýrð af tyrkneskum og múslim-
skum áhrifum. Hvort sem það
kallar svo á átök í framtíðinni
eða bara hægfara breytingar.“
Kristín segir að enn sé gríð-
arlega stutt í hatrið hjá fólki í
Kosovo. „En mér finnst samt
að það sé aðeins farið að
slakna á þessu, og smátt og
smátt séu augun að opnast fyr-
ir því að einhvern veginn verð-
ur fólk að lifa saman,“ segir
hún.
Kristín hvetur Islendinga til
þess að fara til Kosovo og taka
þar þátt í uppbyggingarstarfinu.
„Þarna er gríðarlegt verk að
vinna og mikið um spennandi
störf og ég bara hvet fólk til að
prófa þetta ef það á þess kost,“
segir Kristín. „Þetta eru störf af
mjög margvíslegum toga. Það
getur verið allt frá því að vinna
í vatni og rafmagni yfir í Iýð-
ræðisþróun og Iagaþróun, að
maður tali nú ekki um heil-
brigðismálin. Þannig að þarna
eru mjög spennandi tækifæri til
þess að taka þátt í svona upp-
byggingu."
-GB