Dagur - 29.09.2000, Qupperneq 4
4 - FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
. FRÉTTIR
„Ég lagði líka áherslu á að með þessu vaeri stjórn Milosevic að einangra Serba og júgóslavnesku þjóðina og dæma hana til ein-
angrunar með þessu háttalagi," segir Úlafur Örn Haraldsson.
Ólafur Öm harðorð-
ur í Evrópuráðinu
Fundur Evrópuráðsins var
í vikiumi rofiu og tekin
upp utandagskránunræða
um kosningamar í
Júgóslavíu og eftirmál
þeirra. Ólafur öm Har-
aldsson tók þátt í umræð-
nnni og var harðorður í
garð Slobodan Milosevic
og stjómar hans.
Hefðbundin dagskrá fundar Evrópu-
ráðsins var rofin til þess að koma að ut-
andagskrárumræðu um kosningarnar f
Júgóslavíu og það sem fylgt hefur í kjöl-
farið. Slíkt er aðeins gert þegar brýna
nauðsyn þykir bera til. Ólafur Orn
Haraldsson alþingismaður sat fund
ráðsins og tók til máls í utandag-
FRÉTTAVIÐTALID
skrárumræðunni. Hann var mjög harð-
orður f garð Slobodan Milosevic og
stjórnar hans, eins og aðrir sem til máls
tóku.
Hann sagðist í samtali við Dag hafa í
ræðu sinni gagnrýnt harðlega Slobod-
an Milosevic og stjórn hans fyrir að
hafa neitað óháðum eftirlitsaðilum frá
Evrópuráðinu að koma til Júgóslavíu tii
að fylgjast með framkvæmd kosning-
anna þar. Þess í stað hefði Milosevic
valið sjálfur ákveðna aðila til að vera í
eftirlitinu. Það væri ekki það óháða
gagnrýna eftirlit sem Evrópuráðið
hefði viljað.
111 meðferð áþjóðiimi
„Ég benti á að þetta hafi í raun bara
verið framhald af þvf sem við höfum
séð áður í Júgóslavíu. Ég lagði líka
áherslu á að með þessu væri stjórn
Milosevic að einangra Serba og
júgóslavnesku þjóðina og dæma hana
til einangrunar með þessu háttalagi.
Ég benti á að Júgóslavar væru Evrópu-
þjóð og ættu að njóta þeirra réttinda í
mannréttindamálum og frjálsum kosn-
ingum, sem aðrar Evrópuþjóðir njóta.
Ég sem Evrópubúi hlyti að gagnrýna
meðferðina á þjóðinni. í lok ræðunnar
benti ég á að þrátt fyrir allt hefðu þarna
orðið þær breytingar að það væru þó
haldnar kosningar. Það væri skref sem
vekti þá von að framundan væri betri
tíð í Júgóslavíu," sagði Ólafur Örn.
Hann sagðist líka hafa lagt það til í
gærmorgun á fundi miðflokka sem eiga
fulltrúa á fundi Evrópuráðsins að tekið
yrði upp beint samband við miðjuflokk
sem hægt væri að fínna í Júgóslavíu.
Sömuleiðis lagði hann til að send yrði
þriggja til fjögurra manna nefnd til
landsins til óformlegra viðræðna við
slíkan flokk og þannig að koma slíkum
stjórnmálaöflum til hjálpar. Þetta var
rætt í stjórn miðflokkabandalagsins og
verður síðan sent stjórn Evrópuráðsins.
- S.DÓR
Ein myndanna af
Stacy Draghiia
sem nú ferðast
um tölvupóstkerfi
íslenskra fyrir-
tækja og heimila.
Gull- og silfurvinnings-
hafamir í stangarstökki á
ólympíuleikunum njóta
gríðarlegrar atliygli þessa
dagana ekki síst hér heima á
íslandi. Það cr þó ekki ein-
göngu vegna þess að þær
stukku hærra en Vala hetja
allra íslendinga sem þær
Stacy Draghila og Tatiana
Grigorieva fá þessa athygli
því í tölvupósti milli manna
og fyrirtækja ganga nú sem
eldur í shiu myndir af þehn
undir „erotískum" fomierkj-
um, án þess þó að um sé að
ræða grófar inyndir. Flestir
pottverjar höfðu síðdegis
fengið sendar myndh af þeim
amk. einu sinni frá ehihverjum vinum eða vinnu-
félögum, en það sem vakti athygli var að öllum
virðist hafa dottið í hug sami brandarinn. í öllum
sendingum sem pottverjar fréttu af mátti finna
sömu spuminguna: Hvar er Vala?! Svar pottverja
er hins vegar einróma: Vala gerir ekkert svona!!!...
í heita pottinum var ver-
ið að ræða um úrskurð
Úrskurðamefndar-
skipulags og byggina-
mála vegna bygginga á
einbýlishúsalóð við
Helgamagrastræti á Ak-
ureyri, en þar var ómerkt
sú ákvöðrun bygginganefndar bæjarins að eig-
andinn yrði að rífa megnið af því sem hann hafði
byggt. í viðtali í Degi í gær er eigandinn eðlilega
kátur en pottverjum þykir hann nánast of brattur
miðað við aðstæður, því Ijóst er að þótt málið hafi
verið ómerkt þá er þvl ekki lokið. Bærinn mun
sækja þaö áfram en gæta þess í seinna sinnið að
allt sé samkvæmt settum reglun. í potthmm veltu
menn því hins vegar fyrir sér hvort skýra mætti
kæti eigandans með því að nú er nágranni hans,
sem hann hefur hvað mest átt í útistöðum við,
sjálfur kominn í svipað kæmferli þar sem hann er
sakaður um að hafa hyggt í óleyfiL.
V________________
Helgamagrastræti á
Akureyri
Viiiiiuvikan styttist
iiin háJftinia
Magnús L.
Sveinsson
formaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur
Um mánaðamótin hjá skríf-
stofu- og afgreiðslufólki.ífyrs-
ta skipti í 30 ár. Langur
vinnutími eykurekki af-
köstin. Hægtað taka líka út
sem frí.
- Er ekki stytting á vinnutíma skrif-
stofu- og afgreiðslufólks að kotna tilfram-
kvæmda um mánaðamótin, samkvæmt
kjarasamningum ykkar við atvinnurek-
endur?
„Jú, þetta kemur til framkvæmda 1. októ-
ber n.k. þar sem vinnuvikan styttist um
hálftíma. Það sem er merkilegt við þetta og
sem menn hafa kannski ekki alveg áttað sig
á er að við skilgreinum virkan vinnutíma og
tökum frá kaífitímann. Þegar talað er um
38 tíma vinnuviku hjá skrifstofufólki, þá er
klukkutími og korter þar inni sem kaffitími.
Hjá afgreiðslufólki hefur kaffitíminn verið
2,5 tími á viku. Það er hinsvegar búið að
leggja kaffítímann af í mörgum tilfellum og
m.a. með tækninni. Menn eru t.d. með
kaffibollann á borðinu við tölvurnar og svo-
leiðis. Sem dæmi má nefna að korter í kaffi-
tíma á dag er á ársgrundvelli ígildi 7 daga.
Ef vinnutímanum er ekki breytt þar sem
erfitt er að koma þvf og menn safna þessum
saman, þá gerir þessi hálftími sem við erum
að stytta vinnuvikuna um alls rúma þrjá
daga á ári. Þegar tökum þetta allt saman eru
það rúmlega tíu vinnudagar, eða hálfur
mánuður og það munar um minna.“
- Verður þesssi vinnutímastytting al-
menn i skrifstofu- og verslunargeiranum?
„Já, já, þetta er í aðalkjarasamningi. Það
merkilega við þetta er sú staðreynd að það
eru engir nema við sem semjum um stytt-
ingu vinnuvikunnar. Það hefur ekki verið
samið um það í þrjátíu ár sem er umhugs-
unarefni. I þessu sambandi má líka benda á
það að nýverið var verið að kynna hið gullna
jafnvægi sem Reykjavfkurborg er að vinna
að sem er mjög gott átak. Það er fræðslu- og
þjálfunaráætlun til að koma að meiri sveigj-
anleika á vinnutíma, þ.a. að finna hið gull-
na jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Sam-
kvæmt könnun sem Gallup gerði þá eru það
þrír þættir sem hafa aðallega hafa valdið
erfiðleikum við að koma þessu við.“
- 'ivaða þættir eru það?
„Það er vinnutíminn, álag í vinnunni og
einnig álag vegna skyldunnar sem fjöl-
skyldufólk. Þannig að við erum mjög
ánægðir með það að við erum komnir með
þennan fyrsta þátt sem er stytting vinnuvik-
unnar inn í þessa mynd.“
- Mun stylting vinnuvikunnar eitthvað
minnka álagið sem fyrir er t.d. hjá af-
greiðslufólki?
„Það getur nefnilega gert það. I það
minnsta er það reynsla okkar að Iangur
vinnutími eykur ekki afköstin. I samanburði
við Danmörk má nefna að þótt við vinnum
á þriðja mánuð umfram þá á ári þá er fram-
leiðnin minni á íslandi en hjá þeim.“
- Það vinna þvt allir samkvæmt þessari
vinnutímastyttingu frá og með næstu
mánaðatnótum, eða er ekki svo?
„Já, já. Það er þó ekki þar með sagt að
þetta gangi allt upp á fýrsta degi. Menn
verða hinsvegar að stilla sig inn á þetta, auk
þess sem fólk getur safnað þessu saman. Þá
eiga menn þetta líka inni og geta tekið það
út í heilum dögum.“
- Hvað verður þá vinnuvikan löng eftir
þessa hreytingu?
„Vinnuvikan verður 36 tímar og 1 5 mín-
útur hjá skrifstofufólki og 36 tfmar og 35
mínútur hjá afgreiðslufólki. Það er líka um-
hugsunarefni hvað fólk er að taka langan
tíma í hlé og vera frá heimilinu bæði í mat-
ar- og kaffitíma." - GRH