Dagur - 29.09.2000, Síða 18
Sinfónían á Selfossi
Laugardaginn 30. september verða tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í íþróttahúsinu á Selfossi kl. 15:00. Eru þetta
jafnframt síðustu tónleikarnir sem haldnir eru áður en hljóm-
sveitin heldur í langa tónleikaferð til Ameríku í október. Það er
ekki oft sem að tækifæri gefst til að halda tónieika á lands-
byggðinni með aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, Ricos
Saccani og þekktum einleikara, en Judith Ingolfsson mun leika
einleik í fiðlukonsert Khachaturian. Það gerðist á dögunum í
Stykkishólmi og nú aftur á Selfossi.
Auk fiðlukonsertsins mun Sinfóníuhljómsveitn flytja 1. sinfóníu
Siebeliusar. Bæði verkin verða á boðstólum í Ameríkuferð
hljómsveitarinnar.
Sparaksturskeppni
fyrir almenning
Félag íslenskra
bifreiðaeigenda
og Olíufélagið hf,
ESSOhaldaí
sameiningu
sparaksturs-
skeppni næst-
komandi laugar-
dag. Keppnin,
sem fer fram
svipað og rall-
keppni, hefet kl.
10 laugardagsmorgun þegar fyrsti bíll verður ræstur frá bensín-
stöðinni á Ártúnshöfða. Keppnisleiðin er um 260 kílómetrar á
vegum í þéttbýli, dreibýli og á bæði malarvegum og vegum
með bundnu slitlagi.
Keppnin er ekki eingöngu fyrir smábíla, enda henta smábilar
ekki öllum notendum bíla jafn vel. Þvert á móti gefa úrslit henn-
ar almenningi ákveðnar vísbendingar um hvaða bílategundir og
-gerðir eru sparneytnastar. Flest bílaumboðin hafa skráð bíla til
keppninnar, en jafnframt er eigendum nýlegra og nýrra bíla vel-
komið að taka þátt í keppninni og geta skráð sig á netfanginu
fib@fib.is eða í síma 562 9999. Þátttakendur þurfa að legga til
ökumann og aðstoðarökumann á hvern bíl.
Þorbjörg Höskuldsdóttir ■ málverk
Laugardaginn 30. september kl 16.00 verður opnuð í Hafnarborg lista- og menn-
ingarmiðstöð Hafnarfjarðar, sýning á málverkum Þorbjargar Höskuldsdóttur.
Þorbjörg er fædd árið 1939. Hún lauk námi frá Listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn árið 1972, en hafði áður stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þetta
er 15. einkasýning Þorbjargar, en hún hefurtekið þátt í fjölda samsýninga hérlend-
is og erlendis. Verk eftir hana eru í eigu helstu safna landsins.
Sýningin
stendur til 16.
október og er
opin alla daga
nema þriðju-
dagafrákl. 12
til 18.
ÞAB ER KOMIfll HELGI
Hvað
ætlarþúað
gera?
Björgvin G.
Sigurðsson.
Dregið imdan hrossuin
„Um helgina verð ég á heimaslóðum mínum
fyrir austan fjall, í Skarði í Gnúpverjahreppi,"
segir Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri þingflokks Samfylkingarinnar. „Að mörgu
verður að huga fyrir austan um helgina, en ætli
það standi ekki uppúr að draga þarf járnin und-
an stóði fjölskyldunnar, alls um þrjátíu hross-
um. Hver veit nema ég hregði mér svo um
kvöldið á krána Útfagana sem er á Flúðum og
taki þar púlsinn á mannlífi uppsveitanna.
Hvergi er til þess betra tækifæri. A sunnudag-
inn er stefnan sfðan sett norður í Staðarskála í
Hrútafirði, en þar verður haldinn stofnfundur
kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í hinu nýja
Norðvesturkjördæmi. Það er einmitt að mörg-
um málum viðvíkjandi kjördæmabreytinguna
að hyggja í pólítíkinni um þessar mundir og
fundahöld eru víða um land.“
Helga Vala
Helgadóttir
Kyssa og knúsa mágkonu mina
„Eg ætla í híó eins mikið og ég get,“ segir Helga
Vala Helgadóttir útvarpsmaður á Bylgjunni.
„Kvikmyndahátíð í Reykjavík er að byrja og því-
lík gleði. Byrja á föstudagskvöld með góðgæti
frá Ang Lee og svo einhver snilld eftir Dusan
Makavejev og fleiri. Mér finnst alltaf verst við
kvikmyndahátíðir hversu margar myndir eru á
stuttum tíma. Svo ætla ég kyssa og knúsa Sirrý
mágkonu mína sem er að fara til Edinborgar í
nám og jafnvel elda eitthvað gott handa þeim
hjónum og hörnum. Að lokum verð ég að læra
Rollercoaster... Þetta er sko ekkert grín. Þetta
er tölvuleikur sem maðurinn minn keypti
handa okkur mæðgum í brúðkaupsferðinni
okkar til Ameríku um sfðustu helgi. Dóttirin er
búin að læra leikinn svo að ég verða að ná
henni. Svona leikir eru víst notaðir í þeim til-
gangi að stytta fólki stundir cn því miður hef ég
enga stund aflögu í augnablikinu en kannski
seinna. Því er best að byrja strax að læra hann.“
Gerimundur
Valtýsson.
Ball og búskapur
„Svo sem venja er um þessa helgi á hvert verð
ég á laugardagskvöldið að spila á Laufskálarétt-
arballinu í Miðgarði,'* segir Geirmundur Valtýs-
son, tónlistarmaður á Sauðárkróki. „Þetta er
ævinlega stærsta og fjölmennasta ball ársins
hér í Skagafirði og fleiri hundruð manns mæta
í hvert sinn. Sjálfur hef ég að ýmsu að hyggja
uni komandi helgi, verð á óðali mínu á Geir-
mundarstöðum í Sæmundarhlíð og ætla þar á
laugardaginn að huga að hrossum en á laugar-
daginn þarf ég að raga eitthvað í fénu. Eg er
bóndi af Iifi og sál." |
HVAD ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNL1ST
Bach-tónleikar í Neskirkju
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
heldur tónleika í Neskirkju næstkom-
andi Iaugardag 30. september kl.
17.00. Stjórnandi á tónleikunum er
Ingvar Jónasson, einleikarar á fiðlu
Hildur Arsælsdóttir og María Huld
Markan Sigfúsdóttir og einleikari á
flautu Ashildur Haraldsdóttir. A efn-
isskránni eru eingöngu verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach.
Gaukurinn kynnir
Hvar er betra að eyða svona kvöldi
eins og í kvöld, en í FONK fíling með
,JAGUAR“ á Gauk á stöng. Laugar-
daginn 30 september munu strákarn-
ir í Skýjum ofar gera allt vitlaust.
SÝNINGAR
Shopping and Fucking
Egg-leikhúsið hefur ákveðið að end-
urtaka svningu á leikverkinu Shopp-
ing and Fucking vegna fjölda áskor-
ana laugardagskvöldið 30. september
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og hefst
það kl. 23.00. Lúlu og Robbi búa hjá
Mark. Þegar Mark fer í meðferð
verða þau að sjá um sig sjálf. Umdeilt
verk sem vert er að sjá.
Vatnslita- og pastelmyndir
í Stöðlakoti
Guðmundur W. Vilhjálmsson opnar
málverkasýningu í Stöðlakoti við
Bókhlöðustíg laugardaginn 30. sept-
ember kl. 14.00. Guðmundur hefur
haldið nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga. Að þessu
sinni sýnir hann vatnslita- og pastel-
myndir málaðar á síðustu tveimur
árum. Sýningin verður opin daglega
kl. 14.- 18 og lýkur sunnudaginn 15.
október.
Birtan í símaskránni
Sýning Huldu Vilhjálmsdóttur hjá
Ofeigi Skólavörðustíg 5 verður fram-
lengdtil II. október. Þetta er fjórða
einkasýning Huldu en hún á að baki
sýningar í Reykjavík, Selfossi og í
Danmörku. Jafnframt hefur hún
komið fram víðsvegar með gjörninga-
Iist sina og tekið þátt í samsýningum.
Viðfangsefnið kemur sem fyrr lista-
mannínum og sýningargestum á óvart
þar sem það er „Birtan í síma-
skránni“. Sýningin samanstendur af
nokkrum meðalstórum olíumálverk-
um sem taka á tilfinningum mann-
skepnunar. Einnig eru trúarleg tákn
(trú von og kærleikur), dýr og bollar
og margt fleira. Sýningar Huldu hafa
þótt haía á sér ævintýranlegan blæ í
anda H.C. Andersen.
Sýningum lýkur
Sunnudaginn 1. október lýkur þrem-
ur sýningum í Listasafni Islands. Það
er sýning á kínverskum málverkum
eftir starfandi listamenn eða meðlimi
Listmálaraakademíunnar í Peking
sem vinna samkvæmt aldagamalli
kínverskri hefð.
Einnig lýkur sýningum á abstrakt
verkum í eigu Listasafns Islands í sal
4 og sýningu á verkum Magnúsar
Pálssonar í eigu safnsins í sal 3.
Ingó sýnir
Nú stendur yfir sýning á málvekum
eftir Ingó í versluninni 17 á Lauga-
vegi 91, þetta eru allt verk unnin á
þessu ári. INGO hefur haldið eina
einkasýningu áður, hún er opin á
verslunartíma.
Frægasta mynd A Dovzhenkos
Kvikmyndin Jörð (Semlja) verður
sýnd í bíósal Mír, Vatnsstíg 3 nk.
sunnudag 1. október, kl. 15. Jörð er
70 ára gömul, klassísk mynd eftir
einn af helstu brautryðjendum rúss-
neskrar/sovéskrar kvikmyndagerðar,
Alexander Dovzhenko. Myndin er tal-
in besta verk hans, ljóðrænt drama
um átök bænda og kúlakka í Ukraínu
á þriðja áratugnum. Þar segir frá til-
raunum ráðsnefndar undir forystu
bóndasonarins, Vasíls að samnýta
Iand og bústofn. Smábændur og
leiguliðar kaupa nýja dráttarvél og
notar Vasíl hana m.a. til að keyra nið-
ur girðingar sem skipta landinu í
spildur. Þegar hann snýr heim er
hann drepinn af drukknum og æstum
kúlakka.
Afmælisveislan, leiklestur
í beinni útsendingu
Harold Pinter, eitt merkasta leikskáld
okkar tíma, fagnar sjötugsafmæli
sínu. Af því tilefni mun eitt af hans
fyrstu verkum, Afmælisveislan, verða
leiklesið á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins, næstkomandi sunnudag, 1. októ-
ber kl. 14.00. Þetta er samvinnuverk-
efni Borgarleikhússins og Utvarps-
leikhússins og verður flutningurinn
sendur beint út á Rás 1. Ilér er því
komið einstakt tækifæri fyrir fólk sem
hefur dreymt um að fylgjast með
framkvæmd og útsendinu útvarps-
leikrits. Það er Lárus Ymir Oskarsson
sem leikstýrir en leikarar eru Gísli Al-
freðsson, Gísli Rúnar Jónsson, Iljalti
Rögnvaldsson, Kalta María Þorgeirs-
dóttir, Kristbjörg Kjeld og Olafur
Darri Ólafsson
OG SVO HITT...
Kaþólsk biskupsmessa
og ráðstefna í Viðeyjarstofu
Sunnudaginn 1. október, flytur
Aloisius Arnstein Brodersen, norskur
munkur eða kórherra af Ágústínusar-
reglu, þeirri sem var í klaustrunum í
Viðey, á Helgafelli, Möðruvöllum,
Skriðuklaustri og Þykkvabæ í Alfta-
veri, erindi um Ágústínusarregluna á
miðöldum. Erindið er flutt í tengsl-
um við sýninguna Klaustur á Islandi,
en hún er í Viðeyjarskóla. Áður verð-
ur kaþólsk biskupsmessa í Viðeyjar-
kirkju og hefst hún kl. 14. Eftir
messu verður boðið upp á kaffiveit-
ingar, en síðan flytur Brodersen er-
indi sitt. Hann flytur það á norsku og
fundargestir munu fá norska textann
í hendur sér til glöggvunar. Ferðir
verða úr Sundahöfn kl. 13, 13.30 og
svo kl. 15.20 fyrir þá sem ekki kom-
ast í messuna. Ókeypis aðgangur og
allir velkomnir.
Breiðfirðingabúð - Félagsvist
Parakeppni verður í félagsvist í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
sunnudaginn 1. október kl. 14.00.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Grikklandsvinafélagið Hellas
Grikklandsvinafélagið Hellas byrjar
vetrarstarf sitt með aðalfundi sem
verður haldinn í Kornhlöðunni við
Bankastræti Iaugardaginn 30. sept-
ember, og hefst kl. 14.30. Að lokinni
dagskrá eða kl.15 mun Jón Ma. Ás-
geirsson prófessor í guðfræði flytja
erindi sem hann nefnir: Tómasarguð-
spjall: Exemplum Socratis? Þetta
guðspjall, stundum kallað hið
fimmta, fannst í Egyptalandi árið
1945 og hafði þá geymst í jörðu í nær
2000 ár, eða frá því á 2. öld.
Doktorsvörn við læknadeild
Háskóla Islands
Laugardaginn 30. september 2000
fer fram doktorsvörn við læknadeild
Háskóla Islands. Gunnar Guðmunds-
son læknir ver doktorsritgerð sína
„Cytokines in Hypersensitivity
Pneumonitis“ sem læknadeild hefur
metið hæfa til doktorsprófs. Andmæl-
endur af hálfu læknadeildar verða
prófessor Helgi Valdimarsson við Há-
skóla Islands og Mark Schuyler M.D.
frá University of New Mexico í Al-
buquerque í Bandaríkjunum. Forseti
læknadeildar Reynir Tómas Geirsson
prófessor stjórnar athöfninni. Dokt-
orsvörnin fcr fram í Hátíðarsal Há-
skóla Islands og hefst klukkan 14:00.
Öllum heimill aðgangur.
Sagnfræðingafélag íslands
Þriðjudaginn 3. október n.k. heldur
Jón Olafsson fyrirlestnr í hádegis-
fundarröð Sagnfræðingafélags Is-
Iands sem hann nefnir „Hvernig stýra
ríkjandi stjórnmálahugmvndir sagna-
ritun?“ Fundurinn hefst kl. 12:05 í
stóra sal Norræna hússins og iýkur
stundvíslega kl. 13:00. Hann er op-