Dagur - 29.09.2000, Side 8
6 - FÖSTVDAGVR 2 9. SEPTEMBER 2000
I
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag.
Útgáfustjóri.
Ritstjóri.
A ðstoðarritstjóri.
Framkvæmdastjóri.
Skrifstofur.
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 3T, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 eioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: aoo 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Amundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (reykjavIk)
Efasemdir Norsk Hydro
í fyrsta lagi
Þær efasemdir um risaálverið á Austurlandi sem Eivind Reit-
en, yfirmaður áldeildar Norsk Hydro-samsteypunnar, lét í Ijósi
í gær í viðtali við norskt dagblað, hljóta að vekja mikla athygli.
Reiten lýsir þar áhyggjum af þrennu: I fyrsta lagi að sækja
verði hæft fólk til að vinna í álverinu út fyrir landsQórðunginn.
I öðru lagi að álverið verði sjálft að annast alla þá almennu
þjónustu sem álverksmiðjur fyrirtækisins annars staðar kaupi
af öðrum. Og í þriðja lagi að risaálverið muni hafa slæm áhrif
á annað atvinnulíf á Austurlandi.
í öðru lagi
I reynd er norski álforstjórinn að taka undir efasemdir þeirra
sem lengi hafa óttast að vegna stærðar fyrirhugaðs álvers muni
rekstur þess líka hafa ýmis neikvæð áhrif á byggð og atvinnu-
líf fyrir austan. Ljóst er af ummælum Reitens að hann hefur
ekki látið sannfærast af fullyrðingum íslensku samstarfsaðil-
anna um að allar slíkar áhyggjur séu óþarfar. Má reyndar
furðu sæta ef hagsmunaaðilar telja sig geta fullyrt slíkt áður en
vönduð og raunsæ úttekt liggur fyrir á áhrifum risaálversins á
umhverfið, þar á meðal á byggðina sjálfa og rekstur fyrirtækja
í sjávarútvegi og iðnaði á Austurlandi. Þvert á móti ættu Is-
lendingar að hafa meiri áhyggjur af þeim þætti málsins en
Norsk Hydro.
1 þriðja lagi
Þegar álversmálin á Austurlandi fóru í nýjan farveg fyrr á
þessu ári kom skýrt fram að allt væri í óvissu um endanlega
niðurstöðu. Þótt Norsk Hydro sé virkur þátttakandi í þeim
undirbúningi sem nú fer fram, hefur alla tíð legið fyrir að
norska fyrirtækið þyrfti lengri tíma til að taka endanlega
ákvörðun. Ekki er hægt að draga aðrar ályktanir af þeim efa-
semdir sem norski álforstjórinn hefur nú sett fram opinber-
lega, en að þar á bæ fari áhugi á verkefninu minnkandi. Um-
mælin hljóta að leiða til þess að íslensk stjórnvöld reyni að fá
á hreint hvort Norsk Hydro sé í reynd að verða afhuga þátt-
töku í risaálveri á Austurlandi.
Elías Snæland Jónsson.
Niðitrrifsöflm
Garri er satt að scgja orðlaus yfír
þeirri ósvífni sem menn virðast
komast upp með nú á þessum
síðustu og verstu tfmum rótleys-
is og siðferðilegrar afstæðis-
hyggju. Augljóst er að grundvall-
argildakerfí og góðum kristnum
siðum er nú ógnað af niðurrifs-
öflum sem einskis svífast í til-
raunum sínum til að grafa und-
an stoðum samfé-
lagsins. Hæst reis
þessi alda sl.
sumar þegar fjöl-
margir blaða-
menn og sjálf-
skipaðir þjóðfé-
lagsrýnendur
dirfðust að fara
að spyrja spurninga um kristni-
hátíðina á Þingvöllum - augljós-
lega í þeim tilgangi einum að
koma höggi á kirkjuna. Þannig
gat fáum dulist sú kirkjuljand-
samlega illgirni að baki hnýsni
um kostnað vegna hátíðarinnar.
Dugði þar lítið þótt menn dul-
byggjust þeim ldæðum að þykj-
ast vera að forvitnast um afdrif
skattpeninga sinna. Slíkt var og
er augljóst yfirvarp! Ekki voru
þær síður kirkjufjandamlegar
spurningarnar, sem menn
spurðu um skipulag og undir-
húning hátíðarinnar og þóttust
spyrja vegna reynslunnar frá
Jijóðvegahátíðinni 1994. Aug-
ljóslega var þar verið að draga at-
hyglina að sérstakri vegalagn-
ingu vegna hátíðarinnar og gera
mikið úr þeim kostnaði - auðvit-
að einungis til að spilla fyrir há-
tíðargleðinni.
Meinfysiii enn
Og Jiað var ekki eitt heldur var
það allt. Því hin kirkjufjandsam-
Iegu öfl höfðu ekki fyrr Iokið
meinfysnum spurningum sínum
um undirbúníng og kostnað, en
þau fóru að spyija hvers vegna
enginn kom á kristnihátíðina.
Nema þeir sem komu þar fram
opinberri dagskrá. Augljóslegí
voru slíkar spurningar kirkju-
Ijandsamlegar í hæsta máta, rétt
eins og það hafí skipt öllu rnáli
hversu margir komu á Þingvelli
Jiessa bestu góðviðrisdaga sum-
arsins!? Garri, sem er bæði
kirkjurækinn og guðhræddur
maður var farinn að velta fýrir
sér hvort hann þyrfti ekki að fara
að blanda sér í þetta mál þegar
þeir biskupsfeðg-
ar stigu fram af
skörungsskap og
kváðust á við
þennan kölska
sem sest hafði á
bjargbrúnina í AI-
mannagjá! Og að
sjálfsögðu var
skörungsskapur þeirra slíkur að
þeir kváðu með hraði niður þess-
ar raddir - þá steypi ég þér með
legg legg/ lið sem hrærir úln úln!
Dýrið gegnur laust
En þrátt fyrir Jiennan niður-
kvaðning, er svo að sjá sem dýrið
gangi enn laust! Fréttir eru sagð-
ar af því í fjölmiðlum að fýrirtæki
í ferðaþjónustu við Þingvallavatn
vilji leita réttar síns vegna yfir-
gangs og tekjutaps í tenglum við
hátíðahöldin í sumar. Málið er
höfðað gangvart ríkisvaldinu,
sem hélt kristnihátíðina sjálfu
sér og kirkjunni til dýrðar. Það er
|ietta seni er svo yfírgengileg
ósvífni að Garra setur hljóðan.
Augljóslega á að endurvekja um-
ræðu sumarsins, sem sýnir betur
en margt annað hvlílík myrkraöfl
það eru seni kirkjan og kristnin
þurfa að l’ást við. Garri telur
ástæðu til að kalla nú strax til
bjargvættina, biskupsfeðganna
og fá þá til vamar ríkisvaldinu að
kveða þetta niður enn á ný. Trú-
lega þarf þó enn sterkari meðöl
núna og er bannfæring eflaust
það eina sem dugar. Krafa Garra
er því skýr: - „inná með feðgana
og bannfærum þá!!“ — GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Til stendur að friðlýsa Vatnajökul
og gera klakann að Jijóðgarði.
Skaftafell verður eina svæðið inn-
an hans þar sem hægt verður að
stíga á auða jörð, því annars staðar
nær friðlýsingin aðeins niður að
snjólínu. Þetta verður mikill áfan-
gi í náttúruvernd, því jökulhettan
er víðáttumikil.
En það kann að reynast flókið að
friða jökulinn þar sem þar með
verður gengið á heilagan rétt Iand-
eigenda, sem guð gaf Iandið eins
og alþingi gaf sægreifum fískislóð-
ina. Nú þarf að ganga úr skugga
um hverjir eiga Vatnajökul, allan
eða bara nokkra milljarða tonna af
snjólaginu og svo vellandi hraun-
kvikuna þar undir. Þegar er farið
að minnast á að greiða verði jökul-
eigendum skaðabætur ef ríkið tek-
ur eignir þeirra traustataki og frið-
lýsir. Eflaust munu nú einhverjir
gefa sig fram sem löglegir eigend-
ur og vilja fá eitthvað fyrir snúð
sinn.
Klaki gerdur að þjóðgarði
Komi fram slíkar kröfur ætti rík-
ið að standa vel að vígi í samning-
um og krefja eigendur jökulsins
um skaðabætur vegna eldsum-
brota og jökulhlaupa sem valda
mildum skemmdum og fjár-
hagstjóni, sem ríkisrekin vegagerð
verður að standa undir. Á fátt að
geta komið í veg fyrir að
jökullinn verði kallaður
garður.
Hvað bjargax
gæsmni?
Unnendur óbyggða sjá
sér leik á borði, að
heimta enn stærri þjóð-
garð og þá helst að hann
nái yfir íyrirhugðuð virkjunarsvæði
norðan Vatnajökuls. Um þetta
verður bitist næstu árin með þeim
rökum hvort sé gróðavænlegra að
reisa stíflur og málmbræðslu eða
laða ferðalanga um slóðir Fjalla-
Eyvindar og annarra hálendisbúa á
árum áður. En hvor kosturinn
verður gæsinni á Eyjabökkum
skeinuhættari er erfítt að skera úr
um fyrr en á reynir.
Ossur Skarphéðinsson, sem er
vel að sér í náttúruvísindum, segir
í Degi, að jökulröndin sé að hopa
og því muni |jjóðgarðurinn státa af
nýju landi, hráu og skemmtilegu, í
ótiltekinni framtíð.
Það er tilhlökkunnar-
efni að bíða þess að
hægt verði að spranga
um þjóðgarðinn án þess
að hafa 100 metra af
frosnum snjó undir fót-
um.
Þetta minnir á að einu
sinni var jökullinn tví-
skiptur og nefndist þá Klofajökull.
Skarð var niður á auða jörð yfír
miðbik þeirrar samfelldu jökul-
hettu, sem nú er kölluð Vatnajök-
ull. Var þar þjóðleið yfir og Oræfin
ekki eins einangruð og síðar varð.
Náttúran sem, landeigendur Iíta
á sem einkagróðalind sína, er
nefnilega síbreytileg og er Iítið gef-
in íyrir þá stöðnun sem nú á tím-
um kallast náttúruvernd.
Efnileg deiliunál
Deilurnar um eignarhald á
óbyggðunum og á hvern hátt þær
verða best nýttar sem auðlind
rnunu plaga landslýð næstu þúsöld
eða svo. TiIIögur hafa komið fram
um að gera alla jölda landsins að
Jijóðgörðum. Til eru áætlanir um
stíflur og orkuver í öllurn jökulán-
um og iðnaðarframleiðslu sam-
kvæmt því. Hugmyndir um að leg-
gja vegi þvers og kruss um óbyggð-
ir og jafnvel járnbrautir eiga að
gera einhver byggðarlög búsældar-
Iegri.
Svona rekst hvað á annars horn
og er von á langvarandi ófriði um
hvernig best verður að græða á
verðmætasköpun náttúrunnar,
sem raunar eru furðu seig að
bjarga sér sjálf án inngripa mann-
skepnunnar.
Ehujur
svairauð
Ereðlilegtað sveitarfélög
fái sjálfað ráða útvarps-
prósentu sinni?
(Þetta vill Tryggvi Jóhannns-
sonforseti bæjarstjómarHúsa-
víkur og segir þetta nauðsyn
vegtta slæmrarfjárhagsstöðu
tnargra sveitatfélaga, einkum
hintta fámennustu.)
Karl Bjömsson
bæjarstjóri í Árborg.
„Það á ekki að líta á
útsvarið sem ein-
angrað skattafyrir-
bæri. Hiðopinbera,
ríki og sveitarfélög,
eiga að hafa nána
samvinnu um
skattlagningu í þjóðfélaginu. Þessi
samvinna á að vera á jafnræðis-
grundvelli og fara eftir ákveðnum
leikreglum. Skipting skatttekn-
anna á að byggja á sameiginlegu
mati á lög- og reglugerðarbundn-
urn útgjaldaskyldum. Þannig er
mögulegt að hafa heildarskatt-
heimtuna sanngjarna og mismuna
ekki íbúum í skattalegu tilliti eftir
búsetu.
Sigutður Rúnar Friðjónsson
oddviti í Dalabyggb.
„Það er jafn eðlilegt
og það að einhver
tekjujöfnun milli
sveitarfélaganna
eigi sér stað. Þar
getum við til dæm-
is nefnt að ríkið
stendur að markvissri uppbygg-
ingu og markaðssetningu á
ákveðnum svæðum og þar nefni ég
til dæmis Grundartangasvæðið,
þar sem tvö stóriðjuver hafa verið
byggð. Er þá ekki óeðlilegt að tekj-
um sem af því skapast sé eitthvað
dreift til þeirra sveitarfélaga sem
hafa ekki sömu tekjumöguleika."
SteingrímurJ. Sigfússott
þingmaðwVG.
„Mér Jiykir eðlilegt
að sveitarfélögin fái
aukið svigrúm í sín-
um tekjumálum.
En ég held að slík
breyting ein og sér
við núverandi að-
stæður dugi engan veginn til að
rétta af Ijárhag sveitarielaga - og
það gæti verið beinlínis varhuga-
vert ef lausnin á fjárhagsvandan-
um ætti að felast í því einu, að
neyða þau verst settu til að stór-
liækka útsvarsprósentuna. Það eigi
að vera eitt af markmiðunum við
endurskoðun á tekjustofnum sveit-
arfélaga og tekjulegum samskipt-
um ríkis og sveitarfélaga að auka
sjálfstæði hinna síðarnefndu í
þessu efnum.“
Steindór Sigutússon
oddviti Öxarfjatúarhrepps.
„Við viljum fá að
ráða okkar út-
varsprósentu sjálfír,
en einnig forystu-
menn þeirra sveit-
arfélaga sem betur
standa. Þeir vilja og
geta haft prósentuna Iægri því tekj-
ur þeirra eru það miklar að slíkt er
mögulcgt og framkvæmdir við-
komandi sveitarfélaga eru heldur
ekki miklar. Eg býst þó ekki við því
að aukið svigrúm í Jicssum efnum
verði Ieyft, forræðishyggja ríkis-
valdsins er svo rík.