Dagur - 29.09.2000, Qupperneq 21
FÖSTVDAGUR 29. SEPTEMBER 2000- 21
Xk^MT
Diddú velur sálma sjálf
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona syngur sálma og lög sem hún
sjélf hefur valið til flutnings í tónlistarguðsþjónustu í Hafnarfjarð-
arkirkju sunnudaginn 1. október kl. 20.30. Þetta er fyrsta tón-
listarguðsþjónusta vetrarins en slíkar messur hafa undanfarin
ár verið haldnar í Hafnarfjarðarkirkju en eru sænskar að upp-
runa. Eins og nafnið gefur til kynna eru slíkar messur helgaðar
íhugun og tónlist. Þar er stutt hugleiðing og þænir sem tengj-
ast þeirri tónlist sem flutt er hverju sinni. Einn listamaður eða
Kammermússík
I Bústaðakirkju
Kammermúsíkklúbþurinn heldur tónleika í Bústaðakirkju
sunnudaginn 1. októþer kl. 20.00. Á efnisskránni eru tríó nr.
1 fyrir fiðlu, knéfiðlu og píanó í einum kafla eftir Dimitri
Shostakovich, Saga hermannsins, Svíta fyrir klarínettu, fiðlu
og píanó umrituð af Igor Stravinsky og kvartett um endalok
tímans fyrir klarinettu, fiðlu, knéfiðlu og píanó eftir Olivier
Messiaen.
Flytendur á tónleikunum í Bústaðakirkju eru Einar Jóhannes-
son klarínetta, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Richard Talkowsky
knéfiðla og Folke Gr%oSbeck píanó.
nopur usiainanna
setur svip og sér-
kenni á messurn-
ar hverju sinni og
nú er það sem
sagt okkar ást-
sæla söngkona
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir.
Ljós og skuggi
Sigurður Árni Sigurðsson
opnar myndlistarsýningu í
Gallerý Sævars Karls við
Bankastræti á morgun,
laugardaginn 30. septem-
ber kl. 14.00. Sýningin er á
dagskrá Reykjavíkur Menn-
ingarborgar 2000 og
stendur til 19. október. Um
myndir Sigurðar segir Auð-
ur Ólafsdóttir m.a.: En
hvað sem kanna að líða
skírskotun til rómantíkur,
þá á náttúran í málverki
Sigurðar ekkert skylt við
óreiðu villtrar náttúru. Nátt-
úra hans er náttúra gerð af
manna höndum, skipu-
lögð, meðhöndluð náttúra,
kúlutrjágarðar, skífutré geó-
metrískir akrar og golfvell-
ir....Þrívíddarmódelin (hug-
myndir að görðum) sem
flest eru gerð samhliða málverkum eru jafnframt rökrétt framhald þeirra. í grund-
vallaratriðum snúast módelin, líkt og málverkin, um skuggaspil, samPand Ijóss og
skugga."
inn öllu áhugafólki um sögu og
menningu.
Alliance Francaise
- Ostasmökkun
I kvöld kl. 20.00 verður boðið upp á
ostasmökkun á vegum Alliance
Francise í húsakynnum þeirra að
Austurstræti 3 í þökk Osta- og smjör-
sölunnar sf. Á boðstólnum verða ís-
lenskir og franskir ostar. Þátttöku-
gjald er kr. 500 og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Félag eldri borgara
Ásgarði, Glæsibæ
Kaffistofan er opin alla virka daga frá
kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu.
Útifundur til að krefjast bættra kjara
á Austurvelli við Alþingishúsið mánu-
daginn 2. október kl. 15.00. Fjöl-
mennum og sýnum samstöðu.
Fræðslunefnd FEB efnir til skoðun-
arferðar í Þjóðmenningarhúsið,
Hverfisgötu 15 miðvikudaginn 4.
október kl. 14.00. Mæting í anddyri
Þjóðmenningarhússins kl. 13.50. Að-
gangseyrir kl. 200,- Skráning á skrif-
stofu FEB. Næsta fræðsluferð verð-
ur 7. nóvember kl. 14.00 í Álverið.
Nánar auglýst síðar. Upplýsingar á
skrifstofu FEB í síma 588-21II frá
kl. 9.00 til 17.00.
Líffræðistofnun kynnir
meistaraprófsfyrirlestra
í dag kl. 16:15 í stofu G-6, Grensás-
vegi 12 mun Katrín Guðmundsdóttir,
Rannsóknaslofu í sameinda- og
frumulíffræði, Krabbameinsfclagi Is-
Iands, flytja fyrirlesturinn: Erfða-
breytileiki sem áhættuþáttur fyrir
brjóstakrabbamein. Leit að breyting-
um í eftirlitsgenum mítósu í
brjóstakrabbameinsæxlúm.
í dag kl. 13.15 mun Anna Guðný
Hermannsdóttir halda erindið Hita-
þolinn amylasi úr fornbakteríunni
Thermococcus stetteri. Fyrirlesturinn
verður flutlur á ensku. Ilann verður
haidinn á Líffræðistofnun, Grensás-
vegi 12, í stofu G-6. Ollum er heimill
aðgangur.
LANPIÐ
TÓNLIST
Dj Skugga Baldur
Diskótekið og plötusnúðurinn Dj.
Skugga Baldur verður á Kristjáni X á
Hellu í kvöld kl. 23.00. Aðgangur
ókeypis. I Breiðinni á Akranesi laug-
ardagskvöldið 30. september frá kl.
23.00. Miðaverð kr. 500.
SÝNINGAR
Minjasafnið á Akureyri
Sunnudaginn, 1. október, stendur
Minjasafnið á Akureyri fyrir skoðunar-
ferð á gamla verslunarstaðinn á Gás-
um í samvinnu við Gásafélagið og
Þjóðminjasafn fslands. Á staðnum eru
glöggar kaupstaðarminjar frá fomri tíð.
Ferðin hefst við Minjasafnið, Aðal-
stræti 58, klukkan 14, með þvi' að
skoðuð verður sýningin Eyjafjörður frá
öndverðu, en þar er greint frá verslun-
arstaðnum á Gásum. Síðan er ekið að
Gásum og fomleifar skoðaðar með
Ieiðsögn. Áætlað er að koma til baka
um kl. 16. Þátttaka er ókeypis og öll-
um heimil, en ferðin er farin í tilefni af
Menningarminjadegi Evrópu. Á
sunnudaginn er Minjasafnið opið kl.
14 til 16. Enn er hægt að sjá sýningu
um leiðangur til björgunar bresks flug-
vélarflaks úr stríðinu, sem farin var
fyrir skemmstu. Hörður Geirsson verð-
ur í safninu og greiðir úr spumingum
gesta varðandi leitina að flugvélarflak-
inu. Aðgangseyrir að safninu er kr. 300
fyrir fullorðna. Ókeyps er fyrir yngri en
16 ára og ellilífeyrisþega.
OG SVO HITT...
Afmælishátíð Menntaskólans
á Isafirði
Afmælishátíð Menntaskólans á ísa-
firði verður haldin hátíðleg í íþrótta-
húsinu, Torfunesi laugardaginn 30.
september kl. 16.00. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra flytur ávarp.
Tónlistaratriði, söngur og leikrit. Að
dagskrá lokinni verður afhjúpað
merki skólans, sem Högni Sigurþórs-
son, hönnuður hefur hannað og boð-
ið upp á veitingar, framreiddar af
nemendum af matartæknibraut skól-
ans. Allir velkomnir.
Blómaskreytingar
og trjáklippingar
Þriðjudaginn 3. október verður nám-
skeið fyrir Samband sunnlenskra
kvenna í Garðyrkjuskóla ríkisins,
Reykjum í Ölfusi. Þetta er eitt af ár-
legum námskeiðum sambandsins f
skólanum, en þau hafa notið mikilla
vinsælda síðustu ár. Námskeiðið
stendur frá kl. 09:00 til 16:00. Fyrir
hádegi mun Uffe Balslev, blóma-
skreytingameistari kenna blóma-
skreytingar þar sem unnið er með
náttúruleg efni af útisvæði skólans og
fléttað úr trjágreinum. Eftir hádegi
mun Kristinn H. Þorsteinsson, garð-
yrkjumaður vera með fyrirlestur um
allt sem viðkemur trjáklippingum.
Hann mun sýna skemmtilegar lit-
skyggnur af mismunandi aðferðum
við klippingar og svara fyrirspurnum.
Þátttökugjald á námskeiðið er 4.000
krónur, en innifalið er molakaffi, há-
degismatur og miðdegiskaffi. Há-
marsksfjöldi þátttakenda er 15.
Skráningingu þarf að vera lokið
föstudaginn 29. september, en skrán-
ing fer fram hjá Guðnýju í síma 487-
8815 eða Aðalheiði í síma 486-3305.
Hi/að er á seyði?
Tónleikar, sýningar,
fyrirlestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar 6
netfangi, í sfmbréfi eða hringdu.
ritstjor&dagur.is
fax 460 6171
sfmi 460 6100
Útvörður upplýsinga
um allt land.
Áskrtftanfmtnm ar 900-7090
www.visir.is
Heimasíðugerð er
frábært hobbý
Handverkið ríkt í
okkur báðum
Erum í
langhlaupi
- segir Össur
Skarphéðinsson
í helgarviðtalinu
Kleinur, soðbrauð
og kanilsnúðar
Áskrrftarsíminn er 800-7080
I H ELGARBLAÐI DAGS
Kynlíf, heilsa, bíó, bækur, krossgáta, flugur og fleira