Dagur - 29.09.2000, Síða 19
ÞRIDJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 - 17
Thypir
(AKDlNM
Brúin út í Viðey
Átta skáld í Grafarvogi hafa tek-
ið höndwn saman viðMiðgarð,
miðstöðfjölskylduþjónustu í
hverfinu, oggefið útbókina Brú-
in útíViðey, til aðgefa öllum
heimilum og vinnustöðum inn-
anpóstumdæmis 112.
„Tilgangurinn er sá að gefa nágrönnunum í
Grafarvogi íslenskt lesefni, sprottið upp með-
al þeirra sjálfra í yngsta hverfi borgarinnar,"
segir eitt skáldanna, Ragnar Ingi Aðalsteins-
son. Ilann segir aðdragandann að útgáfunni
vera þann að um riokkurt skeið hafi rithöf-
undarnir í Grafarvogi hist nokkuð reglulega,
sér til andlegrar uppbyggingar og ánægju.
„Við jörmuðum okkur saman til að spjalla og
reyndar er það þannig að okkur Grafarvogs-
búum finnst við eiga svolítið hver í öðrum,“
segir hann og heldur áfram: „Rithöfundar
eru dálitlir einyrkjar og það er gott fyrir þá
að koma saman og bera saman bækur sín-
ar.“ Hann segir þá hugmynd snemma hafa
komið fram að á Menningarári Reykjavíkur
væri tilvalið að efna í eitthvert rit. „Það var
búið að velta þessu fyrir sér í dálítinn tíma
þegar Miðgarður, miðstöð fjölskylduþjónustu
hverfisins, gerði sér lítið fyrir og lét okkur
hafa 300 þúsund króna styrk til að gera bók-
ina. Þeir veita árlega svokallaðan Máttar-
stólpa, sem eru menningarverðlaun Mið-
garðs og þau féllu sem sagt okkur skáldun-
um í skaut að þessu sinni." segir Ragnar Ingi
og er afar ánægður.
Bóki ii er bráðfalleg
Skáldin og rithöfundarnir sem um ræðir eru
þau Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guð-
mundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir
Eh'asson, Krístín Marja Baldursdóttir, Hjörtur
Marteinsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og
viðmælandinn í þessu spjalli, Ragnar Ingi Að-
alsteinsson sem lýsir næstu skrefum svo:
„Við tíndum saman það sem við vorum með í
smíðum og dustuðum rykið af öðru. Söfnuð-
Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir útgáfu bókarinnar Brúin út í Viðey vera eitt skemmtiiegasta verkefni
sem hann hafi unnið að.
um saman frásöguþáttum, smásögum og
ljóðum og þetta er orðin 96 blaðsíðan bók.“
Hann segir listakonurnar Guðbjörgu Lind
Jónsdóttur, Magdalenu Margréti Kjartans-
dóttur og Kristínu Geirsdóttur, sem allar hafi
vinnustofur á Korpúlsstöðum, hafa brugðist
vel við ósk um að myndskreyta bókina. „Þær,
eins og höfundarnir hafa gefið alla vinnu og
myndirnar þeirra koma mjög vel út. Bókin er
bráðfalleg." segir Ragnar Ingi og bætir því
við að þetta verkefni só eitt það skemmtileg-
asta sem hann hafi unnið að.
Prentsmiðjan Oddi spilar hka stóra ruliu í
þessari sögu alhi eins og Ragnar Ingi fýsir: „í
framhaldi af þessu öllu að haft var samband
við prentsmiðjuna Odda og hún hreinlega
bauðst til að prenta fyrir okkur 6.500 eintök
fyrir þennan þrjú hundruð þúsund kall. Svo
þeir gefa okkur stærstan hluta af prentkostn-
aðinum. Það var gert til að hægt væri að
dreifa bókinni ókeypis í Grafarvoginum. Þar
kom eiginlega punkturinn yfir iið!
Enginn ruslpóstur
Brúin út í Viðey verður gefin út í dag, 29.
september kl. 13.30 við hátíðlega athöfn í
Korpuskóla, þar sem verður flutt dagskrá í
tali og tónum að viðstöddum fjölmörgum
skólanemendum og skáldum. í framhaldi af
því verður henni dreift inn á hvert heimili í
Grafarvogi á næstu vikum. „Ég vona að fólk
átti sig á því þegar það fær þessa sendingu
inn um lúguna að þar er enginn ruslpóstur á
ferð heldur alvöru bókmenntir,“ segir Ragnar
Ingi.
GUN.
Lákar í lopa
„Þá er nú eitthvað annað að sjá fóikið sitt í litrfkum, íslenskum iopapeysum,
börnin eru alveg ótrúlega sæt og laus við kvef í pínulitlum munsturbekkjun-
um, konurnar verða frískar og virðulegar, og karlarnir verða algjört dúndur"
■■■■■■ Mér finnst rétt
BRÉF ÚR að minnast á
” það, nú þegar
rétt er að byrja
að hausta, að
allt árið um
kring er gott að
klæðast lopa-
peysum, hvort
sem um er að
ræða karla,
konur eða
börn. Allir líta
vel út í slíkum
fatnaði. En
karlmennirnir eru þó aldeilis
hreint stórglæsilegir í lopa-
peysum, bæði kynþokkafullir
og leyndardómsfullir, alvöru-
karlmenn! Mér liggur beinlínis
við taugaáfalli í hvert sinn er
ég sé myndarlegan og stæði-
legan karl klæða sig í fiís-flik-
ur, en föt úr íh's-efnum eru
einkum þau föt sem keppa við
okkar íslensku, gullfallegu
lopa- og ullarvörur, sem Is-
lendingar sjálfir framleiða.
Það er langt fyrir utan minn
skilning!
Hvað er flís og hvað er ull?
Gaman væri nú að rifja upp hvað
er flís og hvað er ull. Margir full-
yrða að í flís-peysunum, sem
njóta mikillar hylli hjá landan-
um, sé komið efni sem er betra
að öllu leyti en ullin. Við sem
þekkjum eiginleika ullarinnar
vitum að flís, sem unnið er úr
gerviefnum getur aldrei keppt
við ull nema á fölskum forsend-
um. Fullyrt er að flís hafi mikið
einangrunargildi, andi og hleypi
raka í gegnum sig. Staðreyndin
er hins vegar sú að þó flís hleypi
lofti í gegnum sig, þá leiðir það
ekki raka frá líkamanum og fólk
svitnar, verður illa lyktandi, svo
ekki sé talað um þá ofkælingu
sem fólk getur orðið fyrir í ís-
lenskri veðráttu. Ekkert efni
getur keppt við ull í vosbúð og
kulda, og er umhugsunarvert að
verið sé að telja fólki trú um al-
hliða ágæti flís-fatnaðar, eins og
gert hefur verið á undanförnum
árum.
Ókostur við flís-fatnað er
einnig sá, að efnið er mjög eld-
flmt og því beinlínis lífshættulegt
að klæðast því við opinn eld, en
ullin er aftur á móti besta efni
sem völ er á til varnar eldi (mun-
ið nú eftir öllum áramótabrenn-
unum).
Allt að 85% af flís-flík er úr
endurunnum vörum, sundur-
skornum og bræddum plastflösk-
um, flís er enn eldfimara en
polyester, og flís-flík logar glatt á
ca. 5 sekúndum við opinn eld!
Er annars nokkur aðvörun um
þetta á flís-peysunni þinni?
Bara spurði. Einu einstöku eigin-
leikarnir sem flís-flíkurnar hafa
eru þeir að flíkurnar eru hlýjar í
hita og kaldar í kulda!
Já, þá er nú eitthvað annað
að sjá fólkið sitt í litríkum, ís-
lenskum lopapeysum, börnin eru
alveg ótrúlega sæt og laus við
kvef í pínulitlum munsturbekkj-
unum, konurnar verða frískar og
virðulegar, og karlarnir verða al-
gjört dúndur! í hverju haldið þið
svo sem að alvöru gangnamenn
fari upp á heiðarnar? Að sjálf-
sögðu lopapeysunum sínum, eins
og þeir hafa gert í nokkur hund-
ruð ár! Þá þurfa þeir varla ann-
að til þess að halda á sér hita ég
segi nú ekki að það sé ekki gott
að hafa lögg á vasapela, en það
er ekki vegna þess að peysurnar
séu ekki nógu hlýjar, það er bara
til þess að skapa réttu stemning-
una!
lHlergidl
Og strákar í alvöru! Konur fá í
hnén þegar þær sjá hvað þið
eruð glæsilegir í lopapeysunum.
glaisilegir. fslenskir, traustir og
bara flottir. Svo mjúkir að halla
sér upp að, mjúkir og heitir og
bullandi af kynþokka. Flís er
svolítið feik, það er næstum því
jafnslæmt að sjá fullorðinn karl-
mann f flís-fatnaði og ef hann
væri í þessum týpisku, ömurlegu
jakkafötum með hengingarólina
um hálsinn!
ULL ER GULL! Það þarf ekki
að hafa fleiri orð um það í bili.
Með alvöru kveðju úr Blöndu-
dalnum,
Jóhanna Halldórsdottir.