Dagur - 29.09.2000, Side 5

Dagur - 29.09.2000, Side 5
FÖSTUDAGUR 2 9. SEPTF.MBER 2000 - 7 Tkyfir ÞJÓÐMÁL PÉTUR JOSEFSSON FASTEIGNASALI A AKUREYRI SKRIFAR Á dögunum birtust myndir af háttvirtum samgönguráðherra máta hakann við annað tveggja fjalla í Héðinsfirði sem hann hyg- gst láta gera göt í gegnum til þess að þið, Siglfirðingar góðir, getið með sæmilegum hætti í framtíð- inni komist til Olafsfjarðar og það- an raunar til Dalvíkur og svo til Akureyrar og yfir Oxnadalsheiðina í suðurátt til höfuðborgarsvæðis- ins. Nú hef ég ekkert á móti sam- gönguráðherrum sem heQa gerð jarðganga en í þetta sinn er ég ekki sannfærður um að háttvirtur ráðherra sé á réttri leið. Göng frá Siglufirði til Ólafs- fjarðar í gegnum þessi tvö fjöll og vegur í Héðinsfirði hef ég fyrir satt að muni kosta um fjóra milljarða þ.e. fjögur þúsund milljónir króna. Þið Siglfirðingar munuð vera 1600-1700 talsins þannig að kostnaðurinn við þessi tvenn göng ásamt veginum mun verða ærinn miðað við höfðatölu ykkar. En manni skilst á Kristjáni Möller þingmanni ykkar að eitthvað verði að gera lyrir ykkur og upplagt sé að jarðgöng verði fyrir valinu. Ekki jarðgöng frá Siglufirði í Fljótin heldur þessi tvenn frá Siglufirði um Héðinsljörð til Ólafsfjarðar. Eg get ekki að því gert að mér finnst akkúrat ekkert vit i svona framkvæmdum og hafandi leitað að ástæðu (ekki endilega skyn- samlegri) fyrir þessari ákvörðun um jarðgöng frá Siglufirði til Ólafsljarðar í gegnum Héðinsíjörð þá finnst í raun aðeins ein slík og hún er bættar samgöngur vegna fyrirtækisins Þormóður rammi - Sæberg hf. - Á altari hagræðingar hluthafa Þormóðs ramma - Sæ- bergs hf. þá eru jarðgöng á kostn- að íslenskra skattgreiðenda frá Siglufirði til Ólafsfjarðar auðvitað hagstæð fyrir rekstur þess fyrir- tækis fyrst að hagsmunir hluthafa „Þiö Siglfirðingar munuð vera 1600-1700 talsins þannig að kostnaðurinn við þessi tvenn göng ásamt veginum mun verða ærínn miðað við höfða- töiu ykkar, “ segir greinarhöfundur. reyndust vera þeir að sameina þessi tvö fyrirtæki og láta síðan í veðri vaka að starfsemi á báðum stöðum verði fyrirtækinu til fram- dráttar sem er auðvitað bölvuð vit- leysa. Þess vegna vil ég biðja ykkur Siglfirðingar góðir að velta fýrir ykkur þremur spurningum: 1) Hve margir ykkar eru í raun fylgjandi þeirri jarðgangagerð sem nú er að hefjast? 2) Hve margir ykkar eru frekar fylgjandi gerð jarðganga frá Siglu- firði í Fljótin í stað ganganna frá Siglufirði í gegnum Héðinsljörð til Ólafsfjarðar. 3) Nú er hugmyndin að láta í framkvæmdir „f ykkar þágu“ þessa fjóra milljarða. Ef við sleppum þessari framkvæmd en létum ykk- ur þessa Ijóra milljarða í té til frjálsrar ráðstöfunar mynduð þið þá leggja þessa peninga í jarðgöng frá Siglufirði um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar? Eða mynduð þið vilja gera eitthvað annað við þessa peninga? Hvað? Hví ekki láta fara fram skoðana- könnun meðal Siglfirðinga? Grátur og angist ANNA RINGSTED ÞÁTTTAKANDI i STANZ HÓPNUM - BARÁTTUHÖP GÉGN UMFERÐARSLYS- UM SKRIFAR Það fyllti minn mæli, þegar ég heyrði nýlega f sjónvarpsfréttum að 50 lögreglumenn hefðu verið fengnir til að gæta kínverskra ráðamanna meðan á opinberri heimsókn þeirra stóð, hér á okk- ar annars friðsæla tslandi. Eru ráðamenn okkar alveg veru- Ieikafirrtir, eða fá þeir aldrei að fara út fýrir Alþingishússins dyr? Þeir hika ekki við að umkringja og vernda menn með blóðidrif- inn bakgrunn, mcðan grátur og angist fylla hverja holu á íslensk- um vegum. Eg er eiginlega alveg mát! Lítið ykkur nær, ágætu ráðamenn og gætið landa ykkar; okkar sem borga launin ykkar; okkar sem veitt hafa ykkur um- boð til höndla nánast með líf okkar, limi og heilsu. Er virkilega enginn þingmaður sem áhuga hefur á umferðarmál- um eða þor til að tjá sig um þessi mál? Hvað veldur áhugaleysinu? Ekki nógu spennandi? Engir feitir stólar eða örugg atkvæði? Spyr sá sem ekki veit. Það er ekki nóg að hafa einhvern tímann lagt fram tillögu varðandi urn- ferðaröryggi, svona fyrir siðasak- „Nú er nóg komið af harmleikjum umferð- ariimar - þetta viljuni við ekki.“ ir. Það þarf líka íýlgja henni eftir og koma henni í framkvæmd. Það væri kannski tilvalið að af- greiða hana á síðustu dögum þingsins því þá virðist allt renna í gegn á hraða Ijóssins. Eg bara trúi því ekki fyrr en ég tek á að allir íslenskir stjórn- málamenn GETI EKKI samein- ast í einn stóran öflugan FLOKK og barið í borðið og sagt: Nú er nóg komið af harmleikjum um- ferðarinnar - þetta viljum við ekld. Verurn núna, þó ekki væri nema einu sinni, sammála um að stórefla umferðarlöggæslu á íslenskum vegum. Það kostar vissulega peninga en af þeim eig- um við nóg þegar líf liggur við. Eg skora á ykkur þingmenn góðir, að á komandi þingi verði það ykkar lýrsta verk að sjá til þess Iöggæsla á íslenskum veg- um verði stórefld, má vera að þið gáetuð kannski dustað rykið af gömlum loforðum, ef til eru. En sem betur fer sjást ljósir punktar í umferðarmenningu okkar Islendinga. Eg var á dög- unum stödd við Verkmennta- skólann á Akureyri og þá sá ég, mér til mikillar gleði að margir tugir ungra ökumanna notuðu bíibelti (fyrir utan einn) og ég tek ofan fyrir þeim, kannski voru þarna þingmenn framtíðarinnar innan um. Líklega er mun væn- legra til árangurs að snúa sér beint til þeirra. STJÓRNMÁL Á NETINU Kjördæmm og landshyggðm „Það er nöturlegt að fylgjast með verkum ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á alþingi þegar landsbyggðin á í hlut. Hvert ax- arskaftið öðru verra ríður yfir og nánast óskiljanlegt hvernig stað- ið er að málum. Tvennt vil ég nefna úr aðgerðasafni stjórn- valda síðustu misseri: Stórskað- lega kjördæmabreytingu og óhönduglegar tilraunir með stofnanaflutning sem ætlar að reynast hin mesta hefndargjöf." Þetta segir Hjörleifur Guttorms- son á vefsíðu sinni. Um kjördæmabreytinguna segir hann ennfremur: „Með því að þenja kjördæmin út eins og raun ber vitni og draga mörk þeirra þvert á gömul stjórnsýslumörk er verið að rjúfa tengsl þingmanna við umbjóð- endur sína og raska hefðbundnu samstarfi sveitarfélaga. Hvaða vit halda menn til dæmis að verði í starfi þingmanna sem eiga að þjóna svæðinu frá Lónsheiði norður um til Sigluíjarðar? Um leið eru höggvin sundur um- dæmi sveitarstjórnarsambanda á Austurlandi og Norðurlandi eystra, en á grunni þeirra hefur þróast margháttað samstarf. Með því að klippa Hornafjörð frá Austurlandi og sameina afgang- inn Eyjafjarðarsvæðinu er verið að kippa grunninum undan heil- um landsljórðungi sem á rætur allt aftur á þjóðveldisöld. Ábyrgð á þessum tiltektum bera núver- andi stjórnarflokkar, þótt þeir hafi fengið til liðs við sig krata- safnið sem nú gengur undir nafninu Samfylking. Full ástæða er til að kanna, þótt seint sé, hvers vegna tillög- Hjörieifur Guttormsson. urnar að kjördæmabreytingu fengu í tvígang sáralitla almenna umíjöllun í samfélaginu. Ætti hér þó að vera mál á ferðinni sem almenningur hafi skoðun á sem og trúnaðarmenn fólks í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Um svipað leyti geisaði fjörleg umræða á síðum dag- blaða um gagnagrunn á heil- brigðissviði, hálendismál og stór- iðju. En þegar kom að undir- stöðu pólitískrar starfsemi í landinu þögðu flestir þunnu hljóði og létu sinnulitla flokks- formenn teyma sig á asnaeyrun- um. Vantaði þó ekki gagn- rýniraddir á alþingi eins og frá Þingflokki óháðra og síðar Vinstrihreyfingunni grænu fram- boði sem bentu á brotalamirnar og holldakann undir hinni nýju skipan.“ Um byggðamálin segir Hjör- leifur m.a.: „Tilburðir ráðherra og stjórn- arliða í Byggðastofnun til að fly- tja heilar stofnanir frá Reykjavík- ursvæðinu út á land hvíla á veik- um grunni ckki síður en kjör- dæmabreytingin. Þessum mönn- um virðist fyrirmunað að læra stafrófið í farsælli stjórnsýslu. I stað þess að eyða kröftum í að skáka fáeinum stofnunum út á land, oft til óhagræðis jafnt fýrir landsbyggð sem höfuðborgar- svæði, bíða svæðisbundin verk- efni í hrönnum á sviði opinberr- ar stjórnsýslu. Það vantar aðeins skilning og fjármagn til að koma fólki til gagnlegra starfa, þar á meðal í stofnunum sem margar hverjar eru þegar til staðar á landsbyggðinni. I staðinn er hægt að draga úr eða taka fyrir vöxt hliðstæðrar starfsemi á veg- um hins opinbera syðra. Fátt ætlar að verða landsbyggðinni jafn dýrkeypt og að hafa falið for- sjá sína stjórnmálamönnum sem sjá ekki Iengra nefi sínu.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.