Dagur - 29.09.2000, Qupperneq 6
8- FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
-DMýir
SMATT OG STORT
UMSJON:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
Guðni Ágústsson.
GOLLKORN
„Kópavogshreppur
er einstök dæmi-
saga eða sjálf’-
dæmi um skipan
eða skipulagsleysi
heils byggðarlags
frá fyrsta hamars-
höggi út í mýri.“
Asgeir Hannes Ei-
ríksson í pistli í
Degi.
Langir haustdagar
Fast hef’ur verið sótt að Guðna Agústssyni landbúnaðarráðherra að skýra
frá ákvörðun sinni um það hvort hann ætli að leyfa innflutning á fóstur-
vísum úr norskum kúm eða ekki. Guðni hefur jafnan svarað því til að
hann lægi undir feldi og hugsaði málið líkt og Þorgeir Ljósvetningagoði
forðum tíð. Kúabændur hafa skammað Guðna á fundum í sumar fyrir að
taka ekki ákvörðun og um tíma var þrýstingurinn á hann orðinn slíkur að
hann hafði á orði að ekki dyggði minna en þjóðfundur á Þingvöllum til að
tilkynna um málið þegar þar að kæmi. En svo sagði hann afdráttarlaust að
hann myndi tilkynna ákvörðun sína á haustdögum. Fyrir skömmu hitti
Guðni kunningja sinn sem spurði bvað liði ákvörðuninni um norsku kýrn-
ar, nú væru komnir haustdagar. „Já,“ sagði Guðni. „En við skulum athuga
það að haustdagar í pólitík geta náð alveg til jóla ef því er að skipta."
Kindumar sem önduðust
Ef Guðni Agústsson landbúnaðaráðherra hefur
hlustað á morgunþátt Rásar 2 í gær, fimmtudag, þá
hygg ég að honum hafi þótt einkennilega til orða tek-
ið um ýmislegt sem við kemur sláturtíðinni. I þætt-
inum var viðtal við mann sem vinnur við siátrun um
þessar mundir. Aður en viðtalið hófst talaði annar
hvor stjórnandi þáttarins um að nú stæði yfir slátur-
vcrtíð. Til þessa hefur verið talað um sláturtíð á
haustin en vertíð á veturna þegar menn fóru í verið
og réru til fiskjar. Þessu hefur ekki fý'rr verið slegið
saman. Þá talaði Ingólfur Margeirsson, annar stjórn-
anda þáttarins, um að þetta væri aftaka á kíndum. Aður var alitaf talað um
slátrun. Hann talaði líka um að kindurnar önduðust, sem er líka nýtt því
hingað til hefur verið talað um skepnur drepist en mannfólk andist. Hann
er greinilega Iangur þekkingarvegurinn frá bítla „tónlist" til sláturtíðar á
Islandi.
Blessuö sé maðkanua minning
Laxveiðitímabilinu lýkur á morgun. 1 tilefni þess er rétt að hirta þessa
skemmtilegu vísu eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Berghyl í Fljótum:
Laxinn sér leikur á grynning.
Það lygnir í nótt - eflir spáuui.
Blessuð sé maðkanna minning
sem mennimir drektu í ánni.
Ingólfur Margeirsson.
FIIMA OG FRÆGA FOLKIÐ
Bruce WiHis þykir í
hópi verst klæddu
karlmanna.
Þau best o
verst klæd
Tímaritið People kallaði á dögunum til fagfólk og lét það velja
hest klædda og verst klædda fólk heims. A lista yfir þá tíu sem
þykja bera af í smekklegum klæðahurði eru Jennífer Aniston,
George Clooney, Vilhjálmur prins, Samuel L. Jackson, Pierce
Brosnan og Kevin Spacey. A lista yfir þá verst klæddu fá finna
Jennifer Love Hewitt, Renée Zellweger, Bruce Willis, Löru
Flynn Boyle og Lauren Holh
Kevin Spacey þykir hafa góð-
an fatasmekk.
IÞROTTIR
Góð staða
Arsenal og
Valencia
Eftir þriðju umferð riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu, sem lauk
með átta leikjum í A, B, C og D-
riðli í fyrrakvöld, eru tvö lið,
Arsenal og Valencia, enn með
fullt hús stiga í keppninni.
Arsenal vann 2-0 heimasigur á
Lazio í B-riðli . þar sem Svíinn
Fredrik Ljungherg skoraði ha'ði
mörk Lundúnaliðsins og bæði eft-
ir undirbúning HoIIendingsins
Dennis Bergkamps, sem átti írá-
hæran leik. Arsenal hefur þar með
náð þægilegu forskoti í riðlinum,
þremur stigum á undan Lazio. I
hinum leik B-riðiIsins vann
Sparta Prag 3-2 sigur á Shakhtar
Donetsk, þar sem öll mörkin voru
skoruð í seinni hálfleik.
í A-riðli heldur Real Madrid
efsta sætinu, eftir 2-3 útisigur á
Bayer Leverkusen, þar sem Bras-
ilíumaðurinn Roherto Carlos var í
aðalhlutverki hjá Evrópumeistur-
unum. Þjóðverjarnir náðu tvisvar
forystunni í leiknum, fyrst á 27.
mfn. með marki Bernd Schneider
og síðan marlvi Michael Ballack á
69. mínútu. Carlos jafnaði fyrir
Real eftir það fyrra með marki
beint úr aukaspyrnu og Guti eftir
það seinna. Carlos skoraði svo
sigurmarkið og sitt annað mark í
leiknum í lokin og tryggði sigur
meistaranna. Real heldur topp-
sætinu í riðlinum með 7 stig en
Spartak Moskva sem vann 3-1
heimasigur á Sporting Lissabon,
fylgir þeim fast eftir með 6 stig.
I C-riðli vann vann Valencia I -
0 heimasigur á franska liðinu
Olympique Lyon og er eins og
áður sagði með fullt hús stiga í
toppsætinu. Það var Slóveninn
Zlatko Zahovic sem skoraði sigur-
markið tólf mín. fyrir leikslok, en
áður hafði Gai/ka Mendieta, fvr-
irliði Valencia, klúðrað víti á 38.
mín. I hinum leik C-riðils vann
gríska liðið Olympiakos 2-0
heimasigur á hollenska liðinu
Heerenveen, þar sem Brasilíu-
maðurinn Giovanni. skoraði bæði
mörkin f\TÍr Grikkina.
I D-riðli eru Glasgow Rangers
og Galatasaray efst og jöf’n með
sex stig eftir að Tyrkirnir unnu 3-
2 heimasigur á Skotunum.
Tvrkimir hyrjuðu leikinn með lát-
um. en tókst þó ekki að skora
þrátt fyrir fjölda tækifæra og var
staðan 0-0 í hálfleik. Það var síð-
an Bulent Akin sem braut ísinn á
52. mínútu og í kjölfarið fylgdu
tvö mörk frá þeim Hakan Unsal
og Mario Jardel á 57. og 70. mín-
útu. Þá loksins vöknuðu leik-
menn Rangers til lífsins og tókst
að minnka muninn í 3-2 með
mörkum Andrei Ixanchelskis á
72. mfn. og Giovanni van Bronck-
horst á lokamínútunni.
I hinum leik D-riðils vann
Mónakó 5-0 heimasigur á Sturm
Graz, þar sem Marco Simone
skoraði þrjú fýrstu mörk franska
liðsins, öll í fyrri hálfleik. Þeir
Pontus Farnerud og Shabani
Nonda sáu um restina og þar með
vann Mónakó sinn fyrsta sigur í
riðlinum.
Staðan og úrslit leikja:
A-riðill E-riðiII
Real Madrid 3 2 0 1 6:4 7 luventus 3102 6:5 5
Spartak Moskva 3 2 10 5:2 6 Deport. Coruna 3 10 2 3:2 5
Bayer Leverk. 3 12 0 5:7 3 Panathinaikos 3 111 3:3 4
Sport. Lissabon 3 0 2 1 5:8 1 Hamburger SV 3 0 2 1 5:7 1
Urslil 3. umferðíir: Úrslit 3. umferðar:
Bayer Leverk. - Real Madrid 2-3 Juventus - Deport. Coruna 0-0
Spartak Moskva - Sport. Lissab. 3-1 Hamburger - Panathinaikos 0-1
Næstu leikir 17. okt.: Næstu leikir 18. okt.:
Real Madrid - Bayer Leverkusen Deportivo Coruna - Juventus
Sporting Lissabon - Spartak Moskva Panathinaikos - Hamburger
B-riðill F-riðill
Arsenal 3 3 0 0 6:2 9 Rosenborg 3 2 10 10:5 6
Lazio 3 2 10 6:2 6 Bayern Mtinchen 3 2 10 6:3 6
Sparta Prag 3 12 0 3:6 3 Paris St Germain 3 2 10 6:4 6
Shak. Donetsk 3 0 3 0 4:9 0 Helsingborg 3 0 3 0 3:13 0
Orslit 3. umferðar: Urslit 3. umferðar:
Arsenal - Lazio 2-0 Paris St Germ. - Bay. Múnchen 1-0
Sparta Prag - Shak. Donetsk 3-2 Rosenborg - Helsingborg 6-1
Næstu leikir 17. okt.: Næstu leikir 18. okt.:
Lazio - Arsenal Bay. Múnchen - Paris St Germain
Shakhtar Donetsk - Sparta Prague Helsingborg - Rosenborg
C-riðilI G-riðilI
Valencia 3 3 0 0 4:1 9 PSV Eindhoven 3 2 10 5:3 6
Olynipiakos 3 2 10 5:3 6 Dynamo Kiev 3 111 5:2 4
Olympique Lyon 3 12 0 4:4 3 Man. United 3 111 6:4 4
Heerenveen 3 0 3 0 1:6 0 Anderlecht 3 12 0 2:9 3
Úrslit 3. umferðar: Úrslit 3. umferðar:
Olympiakos - Heerenveen 2-0 Dynamo Kiev - Anderlecht 4-0
Valencia - Olymp. Lyon 1-0 PSV Eindhoven 3, Man. Utd 1 3-1
Næstu leikir 17. okt.: Næstu leikir 18. okt.:
Heerenveen - Olympiakos Anderlecht - Dynamo Kiev
Olymp. Lyon - Valencia Man. United - PSV Eindhoven
D-riðiII H-riðill
Glasg. Rangers 3 2 10 8:3 6 AC Milan 3 2 10 6:2 6
Galatasaray 3 2 10 6:7 6 Leeds 3210 7:4 6
Mónakó 3 12 0 7:4 3 Barcelona 3 12 0 4:5 3
Sturm Graz 3 12 0 3:10 3 Besiktas 3 12 0 4:10 3
Úrslit 3. umferðar: Urslit 3. umferðar:
Mónakó - Sturm Graz 5-0 Leeds - Besiktas 6-0
Galatasaray - Rangers 3-2 Barcelona - AC Milan 0-2
Næstu leikir 17. okt.: Næsiu leikir 18. okt.:
Sturm Graz - Mónakó Besiktas - Leeds United
Rangers - Galatasaray AC Milan - Barcelona