Dagur - 29.09.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 29.09.2000, Blaðsíða 13
■ I 12- FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 FRÉTTASKÝRING FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2 000 - 13 FRÉTTIR Koma engiit skip Verulegar seinkanir á Kínasmíðuðiun skip- um og ekkert skip komið þaðan enn. Ráðgjafar, Útflutn- ingsráð og utanríkis- ráðuneyti sæta ámæli fyrir að reyna að koma allri nýsmíði skipa til útlanda. íslendingar glima við það vanda- mál að þeir reynast ekki samkeppnishæfir í verði. Samkeppnisstaða íslenskra skipa- smíðastöðva er betri en gefið hef- ur verið í skyn undanfarin miss- eri, m.a. af opinberum aðilum. Nýlega kom nýtt 116 brúttólesta skip til Þórshafnar, neta- og drag- nótabáturinn Geir ÞH-50, sem smíðaður er hjá Osey í Hafnar- firði. Verð skipsins er 96 milljón- ir króna og segir útgerðarmaður- inn að skipið sé litlu dýrara, en ef það hefði verið smíðað í Kína. Hins vegar væri vitað um gæði skipasmíða á Islandi, en alls ekki í Kína og eins hefði afhendingar- tími staðist, en því færi víðs Ijarri í Kína eins og nýleg dæmi sönn- uðu. Ekkert skip hefur verið af- hent þaðan og virðist afhending þeirra vera afstætt hugtak hjá for- svarsmönnum skipasmíðastöðv- anna og ráðgjöfum þeirra. Þannig átti að afhenda Fossá, kúfiskskip til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, í vor, skipið fór fyrst í reynslusigl- ingu nýverið og því óvíst að það verði komið til landsins á þessu ári. Það verður fyrsta skipið frá Kína sem kemur hingað. I gær- morgun var sjósett 68 metra langt skip í Kína fyrir Örn Erlingsson sem á að heita Guðrún. I Kína eru um þessar mundir í smíðum 16 skip fyrir Islendinga, þar af 10 raðsmiðaskip um 130 til 140 tonn að stærð og verð þeirra um 50 milljónir króna, sem auð- vitað er ótrúlega lágt. Samning- arnir eru hins vegar gerðir í doll- urum. Gengi hans var 72 krónur við undirskrift samninga en er kominn upp í 86 krónur í dag og því hefur verð bátanna hækkað um 20%! En skipin fást ekki af- hent og tíminn líður. , ._ í Chile eru þijú skip í smíðum, og afhendingu þeirra hefur ein- nig seinkað verulega. Vel Þekkt er seinkunin á hafrannsóknar- skipsinu sem nú er komið til landsins. Nótaskipið Ingunn AK sem smíðað er fyrir HB á Akra- nesi reyndist of þungt þegar það var sjósett, en samið var við skipasmíðastöðina um lengingu og kemur hún að mestu upp í þann kostnað sem skipasmíða- stöðín hefði annars þurft að greiða vegna dráttar á afhend- ingu. Ráðgjafar hafa hagsmiina að gæta Ingólfur Sverrisson hjá Samtök- um iðnaðarins segir að enginn viti í dag hvenær skipin komi frá Kína. Ráðgjafi hjá Ráðgarði hafi sagt honum að fólk átti sig ekki á því að verkþekking í Kína sé á háum stalli og þeir væru ekki að bjóða í verk ef þeir treystu sér ekki til að ljúka þeim á umsömd- um tíma. Það stangast á við veruleikann að dómi Ingólfs sem minnir á að eitt skipanna hafi átt að afhenda í byrjun þessa árs, en það sé ekki komið enn og enginn viti hvenær það komi. „Einn kaupendanna hefur sagt við mig að hann hafi aldrei Ient í eins miklum vandræðum eins og að útskýra fyrir Kínverjunum auðveldustu atriði við frágang og niðursetningu tækja sem þeir vita ekki hvaða hlutverki þjóna. Verkþekkingin er ekki til staðar þó annað sé fullyrt. Þeir eiga eft- ir að ganga frá þessum skipum, og á meðan þeir kunna það ekki þarf engan að undra þótt afhend- ing tefjist. Þetta er grafaavarlegt mái. Starfsmenn ráðgjafastofa eins og Ráðgarðar, Skipatækni og Skipasýnar veita hlutlausa ráð- gjöf um endurnýjun, en mér finnst það augljóst að síðan breytist ráðgjöfin í hreina sölu- mennsku þegar kemur að smíða- stað. Vegna þess hversu hart þessir aðilar ganga fram í því að koma þessum smíðum til Kína hafa þeir hagsmuna að gæta. Enda fara þeir ekki til Óseyjar, Stáltaks, Þorgeirs og Ellerts eða annarra íslenskra skipasmíða- stöðva og spyrja hvernig þeir geti Ieyst úr málinu. Svo heldur Ut- flutningsráð ráðstefnu um við- skipti við Kína sem í sjálfu sér er ágætt mál. Það vakti þó sérstaka athygli þeirra sem vilja efla ís- lenskan skipaiðnað að þarna var eindregið hvatt til þess að beina skipasmíðum til Kína, og til þess hafa menn stuðning utanríkis- ráðuneytisins. Starfsemi Útflutn- ingsráðs hefur að stórum hluta verið kostuð af íslenskum iðnfyr- irtækjum um árabil. Ráðinu finnst það eiga að vera ofarlega á verkefnalista sfnum að koma úr landi fyrirhuguðum verkefnum í skipasmíðum eða á öðrum svip- uðum sviðum, t.d. til Kína. Það er erfitt fyrir okkur að sannfæra menn um ágæti íslenskrar skipa- smíði á sama tíma og við þurfum að berjast við „ráðgjafa“, Útflutn- ingsráð og utanríkisráðuneyti í sama máli." Að öllu þessu athuguðu segir Ingólfur því ekki að furða, þótt menn velti fyrir sér hvort um sé að ræða samstillt átak um að fly- tja allar skipasmíðar til fjarlægra landa, en huga ekki sem skyldi að öllu því sem máli skiptir - bæði fyrir útgerðir og skipaiðnað á Is- lapdi. Nóg að gera þegar nýtt skip kemnr Öm Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, segist alls ekki geta dæmt um það hvar verkþekking Kínverjanna liggi, til þess skorti hann vitneskju. En þegar verkin, hvert af öðru fari úr landinu, séu skipasmíðarnar hér- lendis smám saman að missa nið- ur verkþekkinguna. Nú séu næg verkefni fyrir járniðnaðarmenn, og eðlilegt ástand í þessari iðn- grein. Það þurfi ekki mörg ár í viðbót til þess að þekkingin verði ekki fyrir hendi lengur. „Við vitum að það er alveg sama hvort nýsmíði kemur frá Chile, Póllandi, Spáni eða annars stað- ar, þá er byijað á því þegar skipið kemur til landsins að vinna upp ýmsa galla og frágangsmál sem alls ekki eru í lagi, og oft eru þessar lagfæringar töluvert mikl- ar og geta kostað einhverjar rnillj- ónir króna. Eftir að nýja hafrann- sóknarskipið Árni Friðriksson kom til landsins voru menn í mik- illi vinnu í langan tíma við að Ekkert skip hefux verið afhent Jjaðan og virðist afhending þeirra vera afstætt hugtak hjá forsvars- mönnum skipasmíða- stöðvanna og ráðgjöf- um Jjeirra. Þannig átti að afhenda Fossá, kúflskskip til Hrað- frystistöðvar Þórs- hafnar, í vor, skipið fór fyrst í reynslnsigl- ingu nýverið og Jiví óvíst að það verði komið til landsins á þessu ári. koma hlutum í það form sem þeir áttu að vera í, og voru þó búnir að greiða fyrir samkvæmt smíða- samningi. Við þekkjum það í málmiðnaðinum að þegar nýtt skip kemur er nóg að gera. En við erum ekki samkeppnisfærir í verði og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að svo margir leita til Kína vegna nýsmíðar skipa. En meðvirkandi er mikil ofurtrú á útlandinu, „ segir Örn. Ódýrara vmnuafl ræður úr- slitum Bárður Halldórsson, skipaverk- fræðingur hjá Skipatækni, sem teiknað hefur skip sem Kín- verjarnir eru að smíða, segir Kfn- verja búa að langri hefð í skipa- smíðum og sé þriðja mesta skipa- smíðaþjóð heims og því sé ekki hægt að efast um verkþekkingu þeirra. „Þeir eru að fara inn á nýja braut að byggja flókin fiskisldp fyrir íslendinga og öðru vísi en þeir þekkja. Það tekur sinn tíma að komast inn í það. Það er hluti af skýringunni af hverju skipin eru ekki afhent á réttum tíma en t.d. stöðvast smfði skips fyrir Örn Erlingsson vegna fjárhagsmála hér heima í átta mánuði. En því er ekki að leyna að Rínverjarnir hafi einnig vanmetið smíðatíma skipanna. En það sem ég hef séð til þeirra lofar góðu og reynsla t.d. Norðmanna af því að smíða olíuskip í Shanghai er sú að ef þeim eru gefnar nógu góðar smíðalýsingar og teikningar sem skilgreina allt, þá fáist það sem beðið er um. Þeir hafa smíðað flókin herskip, og eru enga stund að því. En iágt verð Kínverjanna byggist fyrst og fremst á mun ódýrari vinnukrafti, stærri skipa- smíðastöðvum og meiri sérhæf- ingu,“ segir Bárður. Hann segir Skipatækni vera með tvö skip í smíðum í Chile, og smíði þeirra hefur dregist mjög mikið. Það er fyrst og fremst vegna reynsluleysis Kínverja við að smíða svo flókin skip. En skýr- ingar á drætti í þessum löndum er einnig að leita til þess að Is- lendingar eru að þrýsta á um allt of stuttan smíðatíma. „Eg held að menn séu búnir að gleyma seink- unum sem átt hafa sér stað í Nor- egi, Póllandi og Spáni,“ segir Bárður Halldórsson. Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, segir verðtil- boð Kínverjanna meginástæðu þess að útgerðarmenn leiti þang- að. Það sé ekki neinn vafi á því að útgerðarmennirnir fái eins góð skip og útboð segi til um. Þegar fyrstu skuttogararnir hafi verið smíðaðir í Japan á áttunda ára- tugnum hafi margur haft miklar efasemdir um gæði þeirra, en annað hafi svo sannarlega komið í Ijós. „Ef við stöndum okkur hvað varðar val á búnaði og í undir- búningi þá geta Kínverjarnir gert þetta allt saman og örugglega jafnvel og íslenskar skipasmíða- stöðvar, en fyrir mun lægri upp- hæð. Minna má á að hafrann- sóknarskipið fékkst smíðað í Chile og það var hundruð milljóna króna sparnaður miðað við tilboð hér- lendis,“ segir Friðrik Arngrímsson. Útboðsgögn send til Kóreu Gullberg á Seyðisfirði er ein þeirra útgerða sem er að láta smíða 53 metra langan og 13 metra breiðan ferskfisktogara í Kína og kemur skipið í stað eldra skips, Gullvers NS. Aðspurður af hverju Seyðfirð- ingar hafi valið að láta smíða skip- ið í Kína segir Adólf Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, að tekið „Reynsla Norðmanna af Jjví að smiða oliu- skip í Shaughai er sú að ef Jieim eru gefnar nógu góðar smíðalýs- iugar og teikniugar og skilgreina allt, þá fá- ist það sem beðið er um. Þeir hafa smíðað flókin herskip, og eru enga stund að því. En lágt Kínverjanna bygg- ist fyrst og fremst á mun ódýrari viiiiiu krafti, stærri skipa- smiðastöðum og meiri sérhæfingu.“ hafi verið lægsta tilboði og saman- burðurinn hafi staðist í öllum meg- inþáttum. „Islenskri skipasmíðastöð, Stáltaki, var gefin kostur á að bjóða í verkið en auk þess var verk- ið boðið út í Póllandi, Spáni og Noregi auk Kína og athugaðar voru skipasmíðastöðvar í Kóreu. Kín- verska tilboðið var langlægst, en ekkert var til sparað í smíðalýsing- unni. Ég veit að allir þeir sem eru að láta smíða fyrir sig skip í Kína telja sig ekki hafa fengið sambæri- leg verð á íslandi. Samherjamenn létu byggja skrokkinn á Vilhelm Þorsteinssyni í Póllandi, en Iétu ganga frá honum í Noregi. Það er örugglega ekki að ástæðulausu. Eg vil benda á að það er bæði Kínverj- unum og þeim sem eiga að af- henda ýmsis tæki sem og þeim sem eiga að sjá um fjármögnum að kenna, að afhending skipanna tefst. En það er Ijóst að það þarf að teikna meira fyrir Kínverjana en gert er hér á íslandi, og þá er bara að gera það. Við vitum að hverju við göngum og höfum Iært af því sem er að gerast þarna úti. En við fáum samanburðinn þegar fyrsta skipið kemur heim. Afhending hér heima er heldur eldd 100%. Við gengum gegnum ákveðinn hrylling með Hríseyjarferjuna og það væri hægt að draga fram fleiri dæmi. En viðskipti okkar við íslenskar skipa- smíðastöðvar eru góð hvað varðar viðhald, breytingar og endurbætur þó allar tímaáætlanir hafi ekki staðist þó verkefnin væru ekki stór,“ segirAdólf Guðmundsson. „Hafa ekld hunds- vit á £liigrekstri“ Mismimim, vankuii- átta og hull eru orðiu sem framkvæmda- stjóri Mýflugs velur RUdskaupum. Hægt að kæra ef menu telja flugútboðið ólöglegt segir verkefnisstjóri Rikiskaupa. Ríkiskaup hafa ekki hundsvit á flugrekstri. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, vegna útboðs á áætlun- ar- og sjúkraflugi. Útboðið virðist aðeins til málamynda. Einungis eitt félag getur með góðu móti uppfyllt skilyrði Ríkiskaupa aá mati Leifs. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að veigamiklar breytingar hafi verið gerðar á síðustu stun- du á útboðinu sem minni flug- rekstraraðilar geti ekki brugðist við. Þegar borin hafi verið upp mótmæli vegna þessa hafi svör Ríkiskaupa verið að fyrirtækin gætu skipt um flugvélaflota og breytt áherslum. Timinn til að framkvæma breytingarnar sé hins vegar allt of stuttur. „Ég segi að þetta sé eins og að blása til 100 metra hlaups. Einn eða hugsanlega tveir aðilar fá að byrja við 80 metra markið en hinir þurfi að byrja á ráslínu," segir Leifur. Hann segist ekki sjá annað en að um hreint málamyndaútboð sé að ræða: „Það að gera út flug- vél er ekki eins og að gera út hópferðabil. Þú skiptir ekkert um flugvél í rekstri á einum til tveimur mánuðum. Að taka nýja flugvél og þjálfa áhöfn á hana og fá öll leyfi, tekur að lágmarki hálft til eitt ár.“ 747 í innanlandsflttg? Það segir sig sjálft að sá sem Leifur vísar til að þurfi aðeins að hlaupa 20 metra í þessu 100 metra kapphlaupi hlýtur að vera Flugfélag Islands. Þó tekur Leif- ur fram að hann sé með gagnrýni sinni ekki að hnýta í Flugfélag Is- lands, íslands- flug eða aðra samkeppnisað- ila í flugrekstri heldur sé eink- um við Ríkis- kaup að sakast og þá embætt- ismenn sem skrifa útboðið. „Við skiljum t.d. ekki að gerð sé krafa um 16 manna flugvélar í áætl- unarfluginu út frá Akureyri. Ég spurði á fundi með Ríkiskaupum, af hverju 16 manna, af hverju ekki 15 eða 19? Það vill nefnilega þannig til að engar 16 manna flugvélar eru framleiddar í heiminum. Það eru til níu manna, 15 manna og 19 manna en Pétur Pétursson svar- ar að allt eins sé hægt að snúa spurningunni við og spyrja af hverju ekki 16? Það er engin lógík í þessu. Gerð er krafa um 16 manna vélar á Iegg þar sem meðalfjöldi farþega er innan við 5. Það er nákvæmlega eins og að Flugfélag Islands myndi fara að nota Boeing 747, þ.e.a.s. 500 manna vél, til að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar. Þeir yrðu með svona 10% nýtingu og ríkið myndi borga mismuninn. Hvaða bull er þetta?“ spyr Leifur. Leifur nefnir margt fieira sem dæmi um „skrípaleikinn“. T.d. skýli yfirvöld sér bak við að verk- ið sé boðið út á öllu Evrópska efnahagssvæðinu en minna fari fyrir því að þess sé krafist í út- boðinu að áhafnir búi yfir góðri íslenskukunnáttu. „Vinnubrögð Ríkiskaupa lýsa bæði vanþekk- ingu og mismunun. Þeir sem skrifuðu þetta útboð hafa ekki hundsvit á flugrekstri,“ segir Leifur. Vel unnið útboð Pétur Pétursson, verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum, vísar gagnrýni Leifs um slæleg vinnubrögð á bug. Hann segir að á hinn bóg- inn sé það rétt hjá Leifi að Rfkis- kaup séu ekki sérfræðingar í flugrekstri enda sé það ekki hlut- verk stofnunarinnar. „Þetta út- Útbodið á áætlunarfluginu út frá Akureyri sætir harðri gagnrýni. boð hefur verið unnið afar vel. Það var unnið að gerð verklýsing- ar og útboðslýsingar í margar vik- ur og þegar fyrstu drög lágu fyrir var útboðslýsingin send til um- sagnar til heilbrigðisstofana og sveitarstjórna á viðkomandi svæðum og haldnir fundir með helstu flugrekendum á landinu til að fá þeirra skoðanir. Síðan er þessi lýsing kláruð og hún hlýtur að endurspegla kröfur notenda til þjónustunnar. Notendurnir gera miklar kröfur en litlir flug- rekcndur gera kannski litlar kröf- ur á móti.” Ekki nóg að öskra Er Pétur að segja með þessu að Leifur og aðrir óánægðir kollegar hans í flugrekstri horfi meir á þátt rekstrarins en notendanna? „Ég ætla ekki að fullyrða um það, en auðvitað hlýtur Ríkiskaup að horfa á allt sviðið við gerð þessa útboðs. Ég veit ekki hvernig Leif- ur lítur á þetta en það er rétt að benda á að útboðslýsingin kom út aðeins fyrir viku og menn hafa nægan tíma til að koma með skriflegar athugasemdir eða gagnrýni til Ríkiskaupa og óska svara. Menn hafa líka möguleika á að kæra útboðið ef menn telja það ólöglegt. T.d. ef talið er að bjóðendum sé misboðið eins og er stranglega bannað. Menn eru mjög vel varðir í þessu. Það er ekki nóg að öskra: „reykur, reyk- ur“ ef menn gera svo ekkert í málinu.“ Pétur segir að frá því að út- boðslýsingin kom út fyrir viku hafi engar athugasemdir borist. - BÞ ^/0 imý 'siXnV Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1980-2.fl. 25.10.2000 kr. 412.460,70 1981-2.A. 15.10.2000- 15.10.2001 kr. 248.440,60 1982-2.fi. 01.10.2000-01.10.2001 kr. 173.769,00 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Iieykjavík, 29. september 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.