Dagur - 29.09.2000, Side 7

Dagur - 29.09.2000, Side 7
FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 - S Tkgftr FRÉTTIR Engin miðstÝring bara farið að lðgiun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hafnar því að um mið- stýringu sé að ræða hjá Náttúrvemd ríkis- ins. Það sama gerir Trausti Baldursson sviðsstjdri Náttúm- vemdar Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra Iýsti þeirri skoðun sinni á ferðamálaráðstefnunni á ísa- firði að miðstýring Náttúru- verndar ríkisins á ferðamanna- stöðum í landinu væri úrelt fyrir- bæri. Flytja ætti vald yfir mörg- um ferðamannastöðum í hendur heimamanna. I samtali við Dag segist Sturla telja að rekstur á fjölförnum ferðamannastöðum sem heyri undir Nátturúvernd- ina megi færa heimamönnum í ríkari mæli en nú er gert, t.d. með útboði, og bendir á að víða þar sem einkaframtakið eða sveitarfélögin komi að málum blómstri starfsemin. I lögum segir hann vera heimild til þessa sem ekki sé notuð nægjanlega mikið. Aðspurður hvort hann sé þá að tala um að einkvæða rekst- ur á náttúruperlum og friðlýst- um svæðum segir ráðherra ekki vilja setja það undir þann hatt kannski, enda sé ekki beint verið Siv Fridleifsdóttir, umhverfisráð- herra. að selja neitt frá ríkinu, annað en þcnnan rekstur. Sturla tekur þó skýrt fram að hann sem höf- undur tillagna um þjóðgarð á Snæfellsnesi sé ckki að tala um að draga úr kröfum varðandi umgengni um náttúruna. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra, sem Náttúruvernd rík- isins heyrir undir, hafnar því að um miðstýringu sé að ræða hjá Náttúruvernd, þvert á móti hafi verið dregið stórlega úr miðstýr- ingu Náttúruverndar og gengið ágætlega. Samkvæmt lögum „Náttúrvernd ríkisins er falið með lögum að hafa vörslu með náttúrunni í þjóðgörðum og frið- lýstum svæðum. Samkvæmt lög- unum er Náttúrverndinni heim- Sturla Bödvarsson, samgönguráð- herra. ilt að bjóða út einstaka þjónustu- þætti, eins og til að mynda í þjóðgörðum. Það hefur einmitt verið gert eins og dæmið sýnir í Skaftafelli. Samkvæmt lögunum er Náttúrvernd ríkisins einnig heimilt að semja við heima- menn, sveitarfélög eða lögaðila um umsjón með friðlöndum og hafa síðan eftirlit með því að samningunum sé framfylgt. Náttúruverndin hefur einmitt verið að ræða við fulltrúa frá sveitarstjórnum um þennan möguleika og kynna hann,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Hún segir að viðbrögðin hefðu mátt vera meiri til þessa en hún segist vonast til að það standi til bóta. Menn séu að skoða og velta þessum málum fyrir sér víða og hún segist þess fullviss að það verði samið um slík svæði í framhaldinu. „Það er því verið að minnka miðstýringuna ef hægt er að kalla þetta miðstýringu því það verður að fara eftir gildandi lög- um,“ sagði Siv Friðleifsdóttir. Ákveðnar skyldux Starfsmenn Náttúruverndar rík- isins eru ekki sammála sam- gönguráðherra. Trausti Baldurs- son, sviðsstjóri Náttúruverndar, segir að menn vilji gjarnan að sýnt verði fram á einhver dæmi um þessa miðstýringu og þá al- veg sérstaklega ef hún er nei- kvæð. „Við hjá Náttúruvemd könn- umst ekki við að við séum í ferðaþjónustu nema í örlitlum mæli en það er í Ásbyrgi þar sem er eitt tjaldstæði. Við vorum með tjaldstæði í Skaftafelli en það hefur verið Ieigt út síðastliðin tvö ár eftir útboð. Hins vegar erum við með mikla fræðslu og land- vörslu og annað slíkt. Við erum einnig í samstarfi við aðila út á landi en þar er reksturinn í höndum annarra eins og Ferða- félags íslands og Ferðafélags Ak- ureyrar og fleiri aðila sem koma að rekstrinum. En við höfum ákveðnar skyldur gagnvart þjóð- görðum og fólk verður að vita hvað náttúruvernd og þjóðgarðar eru,“ sagði Trausti Baldursson í samtali við Dag. - S.DÓR Lífeyrissjóðir íramiír TR Hlutur lífeyr- issjóðanna í lffeyrisgreiðsl- urn hefur vax- ið úr um 35% árið 1995 upp f u.þ.b. 47% á þessu ári, samkvæmt Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. Með sömu þróun má gera ráð fyrir að greiðslur Iíf- eyrissjóðanna fari fram úr greiðslum almannatrygginga á allra næstu árum. Samanlagðar lífeyrisgreiðslur almannatrygg- inga og Iífeyrissjóðanna hafa vaxið úr 4,5% af landsfram- leiðslu árið 1990 upp í 5,8% á þessu ári, sem samsvarar 40,6 milljörðum króna. Þar að auki hefur frjáls lífeyrissparnaður eflst mjög, að sögn Þjóðhags- stofnunar. M.a. nýttu um 30 þúsund manns, eða fimmti hver framteljandi sér frádrátt viðbót- ariðgjalds á síðasta framtali. Hlutur lífeyrissjóðanna í líf- eyrisgreiðslunum jókst úr 1,6% upp í 2,7% af landsframleiðslu á tíunda áratugnum, sem svarar til hátt í 8 milljarða aukningu og nær 19 milljarða heildargreiðsl- um á árinu. Hlutur almanna- trygginga hefur á hinn bóginn lítið aukist frá 1990 og raunar lækkað frá 1993. Þjóðhagsstofn- un bendir á að þar sem lífeyrir almannatrygginga er mjög tekju- tengdur þá lækka útgjöld vegna hans hlutfallslega þegar vel árar í þjóðarbúskapnum. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna að verða eins háar og greiðsl- ur Trygginga- stofnunar. Eggert Haukdal vann í Hæstarétti Eggert Haukdal og sambýliskona hans Guðrún Bogadóttir, eftir að dómur hæstaréttar féll í gær. mynd: eól Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Egg- ert Haukdal, fyrrum alþmgismauni dæmd- ur ómerkur. Málinu vísað aftur heim í hér- að. Bjóst við þessu segir Eggert. „Eg fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu hæstaréttar en hún kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart. Eg hafði frábæran lög- mann, Ragnar Aðalsteinsson, hér fyrir hæstarétti og vil þakka hon- um frábært starf,“ var það eina sem Eggert Haukdal, f\'rrum al- þingismaður, vildi segja í gær eft- ir að hæstiréttur hafði ómerkt dóm Héraðsdónis Suðurlands yfir honum og vísað málinu heim í hérað. Eggert Haukdal var sem kunn- ugt er dæmur sekur í Héraðs- dómi Suðurlands fyrir að hafa misfarið með fé V-Landeyja- hrepps meðan hann var þar odd- viti. Hann hafnaði þvf alfarið lyr- ir héraðsdómi og hélt alla tíð fram sakleysi sínu. Þegar dómur héraðsdóms féll höfðu ákveðin nauðsynleg skjöl. sem sýndu fram á saklevsi Eggerts, ekki komið í leitirnar en dómur var samt felldur honum f óhag. Þessi skjöl fundust síðan í vor og voru lögð fram í hæstarétti. Eggert skifti um lögmann þeg- ar hann vísaði máli sínu til hæstaréttar og fékk Ragnar Aðal- steinsson til að taka við málinu og flytja það fyrir hæstarétti. Bjóst við þessu „Mér kemur niðurstaða hæsta- réttar ekki á óvart í málinu, ég átti von á þessarí niðurstöðu. Það er eftir tektarvert að héraðs- dómur dæmdi í málinu eins og Eggert hefði játað á sig sakir. Þessu hafnar hæstiréttur alfar- ið,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson í samtali við Dag eftir að dómur féll í hæstarétti í gær. Hann var spurður hvort hann ætti von á því að saksóknari taki málið aftur upp aftur eftir að hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað? „Nú verður það hlutverk ákæruvaldsins að grandskoða málið upp á nýtt og ákveða hvort það vill halda áfram með málið eða hætta við það. Eg tel að ákæruvaldið þurfi að leggja gríð- arlega mikla vinnu í þetta mál cf það ætlar að leita hinna réttu staðreynda sem hér skipta rnáli," sagði Ragnar Aðalsteinsson. - S.DÓR Níu kerrur af varalilutuin Pústkerfi, dekk og dekkjadræsur, rafgeymar, bílrúð- ur, gormar og demparar. Þetta er meðal þeirra varahluta sem hreinsunarsveit á vegum Ferða- málaráðs fann í sumar þegar hreinsaðir voru upp varahlutir við helstu fjallvegi landsins, alls um 1.400 km. Alls fundust varahlut- ir sem fylltu níu fólksbílakerrur eða fimmtán rúmmetra. Atak þetta bar yfirskriftina Bílinn allan heim. Að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar forstöðumanns skrifstofu Ferðamála- ráðs á Akureyri kemur til greina að fara næsta sumar eftir þjóðvegi nr. 1 og hreinsa upp varahluti þar. „Það hlýtur að vera hagur okkar sem störfum í ferðaþjónustu að verkefni sem þetta sé í gangi," segir Elías. Halldór viH erlenda fjárfestingu í siávarútvegi Halldór Asgrímsson lýsti peirri skoðun sinni á málstofu í Háskólanum á Bifröst í gær að hann teldi eðlilegt að heimila erlenda fjárfestingu í ís- lenskum sjávarútvegi. Halldór benti á að ýmsar leiðir væru lýrir erlent fjármagn til að koma inn í greinina mcð óbeinum hætti og erfitt gæti verið að fórna þeim mögleika að þessi fvrirtæki gætu fengið fjármagn erlendis frá. Auk þess hefðu ís- Iensk sjávarútvegsfyrirtæki staðið sig mjög vel í al- Wa//tftJf Asgrímsson. þjóðlegri samkeppni. —-----

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.