Dagur - 29.09.2000, Qupperneq 9
IWmi-
FÖSTVDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 - 9
Úr leik FH og Fram í Kaplakrika, þar sem Framarar unnu eins marks sigur.
Stórtap nýliðanna
Grótta/KR og Breiða-
blik, nýliðar
Nissandeildar karla í
handknattleik, máttu
þola stór töp í fyrstu
umferðinni í fyrra-
kvöld, þar sem
Grótta/KR tapaði með
ellefii marka mun gegn
frískum Völsurum að
Hlíðarenda og Breiða-
blik með helmingi
stærri inun gegn Hauk-
um í Smáranum.
Ungt lið Valsara, sem spáð er 8.
sætinu í Nissandeild karla, kom
heldur betur á óvart í fyrrakvöld,
þegar þeir lögðu nýliða KR-Gróttu
að Hlíðarenda, með ellefu marka
mun, 25-14, í fyrstu umferð deild-
arinnar. Þar munaði mestu um
frábæran leik Daníels Ragnarsson-
ar, sem skoraði alls ellefu mörk í
sextán tilraunum. Annars var vöm-
in aðall Valsliðsins í þessum leik
og einnig frábær markvarsla
Gerorgíumannsins, Rolands
Eradze, sem varði alls 19 skot.
Daníel byijaði leikinn af miklum
krafti og skoraði sex af fyrstu nfu
mörkum Valmanna úr jafnmörg-
um skotum. Miðað við þessa byij-
un Hlíðarendaliðsins er ljóst að 8.
sætið verður ekki hlutskipti þess
þegar upp verður staðið, heldur
líklegra að Iiðið verði með í topp-
baráttunni, haldi það sama dampi
í næstu leikjum. Hornamaðurinn,
Ingvar Sverrisson, átti einnig góð-
an leik fyrir Valsara og varð næst
markahæstur með 5 mörk. Leikur
Gróttu/KR var vægast sagt slappur
og skotnýtingin skelfileg, þar sem
aðeins um Ijórðungur skotanna
rataði rétta leið. Þeir hafa þó á að
skipa öflugum leikmönnum, en
sterkur varnarleikur Valmanna
virtist slá þá alveg út af laginu.
Liðið á þó örugglega eftir að rétta
úr kútnum, en spáin um 7. sætið
ætti að vera nálægt lagi ef liðið
nær að rífa sig upp. Hilmar Þór-
lindsson varð markahæstur hjá
Gróttu/KR með 4/3 mörk og
Magnús Arnar Magnússon næstur
með 3.
Leikur kattarins að miisinni
Leikur Breiðabliks og Hauka í
Smáranum var leikur kattarins að
músinni, þar sem Islandsmeistar-
arnir léku við hvern sinn fingur.
22ja marlía munur segir allt sem
segja þarf og áttu Blikar aldrei
möguleika, ef frá eru taldar fyrstu
mínúturnar, en þá komust þeir í 4-
2. Reynsluieysi háir liðinu mikið
og aðeins þeir Zoltan Belánui og
Björn Hólmþórsson, sem höfði
eitthvað í Haukana að gera. Eftir
fyrstu mínúturnar skiptu Hauk-
arnir í annan gír og hreinlega völt-
uðu yfir Blikana og var staðan orð-
ið 9-20 í hálfleik, en 19-41 í lokin.
Þeir Aliksandr Shamkuts og Hall-
dór Ingólfsson voru atkvæðamest-
ir við markaskorunina hjá Hauk-
um og gerðu 9 mörk hvor, Halldór
þar af 6 úr vítum. Tjörvi Olafsson
kom næstur með 6 mörk og þeir
Einar Orn Jónsson og Rúnar Sig-
tryggsson með 5 hvor, en aðrir
minna. Hjá Blikum voru þeir
Zolatn Belányi og Björn Hólm-
þórsson markahæstir með 7 mörk
hvor.
Klaufaskapur kostaði
sigurinn
Ótrúlegur klaufaskapur varð FH-
ingum að falli, þegar þeir glopruðu
niður sex marka forystu á
lokakafla Ieiksins gegn Frömurum
í Kaplakrika í fyrrakvöld. Leikur-
inn minntu óneitanlega á það sem
stundum gerðist hjá liðinu á síð-
astu leiktíð, þegar það oftar en
einu sinni missti niður unna leiki
með fálmkenndum sóknarleik.
Það var eins og leikmenn héldu
hreinlega að Ieikurinn væri þegar
unninn og ótrúlega að sjá ein-
beitningarleysið í lokin. FH-ingar,
sem spáð er 5. sætinu í deildinni,
byrjuðu leikinn vel og áttu Framar
í mesta basli með sóknarleikinn,
sérstaklega eftir að FH-ingar tóku
Gunnar Berg Viktorsson úr um-
ferð. FH-ingar náðu mest þriggja
marka forskoti í fyrri háffleiknum,
en höfðu misst það niður í eitt
mark í leikhlé, 12-11, eftir góðan
leikkafla Framara í Iokin.
FH-ingar byrjuðu seinni hálf-
leikinn af miklum krafti og áttu
Framar sem fyrr fá svör við öflug-
um varnarleik Hafnfirðinganna,
sem skoruðu fyrstu fjögur mörkin
áður en Frömurum tókst að svara
fýrir sig. Þegar FH-ingar höfðu
náð sex marka forystu rétt um
miðjan hálfleikinn, tóku Framarar
leikhlé í stöðunni 18-12 og réðu
ráðum sínum, sem heldur betur
átti eftir að snúa þeim leiknum í
hag. Þeir tóku Héðinn Gilsson,
sem hafði verið drjúgur við að
spila félaga sína uppi, úr umferð
og við það riðlaðist allur sóknar-
leikur FH-inga og í kjölfarið fór
Sebanstian Alexandersson mark-
vörður Framara að verja eins og
hann fcngi borgað fyrir það. Við
það virtust FH-ingar fara á taug-
um og skoruðu aðeins tvö mörk á
móti níu mörkum Framara síðasta
stundarfjórðunginn.
Aukin spenna færðist í leikinn
síðustu þrjár mínútumar, en þá
höfðu FH-ingar ennþá tveggja
marka forystu 20-18 og höfðu öll
tók á að klára leikinn. En í staðinn
fyrir að skora 21. markið minnkaði
Gunnar Berg muninn fyrir Fram í
20-19. Það var svo Vilhelm G.
Bergsveinsson, ungur og efnilegur
leikmaður Framara sem gerði út
um Ieikinn, en hann skoraði tvö
síðustu mörkin og það seinna þeg-
ar aðeins nokkrar sekúndur vom
til leiksloka og tryggði Frömurum
þar með mikilvægan 20-21 sigur í
fyrstu umferðinni. Gunnar Berg
Viktorsson var markahæstur
Framara með 6/3 mörk og Hjálm-
ar Vilhjálmsson næstur með 4.
Hjá FH var Lárus Long marka-
hæstur með 6/5 mörk og Sigurgeir
Ægisson næstur með 4.
Stórleikur Bjarka og Bjama
í öðrum Ieikjum umferðarinnar
unnu deildarmeistarar Aftureld-
ingar tveggja marka sigur, 26-24, á
Stjömunni eftir framlengdan leik,
þar sem þeir Bjarki Sigurðsson,
Aftureldingu og Bjarni Guð-
mundsson, Stjömunni, áttu stór-
leik og voru einnig markahæstir,
Bjarki með 9 mörk og Bjami með
8. Stjarnan hafði fjögurra marka
forystu í hálfleik, 12-8, en í þeim
seinni skiptust liðin á forystunnu
og var jafnt í leikslok 22-22 og því
framlengt eins og nýjar reglur gera
ráð fyrir. Mosfellsbæjarliðið hafði
það svo í framlengingunni, skoraði
Qögur mörk gegn tveimur mörkum
Garðbæinganna.
I Breiðholtinu fór fram Ieikur IR
og HK og sigruðu IR-ingar þar
með fjögurra marka mun, 23-19,
eftir að staðan hafði verið 9-10 fyr-
ir HK í hálfleik. Þeir Erlendur
Stefánsson, Kári Guðmundsson,
Finnur Jóhannson og Ingimundur
Ingimundarson voru markahæstir
ÍR-inga með fjögur mörk hver, en
hjá HK voru þeir Stefán Freyr
Guðmundsson og Jaliesky Garcia
markahæstir með 5 mörk hvor og
Sverrir Björnsson næstur með 4.
Leik ÍBV og KA var frestað til
þriðjudagsins 3. október kl. 20:00.
Næstu leikir:
/ kvöld
Kl. 20.00 KA - HK
Kl. 20.00 ÍBV - Breiðablik
Sunnud. 1. okt.
Kl. 20.00 Fram - ÍR
Kl. 20.00 Haukar - Valur
Kl. 20.00 Grótta/KR - Stjarnan
Kl. 20.00 UMFA - FH
Engir gúmmítékkar
Jozef Chovanec, landsliðsþjálfari Tékka, hefur valið hópinn sem leikur
gegn okkar mönnum í Teplice þann 7. október n.k. og eins og sjá má er
hann ekki skipaður neinum „gúmmítékkum". Flestir leikmannanna spila
með þckktum liðum utan Tékklands og tveir með Sparta Prag sem leik-
ur í Meistaradeild Evrópu. Þekktustu nöfnin í hópnum eru án efa Pavel
Nedved hjá Lazio, Jan Koller hjá Anderlecht og Karcl Poborsky hjá Ben-
fica.
Landsliðshópurinn:
Markverðir: Ladislav Maier (Rapid Wien) og Pavel Srnicek (Brescia)
Aðrir leikmenn: Milan Fukal (Hamburger), Jiri Novotny (Sparta Prag),
Radek Latal (Schalke), Karel Rada (Slavia Prag), Tomas Repka (Fiorent-
ina), Petr Vlcek (Standard Liege), Miroslav Baranek (Köln), Radek Bejbl
(Lens), Pavel Horvath (Sporting Lissabon), Pavel Nedved (Lazio), Karel
Poborsky (Benfica), Tomas Rosicky (Sparta Prag), Roman Tyce (1860
M^nchen), Jan Koller (Anderlecht), Vratislav Lokvenc (Kaiserslautem),
Rene Wagner (Rapid Wien).
íslandsmótið í boccia
Arlegt íslandsmót Iþróttasambands fatlaðra í boccia fer fram í íþrótta-
höllinni á Akureyri um helgina. Mótið verður sett klukkan 17:00 í dag,
föstudag, og hefst keppnin strax að lokinni mótssetningu. íþróttafélagið
Akur á Akureyri sér um skipulagningu mótsins og verður framkvæmd
þess í umsjón Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri. Tæplega 200 keppend-
ur frá 13 félögum víðs vegar að af landinu munu taka þátt í mótinu og
verður keppnin örugglega skemmtileg og spennandi, eins og alltaf á
þessu vinsæla móti. Eins og áður sagði hefst keppnin í dag eftir setningu
og byijar með keppni í 5. og 6. deild, auk rennuflokks. Keppnin heldur
svo áfram f fyrramálið kl. 09:00, með keppni í 3. og 4. deild og kl. 12:00
í 1. og 2. deild. Urslit í öllum flokkum heljast kl. 10:00 á sunnudags-
morgun.
Sex á ólympíuleíka fatlaðra
Dagana 18.-29. október fara ólymp-
íuleikar fatlaðara „Paralympic
Games“ fram í Sydney í Astralíu, þar
sem allt besta íþróttafólk í heiminum
úr röðum fatlaðra verður meðal þátt-
takenda. A mótinu verður keppt í
átján greinum og koma þátttakend-
ur, sem verða um 4000, frá 125
þjóðum. Af þeim átján íþróttagrein-
um sem keppt er í á leikunum, eru
fjórtán hefðbundnar Ól-greinar, en
fjórar þar að auki sem aðeins er
keppt í á ólympíuleikum fatiaðra, en
það eru boccia, blindrabolti, bekk-
pressa og hjólastólaruðningur.
Sex íslenskir íþróttamenn taka
þátt í leikunum, en það eru þau
Kristín Rós Hákonardóttir, Bjarki Birgisson, Gunnar Örn Ólafsson og
Pálmar Guðmundsson sem öll keppa í sundi og þeir Geir Sverrisson og
Einar Trausti Sveinsson, sem keppa í frjálsum íþróttum.
Fijálsíþróttamennirnir eru þegar komnir til Sydney, en sundfólkið fór
út í gærmorgun og verður allur hópurinn í æfingabúðum fram að leikun-
Geir Sverrisson og Einar Trausti
Sveinsson sem keppa á ÓL fatl-
aðra mættir til Sydney. Hér eru
þeir ásamt Kára Jónssyni þjálfara í
heimsókn hjá þeim Jóni Arnari og
Magnúsi Aroni í ólympíuþorpinu.
Formlegheit hjá Haukiun
Nýr íþróttasalur í hinni glæsilegu íþróttamiðstöð Hauka á Asvöllum í
Hafnarfirði verður formlega tekinn í notkun á morgun, laugardag. Að þvf
tilefni bjóða Haukar bæjarbúum og öðrum gestum að koma og skoða
þann áfanga íþróttmiðstöðvarinnar sem nú er tekinn í notkun. Dagskrá-
in hefst með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar kl. 14:00 og að leik loknum
mun byggingaraðili hússin formlega afhenda bæjaryfirvöldum fyrsta
áfanga framkvæmdanna. Að því loknu verður undirritaður rekstrarsamn-
ingur Hafnarfjarðarbæjar við Knattspyrnufélagið Hauka, sem mun alfar-
ið sjá um rekstur mannvirkisins. Loks munu bæjarfulltrúar í Hafnarfirði
sýna fimi sína á fjölum íþróttasalarins, þar sem þeir munu etja kappi við
fulltrúa yngri kynslóðarinnar í Haukum. Séra Einar Eyjólfsson, Fríkirkju-
prestur í Hafnarfirði, mun blessa íþróttasalinn og íþróttaálfurinn, Magn-
ús Schewing, mun sjá til þess að ungir sem aldnir hreyfi sig eins og til-
heyrir í góðu og glæsilegu íþróttahúsi.
Stoke gegn Bamsley
I gær var dregið um það hvaða lið mætast í þriðju umferð enska deildar-
bikarsins. Guðjóni Þórðarsyni, stjóra Islendingaliðsins Stoke City, varð
ekki að ósk sinni, en hann hafði lýst því yfir að meistarar Manchester
United væru hans óskamótherjar. Stókarar geta þó verið nokkuð ánægð-
ir, því þeir fá heimaleik á móti 1. deildarliðinu Barnsley, en í 3. umferð-
inni er aðeins spilaður einn leikur, en ekki heima og heiman eins og í
fyrri umferðunum. Ef hægt er að tala um lukkupott þegar Manchcster
United er annars vegar, þá voru það Heiðar Helguson og félagar hjá
Watford sem duttu í pottinn og spila heima gegn meisturunum.
Eftirtaldir leikir fara fram sfðustu vikuna í október:
Aston Villa - Man. City
Arsenal - Ipswich
Wimbledon - Middlesbr.
Southampt. - Coventry
Tottenham - Birmingham
Newcastle - Bradford
Sheff. Wed. - Sheff. Utd
West Ham - Blackburn
Stoke City - Bamsley
Liverpool - Chelsea
Derby - Blackpool/Norwich
Fulham - Grimsby/Wolves
Leicester - Cr. Palace
Tranm. Rovers - Leeds
Bristol Rov. - Sunderland
Watford - Man. United