Dagur - 29.09.2000, Side 17

Dagur - 29.09.2000, Side 17
LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Áherslan á Asíu ScLutjánda kvikmyndahátíd Reykjavíkur verðursett í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Anna María Karlsdóttirfræðir okkurnánarum hana. „Það sem einkennir hátíðina í ár er sú áhersla sem lögð er á asískar myndir eftir yngri og eldri höfunda. Opnunarmyndin er Skríðandi tígur, dreki í leynum eftir Ang Lee. Síðan er verið að frumsýna myndir eftir Wong Kar-Wai. Það er feikilega merkilegur kvikmyndagerðar- maður sem er að gera nýja hluti. Það hélt maður að væri ekld hægt lengur! Heiðursgestur hátíðarinnar er júgóslavneski leikstjórinn er Dusan Makavejev sem var með mynd sína Sweet Movie á kvikmyndahátíðinni 1978 og kom þá fólki í uppnáni. Það verður gaman að sjá hvort fólk laetur enn hagga sér! Við erum að sýna sjö myndir eftir hann. Dus- an kynnir verk sín á sérstakri dagskrá á laugar- dag þar sem hann sýnir mynd sína WR: Leyndardómar Iíkamans og Sweet Movie. Hinar myndirnar verða sýndar næstu daga. Það eru tvær myndir eftir Mike Figgis. Hann er annars vegar að slást við Strindberg í mynd- inni Fröken Júlía og hins vegar með Missi kynferðislegs sakleysis sem er hans nýjasta mynd. Talandi um kynferðismál er þarna önn- ur mynd sem hefur mjög afgerandi titil, Klám- fengin kynni sem er sýnd í Háskólabíó en í henni sést ekki einu sinni ber olnbogi. Mynd- in er verðugur fulltrúi franskar kvikmynda- gerðar. Svo erum við með athyglisverðar heim- ildarmyndir. Oskarsverðlaunamyndin The Bu- ena Vista Social Cluh eftir Wim Wenders er þar efst á blaði. Hún er um gamlingja í bandi frá Kúbu sem er rennt inn á sviðið í sjúkrabör- um og spila svo eins og englar. Landsmenn eru búnir að kaupa mörg þúsund diska með tón- listinni. Einnig verður myndin Sex Pistols á dagskránni, hún hefur fengið íslenska titilinn Ofsi og ógeð og íjallar um gulldrengina. Svo má nefna Condo Painting eftir John Mc Naughton sem er um málarann Condó. Hann átti fyrst að gera 15 mínútna sýningarbút vegna málverkasýningar sem Condó var að opna sem varð heimildarmynd. Að lokum vil ég nefna nýjustu kvikmynd Sturlu Gunnarssonar sem verður frumsýnd nú um helgina. Hann vcrður gestur hátfðarinnar. Sturla er Vestur-Islendingur sem býr í Kan- anda og er virtur kvikmyndagerðarmaður þar. Myndin sem hann kemur með heitir Fyrirlitn- ing. Hún er leikin en samt er Sturla að vinna með heimildarmyndaformið því hann byggir m^ndina á dómsmáli frá Kanada þar sem ung- ur drengur hafði myrt móður sína.“ GUN. úmhelgína) Fyrir 16 til 25 áxa í dag milli kl. 14:00 ogl6:30 gefst öllu ungu fólki á aidr- inum 16 til 25 ára tækifæri til að kynna sér á einu bretti alla þá afþreyingu sem í boði er og þá möguleika sem leynast fyrir ungt fólk í skólabænum Akureyri. Kynningin verður í Kompaníinu Hafnarstræti 73 sem er upplýsinga-, þjón- ustu- og menningarmiðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. Þeir sem standa að kynn- ingunni eru ýmis félög, klúbbar og fyrirtæki á Akur- eyri og munu þau kynna þjónustu og afþreyingu fyrir aldurshópinn. Sérstaklega er ungt fólk sem er nýflutt í hæinn hvatt til að mæta. Boðið verður uppá Axels- skúffuköku, kakó, kók og prince-polo. Memiingaiinmjadagur Evrópu Þjóðminjasafn íslands stendurjyrírdagskrá á Menningarminjadegi Evrópu um helgina í öll- umjjórum landsfjórð- ungum ísamvinnu við heimamenn á hverjum stað. Menningarminjadagur er haldinn árlega í öllum aðildarfélögum Evrópuráðsins og Evrópusam- bandsins, og að þessu sinni er yf- irskriftin ákveðin: Merkir forn- leifastaðir á íslandi. Á alþingi á Þingvöllum 2. júlí í sumar var samþykkt að veita þjóðargjöf, sem meðal annars er ætlað að styrkja fornleifarannsóknir á merkustu minjastöðum í landinu. í tilefni af Menningarminjadegi Evrópu er hoðað til málþinga og skoðun- arferða á nokkra staði, það eru: Reykholt í Borgarfirði, Hólar í Hjaltadal og Gásar í Eyjafirði, Skriðuklaustur á Héraði og Þing- vellir, og munu minjaverðir og fræðimenn frá Þjóðminjasafninu ásamt heimamönnum og staðar- höldurum á hverjum stað miðla af þekkingu og ræða framtíðar- Yfirskrift Menningarminjadagsins er „Merkir fornleifastaðir á íslandi". rannsóknir. Einnig er vakin at- hygli á byggða- og minjasöfnum og merkum minjastöðum í hverj- um landsljórðungi. Skoðunarferðir og málþing 1 Reykholti laugardaginn 30. sept. Iýsir Guðrún Sveinbjarnar- dóttir fornleifafræðingur Þjóð- minjasafns Islands fornleifarann- sóknum í Reykholti og Magnús Á. Sigurðsson minjavörður Þjóð- minjasafns Islands á Vesturlandi kynnir starfssvið sitt og helstu verkefni á svæðinu. Bergur Þor- geirsson bókmenntafræðingur, forstöðumaður Snorrastofu, skipuleggur dagskrána og tengir hana degi Snorra Sturlusonar. Guðrún Nordal bókmenntafræð- ingur flytur erindi í minningu Snorra og Bergur fjallar um Reykholt í þverfaglegu ljósi. Dag- skráin hefst kl 14: 00. Starfsfólk Minjasafnsins á Ak- ureyri skipuleggur skoðunarferð að Gásum í Eyjafirði sunnudag- inn 1. október í samvinnu við Gásafélagið. Fræðsla um Gása hefst í Minjasafninu kl 14:00 og er þátttaka og rútuferð ókeypis. Á Hólum verður dagskrá í umsjá Hólamanna, þar sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur, Þór Hjaltalín sagnfræðingur hjá Þjóðminjasafni Islands og Sigurð- ur Bergsteinsson nýskipaður minjavörður Þjóðminjasafhs ís- lands á Norðurlandi vestra munu flytja erindi og svara fyrirspurn- um. Á Skriðuklaustri verður dagskrá á vegum Gunnarsstofnunar laug- ardaginn 30. sept. í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands og Minja- safn Austurlands, þar sem flutt verða erindi með leiðsögn. Frum- mælendur verða Helgi Hallgríms- son náttúrufræðingur, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, Guðný Zöejga minjavörður Þjóð- minjasafns íslands á Austurlandi, Friðrika Marteinsdóttir jarðfræð- ingur, Svanhildur Óskarsdóttir norrænufræðingur og Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Dagskráin hefst kl 14:00. Þjóðminjasafnið skipuleggur ferð til Þingvalla laugardaginn 30. september í samvinnu við Þingvallanefnd og félagið „Minjar og Saga“. Þar flytja erindi Sigurð- ur Líndal prófessor og sagnfræð- ingur og fornleifafræðingarnir Guðmundur Olafsson og Orri Vésteinsson. Margrét Hallgríms- dóttir Þjóðminjavörður tekur og þátt í umræðum og ræðir um stefnumótun í fornleifarannsókn- um á ÞingvöIIum. Lagt verður af stað í rútu frá Þjóðminjasafni ís- lands við Suðurgötu kl 13:00 og er áætluð hcimkoma kl. 17:00. Tilkynna þarf Þjóðminjasafninu þátttöku í þá ferð íyrir lokun skiptiborðs á föstudag. -W Norræn skartgripasýning Norræn farandsýning á skartgripum verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar kl. 16.00 á morgun, laugar- dag. Þar sýna verk sín fimm ungir hönnuðir, Taru Harmaala og Inni Parnánen frá Finnlandi, Agnieszka Knap og Auli Laitinen frá Svíþjóð og hin íslenska Ása Gunnlaugsdóttir sem um þessar mundir starfar sem hönnuður í Kóreu. Þessar fimm stúlkur segjast hafa áhuga á að nota nýjar leiðir til að sýna skartgripi og vilja gera áhorfandann að þátt- takanda „ Skartgripir eru oftast sýndir undir gleri og þannig búið um hnútana að skoðandinn getur ekki sncrt þá. Við uppsetningu þessar- ar sýningar höfum við haft það að leiðarljósi að ar- kítektúrinn verði til að örva áhuga fólks á skartgripum og hvetja það til umhugsun- ar um margbreytileika skart- gripahönnunar." segja þær. Flestir eru skartgripirnir úr silfri en önnur og nýrri efni koma einnig við sögu. Fyrr á þessu ári hefur þessi sýning verið sett upp f Design Forum í Helsinki og í Myntkabinettet í Stokk- hólmi. V__________________________/

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.