Dagur - 29.09.2000, Side 11

Dagur - 29.09.2000, Side 11
 FÖSTVDAGVR 29. SEPTEMBER 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR HLnir ríku sigra í Sydney Mxkil fylgiii er með fjölda verðlaimapen- inga á ólympiuleikimi og landsframleiðslu þeirra þjóða sem senda keppendur Ríkar þjóðir og fjölmennar eru mun líklegri til að koma sínum keppendum á pall á ólympiuleik- um en þær sem minna mega sín hvað snertir fólksfjölda og ríki- dæmi. Þetta liggur í augum uppi þegar Iitið er á afrekaskrár. En tiltölulega fámennar þjóðir og fá- tækar eiga líka sitt afreksfólk, en oftast ráða þar einræðisstjórnir ríkjum sem vilja flest til vinna að koma sínum þegnum á pall. Þessi mál eru reifuð í nýút- kominni bók um ólympiuleika sem nefnist „Coming to Play og Coming to Win: Participation and Success at the Olympic Games“, eða „Mættir til leiks eða til að sigra: Þátttaka og árangur á ólympiuleikum“. Þar eru raktar ástæður fyrir því hvers vegna sumar þjóðir eru sigursælli en aðrar á leikunum. Verið getur að afreksfólkið hafi í sér rétt gen til að ná langt í íþróltakeppni, það getur verið að það þjálfi meira og betur en keppinautarnir sem cftir sitja eða nái sínum frábæra árangri með því að taka Iyf sem auka þrek, snerpu og úthald, að minnsta kosti um stundar sakir. En ekkert af þessu tryggir besta árangur í íþróttakeppni eða verðlaun á ólympiuleikum. Það er hinn efnahagslegi bakgrunnur sem ræður úrslitum. Þess vegna eru ríku þjóðirnar miklu sigursælli á svona Ieikum en þær fátækari. Ekki þarf annað en líta á af- rekaskrárnar til að sannfærast um hve góður efnahagur gerir þjóðir sigursæla í alheimskeppni eins og þeirri sem ólympiuleik- arnir eru. Ef borin er saman af- rekaskrá keppenda kemur í ljós að fylgni er milli fólksfjölda þeir- ra landa sem sigurvegararnir koma frá og landsframleiðslu þeirra. Höfundar nefndrar bókar gera ráð fyrir að atgerfi og hæfileikar fólks til íþróttaiðkunar séu svip- aðir um allan heim. Þvf er aug- ljóst að fleiri afreksmenn eru meðal Qölmennra þjóða en hinna fámennari og því hljóta stórþjóð- ir fleiri gull, silfur og brons en smáþjóðir. En áhrif Iandsfram- leiðslunnar skiptir máli. Þar sem hún er há á hvern íbúa er fólk betur nært, heilsufar er betra og menntunin rneiri. Aðstaða til íþróttaiðkana er betri í ríkum löndum, styrktaraðilar fleiri og efnaðri og rúmur fjárhagur stendur ekki í vegi fyrir að hægt sé að senda keppendur á ólymp- iuleika. Þau lönd sem halda ólympiu- leika hveiju sinni eiga yfirleitt ágæta möguleika á að sjá sína keppendur á verðlaunapalli. Það má meðal annars þakka því, að ekki þarf að spara fjölda kepp- enda og að mikill hluti áhorefnda stendur með sínu fólki og hvetur það óspart til dáða. Því má bæta við að fólk þeirra landa sem er að undirbúa að halda leikana er þess mjög vel meðvitandi og glæðir það íþróttaáhuga, bæði meðal þeirra sem stunda þjálfun og ekki síður þeirra sem styrkja einstaka keppendur og lið fjár- hagslega. Þar er enn komið að efnahagslegum áhrifum á íþrótt- ir. Enda ætla Astalir sér marga vinningshafa á þeim leikum sem nú standa yfir í Sydney. Kommúnistaríki og aðrar þjóð- ir sem búa við einræðisstjórn hafa sýnt mun betri árangur á ólympiuleikum en búast má við samkvæmt fólksfjölda og lands- framleiðslu á íbúa. En í slíkum löndum er lögð mikil áhersla á að þjálfa afreksmenn og koma þeim á alþjóðlega verðlaunapalla til dýrðar einræðinu. Er fátt til sparað að vinsa efnisfólk úr og gera það að þjóðarímynd einræð- isherranna. Geta menn borið saman árangur Sovétríkjanna gömlu í alþjóðlegri keppi og svo Austur-Þýskalands, sem var með ágætum, og þann takmarkaða ár- angur sem Rússarnir ná núna, þótt enn sé hann góður á sumum sviðum. Kinverjar sækja aftur á móti í sig veðrið enda skortir ekki fé til að búa til afreksfólk, þótt fátæktin blasi við á öðrum svið- um. Landsframleiðsla Randaríkj- anna er meiri en annarra ríka og samkvæmt því er sjálfsagt að þeir færi flesta verðlaunapeninga heim frá ólympiuleikum. Fjöl- mennið hefur einnig sitt að segja. I Rretlandi standa veðmálin nú þannig að Randaríkjamenn vinna gullið með 90 verðlaunapeninga, Kína er næst og hlýtur silfrið með 85 peninga og Þjóðveijar hreppa bronsið með 61 verð- iaunapening. Hvar Island lendir með sín ólympiuverðlaun og ágæta lands- framleiðslu á heimsvisu er ekki til umræðu, en talnaglöggir menn ættu að geta reiknað út hvílíkt afreksfólk þeir eru. - OÓ RU 486 pillan leyfð í Bandaríkiimiun WASHINGTON - Randaríska lyfjaeftirlitið hefur nú loksins sam- þykkt notkun neyðarpillunnar, eða RU 486, en þar með líkur langri baráttu fyrir lögleiðingu hennar. Pillan fékk fyrir talsverðu síðan leyfi í Frakklandi (1988) og er hún nú seld víða í Evrópu og Kína og víð- ar. Pillan, sem líka gengur undir nafninu mifepristone, framkallar fósturlát ef hún er tekin daginn eftir eða mjög snemma á meðgöngu. Það eru einkum þrýstihópar sem eru andvígir fóstureyðingum sem barist hafa gegn Iögleiðingu pillunnar. Fóstureyðingar hafa verið illa séðar af ýmsum tilfinningaheitum hópum og hafa þeir sem fara í slíkar aðgerðir eða framkvæma þær átt á hættu ofsóknir eða mót- mæli. Búist er við að pillan muni gefa þessu fólki frið frá slíku áreiti auk þess sem hún er talin nauðsynleg öryggistæki í neyðartilfellum. Ekki samkeppnisbrot BRUSSEL- Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins hyggst heimila með einhverjum skilyrðum hugmyndir um samruna America Online Inc. og Time Warnes Inc. en stöðvar hins vegar samstarf milli Warn- er Mucic og EMI Group. Þetta hafa fréttastofur eftir heimild innan Evrópusambandsins sem þó tekur fram að formleg ákvörðun um málið liggi ekki fyrir. Niðurstaðan þýðir í raun að mat samkeppnis- ráðs ES metur það svo að Warners/EMI samruninn muni verða sam- keppnishamlandi á svæðinu en hinn verði það ekki. Ákærur undirbiínar PAROS, Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hófu í gær undirbúning fyrir ákærur gegn áhöfn ferjunnar Express Samn- ina fyrir manndráp, og hétu því í leiðinni að þeir sem bæru ábyrgð á því að hún sökk myndu fá þunga refsingu. Kaupskipamála- ráðherra Grikklands, Christos Papoutsis sagði: „Ef við finnum einhvern sem ekki hefur brugðist rétt við, þá mun það kalla yfir þann hinn sama alvar- lega refsingu. Saksóknari hefur þegar hafið undirbúning ákæru á hendur fimm manns og það gerir hann ekki án þess að hafa fyrir því ærnar ástæður." Skipstjór- inn og fimm manns úr áhöfninni voru í gær í haldi í hafnarborginni Paros, en þaðan var feijan sem fórst með 500 farþega innanborðs, en að minnsta kosti 65 manns létust. Foreldrar fara ekki lengra LONDON -Forcldrar Síamstvíburanna sem greint hefur verið frá hér í Degi að undanförnu hafa ákveðið að fara ekki með ákvörðun bres- ka dómstólsins lengra, en dómstóllinn ákvað að aðskilja tvíburana, tvær stúlkur, þótt að myndi hafa í för með sér dauða þess veikari. Lögmaður foreldranna sagði í gær að búið væri að fara með málið fyrir tvo dómstóla og í bæði skiptin hafi niðurstaðan verið sú sama. Þau teldu því að þau hefðu gert það sem í þeirra valdi stæði og frek- ari barátta væri tilgangslaus. Foreldrarnir vilja ekki láta skilja stúlk- urnar í sundur og í raun deyða þá veikari, því slíkt væri siðferðilega rangt. Þau eru kaþólsk og koma frá Möltu, en á Möltu er almenn- ingsálitið mjög sterklega með þeim. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 273 dagur ársins, 93 dagar eftir. Sólris kl. 7.31, sólarlag kl. 19.03. Þau fæddust 29. sept- ember •1916 Trevor Howard, breskur leikari. • 1925 Hulda Valtýsdóttir blaðamaður. •1931 Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor. • 1935 Jerry Lee Lewis, bandarfskur rokktónlistarmaður. • 1943 Lech Walesa, pólskur verkalýðs- leiðtogi sem átti stóran þátt í falli kommúnistastjórnarinnar, hlaut nóbels- verðlaunin árið 1983 og var forseti Pól- lands 1990-95. • 1944 Þórunn Sigurðardóttir leikkona. • 1956 Sebastian Coe, breskur fþrótta- maður og ólympíuverðlaunahafi. Þetta geröist 29. sept- ember • 1829 tók lögregla Lundúnaborgar til starfa eftir heilmilda endurskipulagn- ingu, og varð þekkt undir nafninu Scotland Yard. • 1906 tók Landssími íslands til starfa. • 1974 tók Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestvígslu, íyrst íslenskra kvenna. • 1978 fannst Jóhannes Páll páfi látinn í íbúð sinni í Páfagarði rétt rúmum mán- uði eftir að hann tók við embætti hins óskeikula. • 1990 var Nesjavallavirkjun í Grafningi formlega gangsett. Vísa dagsins Stæltur vilji, strengd hver taug, - stóru má það letra, þegar Vala Flosa flaug fjóra og hálfan metra. Auðunn Bragi Sveinsson Afmælisbam dagsins Pálmi Gunnarsson söngvari og bassa- leikari er fimmtugur í dag. Hann er sennilega þekktastur fýrir leik sinn með hljómsveit Magnúsar Eiríkssonar, Mannakorni, en hefur leikið með ýms- um öðrum hljómsveitum, þar á meðal jafn ólíkum hljómsveitum og Brunalið- inu og Blúskompaníinu. Pálmi er fædd- ur á Vopnafirði, og er m.a. með próf sem leikfimikennari frá lýðháskóla í Danmörku. Lítið hefur heyrst í Pálma undanfarið, en hann mun vera að söðla um og ætlar að hasla sér völl í kvik- myndum. Eftir þrjá daga án lestrar verða samræð- urnar Iitlausar. Kínverskt spakmæli Heilabrot Hér kemur ein þraut fyrir stærðfræðing- ana: Hver er lægsta talan, sem allar tölur frá 1 til 10 ganga upp í? Lausn á síðustu gátu: Áður en menn uppgötvuðu að Everest væri hæsta fjall í heimi, þá var Everest samt hæsta ijallið Veffang dagsins Galileo Galilei lést í Flórens á Italíu árið 1642. Níutíu og fimm árum síðar voru lík- amsleifar hans fluttar í sérstakt grafhýsi til þess að sýna honum tilhlýðilega virðingu, og um leið var langatöng hægri handar snillingsins tekin frá og höfð til sýnis. Hún er enn til sýnis á vísindasögusafninu í Flór- ens, eins og sjá má á vefsíðum safnsins: galileo.imss.firenze.it/museo/4/eivlO.html

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.