Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 1
< Föstudagur 13. október 2000 83. og 84. árgangur - 195. tölublað Mill ingl MiUjarður sparaðist með sameiningu banka samkvæmt útreiloiing- um og líkur á að 300 rnanns myndu missa viimiina. Reiknað hefur verið út í tengls við sameiningarhugmundir ríkisbank- anna að hagræðingin sem næðist við sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka gæti numið um einum milljarði króna. Samkvæmt þess- um útreikningum myndi það þó líka hafa í för með sér ýmsar erfið- ar ákvarðanir og viðkvæmar afleið- ingar s.s. uppsagnir starfsfólks. Þannig liggur fyrir að ekki færri en 300 manns yrði sagt upp. Bankarn- ir eru með of margar afgreiðslur hér á höfuðborgarsvæðinu. Ein- hverjum þeirra yrði lokað. Ut á landi eru bankarnir báðir með úti- bú á 9 stöðum. Dagljóst er að annarri þeirra verð- ur lokað á öllum þessum 9 stöðum og fólki því sagt upp. Þetta er ofur viðkvæmt mál í ljósi þess að allir eru að tala um að flytja stofnanir út á land til að skapa þar atvinnu og stöðva þannig fólksflóttann til höf- uðborgarsvæðisins. Markaðsráðandi Hinn nýi sameinaði banki, ef hann losaði sig ekki við Landsbréf og VIS yrði með um 60% af íslenska Ijár- málamarkaðnum sem er of mikið til þess að það standist samkeppn- islög. Bankinn myndi hafa 55-56% af öllum innlánum í landinu. Hann myndi hafa um 46% af öllum út- lánum, þar af um 40% af út- lánum til ein- staklinga. Hann myndi hafa um 57% af rekstrar- lánum til fyrir- tækja og 62- 64% af gjaldeyr- isviðskiptum til einstaklinga og lyrirtækja. Þetta eru augljóslega allt of sterk tök og eru viðmælend- ur blaðsins sammála um að Sam- keppnisstofnun gæti ekki annað en tekið á málinu. Spenna hjá starfsfólkmu Dagur hefur fyrir því öruggar heim- ildir að mikil spenna ríki nú meðal starfsfólks bankanna hér á höfuð- borgarsvæðinu. Starfsfólk í Búnað- arbankanum vill ekki að bankinn sameinist neinum banka, hvorki Landsbanka né öðrum. Það vill að banldnn haldi bara áfram eins og verið hefur. Þá veldur það að sjálf- sögðu mikilli spennu hjá starfsfólki beggja bankanna að talað er um að segja upp 300 manns. Enda þótt að talað hafi verið um að málið yrði afgreitt nú um helg- ina eru allir stjórnmálamenn sem Dagur hefur rætt við á einu máli um að það þyrfti kraftaverk að koma til ef það eigi að takast mið- að við þá ringulreið sem verið hef- ur í málinu frá því fjölmiðlar skýrðu frá stöðunni í vikunni. Sjá fréttaskýringu ábls 12-13 Stórbruni varð á bænum Fremstafelli í Köldukinn þegar fjós brann þar til kaldra kola í gærmorgun. Ekki urðu slys á mönnum og kýrnar sluppu. Slökkvi- starf var erfitt og á þessari mynd má sjá þegar hluti þaksins féll niður og á slökkviliðsmaður fótum fjör að launa. Sjá ítarlega umfjöHun og viðtal við ábú- endur á bls. 13. - mynd brink Sævar Gunnarsson, formaður sjó- mannasambandsins Sjómeim skoða Sjómannasamband Islands hefur beðið nokkrar lögmannsstofur að kanna það hvort grundvöllur sé til að kæra viðskiptahætti útgerðar- manna sem eiga fiskvinnslur til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA fyr- ir hrot á evrópskum samkeppnis- lögum. í Noregi er t.d. útgerðum bannað að eiga fiskvinnslur vegna þess að það er ekki talið samrým- ast eðlilegum viðskiptaháttum að útgerð geti samið við sjálfa sig um hráefnisverð til fiskvinnslu. Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambandsins að engin ákvörðun hafi verið tekin í þessu máli, enda sé það enn til skoðun- ar hjá viðkomandi lögmannsstof- um. Ástæðan fyrir því að menn séu að skoða þennan möguleika að leita réttar síns erlendis sé m.a. vegna þess að það hefur ekki gengið sem skyldi þegar slík mál hafa farið lyrir Samkeppnisstofn- un. Þau mál hafa þó ekki verið rekin af hálfu Sjómannasam- bandsins._______________-GRH Engar bætur Hæstiréttur kvað f gær upp þann dóm að Kio Alexander Briggs sem hepptur var í gæsluvarðhald, grunaður um smygl á fíkniefnum til landsins, skuli ekki fá bætur frá ríkinu. Briggs var síðar sýknaður af ákæru og vildi hann fá 27 millj- ón krónur í bætur fyrir tæplega 8 mánaða varðhaldsvistina og far- banns í framhaldi af því. Hæsti- réttur taldi að lögmæt skilyrði og fullt tilefni hafi verið fyrir varð- haldinu enda hafi Briggs með framferði sínu við meðferð máls- ins stuðlað að aðgerðum gegn sér. Þáttur hans hafi verið álitinn svo stórvægilegur að taka yrði undir með héraðsdómi að hann ætti ekki að fá bætur. © BRÆÐURNIR jfik. Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 RöDIOiy www.ormsson.is Glerárgötu 32 • Sími 462 3626 Það stemmir SjÓðvél AR-A220 ♦— ■ ..i • 5/30 vöruflokkar • Allt aö 500 PLU númer T«| • 4 afgreiðslumenn • Sjálfvirk dagsetning og tími • Hljóðlaus hitaprentun ER-A150 verð&SiðO® stgr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.