Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 13
12 - FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING L. Tkyyr Daptr. Dansað á glóðiun SIGURDÓR SIGURDÖRS SON SKRIFAR íslenski fjármála- heiinurinn titrar vegna umræðunnar um sameiningu ríkis bankanna. Ólíklegt er talið að hægt verði að taka ákvörðun um sameiningu nú uin helgina eins og til stóð. Rættumað hankastjórinn verði hara einn með tvo til þrjá aðstoðarmenn með sér. Afturkippur kom í viðræður um sameiningu bankanna eftir að Dagur og aðrir fjölmiðlar greindu frá því að til stæði að ganga frá málinu í vikunni og tilkynna um ákvörðun um sameiningu um þessa helgi. Ræða átti málið á rfk- isstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag en það var ekki gert. Ekki er víst að það verði rætt á ríkisstjómarfundi í dag og að til- kynnt verði um sameininguna nú um helgina þótt það sé talið bráð- nauðsynlegt að flýta afgreiðslu málsins sem mest. Menn úr viðskiptalífinu hafa sagt að svona vinni menn ekki lengur í viðskiptalífinu eins og gert hefur verið í þessu samein- ingarmáli. Það hefði aldrei átt að komast í fjölmiðla fý'rr en það var afstaðið. Engin umræða hefði átt að eiga scr stað fyrirfram. Hér sé um að ræöa fyrirtæki á markaði og því kvikuviðkvæmt. Þess vegna leiði allt umtal til þess að gerðar eru athugasemdir við viðskipti mcð hréfin á verðbréfaþinginu. Og í gær voru raunar hréf í ríkis- bönkunum sett til hliðar á verð- hréfaþingi þar til niðurstaða um sameininguna liggur fyrir. Rétta aðferðin við þetta mál, segja sérfræðingarnir, hefði verið að þeir sem ráða ferðinni, þeir Davíð Oddsson og Halldór As- grímsson, hefðu sest niður og gengið frá málinu á einum degi. Þeir áttu að ganga frá því hverjir yrðu bankastjórar og hverjir skip- uðu bankaráðið, hafa samband við þessa menn og segja þeim að lokað hafi verið fvrir hlutabréfin og næsta morgun yrði svo til- kynnt að bankarnir verði samein- aðir um næstu áramót og hverjir væru nýráðnir stjórnendur hans. Svona mál séu unninn á einu kvöldi og kannski að viðbættri nóttinni. Mál af þessu tagi þoli ekki fjölmiðlaumræðu eins og verið hefur alla þessa viku. Fjariiialaheimiiriim titrar Vegna þess að þetta var ekki gert svona er ríkisstjórnin lent með málið í afar erfiðri stöðu. Pressan á ráðherrum er mikil og tíminn / ■HH Hinn nýi sameinaði banki, ef hann losaði sig ekki við Landsbréf og VÍS yrði með um 60% af íslenska fjármálamarkaðnum sem er of mlklð til þess að það standist samkeppnislög. orðinn skammur. Og á meðan titrar fjármálaheimurinn á Is- landi og óvissan er til þess eins að skemma fyrir. Menn dansa á glóðum eins og einn viðmælandi Dags komst að orði. Rétta aðferðin við þetta mál, segja sér- fræðmgarnir, hefði verið að þeir sem ráða ferðinni, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hefðu sest niður og gengið frá málinu á einiini degi. Ossur Skarphéðinsson spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskipta- ráðhcrra um stöðuna í málinu á Alþingi á miðvikudaginn. Hann spurði hvort ekki þyrfti að Ieita til Samkeppnisstofnunar nú þegar um hvort sameiningin stæðist samkeppnislög. Valgerður sagði að ekki værið unnið að samein- ingu hankanna heldur að sölu þeirra. Þess vegna væri ótíma- bært að spyrja þessarar spurning- ar. Hins vegar sagði Davíð Odds- son þann sama dag að sameina beri ríkisbankana til þess að ríkið fengi sem mest fyrir þá áður en þeir yrðu scldir. Þetta þýðir auð- vitað það að unnið er að samein- ingu bankanna áður en sala á hlut ríkisins hefst. Svona er talað í austur og vestur á sama sólar- hringnum, sem sýnir aðeins hvc málið er allt í lausu lofti. Eiirn bankastjóri Ríkisstjórnin er hins vegar komin í afar erfiða stöðu. Þegar samein- ingarmálið komst í fjölmiðla má scgja að orðið hafi sprenging. Ráðherrar voru óviðbúnir þeirri pressu sem myndaðist þegar fjöi- miðlar tóku að spyrja, starfsfólk hankanna varð órólegt og hjá því myndaðist mikil spenna. Pen- ingamarkaðurinn vissi ekki hvernig átti að bregðast við, því í raun vissi enginn nákvæmlega hvernig staðan var. Það er þessi mikla upplausn sem staðið hefur f vegi fyrir því að frá málinu yrði gengið f þessari viku eins og til stóð. Þá er enn ófrágengið hver eða hverjir verði stjórnendur hins nýja bankana. Talað var um að þeir Halldór J. Kristjánsson úr Landsbanka og Sólon Sigurðsson úr Búnaðarbanka yrðu banka- stjórar. Nú er því haldið fram að ráðherrar vilji að einn sterkur bankastjóri verði yfir bankanum með tvo til þrjá aðstoðarbanka- stjóra með sér. Ef um einn bankastjóra verður að ræða munu vcrða mikil átök um hver það á að vera. Ef sjálf- stæðismenn fengju að ráða þenn- an mann má gera ráð fyrir að það yrði Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri flokksins og banka- ráðsmaður í Landsbanka. Það myndu framsóknarmenn trauðla samþykkja. Ekki er jafnaugljóst hvern framsóknarmenn myndu skipa ef þeir réðu. Víst er að stjórnarflokkarnir vilja tryggja áhrif sín í þessum hópi stjórn- enda hins nýja banka og því eru átök um þetta og málið algerlega óleyst enn. Sá maður er eflaust vandfundinn sem hefur hæfileika til að vera aðalbankastjóri þessa eina ríkisbanka og algerlega óháður í pólitík þannig að báðir stjórnarflokkarnir gætu sætt sig við hann. Þá er það bankaráðið. Ymsir hafa verið nefndir til sögunnar sem formannsefni og hæst hefur nafn Geirs Magnússonar, for- stjóra ESSO, borið í þeirri um- ræðu. Raunar hefur nafn hans verið nefnt sem hugsanlegs aðal- bankastjóra. Menn benda á að ef- laust ættu sjálfstæðismenn erfitt með að sætta sig við hann í það starf. Og enda þótt flokkarnir vilji koma sfnu fólki fyrir í bankaráð- inu þá er bankaráö eitthvað sem kemur og fer og mannast eftir því hvaða ílokkar fara með lands- stjórnina hverju sinni. Þess vegna er það sjálf yfirstjórnin sem skipt- ir stjórnarflokkana máli. Skipt um skoðirn Davíð Oddsson og sjálfstæðis- menn hafa lengi verið því hlynnt- ir að sameina ríkisbankana og selja þá svo. Halldór Ásgrímsson hefur hins vegar fram til þessa verið heldur andvígur því að sam- eina ríkisbankana. Hann sagði í sumar í samtali við fjölmiðla að hann tcldi að upp kæmi of mikil fákeppni til þcss að ncytendur gætu treyst á góða þjónustu ef ríkisbankarnir yrðu samcinaðir. Hann sagði það því ekki sjálfgefið út frá einhverrjum hagkvæmisað- stæðum að sameina bankana. Enn fremur að líta þyrfti til sam- keppnislaga i' þessu tilfelli. Ekki væri víst að sameining bankanna stæðist þau. Nú hefur Halldór skipt um skoðun því hann sagði í gær að það þyrfti samruna á fjármála- markaði og tryggja samkeppni því vextir væru hér allt of háir. Þá þyrfti líka að líta á atvinnusjónar- Til þess aö sparisjóð- iruir geti komið að máliirn þarf að breyta lögum vegna þess að þeir eru sjálfseignar- stofnanir. Ef þetta færi nú svona þá væri kom- inn til sögunnar þriðji bankinn, álika stór og sameinaði ríkisbank- inn og íslands- banki/FBA. mið bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi í þessu sambandi. Það gæti tengst þessum skoð- anaskiptum Halldórs að nú er al- mennt talið að Landsbankinn verði að losa sig við Landsbréf og VÍS áður en til sameiningar við Búnaðarbankann kemur. Og ef Landsbankinn losar sig við Lands- bréf og VIS er verið að ræða um að Frjálsi fjárfestingarsjóðurinn komi þarna inn og hugsanlega spari- sjóðirnir. Til þess að sparisjóðirnir geti komið að málinu þarf að brey- ta lögum vegna þess að þeir eru sjálfseignarstofnanir. Ef þetta færi nú svona þá væri kominn til sög- unnar þriðji bankinn, álíka stór og sameinaði ríkisbankinn og Is- landsbanki/FBA. Um leið væri komin sú samkeppni sem Halldór Ásgrímsson telur nauðsynlegt að tryggja og allir myndu eflaust fagna. Þetta er ein af þeim hugmynd- um eða útfærslum sem menn eru að velta fý'rir sér og ýmsar fleiri leiðir eru sagðar koma til greina því fullyrt er að í raun sé allur fjár- málamarkaðurinn undir í málinu. Markaðsráðandi Hinn nýi sameinaði banki, ef hann losaði sig ekki við Landsbréf og VÍS yrði með um 60% af ís- lenska Ijármálamarkaðnum sem er of mikið til þess að það standist samkeppnislög. Bankinn myndi hafa 55-56% af öllum innlánum í landinu. Hann myndi hafa um 46% af öllum útlánum, þar af um 40% af útlánum til einstaklinga. Hann mvndi hafa um 57% af rekstrarlánum til fyrirtækja og 62- 64% af gjaldeyrisviðskiptum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta eru augljóslega allt of sterk tök sem Samkeppnisstofnun gæti ekki annað en tekið á. Við sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka er talið að hægt verði að hagræða og spara upp á allt að einum milljarði króna. En þar kemur líka inn f afar viðkvæmt mál sem eru uppsagnir starfsfólks. Það liggur alveg ljóst fyrir að ekki færra en 300 manns yrði sagt upp. Bankarnir eru með of margar af- greiðslur hér á höfuðborgarsvæð- inu. Einhverjum þeirra yrði lokað. Ut á landi eru bankarnir báðir með útibú á 9 stöðum. Dagljóst er að annarri þeirra verður lokað á öllum þessum 9 stöðum og fólki því sagt upp. Þetta er ofur við- kvæmt mál í Ijósi þess að allir eru að tala um að flytja stofnanir út á land til að skapa þar atvinnu og stöðva þannig fólksflóttann til höf- uðborgarsvæðisins. Spernia hjá starfsfóLkinu Dagur befur fyrir því öruggar heimildir að mikil spenna ríki nú meðal starfsfólks bankanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk í Búnaðarbankanum vill ekki að bankinn sameinist neinum banka, hvorki Landsbanka né öðrum. Það vill að bankinn haldi bara áfram eins og verið hefur. Þá veldur það að sjálfsögðu mikilli spennu hjá starfsfólki beggja bankanna að tal- að er um að segja upp 300 manns. Annað væri óeðlilegt. Enda þótt að talað hafi verið um að málið yrði afgreitt nú um helg- ina eru allir stjórnmálamenn sem Dagur hefur rætt við á einu máli um að það þyrfti kraftaverk að koma til ef það eigi að takast mið- að við þá ringulreið sem verið hef- ur í málinu frá því fjölmiðlar skýrðu frá stöðunni í vikunni. Auðunn og Álfheiður á erfiðri stundu. Ekki var búið að slökkva bálið í fjósinu í gærmorgun þegar myndin var tekin. Sldptir mestu að skepmimar lifðu Mikið tjón í bruna í Köldukmu eu ábúend- umir eru staðráðnir í að gefast ekki upp. Voru nýbúin að taka við jorðmni. Mikið tjón varð í stórbruna á Fremstafelli í Köldukinn í S- Þingeyjarsýslu í gærmorgun. Fjós eyðilagðist í eldi og líkur eru á að hlaða hafi skemmst. Engar skepnur voru í útihúsun- um ef frá eru taldir tveir kálfar og tókst a.m.k. að bjarga öðrum þeirra. Nýir ábúendur eru á jörð- inni og segja þeir rnestu máli skipta að skepnurnar hafi bjarg- ast. Mjólkurbílstjóri sem ók eftir aðalþjóðbrautinni í Köldukinn sá fyrstur eldinn og tilkynnli um brunann til lögreglu um kl. 06.40. Ilann vakti síðan ábú- endur og rúmum hálftíma síðar kom slökkvilið úr þremur áttum. Bíll frá Húsavík kom fyrstur en síöan bættist við liðsauki úr Að- aldal auk heimamanna. „Það var allt að hrvmja þegar við mætt- um á staðinn," sagði slökkviliðs- maður sem kom fyrstur á stað- inn. Rjúfa þurfti þakið áður en eldurinn slokknaði endanlega og tók slökkvistarf á þriðju klukk- stund. Vatnsskortur Benedikt Jónasson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri á Húsavík, sagði að slökkvistarf hefði gengið eftir atvikum en vatnsöflun hefði valdið erfiðleikum. Um kilómetri var í næsta vatnsból frá Fremsta- felli og sagði Benedikt þetta kunnugt vandamál í dreifljýlinu. „Það brann allt sem brunnið gat,“ sagði Benedikt en gat þess ennfremur að viðbragðstími slökkviliðsins hefði veriö mjög góður. „Að redda fjósi“ „Eg er að reyna að redda fjósi,“ sagði Auðunn Ingvar Pálsson bóndi í' gærmorgun þegar blaða- menn Dags litu við hjá honum og konu hans. Þau eiga þrjú börn og er skammt sfðan þau fluttust úr Bárðardalnum og tóku við kúabúskapnum í Fremstafelli. Áfallið er rnikið en þau eru staðráðin í að gefast ekki upp heldur leita húsnæðis í ná- grcnninu til að hýsa kýrnar tíma- bundið ogf reyna síðan uppbygg- ingu. Kaldhæðni örlaganna er að eldsupptök eru rakin til rafsuðu- framkvæmda sem fram fóru i útihúsunum nóttina fyrir brun- ann og var sú vinna þáttur í nýju skipulagi rekstrarins eftir að hjónin tóku viðjörðinni. „En það var hundaheppni að hýsa ekki kýrnar," sagði Auðunn og lét engan bilbug á sér finna. Álfheiður Birna Þórðardóttir, eiginkona Auöuns, sagði að á erfiðum stundum væri líkt og einhver aukakraftur kæmi yfir mannssálina en þau voru sam- mála um að það hefði orðiö full- stór biti að kyngja ef skepnurnar hefðu farið líka. Óljóst með tryggingar Oljóst var í gær hvernig ábúend- urnir á Fremstafelli eru tryggðir fý'rir tjóninu, þar sem svo skammt er síðan Auðunn og Álf- hciður tóku við búinu. Auðunn sagði að fýrir hálfum mánuði hefði tryggingafélagið haft sam- band en vegna tímaskorts ákvað bóndinn að fresta því að ganga frá hnútunum í því. Það stóð til á næstu dögum að ganga endan- Iega frá tryggingamálunum. -BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.