Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 Dnptr numL WNPlWM Hugvísmdamenn kynna rannsóknir sínar Heimspekileg, guðfræðileg og sagnfrædileg efni verða meðalþess sem sem rætt verð- ur á Hugvísinda- þingi í dag og á morgun. Hugvísindaþing verður haldið á föstudag og laugardag í þriðja sinn. Þingið er ætlað háskóla- mönnum og öilum áhuga- mönnum um húmanísk fræði, en Hugvísinda- stofnun hefur haft veg og vanda af undirbúningi þingsins. Dagskrá þingsins er Qölbreytt og m.a. íjallað um efni sem snerta sagn- fræði, heimspeki, guð- fræði, málvísindi og þjóð- fræði. Þingið hefst kl. 13 í dag með málstefnu Sagn- fræðingafélags Islands undir yfirskriftinni: Póst- módernismi - hvað nú? „Þetta er svona mini-mál- stofa sem er eins konar upphitun fyrir þingið," segir Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Hugvís- indastofnunar. Geir Svansson, Sigrún Sigurð- ardóttir, Ingólfur A. Jó- hannesson og Kristján Kristjánsson taka þar til máls og er meiningin að þarna fari fram eins kon- ar uppgjör um póst- módernismann sem sagn- fræðingar hafa fjallað töluvert um á síðustu misserum. Klukkan 16 heldur Sölvi Sogner frá Oslóar- háskóla síðan fyrirlestur á norsku um þróun hjú- skapar og annarra sam- búðarforma allt frá siða- skiptum til dagsins í dag. Fyrirlestur hennar er um leið minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar, sem að sögn Jóns Ólafssonar er árleg uppá- koma og var ákveðið að sam- elna hann þinginu að þessu sinni vegna þess að tímasetn- ingin skaraðist. Að kunna gott að meta Aðalfyrirlestur þingsins verður svo í kvöld í hátíðarsal Háskól- ans, þar sem Sigrún Svavars- dóttir heimspekingur tekur til umfjöllunar siðfræðilegar spurningar. Fyrirlesturinn nefnist „Að breyta skynsam- lega, réttlætanlega og vel“ og þar spyr Sigrún m.a. hver tengslin séu á milli þessa þrenns, þ.e. að breyta skyn- Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Hugvísindastofnunar. samlega, réttlætanlega og vel. Tekið er mið af kenningum um skynsemina sem á rót sína að rekja til Davids Humes. Sam- kvæmt kenningum Humes þarf það ekki að brjóta í bága við skynsemina að fremja hið versta ódæði, og kenningar af því tagi vekja óneitanlega upp margar spurningar um tengsl skynseminnar og siðferðisins. Sigrún tók við lektorsstöðu við Ohio State University í Col- umbus nú í haust, en hefur kennt við New York University og University of Pittsburgh á árunum 1993-2000. Á morgun verða svo haldnar fimm málstofur ásamt sjálf- stæðum fyrirlestrum þar sem fjöldi fræðimanna tekur til máls. „Að kunna gott að meta: Hlutlæg verðmæti" er yfirskrift einnar málstofunnar, og þar verður fjallað um efni sem teng- ist fyrirlestri Sigrúnar. Spurt verður m.a. hvernig skilja beri hugtakið hlutlægni þegar átt er við siðferðileg verðmæti eða gildi og hver séu tengslin milli hlutlægra verðmæta og skyn- semishyggju. Þátttakendur verða heimspekingarnir Sigrún Svavarsdóttir, Kristján Krist- jánsson, Sigurður Kristinsson og Róbert H. Haraldsson, auk þess sem Atli Harðarson, Magn- ús Diðrik Baldursson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason viðra viðbrögð sín. Jón Ólafsson stýrir umræðunum. Víða komið við Á vegum sagnfræðinga verður málstofa um menningu og sam- félag kaldastríðsáranna þar sem þau Valur Ingimundarson, Jón Ölafsson, Jón Viðar Jóns- son, Dagný Kristjánsdóttir og Gestur Guðmundsson verða frummælendur. Guðfræðingar efna til mál- stofu um fórnina, þar sem þau Gunnlaugur A. Jónsson, Arn- fríður Guðmundsdóttir, Einar Sigurbjörnsson, Martin Regal og Soffía Auður Birgisdóttir ræða fórnina frá ólíkum sjónarhorn- um og leita víða fanga. „Á milli mála“ er yflrskrift málstofu þar sem fjallað er um þau takmörk sem tungumál og menningarhefð setja mönnum og hvaða leiðir þau opna þeim. Þar taka til máls þau Svavar Hrafn Svav- arsson, Þorleifur Hauks- son, Aðalheiður Guð- mundsdóttir, Gauti Krist- mannsson og Jón Karl Helgason. „Einstaklingurinn fyrr og síðar“ nefnist loks málstofa, þar sem komið er inn á víðtækt efni sem tengist flestum fræði- greinum hugvísinda á einn eða annan hátt. Þar fjalla þau Torfi Tulinius, Björn Björnsson, Jón Ma. Ásgeirsson, Ásdís Egils- dóttir og Kristján Árna- son um einstaklinginn og sjálfið frá ýmsum hliðum. Þingið lifir á Netinu „Almennt er hugmyndin með Ilugvísindaþingi að kynna eins konar þver- snið af þeim rannsókn- um sem stundaðar eru í þeim deildum sem standa að þinginu," seg- ir Jón Ólafsson. „Og þetta á að vera áhuga- vert fyrir alla áhuga- menn um þessi efni, en samt ekki þannig að það sé verið að einfalda neitt um of. Þetta verður al- vöru akademísk umræða en á þó ekki að vera of sérhæfð eða of tækni- leg.“ Jón segir Hugvísinda- stofnun vera í örum vexti innan innan heim- spekideildar. „Hlutverk hennar er að vera rann- sóknarvettvangur í deildinni, sem var ekki til áður. Hingað er t.d. komið fólk í rannsóknar- störfum eftir doktors- próf, sem þekktist ekki áður,“ segir Jón. Jón bendir á að dag- skrá þingsins sé á Net- inu og þar fylgja hverj- um dagskrárlið tenglar í annað efni á Netinu sem tengjast viðkomandi efni á þinginu. „Það er náttúrlega til svo mikið efni á vefnum þetta,“ segir Jón. „Hug- myndin var sú að búa til dag- skrá á vefnum sem væri jafn- framt sjálfstæður vefur þannig að þá væri eitthvað út úr því að skoða dagskrána óháð þing- inu. Bæði til þess að gera þing- ið meira spennandi en líka fyr- ir þá sem ekki hafa tök á að fara á þingið. Og svo er líka meiningin að Hugvísindaþing 2000 standi áfram sem vefur. Einhverjir fyrirlestrar verða þar og einhver umræða von- andi.“ Hann tekur þó fram að töluvert fé þurfi til þess að halda úti vef af þessu tagi og óvíst hvort það verði fyrir hendi. -GB um

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.