Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓUER 2000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Með betrí landsleikjum
sem spilaðir hafa verið
Logi Ólafsson sagði það hafa verið hreina unun að horfa að strákana á miðvikudag gegn Norður-írum, samstað-
an geysimikil og þeir staðráðnir að bæta fyrir það sem aflaga fór i leiknum á undan.
Logi Ólafsson sagði
það hafa verið hreina
unun að horfa að
strákana á miðviku-
dag gegn Norður-
írunt.
Sigur Islands á Norður-lrum í
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar sem fram fer í Kóreu
og Japan árið 2002 var kærkom-
ínn eftir brotlendinguna gegn
Tékklandi. Logi Olafsson, fyrr-
um landsliðsþjálfari og þjálfari
kvennalandsliðsins, segir að leik-
ur íslands hafi verið allt annar
og yfirbragðið betra en gegn
Tékídandi.
„Það var nú alveg óþarfi að
leggjast í einhverja depurð eftir
leikinn gegn Tékkum þrátt fyrir
slæm úrslit. Það hafa allir gott af
því að fá svona rasskell og ég
held að landsliðsmennirnir hafi
lært mjög af þeim úrslitum. Það
var að sama skapi gaman, hrein
unun, að horfa að strákana á
miðvikudag, samstaðan var
geysimikil og þeir staðráðnir að
hæta fyrir það sem aflaga fór í
leiknum á undan. Leikurinn
gegn Norður-írum var með betri
landsleikjum sem leiknir hafa
verið á síðustu árum."
Samt kom þetta mark ekki fyrr
en leiknrinn var núnast búinn.
Það hlýtur samt að vanta eitthvað
ef menn spila glimrandi vel í 90
mínútur ún þess að skora?
„Eftir svona áföll eins og liðið
varð fyrir í leiknum á móti Tékk-
um, þótt enginn sé að kvarta yfir
tapi gegn þeim á heimavelli, liði
sem er á toppi heimslistans, þá
voru menn að spila mjög góðan
leik þó gagnrýnin sitji svolítið í
mönnum. 90. mínútan er
jafnþýðingarmikil og sú 1. í
leiknum. Það breytir ekki miklu
hvenær markið kemur, ef það
bara kemur. Uppskera erfiðisins
kom ekki fyrr en á 90. mínútu
leiksins. Liðið þurfti mörg færi
til að skora markið, og það mætti
laga en boltanum var haldið
mun meira innan liðsins en gegn
Tékkum.“
Finnst þér gagnrýni almenn-
ings óréttmæt þegar illa gengur
eins og ú móti Tékkum?
“Oft á tíðum er hún það. En
ég er jafnsannfærður um að
hæði Atli Eðvaldsson, þjálfari, og
leikmennirnir vilja ekki að um þá
sé farið silkihönskum enda á
ekld að vera nein halelújasam-
koma kringum liðið. En fólk á að
vera ögn faglegra í sinni gagn-
rýni. Það eru margar Ieiðir að
sama markmiði. Atli hefur valið
að fara þessa leið eins og hann
sýndi okkur í gær. Stundum
tekst það og stundum ekki, leik-
mennirnir eru manneskjur en
ekki vélar. Svo eru menn íljótir
að snúa spilunum við og tala um
„strákana okkar“, þegar vel geng-
ur. Þá segja menn að þetta hafi
þurft að gera til þess að betur
gengi,“ segir Logi Ólafsson. -GG
Víkmgar lágu
gegnliuz
Islandsmeistarar Víkings í borð-
tennis léku á laugardaginn í 1.
umferð Evrópumóts meistara-
liða gegn austurríska liðinu Lin/.
og fór viðureignin fram í íþrótta-
húsi TBR. Þrír keppendur frá
hvoru félagi tóku þátt í keppn-
inni og fór svo að austurríska lið-
ið sigraði 3-1 eftir mjög
skemmtilega keppni. Guðmund-
ur E. Stephensen, sem lék mjög
vel á mótinu sigraði Julien Pi-
etropaoli 2-0 (21-11 og 21-18),
en tapaði fyrir Ivan Vitsek, besta
manni Lin/, 0-2 (14-21 og 18-
21). Markús Arnason tapaði íý'r-
ir Ivan Vitsek 0-2 (8-21 og 18-
21) og Adam Harðarson tapaði
fyrir Peter Aranyosi 1-2 (6-21,
21-19 og 1 1-21).
Boðsmót á sunnudag
A sunnudaginn var sfðan efnt til
boðsmóts þar sem leikmenn
Lin/ og Víkings léku. Þeir Mark-
ús Arnason og Julien Pietropaoli
léku þar annars vegar til undaúr-
slita og þeir Guðmundur E.
Stepensen og Peter Aranyosi
annars vegar. Julian vann Mark-
ús 2-0 (21-15 og 21-17) en Guð-
mundur vann Peter örugglega 2-
0 (21-12 og 21-16). í úrslitun-
um vann Julien 2-0 sigur á Guð-
mundi eftir hörku spennandi
viðureign (21-19 og 21-19).
Guðmudur E. Stephensen ásamt Juliean Pietropaoli frá Linz.
Spenna fyrir leik Leicester og United
Lið Leicester hefur komið
skemmtilega á óvart í ensku úr-
valsdeildinni í haust og þegar
leiknar hafa verið 8 umferðir er
liðið í efsta sæti deildarinnar
með 16 stig, hefur unnið 4 leiki
og gert fjögur jafntefli og er enn
án taps. Leicester leikur næst á
heimavelli gegn Englandsmeist-
urum Manchester Utd. á laugar-
daginn, og verður það fyrsti stóri
prófsteinninn á það hvort staða
liðsins er aðeins einhver loftbóla
eða Leicester mun í vetur blanda
sér í baráttuna um Englands-
meistaratitilinn. Aðrir leikir í
umferðinni eru Arsenal - Aston
Villa, Coventry City - Tottenham
Hotspur, Everton - Sout-
hampton, Ipswich - West Ham,
Leeds Utd. - Charlton Athletic,
Leicester - Manchester United,
Manchester City - Bradford
City, Sunderland - Chelsea, Der-
by County - Liverpool og Midd-
lesbrough - Newcastle Utd.
Meðfylgjandi er staðan í ensku
úrvalsdeildinni en gamla stór-
veldið Derby vermir nú botnsæti
deildarinnar og Chelsea, sem
spáð var mjög góðu gengi f vetur,
er „aðeins“ í 1 2. sæti deildarinn-
ar, en styrinn kringum þjálfara-
mál liðsins kunna þar að vera
stærsta orsökin. Michael Owen,
Liverpool, er markahæstur með
7 mörk, en næstir koma Pahars,
Southampton; Boksic, Middles-
Michael Owen, Liverpool, er
markahæstur með 7 mörk.
bro; Henry, Arsenal; Jeffers, Ev-
erton og Smith, Leeds hafa skorað 5 mörk. sem allir
Leicester City 16
Manch. Utd. 15
Arsenal 15
Newcastle Utd. 13
Aston Villa 12
Charlton Athletic 12
Liverpool 12
Lecds Utd. 1 1
Ipswich Town 1 1
Tottenham Hotspur 11
Middlesbro' 10
Chelsea 10
Southampton 9
Sunderland 9
Everton 8
Manch. City 8
Coventry 8
West Ham Utd. 7
Bradford City 6
Derby County 5
I 1. deild er Fullham efst með
27 stig, Watford kemur næst með
25 stig og Bolton er með 21 stig.
Leikmaður Fulham, Saha, er
markahæstur með 8 mörk, félagi
hans í Fulham, Hayles er með 7
mörk og lcikmaður Stockport,
Moore, næstur með 6 mörk.
í 2. dcild er Wallsall efst með
26 stig, Bury í 2. sæti með 23
stig og Wycombe í 3. sæti með
21 stig, íslendingaliðið Stoke er í
9. sæti með 16 stig, liðið hefur
unnið fjóra leiki, gert fjögur jafn-
tefli en tapað einum leik. - GG