Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGUR 13. OKTÓBER 2000 - 11
ERLENDAR
FRÉTTIR
Wmst
mkm< %
MáMfe
Chavez forseti Venesúela færir Abdullah krónprinsi Saudi Arabíu eftiriíkingu afsverði Símonar Boiivars. Vel fór á
með þeim höfðingunum á fundinum í Caracas.
Litlar líkiir á að
olíuverö lækki
OPEC ríkiu hafa á
fyrsta fundi sínuin í
25 ár náð vopnum
síniun og benda olíu-
kaupendum á að þeir
geti sjáltir lækkað ol-
íuverð ef þeir kæra
sig uin
Olíuframleiðsluríkin. OPEC,
héldu sinn fyrsta sameiginlega
fund í Venesúela fyrir skemmstu
og gerðu þar samþykktir sem
falla olíukaupendum varla í geð,
að minnsta kosti ekki þeim sem
flytja inn mesta olíumagnið. 25
ár eru síðan olíuframleiðslurík-
in héldu toppfund, þar sem leið-
togar þeirra komu saman og
réðu ráðum sínum. Er þetta að-
eins annar fundurinn í 40 ára
sögu samtakanna. En gegnum
tíðina hafa þau verið ósamtaka
og yfirleitt hafa einhver þeirra
átt í stríði við önnur olíufram-
leiðslulönd.
Það var Chavez, sem tók við
embætti forseta Venesúela í
febrúar í ár, sem boðaði til fund-
arins, en þegar eftir að hann var
kjörinn forseti heimsótti hann
öll OPEC ríkin, þar á meðal gisti
hann hjá Hussein lraksforseta
við litla ánægju leiðtoga vest-
rænna rfkja. Þá stappaði hann í
þá stálinu og er árangurinn kom-
inn í Ijós.
Þegar Chaves tók við embætti
13. febrúar var heimsmarkaðs-
verð á olíu 13 dollarar tunnan. I
gær var hún kominn upp í 35
dollara.
Stjórnvöld og viðskiptajöfrar
olíuinnflutningsríkja kenna sí-
hækkandi olíuverði um að farið
er að hrikta í hagvaxtaraukningu
og efnahagskerfum. En fundur-
inn í Caracas er á öðru máli.
Leiðtogar olíuframleiðenda
senda skeytin til baka og segja að
hátt olíuverð stafi ekki síst af
sköttum og gjöldum sem ríkis-
stjórnir leggja á söluverð olíunn-
ar. Þeir sjá enga ástæðu til að
lækka hráolíuverðið þegar
stærstu olíuneytendurnir skatt-
Ieggja vöru þeirra svo mikið sem
raun ber vitni.
Hér er hafið taugastríð milli
olíuframleiðenda og olíukaup-
enda. Liður í því er að Clinton
Bandaríkjaforseti leyfði sölu á
neyðarbirgðum, sem alríkið
geymir ef svo fer að olía hætti að
berast að, af einni orsök eða
annarri. En auðvitað fyrst og
fremst til að standa vel að vígi ef
alvarleg stríðsátök brjótast út.
Leiðtogarnir á OPEC fundin-
um eru sammála um, að hátt
hráolíuverð séu ekki orsök þess
að efnahagshorfur í heiminum
fara versnandi. Það sé aðeins af-
sökun fyrir því að efnahagsmál-
um er ekki eins vel stjórnað og
ríku þjóðirnar vilja vera láta og
sýnir sig meðal annars í því að
þær geta ekki lækkað skatta af
sinni olíueyðslu. En ríku þjóð-
irnar með ailt sitt velferðar-
prógram og dýrar neysluv'enjur
geta ekki lækkað skatta án þess
að ganga á lífskjörin. Þá líta
margar ríkistjórnir svo á að olíu-
bruðlið sé þegar komið í hámark
og fremur beri að minnka olíu-
notkunina en að ýta undir hana
með skattalækkunum. 1 þessu
felst auðvitað þversögn, þar sem
heimtað er að olíuframleiðendur
lækki sitt verð en fráleitt þykir að
iðnvædddu þjóðirnar lækki skat-
ta til að Iækka verð á sömu vöru.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
bregst við himinháu olíuverði
með því að benda á að það komi
harðast niður á þróunarlöndum
og muni minnka hagvöxt í þeim
um 1% til að byrja með. OPEC
svarar og segir, að fátækustu
þjóðunum kæmi betur að gefið
væri eftir af skuldabyrði þeirra
en að lækka oliuverð til þeirra.
Flest bendir til að hátt olíu-
verð sé komið til að vera. Fram-
leiðsluríkin hafa náð saman og
þar með náð vopnum sínum.
Þau svara nú olíukaupendum
fullum hálsi og neita með öllu að
láta kenna sér um hrakandi
efnahagsástand og benda á aðrar
Ieiðir til að ná olíuverði niður en
að Iækka hráolíuna í verði. - OÓ
Þyrluárásir ísraelsmauna
JERUSALEM - Formælendur ísraelska
hersins segja að árásirnar sem herinn
gerði með árásarþyrlum sínum á borgir f
Palestínu í gær séu viðbrögð þeirra við
því að æstur múgur unglinga hafi drepið
með fólskulegum hætti tvo ísraelska
hermenn. Talsmaður hersins sagði að
hermennirnir tveir, sem voru í varaliði
hersins, hafi verið drepnir með köldu
blóði eftir að þeir villtust inn á svæði sem
Palestínumenn ráða yfir á Vesturbakkan-
um, nánar tiltekið inn í borgina Ram-
allah. Varaliðarnir tveir hafi verið á leið til búða sinna þegar þeir fóru
af réttri leið og voru í kjölfarið gripnir af lögreglumönnum Palestínu-
manna. „Þyrluárásin er táknæn skilaboð til yfirvalda í Palestínu og
leiðtoga Palestínumanna um að ísraelsher mun ekki sitja hjá auðum
höndum á meðan voðaleg ofbeldisverk eru framin," segir m.a. í
fréttatilkynningu hersins. Þessi þróun mála hefur mjög spillt fyrir
friðarumleitunum sem verið hafa í gangi undanfarna daga og ýmsir
voru farnir að vona að myndu bera árangur fljótlega.
Sprengjuárás á herskip
DUBAI - GÍímmíbátur hlaðinn sprengi-
efni keyrði af afli inn i gríðarmikið
bandarískt herskip í höfninni í í borg-
inni Aden í Yemen í gær sprakk þar. I
sprengunni fórust fjórir bandarískir
sjóliðar og 31 særðust alvarlega. Sldpið
sem hér um ræðir heitir USS Cole og er
gagneldflaugaskip sem ætlað er að
granda stýriflaugum og er skipið hluti af
fimmta flota Banaríkjanna sem hefur
bækistöðvar í Bahrin. Herskipið var að
taka eldsneyti í Aden þegar sprengingin varð. Talsmaður flotans
sagði í gær að major á skipinu hefði tekið eftir því þegar gúmmíbát-
urinn rakst harkalega utan í skipið og sprakk síðan í Ioft upp. Hann
vildi hins vegar ekki svara því beint hvort málið væri meðhöndlað
sem skemmdarverk eða árás á skipið, en kvaðst hins vegar viður-
kenna að mönnurn þætti það síður en svo sjálfsagt mál að gúmmíbát-
ur hlaðinn sprengiefni væri að rekast á herskip með þessum hætti.
Sprengingin var svo öflug að hún skildi eftir stórt gat á síðu skipsins,
og var gatið 6 metrar x 12 metrar að stærð rétt við sjólínu.
Leirnon slæst í för með Lenín
YEKATERINBURG, Rússlandi - í Rússlandi er til
Ijöldinn allur af borgum og bæjum þar sem a.m.k. ein
gata heitið í höfuðið á Lenín. Nú hins vegar hefur
það gerst að í hinum reykmettaða iðnaðarbæ Chelya-
binsk i Uralíjöllunum hafa menn gerst nútímalegir og
nefnt götu í höfuðið á Lennon. Þar eru því bæði
Lenín - og Lennongötur.Valery Yarushin, sem eitt
sinn var mikil rokkstjarna í Sovétríkjunum og gríðar-
legur aðdáandi Bítlanna sagði í símaviðtali við
Reutersfréttastofuna að bæjarfulltrúar hefðu nær
einróma greitt þvf atkvæði að nefna nýja götu í bæn-
um eftir Lennon sem hefði sem kunnugt er orðið sex-
tugur í vikunni. Samkvæmt Yarushin voru einungis
tveir bæjarfulltrúar andvígir þessari tillögu og héldu
því fram að það væri margt fólk í Chelyabinsk - héraði sem verð-
skuldaði að því væri sómi sýndur mcð því að nefna eftir því götu. „En
sem betur fer sigraði nú skynsemin í þessu máli,“ sagði Yarushin.
John Lennon
fær nú götu í
Rússlandi
nefnda eftir
sér.
U FRÁ DE6I TIL DAGS
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER
287. dagur ársins, 79 dagar eftir.
Sólris kl. 8.12, sólarlag kl. 18.14.
Þaufæddust 13. októ-
ber
• 1863 Bjarni Jónsson alþingismaður frá
Vogi.
• 1908 Steinn Steinarr skáld.
•1921 Yves Montand, franskur söngvari
og leikari.
• 1925 Lenny Bruce, bandarískur gaman-
leikari.
• 1941 Paul Simon, söngvari og lagasmið-
ur.
• 1959 Marie Osmond, bandarísk dægur-
lagasöngkona.
1964 Karl Þorsteins skákmeistari.
Þettagerðist 13. októ-
ber
• 1 792 var lagður hornsteinninn að Hvíta
húsinu, aðsetri Bandaríkjaforseta í Was-
hington. Arið 1800 flutti John Adams,
íyrstur forseta, inn í húsið. Bretar bren-
ndu raunar húsið til grunna árið 1812,
en það var fljótlega endurreist.
• 1943 Iýstu Italir yfir stríði á hendur
Þjóðverjum, mánuði eftir að ítalski her-
inn gafst upp fyrir herliði Bandamanna.
• 1977 rændu fjórir Palestínumenn þýskri
farþegaflugvél sem var á leið til Sómal-
íu. Þeir kröfðust þess að ellefu meðlim-
ir þýsku hryðjuverkasamtakanna
Baader-Meinhof yrðu látnir lausir úr
fangelsi.
• 1987 synti kýrin Harpa yfir Önundar-
fjiirð og bjargaði þar með lífi sínu, því
hún reif sig lausa þegar leiða átti hana
til slátrunar. Eftir sundafrekið gekk hún
undir nafninu Sæunn.
Afmælisbam dagsins
Margaret Thatcher er tvímælalaust
einn umdeildasti stjórnmálamaður
Vesturlanda á síðustu áratugum, ýmist
hötuð eða dáð. Hún var forsætisráð-
herra Bretlands í rúman áratug, 1979-
1990, og fyrsta konan f Evrópu sem
komst í það embætti. Margaret
Thatcher er fædd í bæ sem heitir
Grantham í Lincolnskíri á Englandi
þann 13. október árið 1925 og heldur
því væntanlega upp á 75 ára afmælið
sitt í dag.
Reynsla er það nafn sem allir gefa mis-
tökum sínum
Oscar Wilde
Vísa dagsins
Listir fækka, letin eykst,
land erfátækt, rúið,
agann vantar, illskan leikst,
er við háska húið.
Páll Vídalín
Heilabrot
Hvernig getur önnur systirin verið móður-
systir mín, en hin ekki?
Lausn á síðustu gátu: Jafningi.
Veffang dagsins
Hugvísindaþing helst í Háskóla Islands i
dag. Dagskrá þingsins er á vefnum ásamt
fjölmörgum tenglum í efni á vefnum sem
tengist umræðucfnum þingsins:
www.hi.is/stofn/hugvis/hugvist-
hing/2000/adakhtm