Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 13. OKTÚBER 2000- 21 Slett úr klaufunum Árleg uppskeruhátíð Listasumars á Akureyri, sem að þessu sinni ber yfirskriftina“Slett úr klaufunum" verður haldin í Deigl- unni laugardagskvöldið 14. október og hefst kl. 22.00 með því að Þórgnýr Dýrfjörð, hinn alkunni ræðusnillingur býður gesti velkomna. Meðal skemmtiatriða má nefna kvennabandið Röremaskinen, sem kemur óvart út úr eldhússkápum heiðvirðra norðlenskra heimila, sjón er sögu ríkari. Fleiri skríða úr kytrum, því Norðan- piltarnir góðkunnu koma upp úr skúffunum með sitthvað óvænt. Hin víðförla og stórskemmtilega hljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir bregðast ekki dansfimum og halda uppi dúndurfjöri fram á rauða... Aðgangseyrir er eitthvað gott í kroppinn, sem sagt æskilegt en ekki nauðsyn að leggja til eitthvert nart á miðnætursnakkborð- ið. Óvæntur glaðningur strax í upphafi. Rauð - Róska Rauð er lokasýningin í trílógíu Nýlistasafnsins: Hvít, blá og rauð. Rauð er tileinkuð háskalegu lífi og pólitískri róttækni myndlistarkonunnar W^^Rósku. Sýningin í Nýlistasafninu sem verður opn- " uð laugardaginn 14. október, mun draga upp fjöl- breytta og sprelllifandi mynd af kvikmyndagerðarkonunni, Ijósmyndaranum, málaranum, dagbókarhöfundinum, gjörn- inga- og lifs- listakonunni Rósku. Sýn- ingarstjóri er Hjálmar Sveinsson. Sýningin stendurtil 19. nóvember. Ljósmyndir á veggnum Egill Sæbjörnsson opnar sýningu á Ijósmyndum á veggnum í gallerí@hlemmur, laugardaginn 14. október klukkan 17:00. Sýndar verða Ijósmyndir úr seríu sem nefnist Heimabúdda og er frá árinu 1998. f texta frá Agli segir: „Stúlkan á stóran púða sem henni finnst gott að sitja á þegar hún horfir á sjón- varpið. Henni líkar vel við þennan púða. Ég vildi ná þeirri tilfinningu að líða vel, að eiga heimili, að eiga sér griðastað, hvort sem það er í hlutveruleikanum eða í huga manns. Eins og fugl býr sér til hreiður. Stundum gleymi ég að hirða um sjálfan mig, gæta að eigin tilfinningum og þá líður mér eins og ég sé búinn að tapa öllu. Vegna þess að ég hef ekki vökvað litlu plönturnar í bakgarðinum. Verkið hefur ekkert með búddisma að gera, það fjallar um heilræna velferð og vellíðan." helgi verður haldin í Reykjavík, alls- heijar k)iining á þjónustu og vörum óhefðbundinna meðferða og er ætlun- in að lileinka hana heilbrigði og því hvað hægt er að gera til að öðlast betri heilsu. Boðið verður upp á fræðandi fyrirlestra frábærs fagfólks í ýmsum greinum. Einnig verða kynntar nátt- úruafurðir af ýmsum gerðum sem að- allega eru framleiddar hér á landi. Rannsóknir - nýbreytni - þróun Laugardaginn 14. október verður haldið 4. málþing Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskóla Islands. Þingið stendur yfir frá kl. 9:00 - 16:30. Skráning hefst kl. 8:30. Að þinginu standa Félag leikskólakennara, Fclag grunnskólakennara, Félag framhalds- skólakennara, Skólastjórafélag ís- lands, menntamálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Leik- skólar Reykjavíkur, Þroskaþjálfafélag íslands og Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Islands. Málþingið verður haldið í húsnæði Kennaraháskóla ís- lands við Stakkahlíð og er öllum opið. Þátttökugjald er 1.000 kr. Inni- falið í þátttökugjaldinu er m.a. hefti málþingsins með lýsingum á hverju erindi og þeim verkefnum sem liggja að haki veggspjaldakynningunum. Fimmtíu ára afmæli Einn af elstu leikskólum Reykjavíkur, Drafnarborg við Drafnarstíg, fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Bygging hans hófst árið 1950 á vegum Reykjavíkurborgar og 13. okíóber sama ár hóf Drafnarborg starfsemi sína. Arkitekt hússins var Þór Sand- holt sem komið hefur að hönnun fleiri leikskóla borgarinnar. I tilefni 50 ára afmælisins verður boðið til veislu í Drafnarborg kl. 15-17 þar sem starfsfólk, börn og foreldrar þeirra munu fagna þessum tímamót- um. Velunnarar leikskólans og gamlir nemendur hans cru hjartanlega vel- komnir. Félagsvist í Breiðfirðingabúð Sunnudaginn 15. október kl. 14.00 verður fyrsti dagur í fjögurra daga keppni í félagsvist. Fyrir fjögurra daga keppni eru veilt heildarverðlaun þar sem lögð eru saman þrjár bestu tölurnar af fjórum. Heildarverðlaun fyrir fyrsta sætið er kr. 10.000. Kaffi- veitingar eru eftir spilin og miðaverð- ið kr. 500. LANDIÐ SÝNINGAR Nytjalisf úr náttúrunni <V ^ þýningin Nytjalist úr náttúr- unni veröur opnuð að Skriðuklaustri í Fljótsdal í dag. Hún er framlag Handverks og hönnunar til dagskrár Reykjavíkur menningarborgar 2000 og var fyrst sett upp í Ráðhúsi Reykjvíkur í lok ágúst. Markmið sýningarinnar er að sýna það besta af nytjalist samtímans og eru hlutir á henni allir sérhannað- ir fyrir þetta tilefni. Lögð er áhersla á að samtvinna góða hönnun, hugvit og handverk. Þema sýningarinnar er vatn. Sýningin er opin 14. - 18 á laugardögum og sunnudögum en í samráði við forstöðumann Gunnars- stofnunar aðra daga. Hún stendur til 22. október. Hláturgas til Suðurnesja Farandsýningin Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum víðs vegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrir- tækisins Glaxo Wellcome á Islandi. Níundi og næstsíðasti áfangi sýning- arinnar verður opnaður á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í dag kl. 15, en áður hefur sýningin farið til Land- spítalans, Sjúkrahúss Akraness, Sjúkrahúss Isafjarðar, Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki, Heil- brigðisstofnunar Egilsstaða, Fjórð- ungssjúkrahúss Akureyrar, Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga, Húsavík, og Helhrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Það er Islenska menningarsamsteyp- an ART.IS sem stendur að þessari farandsýningu. @ og Steina Vasulka Tvær ólíkar margmiðlunarsýningar standa nú yfir í Listasafninu á Akureyri. Tölvusýningin @ er unnin í samvinnu ART.IS, OZ.COM og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, en í vestursal getur að Iíta nýlegt verk eftir Steinu Vasulku, Ilraun og mosi, ásamt yfirliti myndbandsverka hennar. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18. Aðgangseyrir er ókeypis nema um helgar en þá er hann kr. 300. Sýningunum lýkur 22. október. OG SVO HITT... Ljóð og litir í Kjarnaskógi Gilfélagið stendur fyrir ljóðagöngu í Kjarnaskóg laugardaginn 14. október. Mæting á efra bílastæðinu við Kjarnaskóg kl 14.00. Gengið um skóginn undir leiðsögn Aðalsteins Svans Sigfússonar, skógarmanns og skálds og áð á nokkrum fegurstu stöðum skógarins og unað þar um stund við Ijóðalestur. Dvalist verður í skóginum í um eina og hálfa klukku- stund og á eftir mæta þeir sem vilja á Café Karolínu, í heitan kaffisopa og spjall. Gilfélagið mælir með hlýjum fötum og malpoka. Lestur annast val- inkunnir Ijóðamenn en öllum er frjálst að lesa eða syngja ljóð. Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvörður upplýsinga Áskriftarsiminn er 800-7080 www.visir.is Nóg að gera á námskeiðunum Bræður í lögfræðinni Umrótatímar framundavt - segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður í helgarviðtalinu Suðrænir ávextir, seint og snemma Áskriftarsíminn er 800-7080 Kynlíf, heilsa, bíó, bækur, flugur, dómsmál og fleira i mm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.