Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 4
4 — FÖSTUDAGUR 13 . OKTÓBEH 200 0 FRÉTTIR Halldór Magnússon lentl í vinnuslysl þegar hann stundaði hættulegasta starf landsins, sjómennsku. Lögmaður hans gagnrýnir að- búnaðinn um borð í skipi hans harðlega. Prófmál fyrir oryggi sjómaima Aðbúnaður sjómanns sem slasaðist fyrir uíu árum við Langanes var líkt og að vinna í snábabóri að mati lögfræðings á Akur- eyri. Samt er útgerð sýkn- uð í héraðsdómi. Halldór Magnússon, fyrrverandi sjó- niaður unir ekki sýknudómi Héraðs- dóms Norðurlands eysira í máli hans gegn Utgerðarfélagi Akurevrar. Eins og Dagur greindi frá fyrir skömmu sýkn- aði héraðsdómur útgerðina af kröfum Halldórs eftir að hann lenti í slysi um borð í togaranum Harðbaki fyrir níu árum. Halldór telur sig hafa fengið skertar bætur vegna málsmeðferðar- innar og er tekist á um ábyrgð útgerð- ar til lögboðins aðbúnaðar um borð. Lögmaður Halldórs telur að líta megi á málið sem e.k. prófmál fyrir sjómenn og hefur verið ákveðið að áfrýja málinu til hæstaréttar. Tættist í sundur Vinstri hönd Halldórs tættist í sundur í vinnuslysi norðaustur af Langanesi árið 1991 þegar toghleri féll niöur. Þorsteinn Hjaltason, lögmaður Hall- dórs, segir að aðstæður um borð hafi verið óviðunandi. „Starf sjómanna er hættulegasta vinna á Islandi og al- hættulegasti hluti þess starfs er að taka inn veiðarfærin. Manni finnst að dóm- stólar ættu að gera strangar kröfur til útgerðarmanna um það að búnaður um borð væri í 100% lagi sem og starfsaðferðir. I þessum dómi er þetta ekki gert. Sakarmatið er ekki strangt," segir Þorsteinn sem líkir vinnuaðstæð- um Halldórs við „snákabúr" þegar slys- ið varð. Slitið og úrelt Vitni um borð í Harðbaki báru að bún- aður togvindunnar hefði verið slitinn og úreltur og hafði ítrekað verið kvart- að undan ástandinu. Tjaslað hafði ver- ið í búnaðinn í yfirlegum en í kjölfar vinnuslyssins var loks gengið í það að skipta um búnaðinn í heild sinni. Hvað FRÉTTA VIÐTALIÐ verklagið um borð varðar segir Þor- steinn að vitlaust veður hafi verið þeg- ar slysið varð og sb'kt hljóti að kalla á hámarks mönnun stjórntækja. 1 regl- um um vinnuöryggi um stærri fiskiskip er tekið fram að sami maður megi ekki samtímis stjórna skipum og þil- farsvindum en þetta ákvæði var brotið um borð í Harðbaki að sögn Þorsteins. Stefniunarkandi Lögmaður sjómannsins segir að fleira megi nefna, s.s. að örorka skjólstæð- ings bans hafi verið metin of snemma og þá undirmetin. Það er hins vegar kerfislega hliðin sem einkum vekur at- hygli. „Það má líta á það sem prófmál ef útgerðarmenn eiga að fá að hafa svona langan spotta. Ef þeir eiga að geta gengið jafnlangt í vondum aðbún- aði og þessi dómur segir, þá er það dá- lítið stefnumarkandi. Fram til þessa held ég að frekar strangt hafi verið lit- ið á hvaða reglur gilda um þessi mál og f’ara verði að þeim, enda er starfið mjög varasamt," segir Þorsteinn Hjaltason lögmaður. - BÞ Bankamálin eiga huga pottverja allan þessa dagana enda miMð plottað. Sú kenning heyrist t.d. að sameining Búnaðarbanka og Landsbanka sé slíkt átakamál að ekki dugi að hafa þarna tvo banka- stjóra úr sitt hvorum herbúöunum. Slíkt muni aldreiganga og núningurinn og togstreitan inuni þannig halda áfram til eilíföarnóns. Þess vegna er því haldið fram að huginyndir séu uppi um aö fá einn sterkan bankastjóra til að lcinja samcin- inguna í gegn og sá gæti hins vegar haft ineð sér tvo aðstoöarbankastjóra annan úr Búnaöar- bankadeildinni og liinn úr Landsbankadeildinni. Þá spyrja menn hver sé nægjanlega sterkur til að geta þetta og verður þá færra um svör. Sterki bankastjórinn yrði að eiga talsvert undir sér og því hafa heyrst raddir um að slíka meim sé tæp- lega að finna nema þá helst í toppforustunni hjá stj ómarflokkunum... Halldór Sólon Kristjánsson Sigurðsson. Raunar er ehi kenning líka á floti og hún er sú að Finnur Ingólfsson. sem átti gott samstarf viö bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgíms- son muni flytja sig úr Seðlabank- anuin og taka að sér hinn nýja banka. Það em fordæmi fyrir því að seðlabankastjórar hverfi úr bankanum til annarra bankastarfa, sbr. Jón Sig- urösson hjá NIB, og pottvcrjar sjá fyrir sér að Seðlabankinn hljóti að vera full rólegur staður iýrir manii eins og Finn... I pottinum heyrist nú að í dag sé von á stóm útspili frá Kára Stefánssyni og félögum í íslenskri erfðagreiningu. Nú inun komið að ákveönum tímamótum í ramisóknum á geðklofa sem mun væntanlega snúa viö verðfallinu á bréfum í fyrirtækinu... Finnur Ingólfsson. Sjálfsvígum fj iilgar Siguióur Guðmundsson landlæknir Sjálfsvígstíðni hefuraukist nokkuð á Reykjavíkursvæðinu. Fræðsla um þunglyndi ogaðra geðsjukdóma erlykilatriði Sérstakar áhyggjur afvaxandi neyslu e-pillunnar. i r - Sjdlfsvíg hafa verið ntikið til umfjöll- unar síðustu daga, hx’ers vegna? „Alþjóðlegi geðverndardagurinn var fyrr í vikunni og þá var kynnt sú geðræktarvinna sem við erum að hefja. Geðræktarverkefnið á að beinast að alhliða umfjöllun um geð- sjúkdóma í samfélaginu og efla geðheil- brigði, ekki síður en að taka á geðsjúkdóm- um. Sjálfsvíg eru oft tengd geðsjúkdómum. Hjá okkur er starfshópur sem hefur m.a. það hlutverk að finna leiðir til að stemma stigu við sjálfsvígum. AIIs staðar í heiminum hefur gengið erfiðlega að koma í veg fyrir sjálfsvíg þar sem orsakir þeirra eru margvís- legar og flóknar." - Hefur sjálfsvt'gum fjölgað? „Það hefur komið fram í upplýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík að það hafi orðið nokkur fjölgun á skráðum sjálfsvígum á Reykjavíkursvæðinu það sem af er þessu ári og í fyrra. Það er auövitað alvarlegt mál og hvetur okkur áfram til að vinna að þessum málum, en hins vegar er svolítið erfitt að túlka þessar tölur sem marktæka aukningu vegna þess að meðaltíðni sjálfsvíga á Islandi hefur verið tiltölulega stöðug undanfarin ár en við höfum séð sveiflur á einstökum árum. Faraldsfræðilega séð er erfitt að meta þessar tölur vegna jrcss hve lágar þær eru. Engu að síður eru þessar tölur áhyggjuefni." - Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við sjálfsvígum? „Ollum þjóðfélögum hefur reynst mjög erfitt að stemma stigu við sjálfsvígum. Eina þekkta aðferðin sem hefur borið árangur er að uppfræða heilbrigðisstarfsfólk og al- menning hetur um einkenni þunglyndis. A Gotlandi, þar sem sjálfsvígstíðni var nokkuð há, var þessari aðferð beitt, þ.e. farið var í herferð og heilhrigðisstarfsfólk var uppfrætt um fyrstu einkenni þunglyndis og áhersla lögð á umfjöllun í samfélaginu. Sjálfsvígum fækkaði f kjölfar þessara aðgerða en þegar áherslunni lauk, þá fór allt íljótlega í sama farið. Það þarf því að viðhalda þessari fræðslu. Þekking dregur úr fordómum og við þurfum að efla „vellíðunargildi" okkar sem dregur þá úr líkum á þunglyndi og býr okkur betur undir að takast á við áföll í líf- inu." - Hverjir eru helstu áhættuþættimir? „Lunglyndi er einn af sterkustu áhættu- þáttunum. Það skiptir miklu máli að við get- um greint einkenni snemma og höfum í huga að þunglyndi er meðhöndlanlegur sjúkdómur. Það eru til samtalsmeðferðir og lyfjameðferðir við þunglyndí og það er mik- ilvægt að fólk sé meðvitað um það og það erum við m.a að bæta mcð Geðræktarverk- efninu. En það eru fleiri þættir sem snúa að sjálfsvígum, samkynhncigðir eru t.d. sér- stakur áhættuhópur. Þeir verða oft fyrir for- dómum og jafnvel aðkasti úr samfélaginu sem getur valdið depurð og þunglyndi. Einnig eru sjálfsvígsfaraldrar þekktir, sér- staklega meðal ungs fólks, stundum í kjölfar þess að einhver fræg persóna fremur sjálfs- vfg og þá fylgja einhverjir mcð. Dæmi er um að slíkur faraldur hafi orðið hér á landi, en fyrir um tíu árunt sviptu mörg ungmenni sig lífi á Austfjörðum, þó þaö hafi ekki verið í kjölfar sjálfsvígs frægrar persónu. Síðan er það þriðji þátturinn, sem við höfum kanns- ki mestar áhyggjur af, en það er fíkniefna- neyslan sem fer vaxandi hér á landi. Endur- tekin neysla á e-töflunni getur valdið stig- vaxandi þunglyndi og því getur neysla henn- ar á einhvern hátt tengst sjálfsvígum ung- menna. Það er mjög algengt að þeir sem fremja sjálfsvíg séu undir áhrifum einhvers konar vímuefna, það þarf þó ekki að þýða orsakasamhengi. Við erum þó að skoða þessi tengsl sérstaklega vegna þess að neysla e-löflunnar veldur okkur miklum áhyggj- um.“ - KMH 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.