Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 Tkyptr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng augiýsingadeiidar: augl@dagur.is-gestur@f(.is-karen@dagur.is Simar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i615 Amundi Amundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Rcyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (reykjavík) Tjáningarskylda forseta í fyrsta lagi Þegar Olafur Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Is- lands öðru sinni síðsumars vakti hann athygli á ýmsum þeim hættum sem steðja að þjóðinni og bregðast þarf við. Þessi um- mæli féllu yfirleitt í góðan jarðveg meðal almennings sem ætl- ast til þess að þjóðkjörinn forseti horfi til framtíðar og íjalli um þau helstu úrlausnarefni sem landsmenn þurfa að standa sam- an um að leysa ef vel á að fara. I þeim efnum hefur forseti Is- lands á hveijum tíma ekki aðeins tjáningarfrelsi heldur bein- línis tjáningarskyldu, enda er hann í einstæðri aðstöðu til að hefja umræðuna yfir hefðbundið dægurþras. 1 öðru lagi Það er bæði æskilegt og nauðsynlegt að ábendingar forseta Is- lands um mikilvæg málefni leiði til efnislegrar umræðu um það sem betur má fara í íslensku samfélagi. Segja má að of lít- ið hafi farið fyrir málefnalegri umfjöllun um þau mál sem for- setinn bar einkum fyrir brjósti í innsetningarræðu sinni. Hins vegar hafa eínstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú risið upp eftir tveggja mánaða legu undir flokkspólitískum feldi og gagnrýnt forseta íslands fyrir að tjá sig opinberlega um mikil- væg málefni lands og þjóðar. Slíkar tilraunir til að knýja for- seta lýðveldisins til þagnar eru alvarlegar vegna þess hversu ógnarleg völd sjálfstæðismenn hafa í íslensku samfélagi um þessar mundir. í þriðja lagi I umræddri innsetningarræðu sinni varaði forseti Islands með- al annars við afskiptaleysi um hag þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og vísaði meðal annars til vaxandi hættumerkja um fátækt og bjargarleysi, einkum hjá þeim sem aldraðir eru. Þegar fjallað var um þessi og önnur aðvörunarorð forsetans í forystugrein Dags í byrjun ágúst var látin í ljósi sú einlæga von að forsætisráðherra landsins myndi tileinka sér betur tíma- bæran boðskap forsetans en sjálfsagðar áminningar biskups Islands nokkru áður. Viðbrögð sjálfstæðismanna að undan- förnu bera því miður með sér að það var borin von. Elías Snæland Júnsson Forsetaigildi Sjaldan er ein báran stök. Jón Steinar Gunnlaugsson hinn hefðbundni gagnrýnandi Olafs Ragnars Grímssonar forseta var ekki fyrr búin að leggja frá sér gagnrýnishlaupakeflið á dögunum en það var tekið upp af sjálfum Arna Johnsen. Árni ritaði grein í málgagn sitt Morgunblaðið þar sem hann býsnaðist mikið vfir innsetn- ingarræðu forsetans og var greinilega afskaplega misboð- ið. Einhverjir höfðu raunar á orði að það hlvti að vera lang- ur „fattarinn" í Arna úr því að hann rauk upp í reiði heilum tveimur mánuðum cftir að ræðan var haldin, en Garra dettur vitaskuld ekki í hug að halda slíku fram. Garri veit að Arni er ekki einvörðungu söng- maður mikill heldur líka gáfumaður. Enda kom í ljós að mótbára Árna var síður en svo stök, fleira fylgdi á eftir. Flokkslina Halldór Blöndal reis upp við dogg við þingsetninguna og tók við keflinu af Arna vini sín- um. Hann gagnrýndi forsetann líka harðlega fyrir hina tveggja mánaða gömlu innsetningar- ræðu. Þegar þar var komið sögu mátti öllum Iandslýð vera ljóst að hér var ekki á ferðinni tilviljunarkennt upphlaup ein- stakra þingmanna, hér voru menn að útfæra og framfylgja flokkslínu. Þegar síðan ungir sjálfstæðismenn kóróna þessa trílógíu Sjálfstæðisflokksins með því að samþykkja sérstak- Iega ályktun á málefnaþingi sínu um síöustu helgi, þar sem lagt er til að forsetaemhættið verði lagt niður, þá dylst eng- um að mikil flokksleg alvara er komin í málið. Og Sigurður Kári Kristjánsson formaður SUS skýrir málið enn frekar þegar hann segir í samtali við Dag í gær: „ Eg er þeirrar skoð- unar að þeir embættismenn og ráðherrar sem nú þegar starfa fyrir íslands hönd geti sinnt því hlutverki sem forsetinn hefur í dag.“ Forsetaígildis- ritarar Það er semsé hugmyndin að ráðherra gerist forsetaígildi og embættismenn ráðunneyta verði þá eins konar forseta- ígildisritarar í leiðinni. Aug- ljóslega er ekki hægt að ætlast til að allir ráðherrar séu upp- teknir í svona hiutum, enda myndi glansinn líka fara af forsetaígild- isembættinu ef því gegndu margir aðilar. Niðurstaðan yrði því sú að aðeins forsætis- ráðherra ( og hugsan- lega forsetar Alþingis og Hæstaréttar ein- staka sinnum?) myndi gegna hlutverki forseta til við- bótar öðrum skyldum sínum. Davíð næði þannig að verða hvort tveggja í senn forsætis- ráðherra og forseti. Augljós- lega er þetta hryggsúlan í hinni nýju stefnu og krítík á Ólaf Ragnar og forsetaembættið. Sjálfstæðismenn vilja einfald- lega uppfylla ósk Davíðs um að verða forseti, eitthvað sem hann hefur alltaf dreymt um. Hann hikaði jú þegar tækifær- ið gafst um árið og missti þar af leiðandi sénsinn. Og heldur en að hegða sér eins og Snæ- fríður Islandssól, sem vildi frekar versta kostinn en þann næstbesta, þá velur Davíð og sjálfstæðismenn auðvitað næstbesta kostinn. Verst er að verða ekki forseti. Næstbest að verða forsetaígildi. GARRI Davíð Oddsson. Mennin^ að sovéskri fynrmynd Lengi hefur sá grunur leikið á að kommúnisminn lifi góðu lífi í Sjálfstæðisflokki Davíðs Odds- sonar. Stefna og stjórnarathafnir minna olt illyrmislega á gömlu sovétstjórnina og síðan stjórnar- tíð Jeltsíns, sent óx upp í gamla kommaflokknum og lærði aldrei á aðra stjórnvísku en þar gilti. Kommaeðlið gægist víða fram og eins afturbatatilburðirnir í anda Jeltsíns, sem hvorki skildi sósíal- isma né markaðshyggju. „Hvcnær var kommúnismi tek- inn upp í Siálfstæðisflokknum, eða er það einkavæðing af rúss- nesku tagi sem á að beita?" Svona spyr Páll Ragnar Steinarsson í Moggagrein, og finnur komma- þefinn at eignaupptöku landa sem eru |iinglýst eign bænda í Ar- nessýslu. Hann grunar einnig að einkavæðing í anda afturbataauð- valdsins í Rússlandi sé ekki langt undan. En sovéskar stjórnaraðferðir t'ru vel þekktar undir ægishjálmi Sjálfstæðisflokksins eins og með- fcrð á ríkiseignum þegar óheft markaðshyggja tekur við af ein- strengingslegum kennisetningum um yfirburði og alræði sovétsins. Ríkisrekin menning Helsi boðberi kommún- istískra stjórnarhátta í ríkisstjórninni er Björn Bjarnason; menntamála- ráðherra. Undir hans kommandó eru allar stofnanir og fyrirtæki rík- isreldn. Allar listgreinar éru reknar af ríkinu, ým- ist beint eða með rífleg- um stvrkjum og framlögum. Það er bjargföst trú listamanna sem menntamálaráðherra að fagrar listir og sú menning scm undir þær hevra fái ekki staðist nema undir vernd ríkisins eða kostuð al stjórnvöldum, í héraði en þó aðal- lega af menntamálaráðuneytinu. Framlög ti) ríkisreknu menn- ingarinnar eru falin í ótal sjóðum, styrkveilingum og framlögum, sem eiga það sameiginlegt að koma tir gjöfulum náðarfaðmi Björns Bjarnasonar, menningar- stjóra ríkisins. Engin ríkisframlög. engin list og engin menning, segja lista- mennirnir, sem njóta góðs al sovétinu. og bregðast harkaleg við ef æmt er á hvaðan lifi- brauð þeirra kemur. Og í menntamálaráðuneytinu vilja menn láta þakka sér að kosta menningarveisl- una. -Það má Stalín eiga, að hann lét mála góðar mvndir-, var sagt um þann mæta meistara ríkisforsjárinnar. Ofuisnyrt húra Ríkisútvarpið er cins og ofursnvrt hóra á gangstétt sem selur hverj- um sem kærir sig um innviði sína. Það er m.a. kölluð kostun. Samt eru landsmenn látnir borga úthaldið hvort sem þeint líkar betur eða verr. I skjcili þeirrar nauðungar er menntamálaráð- herra æðsti maður apparatsins og pólitískir framagosar sitja í full- komlega áhrifalausu ráði og eiga að gæta þar ímyndaðra almanna- hagsmuna. Sovétstíllinn á ríkisupplýsing- unni er orðinn fulljós til að hægt sé að halda honum til streitu á nýrri þúsöld. Því verður besti komminn í ríkisstjórninni að reka af sér slyöruoröið og er farinn að feta í fótspor Jeltsíns. Gera á rík- iscignina á gangstéttinni aö hlutafélagi og þá verður þess skammt að bíða að hún gangi út fyrir slikk. Aðferðin er vel þekkl og mun salan ekkert flækjast fyr- ir framsóknaríhaldínu, þar sem starfsfólkið verða helstu kaup- endur, eins og að bönkunum, og helstu fyrirtækjum fyrrum Sovét ríkja. En menningin mun eftir sem áður heyra undir ötulasta kommarin í ríkisstjórninni. svauraK Hefurþú trú á gagn- semi pappírslögreglu- þjóna? Sigurður Gunn- arsson sjómaðurog,fyrri: lögregluþjónn: „Það er gott að skrifa á pappír og hann er ágætur í umbúðir, en pappír er ónothæfur í lögreglu- þjóna. Forvarnargildi pappírslög- regluþjóna í umferðinni er ekki meira en pappírstungla og papp- írstígra. Eg veit ekki hverjum hef- ur dottið þetta í hug en ég held að aðrar leiðir séu áhrifaríkari og að hægt hefði verið að verja pen- ingunum betur en hér er gert. Og þó mér sé t.d. afskaplega illa við þessar eftirlitsmyndavélar þá af- neita ég ekki gagnsemi þeirra, þó þar sé auðvitað um persónunjósn- ir að ræða.“ Óli H. Þúrðar- son Jramkvæmdastjóri Umferðarráós: „Já, ég hef það. Eg er fylgjandi öllu því sem gert er til þess að vekja athygli á þess- um málum. Ég hef hins vegar miklu meiri trú á lifandi lögreglu- þjónum, en tel að þessir geti orð- ið þeim hjálplegir. Við þurfum að leita allra tiltækra leiða í þessum málum og við höfum t.d. verið að koma upp alls konar skiltum og ábendingum meðfram vegum landsins og í mínum huga er þetta framtak sambærilegt. Þarna er verið að vekja athygli á löggæslu og umferðarmálum í heild sinni, þannig að ég styð þetta framtak". ÞorkeH Björns- son heilbrigdisfnlltníi: „Eg hef ekki slæma reynslu af pappírslögreglu- þjónum, enda hef ég aldrei rekist á slíka. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á papp- írslögregluþjónum, frekar en öðru gervidóti. Ég vil pappírslaus við- skipti og í þessu tilfelli bein og pappírslaus samskipti liigreglu og annarra landsmanna. Það er því held ég ekki peninganna virði að vefja lögregluþjónum utan um Ijósastaura landsins. Lögreglu- menn af holdi og blóði mættu hins vegar sjást mildu oftar á ferli - og jafnvel fótgangandi, þó það sé náttúrlega bvltingarkennd hug- mvnd". Ragnlieiður Davíðsdúttir forvamarfulltníi „Mér finnst þetta uppátæki vera í senn grátbroslegt og kannski lýsan- di fvrir ástandið eins og það er. Það hvarflar að manni að þetta sé leið stjórnvalda til þess að fjölga „lögreglumönnum" og fyrst þau geta ekki fjölgað lifandi lögreglu- mönnum á fæti, jiá eru þeir í staðinn Ijósritaðir og negldir upp á ljósastaura. Maður veit eigin- lega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Og ég verða að segja það að ég eiginlega vorkenndi þessum fjórum vjrðulegu sýslu-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.