Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Gott mál í giilum umbúðiun „T.d. er banani gott mál ígulum umbúðum. Eina leiðin til þess að koma skilaboðum um ágætl þess að neyta grænmetis og ávaxta til barna okkar er að við foreldrar leggjum okkur fram við að halda að þeim þessum holla fæðukosti, “ segir Gaui litli m.a. í grein sinni.. GUÐJON s SIGMUNDS SON VAMBARBANI L ÆTÆ skrifar Það gleður mitt litla hjarta að mér gefst nú tækifæri að skrifa um grænmeti og ávexti í tilefni af Evrópuviku gegn krabbameini. Við sem störfum að heilbrigðis- málum erum öll sammála um að forvarnir íyrir börn og unglinga sé grunnurinn sem við þurfum að leggja svo ekki illa fari í kom- andi framtíð. Hvernig geta grænmeti og ávextir tengst krabbameini? Rannsóknir hafa sýnt að þeir einstaklingar sem neyta grænmetis og ávaxta eru í minni áhættu um að fá krabba- mein, meira að segja hafa rann- sóknir sýnt að hvítlaukur minnki töluvert Iíkur á ristil- og maga- krabba. Eplalyktin Þann 20. desember 1965, sat ég ungur drengur á skólabekk. Það Ieið að jólum og við höfðum litla jólastund. A hverju borði var lít- ið kerti og stórt rautt epli. Anganin af cplunum ilmaði um allan skólann frá því að kassinn kom eins og þjóðhöfðingi frá er- lendri grund. Ávextir og græn- meti á þessum tíma voru ekki al- geng sjón í búðum. Eg man þá stund þegar ég sá kálhaus í borð- inu hjá kaupmanninum á born- inu heima. Hvað mér þótti þetta stórmerkilegur hlutur. Ekki það að ég hafi ekki þá, á þeim tíma, umgengist margan kálhausinn! Ég man að amma mín talaði um svipaða upplifun í hennar ung- dómi þegar hún fyrst meðhönd- aði appelsínu. Eg man það eins og gerst hafi í gær, glampa í aug- um Guðrúnar ömmu minnar þegar hún talaði um þessa appel- sínu. Fjölskyldan hafði fengið eina slíka, henni var skipt í nokkra hluta og horðuð með hýðinu og öllu. Höldiun ávöxtum að böraun- um Við eigum að vera meðvituð og þakklát fyrir hversu vel við búum í dag af ávöxtum og grænmeti og þann góða aðgang sem við höf- um að þeim. I mínum huga eru ávextir og grænmeti sá albesti skyndibiti sem hægt er að hugsa sér. T.d. er banani gott mál í gul- um umbúðum. Eina leiðin til þess að koma skilaboðum um ágæti þess að nevta grænmetis og ávaxta tii harna okkar er að við foreldrar leggjum okkur fram við að halda að þeim þessum holla fæðukosti. Því það er oft þannig að við foreldrar gleymum hollustu og heilbrigði í þessu stressþjóðfélagi þar sem er ofgnótt af óhollum skyndibitum. Með því að velja hollt lengjum við lífið og fáum því fleiri tæki- færi til þess að vera hamingju- söm og gleðjast. Alveg eins og dýrin í Hálsaskógi, og takið nú öll undir með mér og syngið: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga þeir feitir verða, flón af því og fá svo illt í maga. En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kál- blöð og hrámeti. Þá fá allir mettan rnaga, menn þá verða alla daga eins og lömbin út í haga, laus við slen og Ieti.“ Til hamingju með daginn, og það er nú það.... Gaui litli Breytum skattakerfínu Agúst Einarsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, fjallar um nauðsyniegar breytingar á skatt- kerfinu á vefsíðu sinni og segir þar meðal annars: Á síðustu árum hafa fjölmörg verkefni ver- ið færð frá ríki til sveitarfélaga og ber þar grunnskólana hæst. Sveitarfélögin fengu auknar tekj- ur við þá breytingu en þau hafa tekið við fleiri verkefnum og því er sanngjarnt að þau fái fleiri tekjustofna. I stað þess að auka skatt- heimtu ætti ríkisvaldið að láta stærri hlut af tekjuskatti renna til sveitarfélaga. Slíka tilfærslu ætti að framkvæma þannig að sameinist sveitarfélög og stækki fái þau til sín enn stærri hlut af tekjuskattinum. Það er nauðsyn- legt að smærri sveitarfélög sam- einist enn frekar og það er skyn- samlegt að tengja það Ijárhags- legum ávinningi. Eignaskattar eru háir hérlend- is miðað við önnur lönd, m.a. vegna þess að vaxtatekjur voru skattfrjálsar á árum áður. Eftir að fjármagnstekjuskattur var tek- inn upp kemur fyllilega til greina að Iækka eignaskatt. Best er að lækka fyrst eignaskatt á eldri borgurum, t.d. með því að tvö- falda frítekjumarkið fyrir ellilíf- eyrisþcga. Tekjuskatt einstak- linga á að lækka með auðlinda- gjaldi og með umhverfis- og mengunargjöldum. Hagkvæmari skatta Hagkvæmir skattar eiga að koma í stað hinna óhagkvæmari. Olfu- gjald ætti að koma í staö þunga- skatts. Skattkerfið á að nýta til að örva tiltckna starfsemi, t.d. með því að heimila fyrirtækjum sérstakan frádrátt vegna fram- laga til ménningar og vísinda. Einnig er tillaga Samfvlkingar- innar skynsamleg að fyrirtæki sem hefja starfsemi í upplýsinga- iðnaði á landsbyggðinni njóti tímbundinna skattaívilnana. Þótt opinber umsvif tilltölulega lítil hér- lendis miðað við ná- grannalöndin þá á ekki að tala almennt lyrir skattahækkun- um. Við veröum þó að auka framlög til menntamála og ým- issa sviða velferðar- mála. Við skattlagningu þarf að hafa skýrt í huga að eltki er alltaf sami aðilinn sem greiðir skatt og sem ber hann þegar upp er staðið. Þannig lendir margs konar skattheimta á launþegum þótt það hafi ekki verið ætlunin. Meginstefna okkar í skatta- málum á að vcra að fylgjast vel með því sem nágrannalöndin gera og laga okkur að því. Það sem við höfum tekið upp frá ná- grannaþjóðunum í tæknilegum atriðum hefur vfirleitt reynst okkur mjög vel. Það er óþarfi að l’inna sífellt upp hjólið og fá- menn þjóð á ekki aö eyða orku sinni í slikt." Jólagjafalisti i október Maddaman, vefrit ungra fram- sóknarmanna fjallar um óska- lista sem „frjálslingarnir á Frelsi.is" hafa sett saman og seg- ir þar meðal annars: Þar er ekkert nýtt og því spyr Maddaman: Afhverju hafíð þið ekki náð þessu fram nú þegar? Stjórnartíð Davíðs hefur staðið í 9 ár og ekkert af þessum málum er nýtt af nálinni. Jólagjafa-Iisti Frelsisengla er annars svona. Einkavæða: - Landssíminn - RÚV - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Þjóðleikhús Islands Leggja niður: - Samkeppnisstofnun - Byggðastofnun - /Vf\ R - Sinfóníuhljómsveit Islands - Kvikmvndaeftirlit ríkisins Heimila: - Olympíska hnefaleika - Fjárhættuspil - Sölu léttvíns í matvöruversl- unum Maddaman saknar þess að á listanum eru ekki baráttumál sjálfstæðismanna eins og: - Lögleiðing fíkniefna. - Banna forsetanum að senda heillaskeyti og óska fólki til ham- ingju frá íslensku þjóðinni. - Já eða leggja embættið alveg niður. - Banna að birta álagningar- skrár. Sjálfsagt eru fleiri skemmtileg baráttumál Sjálfstæðismanna sem ekki fá að vera á listanum. Þau verða kannski á næsta lista. Oskalistinn hefur verið nánast óbreyttur í 9 ár enda hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki verið flokkur breytinga hin síðari ár. Við óskum Frelsismönnum til hamingju með listann og gangi þeim vel að framfylgja honum í Ihaldsflokki Islands. Rothögg Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um leiguíbúðamálin á vefsíðu sinni og segir meðal annars: Frá og með næstu áramótum hækka vextir á leiguíbúðum í markaðsvexti. Þetta gerist á sama tíma og biðlisti eftir leiguí- búðum hefur aldrei verið lengri einkurn vegna lokunar á félags- lega íbúðakerfinu. Neyðarástand ríkir hjá mörgum láglaunafjöl- skyldum sem bíða eftir leiguí- búðum. Nú er margra ára bið eftir leiguibúðum, en um 2000 láglaunafjölskyldur eru á biðlist- um og margar þeirra í sárri neyð. Með því að ríkisstjórnin hækkar nú vexti á leiguíbúðum í mark- aðsvexti mun annað tveggja ger- ast að uppbygging á leiguíbúðum mun stöðvast eða húsalciga hjá láglaunafólki stórhækka. Dúsa ríkisstjórnarinnar sem koma á til sveitarfélaga og félagasamtaka vegna hækkunar vaxta á leiguí- búðum er hlægileg. Um það var ávallt samkomulag þegar núverandi stjórnarflokkar voru í ríkisstjórn að hækka ekki vexti á leiguíbúöum, sem um áratuga skeið hafa verið I %. Það var liður í því að bæta kjör lág- launahópa og að það fengi þak yfir höfuðið með viðráðanlegri leigu. I kjölfar lokunar á félags- lega húsnæðiskerfinu fyrir 2-3 árum síðan rauk leiguverð upp og er nú orðið varla hægt að fá litla tveggja herbergja leiguíbúð á almenna markaðnum undir 50-60 þús. krónum á mánuði. Það sem einnig gerðist að þrátt fy'rir loforð ríkisstjórnarinnar og félagsmálaráðherra um að bæta aðstæður Ieigjenda þá voru vext- ir af lánum hækkaöir í allt að 3.2% Og nú kemur rothöggið Vextir af leiguíbúðum sveitarfé- laga og félagasamtaka rjúka upp í markaðsverði frá og með næstu áramótum. Það ber að vara alvarlega við þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar, sem enn ntun auka fátækt hjá láglaunafólki og draga niður lífs- kjör þess. seu „Óskalistinn hefur verið nánast óbreyttur í 9 ár enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið flokk- ur breytinga hin síðari ár.“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.