Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 13.10.2000, Blaðsíða 5
FÖSTVDAGUR 13. OKTÓBER 2000 - S ^FRÉTTIR Rætt um Halldór og Bjöm á toppinn Frá fyrri degi stofnfundar hins nýja sambands á Hótel Sögu i gær. í dag mun draga þar til tíðinda þegar fram fer kosning til stjórnar. Stjórnarkjör í Starfs- gremasambandinu. Skiptar skoðanir. Umdeildir. Óvíst um sátt. í gær benti margt til þess að samkomulag væri að nást í kjör- nefnd hins nýja Starfsgreina- sambands Islands um að tilnefna Halldór Björnsson sem formann og Björn Snæbjörnsson formann Einingar - Iðju á Akureyri sem varaformann. Kjör f þessi embætti sem og til framkvæmda- stjórnar fara fram í dag, föstudag en stofnfundurinn Iiófst í gær á Hótel Sögu. Þá er talið líklegt að Aðalsteinn A. Baldursson for- maður Alþýðusambands Norður- lands verði kjörinn sviðsstjóri matvælasviðs sem verður eitt öfl- ugasta og valdamesta sviðið af fimrn innan nýja Iandssam- bandsins. Hann mun þó bafa fengið margar áskoranir frá landsbyggðarfélögum sem bugs- anlegt formannsefni samkvæmt heimildum Dags. Iimi í iiiyiuliniii Halldór Björnsson sem fór fyrir undirbúningshópnum sem vann að stofnun Starfsgreinasam- bandsins sagðist í gær vera inni í myndinni sem hugsanlcgt for- mannsefni. Hann áréttaði þó að hann myndi ekki taka það að sér ef eftir því væri leitað nema að breið sátt yrði um það meðal stofnfundarfulltrúa. Aðspurður hvort það gæti orðið einhver sátt um hann sem stóð ásamt öðrum fyrir því að kljúfa VMSÍ með til- komu Flóabandalagsins í síðustu samningum, sagðist hann ekki hafa orðið var við ncina óánægju í sinn garð. I því sambandi benti hann á að hann hefði nýlega fundað vítt og breitt um landið á mörgum verkalýðsfundum til að kynna nýja sambandið. A þeim fundum hefði ekki komið fram nein gagnrýni í hans garð vegna þess sem gerðist í aðdraganda að gerð sfðustu samninga. Skiptar skoðanir Samkvæmt heimildum Dags eru hins vegar afar skiptar skoðanir um það meðal þingfulltrúa að Halldór og Björn verði tilnefndir sem formaður og varaformaður sambandsins. Meðal annars er fullyrt að það verði engin sátt um þá á toppnum. Þeir koma bins vcgar úr það fjölmennum félög- um að erfitt getur verið fyrir annan frambjóðanda að fella þá í atkvæðagreiðslu. Þá þykir mörg- um að það sé dæmigert fyrir for- ustukreppuna og skort á nýliðun innan verkalýðshreyfingar að gera Halldór að formanni sem Iét af störfum sem formaður Efl- ingar í sumar vegna aldurs. Sömuleiðis hafa verið skiptar skoðanir um Björn Snæbjörns- son sem var einn al’ þeim sem stóðu að starfslokasamningnum við Björn Grétar sl. vor sem leid- du til hatrammra deilna innan VMSÍ. - GRH MUIjón fer ígrænan óskar Kostnaður vegna þátt- töku Akureyr- ar í úrslitum samkeppn- innar Nations in Bloom eða „Græna óskarnum" er áætlaður 899.000. Þetta kemur fram í samantekt Guðmundar Sigvaldasonar hjá Akureyrarbæ. Markmið samkeppninnar er að hvetja almenning til vakning- ar í umhverfismálum og er það- an komið viðurnefnið „græni óskarinn". 45 sveitarfélög sóttu urn þátttöku í ár og er Akureyri eitt 35 sveitarfélaga sem komst í úrslil. Úrslitin fara fram í Baltimore og kemur fram í bæj- argögnum að kostnaður við að senda fulltrúa vestur til Banda- ríkjanna nemur 220.000 kr. á mann. Þrír fulltrúar verða að líkindum sendir. Annar kostnaður er 450.000 kr. við vinnslu myndefnis og ófyrirséð fjárútlát. Tekjur eru áætlaðar 31 1.000 þannig að niðurstaðan er sú að útsvars- greiðendur borgi tæpa milljón vegna þátttöku í verkefninu. - l!l> Guðmundur Sigvaldason. Vilja 17,5 imlljarða til framkvæmda Frá fundi Hafnasambands sveitarfélaga í Nýja-Bíói á Akureyri, Einar Guð- finnsson i ræðustóli.. myndibrink Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði á ársfundi Hafna- sambands sveitarfélaga, að hafn- irnar sæki um 17,5 milljarða króna framlag til framkvæmda á næstu fjórum árum, og þar af væri framlag ríkisins um 10,4 milljarðar króna. Þörfin væri því mikil, ekki síst dýpkun hafna vegna meiri djúpristu loðnu- skipa. Einar K. Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, kynnti drög að nýjum hafnalögum. Hann sagði að nú- verandi starfsrammi hafnanna stæðist ekki kröfur tfmans og þarfnaðist endurskoðunar, og að komast úr silalegu verklagi nú- tfmans. Stefnt væri að því að gera hafnir sjálfbærar en hafnir með aflaverðmæti undir 400 milljónum og skatttekjur sveitar- félags undir 150 milljónum króna þyrftu aðstoð. Samkvæmt nýjum hafnalögum er gert ráð fyrir því að innheimtur verði virðisaukaskattur í höfnunum sem þýðir að hægt verður að senda ríkinu reikning í formi innskatts, samtals um 300 millj- ónir króna. - GG Samið iun 3% hækkim Stjórn Vcrkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði hefur Iagt það til við félagsmenn sem vinna hjá Hafn- arfjarðarbæ að kjarasamningar þeirra verði framlengdir til ára- móta, samkvæmt ósk bæjarins og Iaunanefndar sveitarfélaga. Verði þetta samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku fá þeir 2,5-3% launahækkun í þessum skammtímasamningi sem að hluta til verður í formi ein- greiðslu. Samningar þessara starfsmanna sem eru rúmlega 400 renna út 1. nóvember og 1. desember n.k. Sigurður T. Sigurðsson for- maður Hlífar segir að þarna sé um nýmæli að ræða í samskipt- um bæjarins og félagsins vegna kjarasamninga. Ástæðan fyrir þessari ósk sveitarfélagsins er sú að forráðamenn þess og launa- nefndarinnar vilja að samning- arnir renni út á sama tíma, eða um áramótin. Þá mun vera vilji hjá Hafnarfjarðarbæ að sameina þessa tvö samninga í stað þess að semja um þá í tvennu lagi. Af hálfu launanefndar þykir betra að hafa sem flesta samninga Iausa á sama tíma svo hægt sé að semja um þá á heildstæðan hátt og koma þannig í veg fyrir mis- ræmi í samningum við starfs- menn einstakra sveitarfélaga. Þessi skammtímasamningur ef samþykktur verður mun annars vegar ná til félagsmanna Hlífar sem vinna á leikskólum, við ræst- ingar í skólum, heimaþjónustu og fleira og hins vegar til félags- manna sem vinna í áhaldahúsi bæjarins og Rafveitu Hafnar- fjarðar. Þeir síðastnefndu hafa þegar greitt atkvæði um þennan skammtímasamning en atkvæði þeirra verða ekki talin fyrr að Iok- inni atkvæðagreiðslu hinna. - GRH Uppbygging hjá stúdentiun Akureyrarbær nefur vísað erindi Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001. Stúdentar óska eftir 3ja milljóna króna framlagi frá Akureyri vegna byggingaframkvæmda. I bréfi FS til bæjarins kemur fram að Félagsstofnun hafi staðið í verulegum byggingaframkvæmdum á undanförnum árum og ráði nú yfir 54 íbúðum og einstaklingsherbergjum. I fyrrahaust var hafin bygging fjölbýlishúss að Drekagili 21 með alls 29 íbúðum sem allar verða komnar f gagnið fyrir næstu mánaðamót. Verkið kostar 200 milljónir og er langstærsta framkvæmd Félagsstofnunar á Akureyri til þessa. Framkvæmdir eru einkum fjármagnaðar frá íbúðalánasjóði eða sem nemur 87% en bærinn hefur veitt árlegt framlag frá árinu 1996. Félagsstofnun greiðir 3 milljónir króna á árinu 2001 í fasteigna- gjöld og í ljósi þess falast stúdentar eftir framlagi sem nentur sömu upphæð. - bþ Ragnheiður fær bamabókaverðlaun lslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í gær. Að þessu sinni fékk verðlaunin Ragnheiður Gestsdóttir fyrir bók sína „Leikur á borði“. Samhliða verðlaununum var bókin gefin út hjá Vöku- Helgafelli. Aður hefur Ragnheiður myndskreytt og skrifað fjölda bóka, en Leik- ur á borði er hennar fyrsta barnabók. Nýr ferskleikamælir í fiski Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur verið þátttakandi í verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og kallast „Qualpoiss 11“ sem er samstarfsverkefni fimm erlendra stofnana. Þessar stofnanir hafa ver- ið að þróa og prófa nýtt tæki sem kallast FIG (Flow Injection/ Gas Diffusion ) og er ætlað til að mæla ferskleika eða skemmdareinkenni fisks (TMA-N og TVB-N) á mun ódýrari og fljótlegri hátt en hingað til hefur verið gert. Tækið ætti því að geta komið að góðum notum fyrir þá sem sjá um gæðamál f fiskiðnaði. Rf hefur nú í samvinnu við Stýringu smíðað endurbætta útgáfu af tækinu sem er mun hraðvirkari en sú fyrri. Fyrirhugað er að kynna þetta nýja tæki á næstunni. - GG Hreiim fær Camegie-verðlaun Hreinn Friðfinnsson er einn peirra sem fékk afhent verðlaunin „Carnegie Art Award“ í Finnlandi í gær. Verðlaunin til hans nema 300 þúsund krónum sænskum. Aðrir verðlaunahafar eru frá Danmörku, Noregi og Finnlandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.