Dagur - 17.10.2000, Page 2

Dagur - 17.10.2000, Page 2
2- I’RIDJVDAGUR 17. OKTÓBER 2000 FRÉTTIR Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstóri hefur fundið að slitgigt er arfgeng. Hér sést hann heilsa heilbrigðisráðherra er hún kom á FSA á dögunum. Halldór Jónsson framkvæmdastjóri tekur tímann. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að slitgigt í mjöðmum er arfgeng meðal íslendinga og allt að fimmfalt al- gengari hér en í Dan- mörku og Svíþjóð. „Rannsóknirnar segja okkur ann- ars vegar að slitgigt í mjöðmum sé miklu algengari hér en í Skandinavíu og Englandi og að hér séu gerðar mun fleiri gervi- liðaaðgerðir miðað við fólks- fjölda (t.d. 50% fleiri en í Sví- þjóð). Og hins vegar leiða þær í Ijós að sjúkdómurinn er erfður, sem er nýtt og nokkuð sem menn hafa ekki viljað fallast á hingað til,“ segiri Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri á FSA, sem ver doktorsritgerð um algengi og arfgengi slitgigtar í ís- Iendingum við háskólann í Lundi, á fimmtudaginn. Rann- sóknirnar sem ritgerðin byggist á eru framkvæmdar á Islandi í samvinnu við IE. Þær leiddu m.a. x Ijós að slitgigt í mjöðmum reyndist allt að fimm sinnum al- gengari á íslandi en í Suður Sví- þjóð og í Danmörku, þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar. Erum við þd svona gölluð? „Það er enginn sem veit það,“ sagði Þorvaldur. Gömlu fræðin segja að slitgigtin sé vegna þess að menn slíti sér út í vinnu eða því um líkt. „En okkar hug- myndir eru þær að það geti skýrst af því að sjúkdómurinn er að hluta til erfður.“ Þorvaldur vill samt ekki kalla þetta erfða- galla, vegna þess að þó að sjúk- dómur sé erfður og það finnist kannski meingen sem veldur honum þá gæti það líka varið mann gegn einhverju öðru. Svo dæmi sé nefnt fái fólk með slit- gigt i' mjöðmum til dæmis nær aldrei beingisnun, sem líka er slæmur sjúkdómur. „Þannig að það er mjög erfitt að tala um galla. Þetta er bara eitthvert úr- val í náttúrunni." Einnig vekur athygli, að oft á tíðum kemur kemur slitgigt ekki fram annars staðar en í mjöðmum. En í kringum þriðjungi tilfella kemur einnig í íjós slit í höndum eða hnjám. Arfgegni Þótt vísindin hafi ekki viljað við- urkenna það til þessa segir Þor- valdur að Islendingar með slit- gigt í mjöðmum hafi Iengi gert sér grein fyrir að sjúkdómurinn erfist saman ber; „þetta er í fjöl- skyldunni". Rannsóknir hans staðfestu það sfðan að arfgengi mjaðmaslitgigtar er mikil; því fjöldi einstaldinga úr sömu fjöl- skyldu er með gerviliði í mjöðm; slitgigtarfjölskyldur eru miklu mcira skyldar innbyrðis en sam- anburðar hópur; börn slitgigtar sjúklinga eru í 3-falt meiri hættu að fá sjúkdóminn en „meðal ís- lendingurinn". Passa álag á liði Getur fólk af giftarætt þá gert eitthvað til að seinka eða hamla sjúkdómnum? „Það vitum við ekki ennþá, næstu rannsóknir koma til með að snúast um það. En þó er alveg Ijóst að einhæf vinna og göngur slíta liðunum. Fólk ætti að reyna að liðka fyrir sér með því að hafa eins lítið álag á liðina og það getur og þá ég við með þyngd. En á sama hátt hvetjum við alltaf fólk til að hreyfa sig - halda liðunum á hreyfingu - sem er betra þó mað- ur sé mcð slit,“ sagði Þorvaldur Ingvarsson. Hægt er að fylgjast með doktorsvörninni á internet- inu á slóðinni http://vid- eo.Idc.lu.se/thorvaldur/ld. 13.05 að sænskum tíma, en slíkt er al- ger nýjung varðandi doktors- varnir. - HEl Spegill á Vísi.is Á Vísi.is hefur nú verið opn- aður nýr vefur, sem er einn sá umfangsmesti á þessum fjöi- sóttasta vef- miðli landsins. Spegillinn heitir vefurinn og er þar að finna efni um heilsu, mat, heim- ilishaid, samskipti kynjanna og uppeldismál svo eitthvað sé nefnt. Spegillinn er jafnframt öflugur vettvangur fyrir Iesend- ur til að skiptast á skoðunum. Þá geta notendur Spegilsins sótt sér ráðgjöf til tíu ráðgjafa, sem allir eru kunnir sérfræðingar á sínu sviði. Þar á meðal eru dýra- læknir, matreiðslumeistari, list- farðari og sálfræðingur. Þá munu Ráðgjafarstöð heimilanna og starfsmenn Landlæknisemb- ættisins gefa lesendum Spegils- ins ráð. Jóna lngibjörg Jónsdótt- ir, hjúkrunar- og kynfræðingur, er líka á meðal þeirra ráðgjafa sem Spegillinn hefur á sínum snærum. Hún ruddi brautina í opinni umræðu um kynlíf hér á landi, en hefur búið og starfað erlendis um nokkurra ára skeið. Fjöldi pistlahöfunda skrifar einnig á Spegilinn. „Þetta er eitt umfangsmesta verkefni sem Vísir.is hefur ráðist í,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri Vísis.is. „Samstarfsaðil- arnir eru hátt á annan tuginn en á undirbúningstímanum höfum við orðið vör við mikinn áhuga fjölmargra aðila á að taka þátt í verkefninu", segir Eiri'kur. Eiríkur Hjálmars- son, ritstjóri Vísis Ráðist á blað- bera Dags Blaðberinn fékk þungt högg á gagnaugað og síðan náðu þeir honum á jörðina og spörkuðu m.a. í höfuð hans Blaðberi segir ástand- ið í bæniun hafa versnað miMð. Tryllingur í fdlki. Ráðist var á miðaldra mann í Vesturbænum aðfaranótt laugar- dags. Hann var að ljúka við að bera út Dag þegar tveir ungir menn hófu að öskra í átt að hon- um og létu ófriðlega. Hann hringdi í lögregluna en mennirn- ir gerðu sig Iíklega til að yfirgefa staðinn þannig að hann hætti við að kalla út lögregluna. Nokkru síðar komu mennirnir honum að óvörum og réðust á hann. Hann fékk þungt högg á gagnaugað og síðan náðu þeir honum á jörðina og spörkuðu m.a. í höfuð hans. Einhvern veg- inn tókst honum þó að komast undan en um tíma óttaðist hann um líf sitt. Hann er mikið mar- inn, augað sokkið og við læknis- skoðun kom í Ijós að augnbotn skaddaðist. Hann hefur kært líkamsárásina til Lögreglunnar í Reykjavík. Maðurinn sem ráðist var á hefur borið út dagblöð í fjögur ár og á þeim tíma segir hann ástandið í bænum hafa breyst mikið, þó sérstaklega eftir að opnunartími skemmtistaða var gefinn frjáls. Hann segist oft hafa orðið vitni að skemmdar- verkum manna á þeim tíma sem hann er að bera út blöðin. Und- ir morgun sé fólkið að koma fót- gangandi úr bænum og oft mjög drukkið. Fólkið segir hann oft vera ógnvekjandi, öskrandi út í loftið, sparkandi í hluti, labban- di yfir bíla og fleira í þeim dúr. Hann segir ástandið oft ein- kennast af tryllingi. Að hans sögn er ástandið verra um helgar en þó sé það einnig slæmt á virk- um dögum. „Maður sér þarna unga upprennandi róna, þeir eru hangandi á skallanum fram eftir öllu, öskrandi með kjaft og læti“, „Það hefur fjölgað mikið i' þess- um hópi“. - KMH Tryggingakerfið gott við tþróttamenn I slysatryggingum eru 43% útgjaldanna tilkomin vegna slasaðra íþróttamanna. „Ekki er vitað til þess að aðrar þjóðir flokki íþróttaslys undir almannatryggingar. Má því segja að íslenska almannatrygginga- kerfið geri betur í þessurn efnum en aðrar þjóðir", scgir Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins í Staðaltölum 1999. í skýrslunni kemur í Ijós af alls 2990 slysum sem stofnuninni var til- kynnt um í fyrra voru tæplega 1150 Ilokkuð sem í'þróttaslys (rúmlega 3 á dag að meðaltali). Slasaðir íþróttamenn voru l.d. þrefalt fleiri en slasaðir sjómenn. Útgjöld slysatrygginga vcgna sjúkraþjálfunar voru tæpar 68 milljónir á árinu, þ.a. rúmlega 29 millj. vegna íþróttamanna, sem er ríflega 7 sinnum hærri upphæð en vegna slasaðra sjómanna (4 milljónir). - HEI Ný stjóm Framsóknarfélags Akureyrar Framsóknarfélag Akureyrar hefur fengið nýjan for- mann, Guðmund Omar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Félags byggingamanna í Eyjafirði og bæjarfulltrúa á Akureyri. Hann tekur við af Valgerði Jónsdóttur. Aðrir stjórnarmenn eru Stefán Jónsson, Gerður Jónsdóttir, Konráð Alfreðsson og Daníel Árnason. Fundurinn var haldinn í tengslum við sameiginlegt kjördæmaþing Framsóknarmanna í Norðausturlands- kjördæmi og Austurlandskjördæmi á Eiðum. - GG Edda öfhig í Frankfurt Réttindastofa Edau, sem fer með samninga- og kynningarmál fyrir hönd þeirra höfunda sem koma út á vegum Máls og menningar, Vöku- Helgafells og Forlagsins, verður með stærsta bás sem íslenskt útgáfu- fyrirætki hefur verið með á bókasýningunni í Frankfurt, en hún hefst á miðvikudaginn. Bókaðir hafa verið fundir með áttatfu forleggjurum frá ýmsum heimshornum þar semkynnt verða verk eftir hátt í sjötíu ís- lenska höfunda. Edda hefur þegar samið um sölu á skáldsögunni „101 Reykjavík" eftir Hallgrím Helgason til Faber and Faber í Bretlandi, en það er eitt virtasta bókmenntaforlag hins enskumælandi heims. Sagan hefur þá verið seld til sjö landa og er þegar kornin út í tveimur þeirra, Svíþjóð og Finnlandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.