Dagur - 17.10.2000, Síða 11
ry^tr
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÚBER 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Daprar Mðar-
horfur
Clinton reynir að sannfæra Arafat um að hann eigi ekki annars úrkosta en
að semja um frið.
Leiðtogafimdurinn í
Egyptalandi er til
þess ætlaður að sýna
friðarvilja og vald á
allt öðrum stöðum
en í Israel og Vestur-
bakkanum og Gaza.
Clinton Bandaríkjaforseti á
ekki eftir að sitja nema tæpa
þrjá mánuði í embætti og ekki
eru nema þrjár vikur þar til
búið verður að kjósa nýjan for-
seta risaveldisins. Sól hans er
því að renna til viðar og öllum
er ljóst að valdaferli hans er að
ljúka. Því má ætla að orð hans
og gjörðir hafi ekki eins mik-
inn slagkraft og áður. En samt
er hann leiðtogi öflugasta ríkis
heims og völd hans ótvíræð.
Greinilegt er að hann ætlaði
að ljúka ferli sínum í Hvíta
húsinu með því að koma á var-
anlegum friði fyrir botni Mið-
jarðarhafs og hefur unnið ötul-
lega að þvf að að sætta ísraela
og Palestínumenn.
En friðarferlið er nú runnið
út í sandinn og allt er komið í
bál og brand og virðist friðar-
vilji íbúa „Landsins helga“ vera
af skornum skammti og gætir
nú óróa um öll Mið-Austur-
Iönd. Munu fæstir þora að spá
til hvaða ferils það kann að
leiða.
Miklir leiðtogafundir fara nú
fram í Egyptalandi og á að
freista þess að komast að ein-
hverri jákvæðri niðurstöðu og
fá Israela og Palestínumenn til
að sættast á einhvers konar
samkomulag um að hefja frið-
arferli á ný. I gær virtust ekki
góðar horfur á að það tækist.
Arafat gerir það að úrlitaskil-
yrði að fram fari alþjóðleg
rannsókn á hverjir beri ábyrgð
á óeirðunum og manndrápun-
um á Vesturbakkanum og
Gaza, sem hófust um s.l. mán-
aðamót. Barak forsætisráð-
herra segir það ekki koma til
greina en býður upp á að
Bandaríkjamenn skipi rann-
sóknarnefnd og leiði hana.
Palestínumenn taka það ekki í
mál. Svona er andinn í viðræð-
unum, en þeir Arafat og Barak
talast ekki við, enda eins gott
að þeir tali ekki af sér þar sem
stuðningur við frið og sættir er
ekki mikill á þeirra heimavíg-
stöðvum.
Það er heldur vandræðalegt
fyrir allt leiðtogabatteríið sem
er samankomið í Egyptalandi
að láta heiminn verða vitni að
því áhrifaleysi, nánast ráðleysi,
sem leiðtogarnir hafa á gang
mála fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Þarna eru Kofi Annan
framkvæmdastjóri SÞ með sitt
lið, Clinton og utanríkisráð-
herra hans, Mubarak forseti
Egyptalands og Abdullah
Jórdaníukóngur og reyna að
bera klæði á vopnin, en grjót-
kastarar í Hebron og
byssuglaðir Israelar gera til-
raunir stórmennanna til að ná
fram einhvers konar ályktun-
um að engu.
Sú mikla áhersla sem Clint-
on leggur á að Iáta að sér
kveða í málefnum Israela og
Palestfnumanna er ekki ein-
ungis sú, að enda feril sinn
með reisn og koma á varanleg-
um friði milli þessara þjóða,
heldur eru mikilvægar kosn-
ingar fyrir dyrum í Bandaríkj-
unum. Niðurstaða fundana í
Egyptalandi getur haft afger-
andi áhrif á forsetakosningarn-
ar sem fara fram 7. nóvember
n.k. þar sem Clinton styður
flokksbróður sinn og varafor-
seta, AI Gore, sem nú á undir
högg að sækja.
Síðan er Hillary Rodham
Clinton í framboði til öldunga-
deildarinnar í New York fylki.
Þar eru Gyðingar fjölmennir
og samtök þeirra mjög öflug.
Það er því mikið í húfi á
heimavelli ekki síður en fyrir
botni Miðjarðarhafs, að
Bandaríkjaforseta takist að
láta líta svo út að friðarferlið
komist aftur í gang, að minns-
ta kosti fram yfir kosningar.
En eins ogt horfir eru litlar
líkur á að það takist. Enda má
líka velta fyrir sér hvort þeir
Barak og Arafat séu nógu
valdamiklir og öflugir leiðtogar
til að semja um vopnahlé, hvað
þá frið.
Svo má minna á að Jsrael og
Egyptaland eru þau ríki sem
njóta langmests fjárstuðnings
frá Bandaríkjunum og eru því
að vissu leyti skuldbundin til
að Ieggja Clinton lið til að
halda reisn sinni síðustu vik-
urnar á valdastóli.
- OÓ
Ný stjóm í Júgóslavíu
BELGRAD - Vojislav Kostunica nýr forseti
Júgóslavíu og stuðningsmenn hans í þinginu
lýstu því í gær yfir að þeir myndu sætta sig við
að deila völdum í Serbíu með stuðningmönn-
um fyrrum forseta, Slobodan Milocevic, þar til
búið væri að kjósa í kosningum sem efnt yrði
til á næstunni. I samræmi við það var mynduð
ný stjórn í landinu.
Vuk Draskovic, sem er leiðtogi umbótaflokks
á þinginu sagði á blaðamannafundi í þinghús-
inu í gær að kosningar yrðu haldnar þann 23.
desember. „Eg held að með þessu höfum við
náð mjög mikilvægum árangri," sagði Dra-
skovic. Sem kunnugt er hafa stuðningsmenn
Milosevic enn völdin í þinginu og í ríkisstjórninni í Serbíu, en
Serbía er langmikilvægasti grunnur valda f sambandsríki
Júgóslavíu. I gær var ekki hægt að fá í hverju samkomulagið um
valdaskiptinguna fólst í einstökum atriðinum en það hefur verið
meginágreiningsefnið hvernig og hvaða valdapósta hver á að hafa
á því umbreytingatímabili sem framundan er til kosninganna.
Vojisiav Kostunica
Skipulagt glæpaverk
ADEN - Stjórnvölof í
- StjórnvöL
Jemen sögðu í gær að
sprengjuárásin á
bandaríska herskipið
Cole þar sem 17
bandarískir hermenn
létu lífið, hafi verið
vel undirbúinn glæp-
ur. Samkvæmt opin-
beru útvarpsstöðinni
Saba hefur forseti
Jemen, Ali Abdullah
Saleh, tilkynnt
Tommy Franks æðsta
yfirmanni Banda-
ríkjahers á þessum
slóðum að fyrstu nið-
urstöður úr rannsókn öryggislögreglunnar og ýmis mikilvæg sönn-
unargögn bendi eindregið til þess að hér hafi verið um skipulagt
glæpaverk að ræða. Fréttastofan hefur það eftir forsetanum að
hann hafi látið í ljós harm sinn, fordæmingu og skömm á þessum
verknaði sem beinlínis hafi átt að spilla fyrir samskiptum Jemen og
Bandaríkjanna.
Skemmdirnar á herskipinu Cole
Skammaði konu sina -
en velti sjálfur og dó
BERLIN - Drukkinn maður lést undir stýri á fjölskyldubíl sínum
eftir að hann hafði gagnrýnt ökulag konu sinnar svo harkalega að
hún ákvað að fara út úr bílnum, að þvf er fram kemur í blaðinu
Berliner Kurier í Þýskalandi í gær. Blaðið sagði að þrítugur karl-
maður hefði velt bíl sínum eftir að hafa ekið á ofsahraða og reynt
að beygja. Maðurinn hafði átt í rifrildi skömmu áður. Hann dó
samstundis. Eiginkona mannsins hafði farið út úr bílnum með
þrjú börn þeirra hjóna eftir að þau höfðu lent í rifrildinu. Fólkið
var af rússnesku bergi brotið, innflytjendur í Þýskalandi, og hugð-
ust heimsækja ættingja skammt frá Berlín
H FRÁ DEGI T
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER
291. dagur ársins, 75 dagar eftir.
Sólris kl. 8.24, sólarlag kl. 18.00.
Þau fæddust 17. október
• 1760 Henri de Saint-Simon, franskur félags-
fræðingur og upphafsmaður kristilegs sósíal-
isma.
• 1883 A.S. Neill, breskur skólamaður, stofn-
andi Summerhill-skólans þar sem börnin nutu
nánast óhefts frelsis í skólanum.
• 1900 Jean Arthur, bandarísk leikkona.
• 1912 Jóhannes Páll páfi fyrsti, sem sat að-
eins 34 daga á páfastól árið 1978.
• 1915 Alfred Hauge, norskur rithöfundur.
•1915 Arthur Milíer, bandarískur rithöfund-
ur.
•1918 Rita Hayworth, bandarísk leikkona
• 1920 Montgomery Clift, bandarískur Ieikari.
• 1952 Broddi Broddason fréttamaður.
Þettagerdist 17. október
• 1755 hófst Kötlugos sem stóð fram í fehrú-
ar og fylgdi því gífurlcgt öskufall og jökul-
lilaup.
EL DAGS
• 1973 hittust leiðtogar olíuframleiðsluland-
anna í OPEC og samþykktu olíusölubann á öll
þau ríki sem studdu Israel íYom Kippur stríð-
inu. Efnahagskreppa fylgdi í kjölfarið á Vestur-
löndum.
• 1961 myrti lögreglan í París meira en 200 al-
sírska mótmælendur, en alsírsk hryðjuverka-
samtök höfðu þá myrt meira en 30 franska
lögreglumenn. Yfirmaður lögreglunnar var
Maurice Papon, sá hinn sami og hafði aðstoð-
að nasista í stríðinu við að flytja gyðinga í út-
rýmingarbúðir.
• 1989 varð mikill jarðskjálfti í Kaliforníu, sem
mældist 7,1 á Richterkvarða. Tugir manna fór-
ust, þúsundir slösuðust og meira en 10.000
byggingar skemmdust.
Vísa dagsins
I eldi sxnðna engin húr,
isinn logar vatna,
eitur er gott i öll þati sár,
sem eigafljótt að hatna.
Öfugmælavísa eignuð
Bjama Jónssyni Borgfirðingaskáldi.
Afmælisbam dagsins
Bandaríska leikskáldið ArthurMiller er 85
ára í dag, fæddur í New York borg þann
17. októher árið 1915. „Sölumaður deyr“
er þekktasta leikverk hans, skrifað árið
1949 og íyrst kvikmyndað árið 1952. Það
telst nú til klassískra verka í leikhúsum.
Miller hefur auk leikrita skrifað skáldsög-
ur, kvikmyndahandrit og ferðalýsingar.
Miller er þó ekki síður þekktur fyrir hjóna-
band sitt með Marilyn Monroe, en hún
lék m.a. aðalhlutverkið í kvilunyndinni
Misfits sem gerð var eftir handriti hans.
Skerðu aldrei á hnúta sem þú getur
leyst. Joseph Joubert
Heilabrot
Gunna gaf Jónu jafnmargar krónur og
Jóna átti fyrir. Jóna gaf síðan Gunnu til
baka jafnmikið og Gunna átti eftir.
Gunna gaf sfðan Jónu til baka jafnmikið
og Jóna átti eftir, en þá átti Gunna ekk-
ert eftir en Jóna átti 800 krónur. Hve
mikið áttu þær hvor um sig áður en
þessar peningatilfærslur hófust?
Lausn á síðustu gátu: Laukur
Veffang dagsins
Nemendur í fornmáladeild MA segjast
vera fyrstir með fréttirnar á vef sínum,
svonefndar fornfréttir, sem væntanlega
eru sígildar: www.ma.is/nem/fornfrettir