Dagur - 17.10.2000, Síða 21
Tfc^ur
ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 - 21
Akureyri-Norðurland
Óðinn tryggði
Þór sigur á KR
Þórsarar sýndu það gegn ís-
landsmeisturum KR um helgina
að þeir eru til alls Iíklegir í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
vetur. Þór vann Ieikinn 79-78
eftir að KR-ingar höfðu leitt 51-
38 í hálfleik og fátt benti til
annars en sigurs heimamanna í
KR-heimiIinu, þeir höfðu ör-
ugga forystu lengst af en Þórs-
arar sóttu í sig veðríð á sama
tíma og sóknarleikur KR-inga
varð vandræðalegur. Einar Orn
Aðalsteinsson jafnaði 76-76
þegar mínúta var eftir, Jón Arn-
ór Stefánsson kom KR-ingum
yfir 78-76 og í kjölfarið mistókst
Þórsurum að jafna. KR-ingar
höfðu því sigurinn f hendi sér,
en á óskiljanlega klaufalegan
hátt misstu þeir boltann. Þórs-
arar geystust í sókn og um leið
og Ieikklukkan gall skaut Óðinn
Ásgeirsson utan við 3ja stiga
línuna eftir að hafa fengið bolt-
ann frá Sigurði Sigurðarsyni, og
boltinn fór ofan í. Þetta var
jafnframt í eina skiptið í Ieikn-
um sem Þór var yfir.
Þór er með 6 stig ásamt
þremur öðrum liðum eftir 4
umferðir í 3. sæti deildarinnar.
Þeir eru með betri stigamun en
Grindavík og Tindastóll en 2ja
stiga minni stigamun en Hauk-
ar sem eru í 2. sæti. Keflavík er
í efsta sætinu með 8 stig. Is-
landsmeistarar KR eru í
næstneðasta sæti deildarinnar,
án stiga.
Óðinn Ásgeirsson var tví-
mælalaust maður þessa Ieiks
auk þess að vera stigahæstur
með 23 stig. Clifton Bush er að
falla stöðugt betur inn í Ieik
liðsins og skoraði 18 stig og þá
verður Iiðsheildin um Ieið mjög
góð og illviðráðanleg fyrir hvaða
lið sem er í úrvalsdeildinni.
Einar Örn Aðalsteinsson skor-
aði 1 5 stig og þegar hann hrökk
betur í gang í síðari hálfleik fór
Þórsliðið allt að spila betur og
um leið fór að saxast hratt á for-
skot KR-inga. Þór Ieikur næst
við Njarðvíkinga í Iþróttahöll-
inni á Akureyri næsta fimmtu-
dag. GG
Ódirw Ásgeirsson var tvímælalaust
maður þessa leiks auk þess að
vera stigahæstur með 23 stig.
Stólamir
uimu
öruggt
Tindastóll vann nokkuð örugg-
an sigur á IR í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, 81-73 (41-29)
og sýndu að þeir verða erfiðir
heim að sækja í vetur í „Krókó-
dílasýkinu“, eins og heimavöll-
ur þeirra hefur verið nefndur.
Tindastóll hefur fengið rúss-
neskan leikmann til liðs við sig,
Mikhail Antropov, og hann er
betri og betri með hverjum
Ieik.
Bestur Stólanna var hins
vegar Shawn Myers, grimmur
bæði í vörn og sókn. Hann var
einnig stigahæstur með 31 stig,
Antropov með 13 stig og Lárus
Dagsson með 11 stig. Eiríkur
Önundarson var bestur IR-
inga, og einnig stigahæstur
með 24 stig, en þeir mættu
ofjörlum sínum í þessum Ieik.
GG
Sund til níu
ákvöldin
Ákveðið hefur verið að stytta
opnunartíma Sundlaugar Akur-
eyrar á kvöldin þannig að laug-
in verður framvegis aðeins opin
til kl 21:00 virka daga. Að öðru
leyti er opnunartíminn óbreytt-
ur frá því sem verið hefur. Er
þetta gert í tengslum við nýtt
vaktafyrirkomulag starfsfólks
sem mun vinna á þrískiptum
vöktum
Rússamir
„Súrt að tapa svona“
„Mér finnst að gagnrýni á frammistöðu nýja leikmannsins, Cserniavskas,
hafi verið mjög óréttmæt. Hann er vaxandi og þetta var besti leikur hans
iil þessa", segirAtli HHmarsson, þjálfari KA
aðkoma
Lið KA-Þórs í úrvalsdeild kvenna
í handknattleik sýndi heldur bet-
ur klærnar f leik gegn Islands-
meisturum ÍBV á laugardag, en
lokatölur urðu 21-20 fyrir ÍBV en
í hálfleik var staðan 14-11 fyrir
ÍBV.
KA/Þór tókst að jafna 19-19 en
IBV skoraði tvö næstu mörk en
KA/Þór átti svo síðasta markið.
Eyrún Gígja Káradóttir var best
leikmanna KA/Þórs, skoraði 6
mörk og var sívinnandi íyrir liðið.
Ásdís Sigurðardóttir gerði 5 mörk
og Elsa Birgisdóttir 4 mörk. Sig-
urhjörg Hjartardótdr varði 15
skot í markinu og hefur byrjað
þetta leiktímabil mjög vel.
„Við eigum von á tveimur rúss-
neskum Ieikmönnum til landsins
á miðvikudag. Við munum sjá á
æfíngu á fimmtudag hvort þær
standa undir væntingum og þá
hvort skrifað verður undir samn-
ing við þær en það hefur fengist
atvinnuleyfí fyrir þær. Eg mundi
álíta það yfírgnæfandi líkur að af
því verði og þá spila þær gegn Val
á laugardaginn. Leikur liðsins
hefur verið stigvaxandi og stelp-
umar eru að finna að þær geta al-
veg staðið upp í hárinu á bestu
liðunum. Okkar langaði að ná í 2
stig áður en Rússamir kæmu, en
vorum ansi nálægt því, en það fór
mikið púður í að jafna leikinn.
Tiltrúin á eigin getu var til staðar
og gaman að sjá að þær vom
svekktar að tapa leiknum, en oft
hafa þær búist við að tapa og þan-
nig sætt sig við tap,“ segir Hlynur
Jóhannsson, þjálfari KÁ/Þórs. GG
Leikur KA gegn Fram
á föstudag var
æsispennandi, var
tvíframlengdur og
loks fengust úrslit
með „gullmarki“
Framarans Gunnars
Bergs Viktorssonar í
bráðabana.
KA hafði yfirhöndina allan leik-
inn og virtist eiga sigurinn vís-
an, en botninn datt úr leik þeir-
ra, Fram komst yfir, en Heimir
Árnason jafnaði 22-22, og tryg-
gði KA framlengingu. Eftir
framlengingu var enn jafnt, 23-
23, svo enn var framlengt og
enn var jafnt, 27-27. Fram vann
hlutkestið, byrjaði með boltann
og tókst að skora sigurmark
leiksins, 28-27.
„Maður þarf að venjast því að
leikir klárist með þessum hætti,
en þetta er mjög skemmtilegt
fyrir áhorfendur og eykur at-
hyglina á handboltaíþróttinni,
sérstaklega hjá hlutlausum
áhorfendum. En það er mjög
súrt að tapa svona, sérstaklega í
bráðabana, því þú færð ekki
tækifæri til að svara fyrir þig.
Með því að vinna hlutkestið
ertu í mjög góðum málum
vegna þess að um 50% af sókn-
unum nýtist, og ef þú missir t.d.
mann út af f þessari stöðu ertu
fyrirfram dauðadæmdur. Það er
sanngjarnara að sleppa þessum
bráðabana og vera með 5 vfta-
köst á lið.“
- Átti að dæma leiktöf á Fram
í bráðabananum? (Liðið var með
boltann í rúma mínútu)
Dómarar túlka þessa handa-
uppréttingu, sem táknar að leik-
töf sé að verða, mjög misjafn-
Iega. Það er mjög mismunandi
hvenær þeir dæma svo leiktöf.
Hendin var ekki komin upp
þarna þrátt fyrir að ekkert væri
að gerast hjá Fram. Hendin var
áður uppi allan leikinn, en
aldrei dæmd leiktöf. Þeir náðu
fimm fríköstum í röð þegar þeir
voru að stilla upp fyrir Gunnar
Berg, en við komumst alltaf á
milli og stoppuðum hann. Það
er Ieiktöf þegar menn eru bara
að reyna að fá fríkast en ekki að
fara upp í skot. Annars var KA-
Iiðið að leika þokkalega vel, fín
barátta og markvarslan var góð,
Hörður varði 21 skot, sem var
mjög ánægjulegt en það hefur
vantað svolítið upp á það í
fyrstu leikjunum. Mér finnst að
gagnrýni á frammistöðu nýja
leikmannsins, Cserniavskas,
hafi verið mjög óréttmæt vegna
þess að hann kemur til okkar
aðeins tveimur dögum fyrir fyrs-
ta leik og þarf að axla ábyrgð og
komast inn í kerfi sem aðrir
hafa verið að æfa í marga mán-
uði. Hann er vaxandi og þetta
var besti leikur hans til þessa.
Hann skoraði 5 mörk, var að
búa til mörk í kringum sig og
stendur vörnina mjög vel. Því
fer fjarri að KA hafi þarna verið
að kaupa köttinn í sekknum,“
segir Atli Hilmarsson, þjálfari
KA.
GG