Dagur - 01.11.2000, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 - 13
ERLENDAR FRÉTTIR
Unglingar í Mufakosa, sem er útborg frá Harare, heimta að Mugabe forseti segi afsér.
Ostjóm og harðýðgi
verða Mugabe að falli
Efnahagux Zimbabwe
er í rúst og er ölluin
kröfum almennings
um lífskjarabætur
svarað með ofbeldi
Því er spáð að næsti harðstjóri til
að falla sé Robert Mugabe for-
seti Zimbabwe. En það verður
ekki íyrr en eftir blóöug átök því
ljóst þykir að forsetinn og stjórn
hans mun sitja eins lengi og sætt
er með aðstoð hersins sem er
eins spilltur og vægðarlaus og
forsetinn og ríkisstjórnin.
Stjórnarandstaðan í þinginu má
sín lítils og varast að espa fólk til
átaka, en mikils óróleika gætir í
Iandinu.
1 næstliðinni viku urðu
óspektir í höfuðborginni Harare
þar sem efnt var til mótmæla
gegn Mugabe og stjórn hans.
Þar létu unglingar einkum að sér
kveða. En það var ekki fyrr en
eftir að mótmælaaðgerðum lauk,
að ofbeldil var beitt. Þá'fóru her-
menn og lögregla um úthverfin,
þar sem fólk býr við sult og
seyru, og lúskraði á íbúunum og
skaut táragasi inn í hús af
handahófi. Ekki berast fréttir af
mannfalli eða limlestingum.
Efnahagsástandið í Zimbabwe
er skelfilegt. Verðbólgan er yfir
60% og atvinnuleysi yfir 50 af
hundraði, og fer vaxandi dag frá
degi. Skortur á eldsneyti, rándýr
stríðsrekstur í Kongó og viðvar-
andi lögregluoflteldi gegn íbúum
Iandsins eykur óvinsældir Muga-
hes jafnt og þétt. En hann lætur
sér ekki segjast og herðir tökin
eftir því sem óánægjan magnast.
I mótmælaaðgerðunum sem
efnt var til að mótmæla 30%
verðhækkun á brauði, sykri og
strætisvagnafargjöldum, var þess
krafist að forsetinn segi af sér og
og verði farinn fyrir jól.
Hinir gætnari menn í hópi
andstæðinga forsetans segja, að
það sé borin von að svo fari.
Mugabe hefur verið líkt við
Milosevic fyrrum Júgóslavíufor-
seta vegna grimmdar og óbil-
girni. En andstæðingar hans
segja að samlíkingin sé ekki alls
kostar rétt, því Milosevic vissi
hvenær hann varð að láta undan
og flytja úr forsetahöllinni. En
Mugabe er ekki nógu klókur til
að skynja að hans tími á valda-
stóli er liðinn.
Hins vegar telja þeir sem
þekkja til mála f Zimbabwe, að
forsetinn muni ekki ná að sitja
út kjörtímabilið, sem endar árið
2002. Til þess er óánægjan með
óstjórn og harðneskju oröin of
mikil. John Makumbe, sem er
fyrirlesari í stjórnmálafræði, læt-
ur hafa eftir sér, að mótmælaað-
gerðirnar nú séu fyrsta stigið í
óhjákvæmilegu ferli. Næsta stig
mun brátt fylgja á eftir með
verkföllum og mótmælum vegna
versnandi lífskjara og óstjórnar.
En verra er að spá um hvenær
þriðja stigið hefst en þá verður
blóöug uppreisn sem reynt verð-
ur að bæla niður með hörku.
Mugabe er þegar í þeirri
stöðu, að geta ekki látið sjá sig í
útlöndum og hætta er á að er-
lend ríki dragi úr efnahagslegum
stuðningi við spillta og ofbeldis-
fulla ríkisstjórn Zimbabwe. - OÓ
Fyrstu íbúar geimstöðvariimar famir
af stað
KAZAKHSTAN - Tveir Rússar og Amer-
íkani flugu út í geiminn í gær í átt að Al-
þjóðlegu geimstöðinni. Þetta eru braut-
ryðjendur á geimslóð sem gæti leitt til
tunglsins, Mars eða jafnvel enn lengra.
Um horð í þessari 40 metra Iöngu hvítu
og appelsínugulu Soyuz TM31 voru
fyrstu geimfararnir sem eiga að búa um
borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta
fólk eru Bandaríkjamaðurinn William
Shepherd og Rússarnir Yuri Gidzenko og
Sergei Krikalyov. I skotstöðinni á jörðu
niðri sást í sjónvarpsvélum að þeir félag-
ar voru í góðu skapi og tókust í hendur
skömmu eftir að geimhylkið sjállt hafði
skilið sig frá eldflauginni sem skaut því
út í geiminn. Samkvæmt áætlun munu
þeir vera komnir um borð í geimstöðina
á morgun, fimmtudag.
Soyuz flaugin fer í ioftið í
gær.
Sharon hótar vantrausti
JERÚSALEM - Ariel Sharon leið-
togi stjórnarandstöðunnar f Israel,
hótaði því í gær áð'vetjá ekki stjórn
Ehuds Baraks vantrausti kæmi það
fram, en með því eru líkur á því
taldar hafa minnkað verulega að
þessir tveir stjórnmálamenn snúi
bökum saman í þjóðstjórn til að
takast á við ástandið sem skapast
hefur í samskiptum Israels og
Palestínumanna. En þrátt fyrir
knappa pólitíska stöðu þá gaf
Barak það til kynna í gær að hann
hefði ekki gefið upp alla von um
að ná samkomulagi við Sharon, og
hann myndi reyna það til þrautar
þrátt fyrir að staðan væri raunar sú
þá stundina að með aðstoð smá-
flokka á þinginu gæti stjórn hans varist vantrausti án hjálpar Shar-
ons. Sharon hins vegar var harður á sínu í viðtali við útvarp hersins
eftir að ljóst var að þeir Barak myndu eldd ná saman um sáttmála fý'r-
ir þjóðstjórn: „Það sem nú þarf að drífa í er að finna nýja ríkisstjórn
sem getur leyst stjórn Baraks af hólmi.“
Kínverjar staðfesta ekki
mannréttindi
BEIJING - I gær brugðust kfnversk stjórnvöld vonum manna um að
þau myndu staðfesta mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna í
þessum mánuði, þegar þau lýstu því yfir að lengri tíma þyrfti til að
fara yfir ýmis mál sem tengdust sáttmálanum. Aður hafði verið gef-
ið í skyn að fastanefnd kínverska þingsins myndi staðfesta sáttmál-
ann um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi á meðan
þingnefndin starfaði, en í gær var semsé síðasti dagur reglulegs
starfstíma hennar og þá var þessi niðurstaða kynnt. Talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins sagði fréttamönnum í gær að sáttmálinn hafi
vissulega verið ræddur en hins vegar hefði ekki verið talið tímabært
að staðfesta hann, en stjórnvöld í Bejing undirrituðu sáttmálann fyr-
ir þremur árum og því bíður hann nú staðfestingar áður en hann tek-
ur gildi í Kína.
■ FRÁ DEGI
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER
306. dagur ársins, 60 dagar eftir.
Sólris kl. 9.11, sólarlag kl. 17.10.
Þau fæddust 1. nóvem-
ber
• 1778 Gustav IV Adolf, konungur Sví-
þjóðar.
• 1798 Benjamin Lee Guinness, írskur
bjórbruggari og borgarstjóri í Dyflinni.
•1818 James Renwick, bandarískur arki-
tekt.
• 1902 Nordahl Grieg, norskt ljóðskáld
sem féll í seinni heimstyrjöldinni.
• 1922 Jón Sigurbjörnsson leikari.
• 1923 Victoria dc los Angeles, spænsk
sópransöngkona.
• 1965 Hrafn Jökulsson rithöfundur.
Þetta geröist 1. növem-
ber
• 1845 hóf’ust veðurathuganir í Stykkis-
hólmi, en þar er elsta veðurathugunar-
stöð hér á landi.
TIL DflGS
• 1936 lýsti Benito Mussolini, fasistaleið-
toginn á Italíu, því yfir að hið nýja
bandalag ítala og Þjóðverja væri eins og
öxull milli Berlinar og Rómar. Upp frá
því var farið að tala um þessi ríki sem
„öxulveldin".
• 1952 sprengdu Bandaríkjamenn fyrstu
vetnissprengjuna á kóraleyjunni
Elugelab í Kyrrahafinu.
• 1967 var Almannagjá lokað fyrir bílaum-
ferð.
• 1984 tók Rajiv Gandhi, sonur Indiru
Gandhi, við embætti forsætisráðhcrra á
Indlandi, daginn eftir að móðir hans var
myrt.
• 1993 tók Maastricht-sáttmáli Evrópu-
sambandsins gildi.
Vísa dagsins
I garnlar stnalaslóðir er fallin feikn af snævi,
'Setn flæddi lít til sævar í leysingum ú vorin,
og jafnaði tíi harðspora heillur þjóðarævi.
Og heppin er sú kynslóð, sem aldrei rekst d
sporin.
Hiilltlór Hclgason
Afmælisbam dagsins
Rithöfundurinn og gagnrýnandinn Ed-
ward Said er 65 ára í dag. Hann er
palestínskur, en búsettur í Bandaríkjun-
um, og hefur látið til sín taka í deilun-
um endalausu um framtíð Palestínu.
Meðal annars hefur hann f blaðagrein-
um gagnrýnt harðlega Oslóarsamkomu-
lagið svokallaða, scm Palestínumenn og
Israelsmenn gerðu með sér og margir
telja cina hugsanlega grundvöllinn að
friði þar um slóðir. Said er fæddur í Jer-
úsalem, en flutti snemma til Bandaríkj-
anna þar sem hann nam við virta há-
skóla.
Að vera valdamikil er eins og að vera
dama. Ef þú þarft að segja fólki að þú
sért það, þá ertu það ekki.
Margaret Thatcher
Heilabrot
Glorhungruð kanína kom auga á rófna-
garð, sem var rammlega girtur. Hún gat
rétt svo troðið sér undir girðinguna, en ljóst
var að hún æti mikið af rófunum myndi
hún fitna það mikið að hún kæmist ekki út
aftur. Rófurnar voru auk þess of stórar til
þess að hægt væri að troða þeim undir girð
inguna. Annað ætilegt var ekki í sjónmáli,
þannig að hér var úr vöndu að ráða. Hvern-
ig hefði kanínan getað borðað nægju sfoa
af rófum án þess að lokast inni í garðinum?
Svar við síðustu gátu: Pappírsblað.
Veffang dagsins
Á netinu er hægt að leika sér að því að búa
til myndir af andlitum og laga þau til eða
afskræma að vild. Útkoman getur orðið
skondin, og þeir sem nenna að dunda sér
við slíkt ættu endilega að kíkja á
www.facegenerator.com/cgi-bin/generaatt-
ori.cfm