Dagur - 03.11.2000, Síða 10

Dagur - 03.11.2000, Síða 10
10- FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 ERLENDAR FRÉTTIR Al Gore. George W. Bush. Hvemig stjóm fá Banda- ríkj amenn? Á MSNBC fréttavefniun hafa menn leiMó sér að því að bera saman hvemig stjóm Bandaríkj ameim fá eftir því hvom frambjóðandann, A1 Gore eða George Bush þeir velja. Hér að neðan em tilfærð nokkur atriði úr þeirri athugum. Stjóm Gore Ef ÁI Gore yrði kosinn má búast við að nokkur þessara atriða yrðu einkennandi á hans óskalista: Fyrsta iimlenda lagasetningm: Endurskoðun laga um fjármögnun kosn- ingabaráttu. Vamannál: Ríkisstjórn með Gore í forsetastóli myndi auka útgjöld til hermála um 100 milljarða á 10 árum, en einungis styðja takmarkað geimvarnarkerfi. Gore myndi endurflytja samninginn um Allsherjarbann við kjarn- orkuvopnatilraunum í öldungadeild þing- isins. Og í framhaldinu myndi hann koma með lög um að heimila hommum og lesb- íum að starfa með opinberum hætti í hernum. Þar með væri hann að aðgreina sig frá fyrrum forseta Bill Clinton. RíJkisfjármal: Gore mun stefna að því að halda fjárlög- um hallalausum á hverju ári nema ef um neyðartilfelli væri að ræða. Hann myndí síðan vilja greiða upp helstu skuldir ríkis- ins fyrir árið 2012. Menntamál: Rfkisstuddir forskólar og auknar kröfur til kennara væru meðal þess sem Gore myndi leggja áherslu á sem forsti. Jafn- framt gæfi hann góðum kennurum sem flyttu sig yfir í fátækari skóla í dreifbýli möguleika á að hækka í launum um 5.000 dollara á ári. Hann myndi styðja skattafrádrátt vegna sparnaðar fólks fyrir skólagöngu og hann myndi setja 8 millj- arða dollara í byggingu á skólum. Hann myndi loka skólum sem ekki standast lág- marks kröfur um árangur og enduropna þá síðan eftir endurskipulagningu og und- ir forustu nýrra manna. Orku- og umhverfismál: Gore vill gefa mönnum allt að 2.000 doll- ara skattaafslátt ef þeir koma sér upp nýj- um orkusparandi heimilum; hann vill gefa mönnum 1.000 dollara afslátt fyrir að breyta núverandi íbúðarhúsnæði með tilliti til orkusparnaðar og ef fólk kaupir nýjar kynslóðir bíla sem spara eldsneyti. Byssueign: Gore myndi styðja það að skylt yrði að bera sérstakt skotvopnaleyfi á sér með mynd ef menn ætla að kaupa byssu. Heilbrigðisþj ónusta: Gore myndi vilja setja 250 milljarða doll- ara í að auka lyQaniðurgreiðsIur í gegnum almannatryggingakerfið og tryggja að sjúkrasamlagstrygging væri ókeypis fyrir fátæka gamlingja og að aðeins yrði um að ræða kostnaðarþátttöku hjá öðrum eldri borgurum. Skattar: Gore hefur uppi áform um að á næstu 10 árum verði veittur skattaafsláttur fyrir um 500 milljarða dollara sem m.a. hjálpi fólki að borga skólagjöld, heilsutryggingar og lífeyristryggingar og ýmsa félagslega þjón- ustu. Hann myndi líka styðja það að hækka skatta á stórfyrirtæki, ekki síst tó- baksfyrirtæki og fjármálafyrirtæki um allt að 130 milljarða dala. Stjóm Bush Ef Bush yrði kosin forseti má búast við að þessi mál yrðu ofarlega á hans óskalista: Fyrsta innlenda lðggjöfln: Bush mundi setja í forgangsröð að koma menntamálapakka sínum fram. Vamarmál: Sem forseti myndi Bush leggja milda áherslu á að búa til öflugt geimvarnar- kerfi. Hann myndi beita sér fyrir verulegri launahækkun til hermanna og setja í það einn milljarð á ári á næstu fimm árum þannig að árstekjur hermanns gætu auk- ist um 750 dollara á ári fyrsta árið. Menntamál: Sem forseti myndi Bush leg- gja til að bætt yrði við 5 milljörðum doll- ara til að eyða ólæsi og svo öðrum 8 millj- örðum til að veita styrki til háskólanáms á næstu fimm árum. Hann myndi láta fylk- in gjalda þess eða njóta í formi fjárstuðn- ings hvort skólar þeirra væru að standa sig vel eða illa í samanburði við heiidina. Jafnframt myndi hann víkka út og auka árangursmælingar hjá nemendum með því að fjölga prófum. Afsláttarmiðar fyrir fátækari nemendur sem vilja komast í einkaskóla yrðu gefnir út til þeirra sem ekki ná árangri í almenna skólakerfinu. Bush myndi leyfa fólki að leggja fyrir 5.000 dollara á ári sem yrðu utan skatts svo framarlega sem þessir peningar yrðu eyrnamerktir skólagöngu barna þeirra á hvaða aldri sem börnin eru. Orku- og umhverfismál: Ríkisstjórn Bush mundi setja aukinn kraft í leit að innlendum orkugjöfum, olíu og gasi. Náttúruparadfsir í Alaska myndu ekki vera undanskildar í slíkri leit. Nátt- úrulegt gas myndi verða notað í auknum mæli og í umhverfisverndarskyni myndi Bush skera niður skatt á söluhagnaði um helming ef landareign er seld til náttúru- verndar. Byssueign: Bush myndi styðja frumvarp þar sem sett væru fram ákvæði um að barnaöryggis- læsing yrði að fylgja með byssum sem seldar eru. Heilbrigðismál: Bush myndi gefa lágtekjufólki 2.000 doll- ara skattafrádrátt ef það keypti sér sjúkra- tryggingu. Hann myndi reyna að víkka út möguleika á sjúkratengdum sparireikn- ingum og útbúa áætlun sem kostaði ríkið 158 milljarða dollara sem færu í að niður- greiða lyfseðilskyld lyf fýrir fátæka og eldri borgara og greiða niður lyf sem ekki eru lyfseðilskyld fyrir eldri borgara. Skattar: I forsetastóli myndi Bush beita sér fyrir skattalækkun samkýæmt áætlun sem tal- in er kosta um 1,3 billjarð á 10 árum. Samkvæmt áætluninni yrði lægsta skatt- þrepið 10% en það hæsta 33%. Bush myndi tvöfalda barnafrádráttinn þannig að hann yrði 1.000 dollarar með hverju barni. Han myndir Ieggjast gegn allri hækkun skatta á einstaldinga og fyrirtæki og hann myndi beita sér fyrir afnámi erfðaskatts.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.