Dagur - 07.11.2000, Blaðsíða 1
Ovíst að úrskurða
þurfi mn samnma
Hugsanlegt að Jórvík verði svipt
flugrekstrarleyfi i dag.
Samkeppnisstofmm
kannar hvort samein-
ing Landsbanka og
Búnaðarbanka teljist
EKKI samruni sam-
kvæmt ákvæðum sam-
keppnislaga. Hörð
gagnrýni á að starfs-
fólki bankanna sé
áfram haldið í óvissu.
Því er haldið fram að svo geti farið
að í raun þurfi Samkeppnisráð
ekki að úrskurða hvort sameining
Landsbanka Islands og Búnaðar-
banka Islands stangist á við ákvæði
samkeppnislaga. Lögfróða menn
greinir að vísu á um það mál og
þess vegna mun Samkeppnisráð
fara ofan í saumana á þessu atriði
áður en það fjallar um sameiningu
bankanna.
Um þetta nýja vafamál segir
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun:
Allar
líkur á
verkfalli
Fátt benti til annars í gærkvöld
en að verkfall kennara í fram-
haldsskólum landsins væri að
skella á. Stíf fundahöld hafa
staðið yfir í Karphúsinu en ekk-
ert virtist hafa þokast í sam-
komulagsátt þegar Dagur fór í
prentun í gærkvöld. Geir Haarde
fjármálaráðherra sagði kröfur
kennara óaðgengilegar.
Kennarar voru í gær búnir að
skipa í fimm manna verkfalls-
stjórn sem þegar hefur hafnað
nokkrum beiðnum um undan-
þágu. Ef til verkfalls kemur mun
það bitna á námi hátt í 20 þús-
und framhaldsskólanema. Marg-
ir í röðum þeirra hyggjast nýta
sér gott atvinnuástand lil að fá
sér vinnu í verkfalli. — GRII
Sjá umjjöllun bls. 2, 5 og i
Lífinu í landinu í dag.
„Ef sami aðili á meirihluta í
tveimur fyrirtækjum þá er litið svo
að um sé að ræða eina efnahags-
lega einingu. Ef þessi
tvö fyrirtæki eru síð-
an sameinuð er litið
svo á að ekki sé um
samruna að ræða í
skilningi samkeppn-
islaga þar sem þau
hafi lotið sömu stjórn
áður. Menn hafa ver-
ið með vangaveltur
um það hvort í raun
sé um nokkurn sam-
runa að ræða milli
Búnaðarbanka og
Landsbanka í skiln-
ingi samkeppnislag-
anna vegna þess að ríkið á 70% í
báðum fyrirtækjunum."
Þar til annaö kemur í ljós
Guðmundur segir að rnenn séu
alls ekkert að reyna, í þessu tilfelli,
að komast undan því að fá úrskurð
samkeppnisyfirvalda á grundvelli
einhvers konar tækilegra atriða,
enda hafi ríkisstjórnin óskað eftir
því að leitað yrði fyrirfram álits
samkeppnisyfin'alda.
„En þetta er samt atriði sem við
þurfum að skoða mjög vel og fara í
gegnum. Aður en
búið er að rannsaka
þetta held ég að
þarna sé um sam-
runa að ræða í skiln-
ingi samkeppnislaga
sem samkeppnisyfir-
völd verði að skoða.
Eg er þessarar skoð-
unar þar til að annað
kemur í ljós við skoð-
un,“ sagði Guð-
mundur Sigurðsson.
Hörð gagnrýni
Það eru ekki allir jafn
hrifnir af því sem er að gerast í
þessum bankasamruna. Friðbert
Traustason, formaður Sambands
íslenskra bankamanna, gagnrýnir
harðlega hvernig starfsfólki bank-
anna er haldið í algerri óvissu með
atvinnu sína.
„Þessi fréttatilkynning banka-
ráðanna er einhvert innihalds-
minnsta plagg sem ég hef séð.
Þarna er ekki verið að segja
nokkurn skapaðan hlut nema það
sem legið hefur í loftinu lengi. Til-
kynningin var því hvorki mér né
öðrum starfsmönnum bankanna
að skapi. Við hefðum viljað sjá um
leið að þeirri óvissu sem ligggur í
Ioftinu, varðandi starfsfólkið, væri
aflétt. Hún liggur yfir starfsfólkinu
eins og mara. Við höfum verið að
óska eftir því að bankaráðin gæfu
út að engum starfsmanni verði
sagt upp, ef til þessarar sameining-
ar kemur,“ segir Friðbert Trausta-
son.
Eins og Dagur skýrði frá síðast-
liðinn laugardag verður hlutur
Landsbankans í sameinuðum
banka 57%. Sverrir Hermannsson
segir að þarna halli á Landsbank-
ann sem ætti að fá stærri hlut.
„Alger forsenda þess að við í VG
samþykkjum þessa sameiningu er
að hún verði gerð í fullu samráði
við starfsfólk og án uppsagna,11
segir Steingrímur J. Sigfússon við
Dag. - S.DÓR
Itarlega er fjallað um samþykkt
bankaráða Landsbanka og Búnað-
arbanka og viðbrögðum við henni i
miðopnu.
Friðbert Traustason: Gagn-
rýnir óvissuna harðlega.
Formaður Félags framhaldsskólanema átti orðastað við Geir Haarde fjármálaráðherra í miðbæ Reykjavíkur í
gærkvöld og afhenti honum þar til gerð plögg til að knýja á lausn i kjaradeiiu ríkisins og kennara. - mynd: e.ól.
FLug
JórvÍKiir
í hættu
Flugrekstrarleyfi flugfélagsins
Jórvíkur hangir á bláþræði vegna
þess að Guðjón Sigurgeirsson,
sem séð hefur um viðurkennda
skoðun á flugvélum félagsins,
hefur sagt þeim samningi upp
með þriggja daga fyrirvara. Jón
Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Jórvíkur, segir að
vonandi náist samkomulag við
nýjan viðhaldsaðila svo ekki
kornist til Ilugrekstrarstöðvunar
en félagið þurfi viðhaldssamning
við viðurkenndan aðila til þess
að leyfið sé gilt. Jórvík er með
áætlunarflug til Patreksfjarðar.
„Það er mjög erfitt að fá við-
haldsaðila en það er einn aðili
sem hefur ráðið þessu í mörg ár.
Stefnan virðist vera sú að öðrum
sé ekki hleypt í þetta, en við höf-
um síðan 1 5. mars verið að pres-
sa á að fá þetta leyfi, en ckki
mætt skilningi hjá Flugmála-
stjórn j því máli. Og nú erum við
komast í þá stöðu sem við óttuð-
umst þegar við sóttum um þetta
í vor,“ segir Jón Grétar Sigurðs-
son.
Haukur Hauksson, aðstoðar-
flugmálastjóri, sagðist ekki hafa
heyrt af þessu máli, en málið
væri ekld flóknara en það í hans
augum að ekkert flugrekstrar-
leyfi væri í gildi ef viðkomandi
aðili hefði ekki undirritaðan við-
haldssamning. Annað hvort væru
skilyrði uppfyllt eða eldd.
„Það er auðvitað afleitt ef flug
leggst af hingað með litlum íýrir-
vara en það er sjúkraflugið sem
ræður mestu um framtíð flugs til
Bíldudals og Patreksfjarðar. Ef
Flugfélag íslands fær það, sem
allar líkur eru á, óttast ég að flug
hingað leggist niður. Fækkun
flugfarþega hingað vegna batn-
andi vegasambands er það mikil
að þetta er spurning um rekstr-
argrundvöll," segir Haukur Már
Sigurðarson, forseti bæjarstjórn-
ar Vesturbyggðar.
- GG
VEG vinnur verk sín í hljóði
PdDIOiyÆöSf
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Bless bursti
Nú á ég skilið að fá uppþvottavél